Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Reuter Hríð í Istanbul Umferðin stöðvaðist í Istanbul í gær vegna fyrstu. snjóa vetrarins þar í borg í vetur. Á myndinni má sjá gangandi vegfarendur flýja undan hríðinni meðan verkamaður mokar snjó af gangstéttinni. í baksýn er Yeni Cami, eða Nýja moskan. Portúgal: Do Amaral á ný formaður Miðdemókrata Povoa de Varzim, Portúgal, Reuter. DIOGO Freitas do Amaral var á sunnudag kjörinn á ný leiðtogi Miðdemókrataflokksins (CDS) í Portúgal. Do Amaral var einn þriggja stofnenda CDS árið 1975 og stýrði flokknum á fyrstu árum hans við vaxandi gengi. Hann sagði síðan af sér öllum trúnað- arstöðum vegna innanflokks- ágreinings um hugmyndir og leiðir. Hann hefur verið prófess- or í lögum síðan. Hann bauð sig fram gegn Mario Soares i for- setakosningunum í Portúgal og tapaði naumlega. Miðdemókrataflokkurinn var um hríð þriðrji stærsti flokkurinn og do Amaral naut mikils persónufylgis. Því var það verulegt áfall, þegar hann sagði sig úr flokknum. Mið- demókrataflokkurinn hefur upp á síðkastið lotið forystu Adriano Mo- reira, og orðið fyrir miklu fylgistapi í öllum kosningum síðustu árin. I þeim síðustu fékk hann aðeins fjög- ur þingsæti. Það kom flatt upp á marga, að do Amaral skyldi ákveða að snúa sér að nýju að stjómmálum. Flest- um ber ásamt um, að hann sé líklegur til að stórefla fylgi CDS og sjálfur gaf hann, að kjöri loknu, skorinorða yfirlýsingu, sem benti til að Miðdemókratar myndu nú taka til hendinni, endurheimta fyrra fylgi og stefnt skyldi að því að Freitas do Amaral hnekkja veldi núverandi stjómar- flokks, Sósialdemókrata, undir stjóm Cavaco Silva forsætisráð- herra. Vopnasala Bofors til Indlands: Dagblað greinir frá leynilegum greiðslum Nýju Delhi, Reuters. STÆRSTA dagblað Indlands, The Jadian Express birti í gær nákvæm- ar upplýsingar um leynilegar greiðslur, sem blaðið segir að séu frá sænska fyrirtækinu Bofors til að tryggja því mikilvægan vopnasamn- ing við sænska herinn. Á forsíðu blaðsins er greint frá fjárhæð, reikningsnúmeri, og viðtakanda einstakra greiðsla, sem nema 50 milljónum dala, eða um 1,8 milljörðum íslenskra króna, sem sagt er að Bofors hafi greitt gegnum svissneska banka, aðallega í Genf, árið 1986. í sænskum fjölmiðlum var því haldið fram í fyrra að Bofors hefði greitt indverskum milligöngumönn- um fé fyrir aðstoð vegna vopna- samninga sem næmu 1,3 milljörð- um dala, eða 61jl milljarði íslenskra króna, við indverska herinn. The Indian Express hefur gagnrýnt ind- versku ríkisstjómina mjög eftir , þessar upplýsingar og sakað Rajiv Gandhi um að vemda sakboming- ana með því að láta farast fyrir að rannsaka málið. Stjómendur Bofors hafa sagt að allar greiðslur sem ekki sé getið í samningnum hafi verið auka- greiðslur vegna uppsagna umboðs- manna eftir að Gandhi hafí óskað eftir því að engir milligöngumenn verði notaðir í viðskiptunum. Sænsk lögregluyfírvöld sögðu í janúar að rannsókn málsins yrði hætt vegna ónógra sannanna. Indverska blaðið greinir frá 30 milljón dala greiðslu (1,1 milljarða íslenskra króna) til fyrirtækis, sem skráð .sé í Panama, 8 milljóna dala (296 milljóna íslenskra króna) greiðslu til annars fyrirtækis og minni til annarra fyrirtækja. Blaðið bendir á að stjómendur Bofors, Gandhi og aðrir ráðherrar hafí sagt oftar en einsu sinni að engar greiðslur hafí gengið til milligöngu- manna. Áætlað er að þingnefnd sem fjallar um málið skili áliti sínu þeg- ar indverska þingið hefst að nýju 22. febrúar. Mótmæli við rúmenska sendiráðið í Varsjá: Einn fundarmanna ennþá í varðhaldi Varqjá. Reuter. PÓLSKA lögreglan hefur sleppt öllum nema einum manni af um 50 mönnum, sem hand- teknir voru eftir mótmælafund við rúmenska sendiráðið i Var- sjá á mánudag. Að sögn talsmanns útlægra samtaka, sem kalla sig Frelsi og friður (WiP), var efnt til mót- mælafundar við sendiráið til að sýna samstöðu með rúmenskum verkfallsmönnum. Jan Tomasi- ewicz, félagi í samtökunum, var meðal hinna handteknu og hafði hann ekki verið látinn laus í gær. Hefur hann ekki sinnt kalli um að koma til herþjónustu. Ellefu félagsmenn aðrir sitja f pólskum fangelsum fyrir að neita að gegna herþjónustu. Kröfðust þeir þess að fá að vinna borgaralega þegn- skylduvinnu í stað þess herþjón- ustu en var synjað og stungið inn. Mótmælafundurinn var stuttur því eftir augnablik birtust lög- reglumenn gráir fyrir jámum og brutu mótmælin á bak aftur. Fundurinn var liður í samræmd- um aðgerðum stjómarandstæð- inga í Varsjá, Moskvu, Prag og Búdapest. Munduðu fundarmenn fána og mótmælaborða með merki Samstöðu, hinna óháðu og útlægu verkalýðsfélaga. Reuter Pólskir andófsmenn á mótmælafundi, sem haldinn var til stuðn- ings rúmenskum verkfallsmönnum, við sendiráð Rúmeníu í Varsjá. Sprenging- í N-Kóreu: Öll hús í 2,5 km fjarlægð gjörónýt Hong Kong. Reuter. BLAÐIÐ Sing Tao Jih Pao í Hong Kong skýrði frá því í gær að 120 manns hefðu beðið bana og um 5.000 slasast þegar kínversk vopna- og sprengju- flutningalest sprakk í Norður- Kóreu, skammt sunnan kínversku landamæranna, í des- ember síðastliðnum. Blaðið hefur eftir Kínveijum, sem búa í landamærahéruðum, að gífur- leg sprenging hefði orðið í Jestinni meðan hún staldraði við í jám- brautarstöð norður-kóreska hersins skammt frá kínversku landamæra- borginni Kanggye. Gjöreyðilögðust allar byggingar á svæði sem nær 2,5 kílómetra frá stöðinni. Gjaldþrot fyrrverandi ríkis- sljóra harmað af Texasbúum New York Times GJALDÞROT Johns B. Connallys, fyrrverandi ríkisstjóra Texas, fjár- málaráðherra og forsetaframbjóðenda, síðastliðið sumar var ekki aðeins persónulegt áfall fyrir Connally og fjölskyldu hans heldur allt Texasríki. fbúar þess voru enn einu sinni minntir óþægilega á efnahagslega hnignun rikisins þegar Connally hjónin héldu uppboð á eignum sinum í siðustu viku. Eftir fjögurra daga uppboðshald höfðu fengist 2,7 milþ'ónir dollara (um 100 millj. ísl. kr.) fyrir munina. „Það hlýtur að vera sárt fyrir rándýr listaverk og dýrmæta fom- þau að selja þessa hluti," sagði Betty Stansell, ein þeirra fjölda Texasbúa sem borguðu fimmtán dollara til þess að sækja uppboðið. „Ég veit ekki hvað fólki í Chicago eða New York finnst um þetta. Hvort þeim finnist þetta hlægilegt, sorglegt eða láti sér fátt um fínnast. Eflaust hlakkar í sumum að sjá Texas vegna illa. En þrátt fyrir allt höfum við margt til þess að vera stolt yfír, og við erum síður en svo búin að leggja árar í bát. Connaily-hjónin eiga eftir að rétta úr kútnum, eins og frú Connally benti á, og það sama á við um Texas,“ sagði Betty. 1100 gripir Þótt að John B. Connally væri í þann veginn að missa úr eign sinni gnpi virtist söknuðurinn vera mestur vegna haglabyssu, sem hann hafði unnið í skotkeppni í Oklahoma árið 1977. „Við vorum með lið frá Texas sem keppti gegn 30 öðrum liðum víðsvegar að frá Bandaríkjunum. Eftir tveggja daga skothríð hreppt- um við fyrsta sætið,“ sagði Connally. „Það er dapurlegt að missa þetta allt saman. Það er saga á bak við hvem einasta þessara 1100 gripa. Maður er ekki bara láta af hendi einhveija veraldlega hluti heldur hluta af lífi manns." Tapaði á fasteignum Connally varð gjaldþrota í júlí sl. eftir að Qárfesting hans og Ben Bames, fyrrverandi aðstoðarríkis- stjóra, í fasteignum hætti að bera arð. Connally er persónulega ábyrg- ur fyrir stórum hluta af lántökum þeirra og var uppboðið á eignum fjölskyldunnar tilraun til þess að greiða lánadrottnum hluta þeirra 49 milljón Bandaríkjadollara (um 1800 milljónir ísl. kr.) sem hann skuldar. Efasemdarmenn halda því reynd- ar sumir fram að það hafi verið ofmetnaður og dómgréindarleysi Connallys sem hafí komið honum á kné ásamt hinni efnahagslegu lægð sem hefur verið í Texas eftir hmn olíuverðsins 1985. Enn aðrir segja viðskiptavini Connallys koma verr út úr þessum viðskiptum en hann sjálfur. Connally er langt frá því að nálgast fátæktarmörkin þrátt fyrir gjaldþrotið. Hann fær að halda persónulegum eignum að andvirði 30.000 Bandaríkjadala (1,1 millj. ísl. kr.) og 80 hektörum af 1360 í kringum búgarð sinn fyrir sunnan San Antonio. Hann á auk þess sæti í stjómum nokkurra fyrirtækja, er með góð sambönd í viðskiptalífí Texas, og fær eftirlaunagreiðslur frá ríkinu vegna flölmargra opin- John B. Connally lítur ásamt eig- inkonu sinni, Nellie, yfir hluta þeirra muna sem þau þurftu að selja á uppboði vegna gjaldþrots Johns. berra embætta sem hann hefur gegnt. Gjaldþrotið í fyrra er óneitanlega eitt það versta sem fyrir Connally hefur komið á erilsömum lifsferli hans. Hann varð fyrir skoti 22. nóvember 1963 þegar John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti var myrtur, var sýknaður af mútukæru þegar hann gegndi embætti fjár- málaráðherra og eyddi 12 milljón- um Bandaríkjadala í misheppnaðri tilraun þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikana- flokksins árið 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.