Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 7 Norska kvikmyndin „Leiðsögumaðurinn“ lögð fram til Óskarsverðlauna: Helga Skúlasonar getið á for- síðu „The Wall Street Journal“ M. Jacobsen framleiðanda mynd- arinnar að hún hafi orðið til þess að vekja athygli Norðmanna á Sömum sem líta á sig sem „indí- ána“ norðursins. Nú séu þeir í „tísku". Taka myndarinnar fór fram í Norður-Noregi í janúar á síðasta ári. „Þetta var sérkennilegt," sagði Helgi í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar ég spurði á morgnana hvemig veðrið var fékk ég þau_ svör að úti væri 40 stiga frost. Ég fölnaði og spurði hvort Á FORSÍÐU viðskiptablaðsins „The Wall Street Joumal“ var nýlega fjallað um norsku kvikmyndina „Leiðsögumaðurinn", og tekið fram að eina stórstjama myndarinnar sé Helgi Skúlason leikari. Myndin hefur hlotið miklar vinsældir í Noregi en hefur tíl þessa ekki verið sýnd utan heimalandsins þar sem til stóð að senda hana á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ef ekki verður af þvi mun Regboginn væntanlega hefja sýningar á myndinni í lok febrúar, að sögn Helga Skúlasonar. „Leiðsögumaðurinn" verður framlag Noregs til Oskarsverðlauna í ár, fyrir bestu erlendu kvikmyndina. í greininni er fjallað vinsamlega um myndina og velt vöngum yfir hvort hún muni hafa einhvem boðskap að bera til annarra en Sama en bandaríska fyrirtækið Carolco Pictures, hefur keypt sýn- igarréttinn í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki sá einnig um dreifingu á Rambo og er í greininni bent á að þessar myndir eigi margt sam- eiginlegt þó ólíkar séu. Báðar dragi þær fram sterkar andstæður góðs og ills og segi sögu af hug- rökkum hetjum. Helgi Skúlason var viðstaddur frumsýningu mjmdarinnar í Ósló og sagði hann að henni hefði strax verið vel tekið og hún fengið frá- bæra umfjöllun í norskum blöðum. Höfundur handrits og leikstjóri er Nils Gaup og er þetta fyrsta kvikmynd hans. Haft er eftir John nokkmm dytti í hug að fara að vinna. Jú, jú auðvitað var farið í búning og unnið. Þetta vom að visu ekki langir vinnudagar fyrst í stað vegna birtunnar en lengd- ust um tíu minútur á dag. Kuldinn skall á eins og veggur þegar út var komið, og fljótlega fór skeggið að héla og eins og tappi að myndast í nefinu. Fyrsta daginn kom í ljós að vettlingamir sem ég var með vom gallaðir, þannig að kuldinn komst að fingr- unum. Ég fann í fyrstu ekki fyrir neinu en þegar inn var komið og mér fór að hitna hélt ég á tíma- bili að ég mundi missa finguma." Kyrrðin út var alger, ekkert hljóð heyrðist og þegar snjórinn tróðst undir fótunum brakaði, eða réttara sagt ískraði sérkennilega í honum. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, þetta var svo sérstætt og ekki fyrir hvem sem er að vera þama. Nokkrir Bretar í tökuliðinu þoldu ekki við og fóm daginn eftir að þeir komu." Slæm færð víða á landinu Tafir á innan- landsflugi FÆRÐ á vegum versnaði mikið í fyrrinótt vegna snjókomu víða á landinu, og var ófært viða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Vegaeftirlitinu var fært frá Reykjavík norður til Skagafjarðar og eftir sunnan- verðu landinu alla leið til Aust- fjarða. Þá urðu tafir á innanlandsflugi í gær vegna veð- urs, t.d. var ekkert flogið milli Reykjavíkur og Akureyrar. Allgóð færð var á Vesturlandi og alla leið vestur í Reykhólasveit. Mokað var frá Patreksfirði norður á Bfldudal og suður á Barðaströnd, en á norðanverðum Vestflörðum var ófært vegna veðurs á Breiðadals- og Botnsheiðum og fyrir botn Dýra- Úarðar, og var þar beðið átekta með mokstur. Steingrímsfjarðar- heiði var mokuð í gær, þannig að fært ætti að vera til ísafjarðar. Góð færð var á vegum í Húna- vatnssýslum og í Skagafírði, og fært var til Sigluíjarðar. Ófært var yfir Öxnadalsheiði og fyrir Ólafs- Qarðarmúla og þungfært austan Akureyrar til Grepivíkur og ófært um Víkurskarð. Ágæt færð var í nágrenni Húsavíkur, en ófært á Brekknaheiði og Sandvíkurheiði. Ófært var um Fjarðarheiði og Vatnsskarð, en vegimir um Odds- skarð og Fagradal vom mokaðir, svo og vegurinn með suðurfjörðun- um. Jökuldalurinn var ófær og þungfært var um Hjaltastaðarþing- há, en sæmileg færð á Fljótsdals- héraði. Góð færð var víðast á Suðurlandi. Tónelsk- Á sjónum snýst lífið um eitt: FISK. Þessvegna gera farsælir skipstjórnar- menn miklar kröfurtil veiðafæra sinna. NICHIMO og KING eru þorskanet sem má treysta. NICHIMO japönsku þorskanetin eru óvenju fiskin, vönduð og meðfærileg. KING þorskanetin eru einnig afarfiskin og í góðum litum. Taktu upp símann, kannaðu málið. Nú er rétti tíminn fyrir næstu vertíð. Mundu að skynsamleg ráðstöfun í landi, getur komið sér vel úti á rúmsjó. irþjófar BROTIST var inn í Videohöllina í Lágmúla um helgina og þaðan stolið ýmsum munum. Þjófamir fóru inn í fyrirtækið aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu á brott með sér einn geislaspilara, tuttugu geisladiska, óátekin mynd- bönd og þijú „vasadiskó". n KRISTJÁN Ó. LJ SKAGFJÖRÐ HF. Hólmaslóð 4, sími 24120, Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.