Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LARS LUNDSTEN Finnsku forsetakosningarnar: Valdsvið forseta og samskipti Finna við í brennidepli Hve mikið er ráðlegt að skerða valdsvið Finnlandsforseta og hvemig eiga Finnar að haga samskiptunum við EB? Þessi tvö mál má nefna sem dæmi úr þeirri kosningabaráttu, sem Iauk fyrir helgi, er Finnar gengu að kjörborðinu til þess að kjósa forseta. Spurningin um að skerða valdsvið forsetans hefur verið uppi um skeið m.a. vegna þess, að Mauno Koivisto forseti hefur haft uppi hugmyndir um að helst ætti að stuðla að auknu þing- ræði og um leið skerða völd forsetans. Samskipti Finna við EB og þátttaka þeirra í efnahagslegri sameiningu Vestur-Evrópu hefur verið eitt aðalverkefni þeirrar rikisstjómar, sem jafnaðar- menn og hægrimenn mynduðu í fyrravor. Finnar búa nú við stjómkerfi, sem er sambland af hreinu þingræði og forsetakerfí á borð við bandaríska kerfíð þar sem ráðherrar eru ráðgjafar forsetans. Flestir eru nú sammála um, að draga mætti úr afskiptum forset- ans af landsstjóminni, en enginn einhugur ríkir um hvemig eigi að framkvæmda þessar breytingar. Koivisto hefur ætíð undirstrikað, að þingræðið eigi að koma fyrst og afskipti forsetans verði að tak: marka eins mikið og unnt er. í kosningabaráttunni í vetur hefur þetta sjónarmið komið fram m.a. í því, að Koivisto hefur látið keppi- naut sinn, Harri Kolkeri forsætis- ráðherra, um að gefa stefnuyfír- lýsingar. Sjónarmið þeirra Koivistos og Holkeris virtust raunar vera svo lík, að fréttamenn hafa oft þurft að spyija forseta- efnin tvö hversu mikill munu sé í raun á milli þeirra. Hvomgt for- setaefnið hefur gefið fullnægjandi svar. Koivisto vill breyta stjómar- skránni þannig, að ríkisstjómin sé einungis háð þinginu en ekki vilja forsetans. Núgildandi stjóm- arskrá gefur forsetanum rétt til að útnefna ríkisstjóm og veita henni lausn frá embætti. Einnig má forsetinn einn kveða á um þingrof og nýjar þingkosningar ef honum fínnst ástæða til. í þess- ari umræðu hafa menn einnig haldið því fram, að takmarka ætti endurlqor forsetans þannig að sami maður megi ekki gegna forsetaembætti nema í mesta lagi tvö kjörtímabil, þ.e. 12 ár. Koi- visto hefur lýst því yfir, að hann muni vera sáttur við tvö kjörtíma- bil, þ.e. að hann muni ekki gefa kost á sér á ný 1994 ef hann verði kosinn í ár. Þörfín að skerða völd forsetans stafar m.a. af því, að kosninga- kerfíð í forsetakosningunum er að breytast. Frá 1919 og fram til 1982 var forsetinn kosinn í óbein- um kosningum þannig að þjóðin kaus 300 (síðar 301) lqormenn, sem komu svo saman og kusu forseta. í fyrrasumar var þessu kerfí breytt þannig, að þjóðin fær að kjósa í eitt skipti beint, en ef enginn fær hreinan meirihluta verður forsetinn kosinn af kjör- mönnum. Stjómarsáttmáli ríkis- stjómarinnar gerir ráð fyrir, að næsta skref verði að þjóðin fái að kjósa forseta í beinum kosning- um í tveimur umferðum eins og f Frakklandi. Beinar forsetakosn- ingar stuðla að því, að forsetinn verði óháðari þeim stjómmálaöfl- um sem ráða ríkjum á þingi. En þess vegna fínnst sumum að með því sé verið að storka þingræðinu. Þar sem Koivisto virtist fús að samþykkja stjómarskrárbreyt- ingu til þess að skerða völd forsetans formlega, eyddi helsti andstæðingur hans, Paavo Váy- rynen, formaður Miðflokksins, miklu púðri í að sanna hve óþing- ræðislegur Koivisto hefði verið sem forseti. Váyrynen tók helst sem dæmi, að Koivisto knúði fram stjómarsamstarf jafnaðarmanna og hægrimanna í fyrravor án til- lits til þess, að miðflokkamir unnu sigur í þingkosningunum en jafn- aðarmenn töpuðu allmiklu fylgi. Váyrynen segist ekki vilja stjóm- arskrárbreytingu til að skerða völd forsetans. Hann segir, áð forsetinn eigi að'virða vilja þings- ins „við eðlilegar aðstæður", en hann segir einnig, að ekki megi skerða valdsvið forsetans, því hagur þjóðarinnar geti stundum krafíst þess, að forsetinn sé valda- mikill. Umræðan um þátttöku Finna í efnahagslegri s'ameiningu Vest- ur-Evrópu bar einnig mikinn keim af stjómarmynduninni í fyrravor. Forsetaefni jafnaðarmanna og hægrimanna, þeir Koivisto og Holkeri, tóku fram hve nauðsyn- legt það væri að fínnska efna- hagslífíð tæki tillit til sameiningar Vestur-Evrópu. Stjómarandstað- an með Paavo Váyrjmen í broddi fylkingar vildi hins vegar vara Finna við að verða taglhnýtingar erlends fjármagns. Samt er Váy- rynen á sama máli og Koivisto og Holkeri um að Finnland megi gerast meðlimur í Evrópuráðinu. Finnar era eina Vestur-Evrópu- þjóðin, sem hefur ekki gengið í Evrópuráðið og á meðan á kosn- ingabaráttunni stóð gaf Koivisto forseti óvart yfírlýsingu um, að honum fyndist tíminn vera kom- inn til að ganga í ráðið. En flestum þykir það til bóta, að kosningafyrirkomulagið leyfí nú þjóðinni að kjósa forseta í bein- um kosningum, hefur þessi nýjung einnig í för með sér breytt- ar kröfur til flokkakerfísins. Finnar hafa ávallt vanist því að eiga margra kosta völ í kosning- um. Mörg lítil flokksbrot hafa getað komist inn á þing þar sem engin ákvæði hafa verið um lág- marksfylgi. Kjörmannakerfíð í forsetakosningunum hefur einnig gefíð smáflokkum tækifæri til að ráða úrslitum ef stóra flokkamir hafa ekki fengið meirihluta fyrir sinn mann. í beinum forsetakosn- ingum geta smáflokkamir ekki reiknað með góðum árangri. Enda hafa heistu smáflokkamir ekki útnefnt eigin forsetaefni heldur stutt frambjóðendur stóra flokk- anna. Til dæmis má nefna, að Sænski þjóðarflokkurinn ákvað að bjóða fram bara í lqörmanna- kosningunum enda skiptist fylgi flokksins milli Koivistos, Holkeris og Váyrynens. Græningjar tóku til þeirra ráða að „yfírheyra" frambjóðendur hinna flokkanna og gáfu svo út yfirlýsingu um, að enginn þeirra væri nógu „grænn". Eini litli flokkurinn, sem var með eigið framboð, eru Moskvutrúir kommúnistar, sem gáfu kost á aðalritara sínum, Jo- uko Kajanoja. Morgunblaðið/Lars Lundston Auglýsingaspjöld þeirra frambjóðendanna Harris Holkeris for- sætisráðherra og Maunos Koivistos forseta. Af lífi og staifi á austurströnd Nicaragoia eftirPétur Böðvarsson - Ég hef lengi verið að hugsa um greinaskrif héðan frá Bluefíelds á austurströnd Nicaragua þar sem ég hef búið í tæpt ár, og kem því nú loks í verk að senda þessa grein. Hjálparsamtökin og kynnin af þeim Ég kynntist hjálparsamtökunum sem heita WUS (World University Service) í fagblaði 'tæknifræðinga í Danmörku, þar sem auglýst var staða skipatæknifræðings í Nic- aragua. A þeim tíma vann ég í Danmörku. Samtökin era alþjóðleg með um 34 deildir í hinum ýmsu löndum. Þar af era deildir í nær hveiju landi Rómönsku Ameríku og heita samtökin þar SUM (Servisio Universitario Mundial). Samtökin era sjálfstæð innan hvers lands á allan hátt en halda alþjóðlegan fund u.þ.b. annað hvert ár. WUS var stofnað í Sviss í eða uppúr fyrri heimsstyijöldinni til hjálpar flóttafólki í Evrópu, einkum til að gefa því möguleika á að mennta sig. WUS í Danmörku er með hjálpar- starf í Suður-Afríku, Namibíu, Swazilandi og Mozambique auk Rómönsku Ameríku, þ.e.a.s. Hond- úras, E1 Salvador, Nicaragua, Bólivíu og Chile. Hér í Rómönsku Ameríku er stuðningurinn mestur við Nicaragua. í öðram löndum álf- unnar fer stuðningsstarfíð að mestu leyti fram án þess að fólk sé sent frá Danmörku til að fylgja því eftir nema þá til að athuga hvemig gangi u.þ.b. einu sinni á ári. Þá er um að ræða peningagjafir til ákveðinna félagasamtaka í hveiju landi. WUS í Danmörku byijaði hjálp- arstarf hér í kringum 1962—1963, með verkefni á sviði heilbrigðismála í þremur smábæjum norður af Léon. Léon er ein stærsta borg Nicaragua og er við vesturströndina. Síðan hafa starfað á þeirra vegum tveir hjúkranarfræðingar í hveijum þess- ara þriggja bæja. A síðasta ári var hafíst handa við skólabyggingu í Mira Flores. En það er samyrkjubú sem liggur nærri landamæranum við Hondúr- as. Það hefur verið brennt niður af kontraskæraliðum tvisvar eða þrisvar sinnum. Samtímis var byij- að á byggingu bamaheimilis fyrir um 200—300 böm í smábæ 2—3 km norður af Esteli. Einn maður sér um þessar byggingafram- kvæmdir samtímis því að leita nýrra verkefna, þar sem danska stjómin hefur ákveðið að styrkja Nicaragua meira en áður. Um svipað leyti byijaði verkefnið sem ég vinn við. Það nefnist „coop- erant program" og eram við 9 innnan þess. Fjármögnun verkefn- anna fer fram í gegnum umsókn til DANIDA (þróunarstofnun Dan- merkur). Bluefields Bluefíelds er á austurströndinni og dregur nafn sitt af hollenskum sjóræningja, Bluefelt að nafni. Ensk áhrif hafa svo valdið því að nafnið hefur fengið þennan enska hreim. Hér búa um 30.000 manns af 5 ættbálkum og era þeir töluvert blandaðir. Meðal þeirra era negrar sem vora fluttir hingað á nýlendu- tímanum sem þrælar og sumir hafa flúið hingað frá þrælahaldi á Karíbaeyjunum hér fýrr á tímum. Negramir era í miklum meiri- hluta hér en þar á eftir koma miskító-indíánar sem alltaf hafa búið hér og sömu sögu er að segja um rama-indíána en þeir era mjög fámennir og búa nær einungis á lítilli eyju hér úti í Bluefields-lón- inu. Nokkuð eram mestíta (fólk af spænskum Upprana) og fer þeim Qölgandi eins og öllum hér. Að síðustu era nokkrir garifunas en þeir era einnig af indíánaupprana og tala allir ensku eða „spanlis" eins og þeir segja hér og er illskilj- anleg þó sumir tali ágæta ensku að mestftum undanskildum. Þegar ég kom hingað fyrst og hafði verið hér í nokkra daga kom mér í hug að Bluefields líktist einna helst einhveijum síldarbæjanna á Norðurlandi eftir niðumíðsluna frá síldarævintýrinu. Það er mest vegna þess hve húsum er illa við- haldið, þ.e.a.s. málningu vantar og eins nýjar bárajámsplötur á þökin. Þó hefiir gerst nokkuð í þessum málum síðan ég kom, aðallega á opinberam byggingum, en mikið er byggt af íbúðarhúsnæði úr stein- steypu. Bluefields hefur stækkað um 10.000 manns eftir byltinguna 1979. Það stafar einkum af hryðju- verkum kontra-skæraliðanna í sveitunum hér í nágrenninu. Annars hefur virkni kontranna farið mjög þverrandi síðustu mánuðina og stafar það ekki síst af friðarsam- komulaginu sem Mið-Ameríkuríkin gerðu með sér og hafa margir lagt niður vopn af þeim sökum. Fólkið hér er mjög vinsamlegt og skemmtir sér mikið með músik og dans og er Karíbahafs- og re- aggetónlist ráðandi. í lok maímán- aðar er t.d. haldinn kamival sem stendur í 4 daga og kemur þá meg- inþorri hljómsveita í landinu til að skemmta en hljómsveitimar héðan frá austurströndinni slá nú mest í gegn hjá fólkinu. Sklpasmíðastöðin í EI Bluff Ég vinn í skipasmíðastöð sem er í E1 Bluff og er við innsiglinguna í Bluefields-lónið, u.þ.b. klukku- stundar sigling er þangað frá Bluefíelds. Við sem vinnum í E1 Bluff föram með pramma frá Blue- fíelds á hveijum morgni klukkan 6 og komum aftur um kvöldið klukk- an hálfsex, svo dagurinn er svolítið langur en vinnan spennandi. Aður fyrr vora framleidd 20 m löng fiskiskip úr treflaplasti, en þar sem treljaplast er mjög dýrt efni hefur sú framleiðsla verið lögð nið- ur í bili að minnsta kosti. Því er verið að setja í gang framleiðslu á tréskipum og á einungis eftir að setja vél og annað henni viðkom- andi í það fyrsta af 19 sem er gert ráð fyrir að framleiða. Þessir bátar era um 10 m langir og á að nota þá til fískveiða og flutninga hér á lónunum og ánum á austurströnd- inni. Töluverð hefð er fyrir bygg- ingu tréskipa hér um slóðir enda ekki nema von þar sem mikið er af skógi. Bygging bátanna er gerð eftir einhveijum þumalputtareglum sem era nú ekki alltaf of góðar. Það bitnar á víddum efnisins í þeim sem era frekar litlar á stundum. En það era ekki bara framleidd tréskip, heldur er líka mikil fram- leiðsla á hraðbátum úr treíjaplasti, eða u.þ.b. fjórir á mánuði. Þessir bátar era af þremur stærðum og era til fólks- og vöraflutninga. Hér era ekki neinir vegir fyrir utan gatnakerfíð í bæjunum og því era bátar af öllum stærðum og gerðum mjög þýðingarmikil samgöngutæki á ám og lónum. Fiskveiðar eru aðal- atvinnuvegfurinn Aðaluppistaða iðnaðarins hér er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.