Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 lög, hvort sem er um að ræða siða- lögmál eða almenn lög. Siðferðisleg brot og lagabrot eru á margan hátt samtvinnuð, í islamskri trúarsýn. Eðli blygðunarinnar endurspeglast í refsilöggjöf islam. Það sem öllu ræður er gerðin sjálf. Grundvallar- kenningin er auga fyrir auga. Hún getur auðvitað virkað frumstæð, en hefur þó gegnum tíðina komið í veg fyrir hvers kyns fjöldamorð og ódæði, því að hver einasti bedúíni varð að hugsa sig rækilega um áður en hann flækti fjölskyldu sína inn í deilu sem á seinni stigum hefði kostað blóðbað. Hinar frumstæðu refsiathafnir eins og til dæmis þegar höggvin er hönd af þjófí eins og viðgengst í Saudi-Arabíu skal einnig sett í sögulegt samhengi. í fyrsta lagi er fyrirbrigðið óhemju sjaldgæft, því að það er skammarlegra flestu og niðurlægjandi meðal araba að steia. Áður og fyrrum var heldur ekki sá munur milli ríkra og fátækra eins og í Evrópu, sem gæti leitt til þess að viðkomandi fannst hann órétti beittur af þjóðfélagi og þóttist því hafa réttlætingu fyrir slíku athæfí. Og í þriðja lagi gat þjófnaður verið bein ógnun við lifnaðarhætti bed- úína-fjölskykldunnar, þar sem allar eignir voru einungis til að lifa af í erfíðum Keimi. Því eru forsendur að baki verkn- aði ekki teknar hátíðlega. Enski rithöfundurinn Wilfred Thesiger, sem bjó meðal bedúína í fímm ár, fór einhveiju sinni að slást við ung- an bedúina að gamni sínu. Af óheppni varð hann fyrir því að gefa honum högg í magann, svo að maðurinn náði ekki andanum í nokkrar sekúndur. Bróðir hans stóð upp og sagði ásakandi: Hvers vegna ert þú að reyna að drepa bróður minn. Þegar Thesiger andmælti, rak hann upp hlátur ogsagði: Svona nú. Auðvitað veit ég að þú gerðir þetta ekki viljandi. Thesiger spurði þá: Hvað hefðir þú gert ef ég hefði raunverulega gengið frá honum: Ég hefði auðvitað drepið þig, svar- aði bróðirinn. Thesiger benti honum á, að hefði svo farið hefði það verið fyrir óheppnis sakir, en bedúíninn svaraði hvasst: Það hefði ekki skipt neinu máli. Því verða menn að átta sig á mikilvægi gjörðarinnar. Hún ræður úrslitum, ekki ætlunin eða hugsun- in. Þetta kemur einnig fram í félagslegu samneyti. Arabar leggja mikla rækt við alls konar siði, og framgöngu sem er vottur um virð- ingu og kurteisi, eins og fyrr segir. Þeim er einnig mjög áfram um að afla sér sjálfum virðingar og sínu fólki. Nefna má að það er langtum algengara f arabaheiminum að menn gefi gjafír. Að gefa gjöf kem- ur heim við það að sýna virðingu og hugulsemi. Maður getur bent á fleiri dæmi um arabfskan hugarheim og það hefur margt verið skrifað um araba sem ekki stenst við nánari athugun. Kunnur vfsindamaður segir að arabinn hugsi eins og atómskáld og lýsir því á eftirfarandi hátt: Arabi upplifír ekki samfélagið sem heildstæðu, sem er samsett úr þáttum sem eru háðir hver öðrum. Ifyrir hann er samfélagið aðskildir þættir, eins og trúin, þjóðir eða stéttir sem er aðeins tengt saman af himni yfír höfðum þeirra og jörð- inni við fætur þeirra. Það er töluvert til í að arabi skynji samfélag sitt á þennan hátt, en þar með er rangt að draga þá ályktun, að hann hugsi ekki í sam- hengi. Islamska trúin er yfír og allt um kring f samfélaginu er og verður alltaf órækur vitnisburður um samhengið og samræmið. Höfundur er palestínskur blaða- maður og kvikmyndagerðarmað- ur. Hann er nú gestur Blaða- mannafélagsins ogflytur fyrirlestur í Norræna húsinu i kvöldkl20:30. Islam og bedúínahefðin ein- kennir lífsskoðun arabans Eftir Hussein Shehadeh EITT af mörgu sem greinir á milli araba og Evrópubúa er að hinir fyrrnefndu leggja ekki sama vægi í rökrænar umræður og málefnaleg skoðanaskipti og Evrópumenn. Annað má nefna: í Vestur-Evrópu eru menn oft og einatt sannkallaðir tímaþræl- ar. Aftur á móti hafa arabar einkar óþvingaða afstöðu til tfmans, sem kannski á rætur í forlagahyggju þeirra. Þá er þess að geta að arabar sætta sig við lög og reglur sem virðast ómann- eskjulegar og frumstæðar, en eiga sér sögulegar rætur í þjóð- félagsformi sem er gerólíkt Vesturlöndum. Vitaskuld eru löndin breytileg frá einu til annars og innan hvers ein- staks lands er fólk auðvitað jafn misjafnt og ólíkt og gerist hvar- vetna. Samt sem áður hafa arabar ýmsa sameiginlega þætti, sem hafa þróast úr frá sögulegum, trúarleg- um og menningarlegum forsendum. Margir arabar verða vitanlega fyrir sterkum vestrænum áhrifum er þeir Íeita menntunar við háskóla á Vesturlöndum og sömuleiðis vegna samskipta við Evrópubúa sem vinna í löndum þeirra. Margir arabar með vestræna menntun geta vitaskuld sett sig inn í og aðlagast vestrænum þankagangi. Og gera það. í þessari grein mun ég halda mig einkum við það sem er ólíkt og skilur að. Tvennt er það sem ræður mestu um hvemig hinn dæmigerði arabi upplifír heiminn og umhverfið og gerir hann frábrugðinn Evrópu- manninum — islam og bedúínahefð- in. Ég get vitaskuld ekki gefið nein endanleg svör eða tæmandi lýsingu, en mun reyna að draga fram nokkra drætti í arabfsku eðli og hugarheimi sem oft vefst fyrir Vesturlandabú- um að skilja, stundum með óþægi- legum afleiðingum. í því samhengi er óhjákvæmilegt annað en gera sér grein fyrir því, að vegna tækniframfara og iðn- byltingar í Evrópu sfðustu hundrað ár má segja að skynsemishyggjan sé þar þyngst á metunum, varðandi lífsviðhorf og skoðanamótun. Þetta kemur meðal annars fram í hvemig þeir ræða málin, á málefnalegan og yfírvegaðan hátt. Og enda með því að komast að rökréttri niður- stöðu. Það er að minnsta kosti stefnan. í evrópsku lýðræðisþjóð- félagi hefur einstaklingurinn lært að ákvörðun, sem nær til fleiri en einnar manneskju, skal ákveðin á grundvelli rökvísi og skynsamrar afstöðu. Þjóðfélagjð er byggt upp í kringum þessa hugmynd og marg- ir ganga út frá því sem gefnu, að þetta sé svo um allan heim. Þessi afdráttarlausa þörf Evr- ópubúans að ræða rök með og á móti og ná á þann hátt svokallaðri skynsamlegri niðurstöðu á ekki allt- af upp á pallborðið hjá araba sem hefur ekki alizt upp í sams konar þjóðfélagi og hefur annað lífsform, viðhorf og ólíkt gildismat. Arabar hafa rólyndislega, allt að því dreymandi afstöðu, fremur en skynsamlega til rökræðna og um- ræðna. Hann leggur ekki það ofurkapp á að komast að vitrænni niðurstöðu. Og lætur það sér í léttu rúmi liggja. Kannski má ganga svo langt að líkja honum við bóhem í því hvemig hann skoðar tilvemna. Þar með er auðvitað ekki sagt að Hussein Shehadeh maður geti ekki rætt af skynsemi og beitt rökum í viðræðum við hann. En hafa verður í huga að hann lítur á þessar umræður með öðmm aug- um og tekur þær ekki alvarlega á sama hátt. Ekkert mótar araba jafn sterkt og trúin, islam — sem getur á stund- um jaðrað við forlagahyggju. Mannleg samskipti í arabaheimin- um einkennast fyrst og fremst af löngun, og beinlínis þörf til að sýna virðingu og kurteisi og í þessa kurt- eisissiði fer mikill tími. Rætur þessa má fínna í trúnni. Fyrir nokkmm ámm dvaldi ég í þorpi í Óman um hríð. íbúar þar vom 3-400 og þeir vom flestir skyldir eða tengdir. Þó svo að allir hittust daglega og stundum mörgum sinnum á dag fór dijúgur tími í að heilsa hver öðmm hlýlega þegar þeir hittust. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þeir notuðu allt að því tvo klukkutíma á dag í það eitt að heilsast. í augum Evr- ópubúa margra er þetta í bezta falli merki um yfirborðsmennsku eða hræsni. Það em færri sem skijja að þetta er óaðskiljanlegur hluti uppmna og trúar og fullkomlega einlægur. Og á ekkert skylt við yfírborðs- mennsku; það er bókstaflega flestu öðm mikilvægara að sýna kurteisi og umhyggju. Láta náunga sinn fínna að hann skipti máli. Aröbum fínnst óskaplega gaman að tala saman og það er ekki aðalatriði, að leysa eitthvert vandamál, þó að samtalið hefjist vegna einhvers sem þarf að leysa. Það er þá gert eftir langt spjall og skraf um allt milli himins og jarðar. Og menn koma sér ekkert endilega að efninu fyrr en eftir langa mæðu. Takist ekki að fínna lausnina, þá má alltaf gera það seinna. Þessi afstaða fer oft í skapið á Evrópufólki. Allir sem hafa búið innan um araba vita að þeir hafa annað tíma- skyn en Evrópubúar og ekki jafn uppteknir af honum. Vestur- landabúar em oft hreinustu tíma- þrælar og em alltaf meðvitaðir um hvað þarf að gera. Hvemig og hven- ær og hvar þarf að gera hlutina. Að skipuleggja tímann — og halda sig svo heizt við það — er gmndyall- arþáttur í hvunndegi Evrópubúans. Ella getur allt farið úr böndunum. í arabaheiminum em vitanlega margir arabar sem skilja þetta og reyna að koma til móts við Evrópu- mennina ef þeir vinna með þeim. En það er gmnnt á arabíska hugs- unarhættinum. Evrópubúi segir: Get ég komið og hitt þig á morgun kl 17. Arabi segði: Ég kem síðdegis á morgun, ef guð lofar. Síðdegi getur svo verið á hvaða tíma sem er milli hádegis og miðnættis. Með því að slá vamaglann, ef guð lofar — inshallah — er arabi ekki að svíkja neitt, ef svo líklega skyldi vilja til að hann kæmi alls ekki. En margt fleira getur valdið mis- skilningi. Ég minnist atviks frá Qatar þar sem ég var með dönskum kvikmyndagerðarmönnum. Upplýs- ingaráðuneytið hafði látið okkur fá bíl til umráða og Danimir höfðu komið farangri sínum skipulega fyrir í bflnum. Áður en við lögðum af stað í tökumar kom í ljós að við þurftum að skipta um bfl. Nokkrir arabar hófu nú að flytja myndavél- ar og búnað úr fyrri bflnum í hinn síðari en Danimir höfðust ekki að. Það var strax greinilegt að Quat- amir hlóðu farangrinum þannig inn, að ekki^yrði rými fyrir hann allan, en Danimir létu þetta af- skiptalaust, mér til hinnar mestu skapraunar. Þeir útskýrðu það með því að hefðu Evrópubúum verið bent á þetta hefði það verið auðmýkjandi og ltilsvirðandi. Arabar líta ekki á kurteislegar og vingjamlegar ábendingar þessum augum. Ein- staklingshyggja þeirra er ekki slík, þegar vinna er anmnars vegar. Danskur vinur minn átti fullt í fangi með að halda niðri í sér hlátrinum, þegar hann var boðinn í máltíð hjá arabískri flölskyldu og gestimir hjálpuðust við að skera brauðið. í augum flölskyldunnar var þetta náttúrlega sjálfsagt mál en ekki á nokkum hátt fyndið og allra sízt að einn teldi sig færari brauðskurð- armann. Það var samhjálparþörfin þótt í litlu atviki birtist. Samt ber að sýna varkámi. Til- boð um aðstoð getur virkað sem yfírlæti. Það sem þarf alltaf að hafa í huga er að vinnulag araba er ekki mótað af einstaklingshyggju og dugnaðarsjónarmiðinu og þekk- ist meðal Vesturlandamanna. Sumir mannfræðingar segja menningu araba byggða á blygðun, andstætt við þá evrópsku sem byggi á sekt. í hinum islamska heimi kallar maður skömm yfír sjálfan sig og flölskyldu sína ef maður brýtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.