Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 5 Ákveðið að opna Hót- el Island voríð Byg'gingarframkvœmdir við Hótel ísland. Myndin er tekin s.l. haust en siðan hafa nokkrar hæðir bæst ofan á. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta opnun hins nýja Hótel íslands um eitt ár, en stefnt hafði verið að opnun þess í aprO í ár. Að sögn Ólafs Lauf- dal, eiganda hótelsins, ér með þessari ákvðrðun aftur horfið til upphaflegrar tímaáætlun- ar, sem miðaðist við að hótelið yrði tilbúið vorið 1989. „Það var séð fram á að þótt við legð- um nótt við dag myndum við aldrei ná því að opna fyrr en einhvern tíma i sumar og þvi var þessi ákvörðun tekin, “ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Ólafur sagði að þegar hefði verið búið að taka við pöntunum á um 3.000 gistinóttum á hótel- inu í sumar, en ferðamannaiðn- aðurinn væri þess eðlis að þar yrðu bókanir að standa, og því ekki hættandi á að staðfesta bókanir á gistirými, sem ef til vill yrði svo ekki tilbúið í tæka tíð. „Það á eftir að byggja tvær hæðir ofan á húsið og mjög mik- il vinna eftir varðandi innrétting- ar og annað þannig að það er útilokað að ljúka þessu á tveimur mánuðum. 011 steypuvinna hefur til dæmis legið niðri í janúar vegna frosta og ómögulegt að segja til um hvemig viðrar á næstu tveimur mánuðum,“ sagði Ólafur. Hann sagði að vinnu yrði hald- ið áfram með eðlilegum hraða þannig að fyrri áætlanir um að opna hótelið vorið 1989 myndu standast. Einstakir salir hótels- ins yrðu þó opnaðir jafnharðan, þannig yrði 250 manna salur fyrir einkasamkvæmi opnaður eftir nokkra daga og veitinga- staður myndi að líkindum opna eftir 1 til 2 mánuði. Starfsemi sjálfs hótelsins myndi hins vegar ekki hefjast fyrr en vorið 1989. „Þetta er 120 herbergja hótel, um 10 þúsund fermetrar að stærð, og slíka byggingu er ekki hægt að reisa á handahlaupum, “ sagði Ólafur. „Við viljum þá heldur bíða aðeins og hafa allt fullklárað, eins og það á að vera, þegar opnað verður." 1989 Ólafur sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á að opna skemmtistaðinn fyrir afmælis- hátíð Blaðamannafélags íslands í byijun desember á síðasta ári. Upphafleg tímasetning á opnun skemmtistaðarins var hins vegar í september á þessu ári. „Við tókum ákvörðun um að flýta þeirri tímasetningu og tókst að opna í tæka tíð með því að láta vinna nótt og dag. Þótt sömu aðferð yrði beitt við hótelbygg- inguna er fyrirsjáanlegt að tíminn er of naumur. Það er ein- faldlega of mikið eftir." Aðspurður sagði Ólafur að aðsókn_ að veitingastaðnum á Hótel íslandi hefði verið mjög góð það sem af er og í febrúar væru um 2.500 manns búnir að panta fyrirfram í mat á sýning- una „Gullárin með KK“. Hvað varðaði aðsókn að öðrum veit- ingastöðum í hans eigu kvaðst Ólafur vera ánægður enda hefði hann, með tilkomu Hótel ís- lands, aukið markaðshlutdeild sína úr 43% í 60 til 65% . „Ég hef því ekki orðið var við þessa samkeppni við sjálfan mig, sem sumir voru að tala um þegar ég opnaði Hótel ísland. Síðastliðinn laugardag voru um 1.100 manns á Broadway, sömu helgi í fyrra voru þar að vísu um 1.400 manns, en undanfarin laugar- dagskvöld hafa verið um 1.700 manns á Hótel íslandi. Aðsóknin að Hollywood og Hótel Borg hefur ekkert minnkað með til- komu Hótel íslands þannig að ég get vel við unað,“ sagði Olaf- ur Laufdal veitingamaður. Mývatnssveit: Þrjár kindur fluttar til byggða Mývatnssveit. UM síðustu helgi fundust þrjár kindur í Suðurárhrauni. Var bóndinn í Svartárkoti búinn að verða þeirra var og lét vita. Fóru menn héðan úr Mývatns- sveit og sóttu kindurnar og komu með til byggða. Þetta var ein ær með lamb, eig- andi Eyþór Pétursson í Baldurs- heimi, og enn fremur lamb úr Stóru-Tungu í Bárðardal og var það skilið eftir í Svartárkoti. Vel gekk að sækja kindumar. Hér hefur verið vonskuveður undanfama daga, hvöss norðanátt með snjókomu og skafrenningi, en vægt frost. Snjór er þó frekar lítill ennþá. Þó er sums staðar farið að draga í skafla og færð að þyngjast á vegum. Kristján Ung hjón á Húsavík vinna 2,5 milljónir: Númer vinnings- miðans er fæðingar- dagur húsbóndans Húsavík. UNG hjón á Húsavík, Hulda Skúladóttir hjúkrunarfræðing- ur og Oddur Órvar Magnússon bifvélavirki, unnu tvær og hálfa milljón í síðasta drætti Happdrættis Háskóla íslands. Hulda og Oddur Örvar eiga þijú böm, eins, þriggja og átta ára. Fréttaritari átti stutt viðtal við Huldu og spurði hana fyrst hvem- ig henni hefði borist fréttin. „Það var dregið á föstudag og við höfð- um ekki haft hugann neitt sérs- taklega við það en á laugardag hringdi umboðsmaðurinn á Húsavík til okkar og tilkynnti okkur þetta. Við vorum í fyrstu hálf vantrúuð á að þetta væri raunveruleiki en áttuðum okkur og glöddumst auðvitað við þessa góðu frétt. Við höfum átt tvo miða í 12 ár að mig minnir og ekkert unnið áður á þennan miða,' en svo vill til að númer vinning- smiðans er fæðingardagur Odds svo þetta var stór afmælisgjöf," sagði Hulda. — Breytir þetta að einhveiju áformum ykkar? „Ekki að öðru en því að það gefur okkur möguleika til að flýta framkvæmdum við það sem ógert er við húsið okkar og heimili. Við byijuðum snemma í okkar búskap að reyna að komast yfir íbúð og eignuðumst íbúð í Kópavogi þegar við bæði vorum við nám. Hann í bifvélavirkjun og ég í hjúkrun og síðan ljósmæðrafræði. Utanlands- sigling hefur ekki komið í huga okkar." — Nú er maðurinn þinn úr Reykjavík og þú frá Húsavik og þið setjist að á Húsavík, hvað veldur? „Það stóð alltaf til að við færum heim að námi loknu og okkur líkar hér vel. Við seldum íbúðina í Kópavogi og hófum síðan bygg- ingu á þessu einbýlishúsi hér á Húsavík." Hættir þú að vinna úti? „Nei, ég vinn í hlutastarfi á meðan dóttirin er svona ung og held því áfram. Ég hugsa og vona að lífið gangi sinn vanagang þó þetta skyndilega happ hafi hent okkur," sagði Hulda að lokum. — Fréttaritari. RSYIVIING FÖSTUDAGSKVÖLD 60 manna kór, einsöngvarar, dansarar og leikarar úr Verslunarskóla íslands flytja lög úr kvikmyndinni Fame nk. föstudagskvöld. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Dansahöfundur: Shirlene Alicia Blake. Lýsing: Magnús Sigurðsson Hljóö: Sveinn Kjaftansson og Pétur Gíslason Hljómsveit: Jón Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Birgir Bragason og Rafn Jónsson. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 1.000,- S Miðasala og borðapantanir ‘ frá kl. 9-19 f sima 687111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.