Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 27
Bretland MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 27 Feðgar neita að sitja fyrir St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDLITSMYNDASAFNIÐ í Lundúnum, National Portrait Gallery, sem leitast við að hafa andlitsmyndir af þekktum persónum i þjóðlífi og sögu Bretlands, fór fram á það við rithöfundinn Kingsley Amis, að hann sæti fyrir ásamt með syni sfnum, Martin Amis, sem einnig er rithöfundur. Kingsley Amis hefur harðneitað þessari bón. Kingsley Amis, sem fyrst varð frægur fyrir skáldsöguna Lucky Jim og hlaut Booker-verðlaunin árið 1986 fyrir söguna Old Devils, er í hópi bestu og vinsælustu rithöf- unda Breta, sem nú fást við skriftir. Hann er mikill meistari ensks máls og hæðist óspart að ýmsu í fari persónanna í sögum sínum. Þær eru gjama miðaldra drykkfelldir karlar og ráðríkar konur. Martin Amis, sonur hans, er nú þegar í hópi bestu og þekktustu rithöfunda af yngri kynslóð í Bret- landi. Þekktasta saga hans til þessa er Money, sem fjallar um rótlaust fólk, sem hefur peninga sem einu siðferðisverðmæti. Hann er bók- menntaritstjóri hjá The Observer og skrifar reglulega í blaðið, sérs- taklega um siðleysi kjamorku- vopna. Kingsley Amis segist eiga í erfiðleikum með að lesa verk sonar síns og hefur enga þolinmæði til að hlusta á „kjamorkublaðrið" í honum. Þegar þeir hittast, sem þeir gera reglulega við málsverð á sunnudögum, láta þeir sér yfirleitt nægja að ræða um stflfarsleg álita- efni. Dr. John Hayes, forstöðumaður Andlitsmyndasafnsins, fór fram á, að þeir feðgar sætu fyrir. Kingsley Amis hafnaði boðinu og sagði í svarbréfi, að þetta væri eithvert aulalegasta tilboð, sem honum hefði borist. Svo hélt hann áfram: „Ef þessi neitun verður til þess, að lista- maðurinn hefur rúman tíma, getur hann gripið til þess að mála „the two Ronnies". Ronnamir tveir em alþekktir . gamanleikarar úr sjón- varpi í Bretlandi. Martin Amis sagðist styðja skoð- un föður síns, þótt þetta færi kannski ekki eins mikið í taugamar á sér og honum. „Þetta er verra fyrir hann, því að hann er eldri í faginu, en þetta er hræðileg hug- mynd. hvemig áttum við að sitja fyrir? Kannski átti ég að sitja á hjám föður míns." Nafnaleikur í Moskvuborg Moskvu. Reuter. BREZHNEV-hverfi fyrirfinnst ekki lengur í Moskvuborg. f fyrra var nafni þess breytt aftur í sitt gamla horf, Cheryomishki- hverfi. Nú eru uppi kröfur um, að nöfnum fleiri hverfa, sem helguð voru hetjum með vafasaman orðstír, verði breytt. Þar eru efst á blaði nöfn tveggja af vildarvinum Stalíns: Voroshilovs marskálks og Mikhails Kalinms. Voroshilov barðist svo sem nógu hraustlega í borgarastríðinu og hlaut herforingjatign fyrir. En seinna, eftir að Stalín gerði hann að yfírmanni Sovétheijanna, leiddi 15 ára embættisganga hans til ólýsanlegra hörmunga. Eða eins og bent er á í grein í blaðinu Moskovskaya Pravda þá var það Voroshilov, sem stjómaði fjölda- drápum á yfirmönnum í hemum í hreinsunum Stalíns á þriðja ára- tugnum. Á frægu málverki, sem hékk uppi á vegg í Kreml, sjást þeir standa hlið við hlið, Stalín og Voroshilov. „En í Finnlandsstríð- inu 1940 kom í ljós, að við áttum ekki ósigrandi herforingja," segir í greininni. „Þremur ámm áður hafði Vo- roshilov — þá orðinn yfírmaður hersins — látið viðgangast, að efnt væri til réttarhalda yfír raun- verulegum herforingjum, sem svo vom líflátnir, en þessir sömu menn höfðu verið félagar hans og undirmenn áratugum saman,“ sagði f Moskovskaya Pravda. „Herinn varð fyrir alvarlegu tjóni af þessum sökum og það hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér á fyrstu stigum stríðsins (seinni heimsstyijaldarinnar). Við minnumst þess, að herir okkar á norðvesturvígstöðvunum — undir stjóm Voroshilovs — vom við það að missa Leningrad. Þá fyrst skip- aði yfírstjóm hersins Georgy Zhukov í hans stað. Svo hvers vegna ættum við að vera að nefna borgarhverfi eftir Voroshilov?" Breiðgata ein í Moskvu ber nafn Kalinins, svo og neðanjarðar- brautarstöð og átta verksmiðjur í borginni. En eins og lesendur em minntir á í greininni: „Kalinin var æðsti maður dómsmála um 30 ára skeið, en lét sem hann sæi ekki lögleysumar sem framdar vom fyrir framan nefíð á honum.“ „Enginn heldur því fram, að við ættum að gleyma nöfnum þeirra Brezhnevs, Voroshilovs og Kalinins .. við megum ekki endur- taka fyrri mistök okkar og afmá nöfn úr sögunni. En verðum við endilega að heiðra minningu þeirra með því að nefna hverfi, götur, torg og verksmiðjur eftir þeim?“ spyr greinarhöfundur. Það var einkar kaldhæðnislegt að láta Cheryomushki-hverfíð bera nafn Brezhnevs, af því að það var Khrústsjov, sem stóð fyr- ir uppbyggingu hverfisins. Hann beitti sér fyrir hönnun og gerð fleiri stórvirkja í mannvirkjagerð, svo sem Ráðstefnuhallarinnar, Luzhniki- íþróttavangsins, Kalin- in-breiðstrætisins og Ostankino- sjónvarpstumsins. SVARI/36 (QUERY/36)06IDDU | 15.2. INNRITUN TIL I2.FEB. SÍMI: 621066 INNRITUN TIL 12. FEB. SIMI. 621066 ÞÚ VERÐUR ÞINN EIGIN „KERFIS- FR/EÐINGUR" Á IBM SYSTEM/36 getur notað gagnasöfnin, gert fyrirspurnir og útbúiö prentlista, svo nokkuð sé nefnt. IDDU (Interactive Data Definition Utility) er skrásetn- ingin sem þú notar í Svara 36. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen. TÍMI OG STAÐUR: 15.-17. feb kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. MS-DOS, FRAMHALD I 15.2. EINKATÖLVAN BÝR YFIR ÓTAL MÖGULEIKUM EN FÆSTIR NOTENDUR HENNAR NÝTA ÞÁ TIL FULLNUSTU. EFNI: • Flóknari aðgerðir stýrikerfisins • Umsjón umhverfis • Uppsetning og meðhöndlun skráarkerfa á hörðum diski • Runuvinnsla • Röðun með íslenskum stöfum. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 15.-18. feb. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. RITVINNSLUKERFIÐ INNRirUNTIL 12. FEB. SE RITVINNSLA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG, ÁTT ÞÚ ERINDI VIÐ WORD KERFIÐ, eitt hið öflugasta og mest notaða hérlendis. SIMI: 621066 Word kerfið inniheldur m.a. sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðaskrá. í því má vinna samtímis á 7 mismunandi skrár. EFNI: • Skipanir kerfisins. • Uppsetning skjala og bréfa. • íslenskir staðlar. • Æfingar. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TlMI OG STAÐUR: 15.-18. feb. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. 152. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Word-framhald, 8.-10. feb. og Alvís vörukerfi 8.-11. feb. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. UÓSRITUNARVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.