Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 55 KNATTSPYRNA / NOREGUR Gunnar Gíslason enn meiddur eftir leikinn gegn Sovétmönnum: „Meðferð í Vestu r-Þýska- landi kemur til greina“ „ÉG er að drepast úr leiðindum og hreyfingarleysi. Ég er að- eins byrjaður að skokka, en hef annars ekkert getað œft síðan ég meiddist ílandsleiknum gegn Sovétmönnum í lok októ- ber og ekkert bendir til að ég nái mér á nœstunni," sagði Gunnar Gíslason við Morgun- blaðið í gœrkvöldi. Gunnar átti við eymsli að stríða í magavöðvum í haust, en var deyfður fyrir leikinn gegn Sovét- mönnum í Evrópukeppni landsliða, sem fram fór í Simferopol í Sovétríkjunum í lok október. „Verk- imir ágerðust eftir leikinn og síðan hef ég verið í alls konar sjúkrameð- ferð án árangurs. Ég held að búið sé að reyna allt, sem hægt er að gera í Noregi, en fer í myndatöku íntfmtR FOLK ■ RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, hlaupakona úr FH, setti íslandsmet S 3.000 m hlaupi innanhúss um síðustu helgi á móti S Gainsville i Flórída. Hún hljóp vegalendina á 9.11,49 mSn. Ragnheiður átti sjálf gamla metið, 9.11,60 mSn. Þess má geta að hlaupið var á 200 m braut. Á sama móti hljóp Svan- hildur Kristjónsdóttir, Breiða- bliki, 200 metrana á 25,98 sek. Svanhildur keppti einnig í grein sem ekki er keppt S á hverjum degi: 55 metra hlaupi. Þar fékk hún tímann 7,37 sek. Þá kastaði Guð- björg Gylfadóttir 13,93 í kúlu- varpi. I ALEXANDER Högnason, knattspymumaðurinn ungi af Skaganum, sem ákvað á dögunum að leika með KA á Akuryeri næsta sumar, hefur nú snúist hugur og verður áfram í Skagamanna. Þetta kemur fram í nýjast tölublaði Skagablaðsins. ■ GRIEGORZ Bielatovicz, hinn pólski þjálfari 2. deildarliðs Breiðabliks í knattspymu í sumar, kom til landsins í fyrrakvöld. Hann tekur þegar við stjóminni hjá Kópa- vogsliðinu sem farið er að æfa af fullum krafti fyrir keppnistímabilið. Gamla kempan Vignir Baldursson verður aðstoðarmaður Bielatovicz I sumar. I BEN Johnson, hlauparinn fót- frái frá Kanada, gerði í gærkvöldi tilraun til að bæta eigið heimsmet i 60 m hlaupi innanhúss á móti i Madrid á Spáni. Johnson hljóp vegalengdina á 6,49 sek. sem er hans þriðji besti tími. Heimsmet hans er 6,41 sek., sett í Indiana- polis í mars 1987. ■ SPÁNVERJAR ætla að und- irbúa sig vel fyrir Evrópukeppni landsliðs í V-Þýskalandi. Þeir leika fimm landsleiki fyrir keppn- ina. Gegn Tékkum, Frökkum, Skotum, Svíum og Sviss. ■ KNA TTSPYRNUSAM- BAND Evrópu hefur ákveðið að landsliðshópar þeirra þjóða sem taka þátt í Evrópukeppni lands- liðs verði aðeins skipaðir 20 leikmönnum. Þá hefur einnig verið ákveðið að allir varamennimir, níu, verði skráðir á leikskýslu og fái að sitja á varamannabekknum. á morgun [í dag] og þá á að reyna að sjá, hvort vöðvaþræðir séu slitn- ir. Þetta er greinilega mjög erfítt viðureignar, en á næstu dögum verða allir möguleikar skoðaðir og meðferð í Vestur-þýskalandi kemur vel til greina," sagði Gunnar. Gunnar sagðist stunda sitt banka- starf, en yrði að fylgjast með æfingum félaga sinna hjá Moss. „Það er hrikalegt að geta ekki ver- ið með. Æfíngaleikir byija 'um helgina og síðan er vetrarmót. í byijun mars tökum við þátt í fjög- urra liða ■ móti í Portúgal ásamt Sporting Lissabon, Bröndby og Malmö, komum aftur heim til að skipta um föt og förum síðan í 10 daga æfingaferð til Búlgaríu, en deildarkeppnin hefst í byijun apríl. Það er ljóst að ég verð ekki með í vetrarmótinu, en vonandi get ég tekið þátt í undirbúningnum í mars,“ sagði landsliðsmaðurinn, sem hefur meistaratitil að veija með Moss á næsta keppnistímabili. Qunnar Qfslason sést hér (t.h.) í landsleik gegn Norðmönnum í Osló. KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður kominn af stað eftir fjögurra mánaða hlé SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu hjá Sheffi- eld Wednesday, er komlnn á fulla ferö að nýju eftir meiðslin sem hrjáft hafa hann síðan í haust. Sigurður lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik í rúma fjóra mán- uði; lék fyrri hálfieikinn með varalði Wednesday gegn Bradford á úti- velli f deildarkeppni varaliðanna. Leikurinn endaði með jafntefli, 3:3. „Ég spilaði fyrri hálfleikinn. Við vorum þrír sem spiluðum okkar fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli, ég, David Hurst og Steve McCall. Sjúkraþjálfarinn var búinn að segja okkur að fara varlega — og ég gerði það. En það var gott að komast í gegnum þetta í kvöld. Ég fann ekkert til og það gefur manni aukið sjálfstraust. Maður reynir að taka þetta stig af stigi, spila 90 mínútur næst. Eg er ekki enn farinn að hugsa um aðalliðið — eftir svona langt hlé er maður feg- inn að fá spila hálfan leik til að byija með.“ Sigurður hafði ekkert æft með knött f langan tíma þar til á mánu- daginn. Þá fór hann á sínu fyrstu æfingu með aðalliðinu í fjóra mán- uði, síðan æfði hann í gærmorgun og lék fyrri hálfleikinn í gærkvöldi, sem fyir segir. Staðan var 1:1 er hann fór af velli. Síðasta hálfa mánuðinn hafði Sigurður verið á séræfingum, til að komast í betri líkamlega æfíngu. Hann fór í uppskurð um jólaleytið, eins og fram kom í Morgunblaðinu, og er hann nú orðinn góður af meiðslum þeim í magavöðva sem hijáðu hann. En hann sagði það erfitt að byrja aftur eftir svo langan tíma — „Ég er svo stífur eftir þetta að lappimar á mér eru eins og steypa," sagði hann í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær- kvöldi. Slgurður Jónsson er byijaður að æfa á fullum krafti með Sheff. Wed. Hér sést hann, fyrir miðju, á æfingu. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Tvelr V-Þjóðverjar leika með Eyjamönnum Elías Friðriksson hætti við Svíþjóðarferð Ralph Rockenmer, þjálfari 2. deildarliðs Vestmannaeyja, mun einnig leika með liðinu í sum- ar. Með Ralph kemur annar V-Þjóðveiji - sóknarleikmaður, sem lék með honum í utandeildar- liðinu VfB Oldenburg. Elías Friðriksson, sem var ákveð- inn að fara til Svíþjóðar, til að kanna aðstæður hjá 1. deildarfé- laginu Gumilse, hætti við Svíþjóð- arferðina á síðustu stundu. Hann mun leika með Eyjamönnum í sumar. Vestmannaeyjarliðið hefur fengið tvo Framara í herbúðir sínar. Pál Grímsson og Hlyn Jóhannsson og þá vonast þeir til að þriðji Framar- inn, Pétur óskarsson, gangi til liðs við þá. íuémR FOLK ■ ALESSANDRO AltobeUi, ítalski landsliðsmaðurinn í knatt- spymu, sem leikur með Inter Milanó, fer að öllum líkindum til Sviss. Svissneska 1. deildarfélagið Lausanne hefur mikinn hug á að fá Altobelli til að leika við hliðina á öðrum ítölskum landsliðsmanni,' Giancarlo Antognoni. MALAN BrazU, fyrrum leikmaður Ipswich, Tottenham og Man. Utd., er nú þjálfari ástralska félags- ins Wollongong City. Brazil, sem er 28 ára, meiddist á baki fyrir 18 mánuðum og hefur ekki leikið síðan. Hann hefur nú hug á að taka fram skóna að ný. Þess má geta að kapp- inn fékk kr. sex milljónir í slysabæt- ur - vegna bakmeiðslana. ■ REAL Madrid hefur hug á að tryggja sér V-Þjóðveijann Bernd Schuster, sem leikur með. Barcelona. Schuster hefur oft ver- ið orðaður við Juventus. Samingur hans við Barcelona rennur út í vor. Real Madrid vill fá Schuster í staðinn fyrir júgóslavneska lands- liðsmannsins Jancovic, sem hefur verið seldur til St. Germain París. ■ ÍTALSKA félagið Verona hefur verið dæmt til að greiða kr. 90 þús. í sekt. Það var aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu sem sektaði félagið fyrir ólæti áhorfenda f Evrópuleik gegn Sportul Bukarest. Þá var flugeld- um skotið inn á völlinn. ■ ÍTALAR leika fjóra landsleiki fyrir EM. Gegn Sovétmönnum, Júgóslövum, Luxemborgar- mönnum og Walesbúum. ■ WIM Jansen, þjálfari Loker- en í Belgiu, var rekinn frá félaginu í gær. Jansen, sem er 41 árs, er hollenskur landsliðsmaður og lék hann með Pétri Péturssyní hjá Feyenoord á árum áður. Hann var aðeins búinn að vera í fimm mán- uði hjá Lokeren. Pólveijinn Lubanski, sem lék með Arnóri Guðjohnsen hjá félaginu, verður eftirmaður Jansens ■ ATLETICO BUbao á Spáni bauð Howard Kendall, fyrrum framkvæmdastjóra Everton, eins árs framlengingu á tveggja ára samningi hans við félagið - í gær. Nýi samningurinn tryggir honum kr. 6.8 miUj. í árslaun fyrir utan ýmsa bónusa og aukagreiðslur. „Kendall hefur unnið frábært starf hjá okkur á stuttum tíma. Það er uppselt á alla leiki okkar, 38 þús. áhorfendur," sagði einn af stjómar- mönnum Bilbao, en þeir eru hrættir um að missa Kendall til Barcel- ona. ■ LEIKMENN Arsenal eru nú í stuttu fríi í Marbella á Spáni. ■ DAVE Bassett, fram- kvæmdastjóri Sheff. Utd., keypti sinn fyrsta leikmann til félagsins í gær. Það er miðvallarspilarinn Wally Downes (26 ára), sem hefur leikið með Wimbledon í níu ár. ■ CHELSEA fékk Peny Dig- weed, markvörð hjá Brighton, lánaðann í gær. ■ NORMAN Hunter, fyrrum leikmaður Leeds, er kominn aftur til Elland Road. Félagi hans Billy Bremner, framkvæmdastjóri, réði hann sem þjálfara Leeds-liðsins. Hunter var rekinn sem fram- kvæmdastjóri Roterham fyrir nokkrum vikum. HANDBOLTI Leikir í kvöld Þrír leikir verða í 16 liða úrslit- um bikarkeppni HSÍ í kvöld. FH og Stjaman leika { Hafnarfírði, Grótta og Víkingur á Seltjamamesi og HK og KR í Digranesi. Leikimir hefjast allir klukkan 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.