Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 45 kirkjunni í Reykjavík tengdamóðir mín. Ég minnist hennar með fáein- um línum og þakka samfylgdina á lífsleiðinni. Stína, eins og hún var kölluð, var fædd á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson frá Borgum við Reyðarfjörð og s.k. hans, Þórhildur Bjömsdóttir frá Vaði í Skriðdal. Hún ólst upp á Eskifirði og unni staðnum mjög alla tíð. Kom hún oft austur eftir að hún fluttist þaðan. Um átján ára aldur fer hún til Reykjavíkur í vist. Aftur liggur leið hennar á heima- slóðir. Þar kynnist hún manni sínum, Gunnari Björgvinssyni úr Reykjavík. Foreldrar hans voru Sig- urrós Böðvarsdóttir, fædd í Dölum en ólst upp á Tannstaðarbakka í Hrútafirði, ög Björgvin Hermanns- son húsgagnasmiður, ættaður af Fljótsdalshéraði. Hófu þau búskap á Eskifirði, en fluttust suður 1951 og setjast að í Hveragerði. Gunnar var heilsuveill og lést 1. desember 1958 þá aðeins 46 ára gamall. Stína var þá ein með bamahópinn. Hún var ekki heilsuhraust á þessum ámm en lét ekki deigan síga og gafst ekki upp þó oft væri erfítt. Hún var að eðlisfari bjartsýn og trúuð og kvartaði ekki. Böm henn- ar sýndu snemma mikinn dugnað og byijuðu ung að aðstoða við að halda heimilinu gangandi. Bám þau út póst, unnu í verslunum og hjá símanum. Böm þeirra Gunnars pg Stínu em: Björgvin Stefán garð- yrkjumaður í Hveragerði, kvæntur Helgu Bjömsdóttur. Sigurrós Guð- munda klínikdama, Reylq'avík, gift Sigvalda Ingimundarsyni. Guðný Stefanía bankastarfsmaður, Þor- lákshöfn. Guðrún Erla hjúkmnar- fræðingur, Reykjavík, sambýlis- maður Friðrik Olafsson, Ingibjörg Dagmar verslunarmaður, Þorláks- höfn, gift Dagbjarti R. Sveinssyni. Áður átti hún dóttur með Gunnari Sigurðssyni, Reykjavík, Þórhildi Ingibjörgu húsmóður í Þorlákshöfn, gift Þorvarði Vilhjálmssyni. Bama- böm hennar em nú 18. Tengdamóðir mín var aðlaðandi manneskja. Hún var hlýleg í við- móti og skapgóð. Þó var hún skapmikil en fór vel með það. Hún var mjög frændrækin og trygg vin- um sínum og áttu þeir ætíð trúnað hennar. Á meðan hún var með bamahópinn heima var heimili hennar opið fyrir vinum og félögum þeirra. Tók hún þá ætíð þátt í gleði þeirra og sorgum. _ Ég man ætíð fyrstu jólin mín með Qölskyldunni í Eldborg. Þá var þröngt á þingi. En allir höfðu nóg pláss því þama gilti máltækið „þröngt mega sáttir sitja". Stína var mjög söngvin og trú- rækin. Trúin og bjartsýnin vom hennar aðaleinkenni, ásamt léttari lund. Fýrir þremur ámm kom í ljós sjúkdómur sá er dró hana til dauða. Aldrei heyrðist hún kvarta. Aldrei hin minnsta uppgjöf. Hún trúði því ætíð að brátt mundi allt lagast. Alltaf var eitthvað til að trúa á. Ég vil þakka henni fyrir hlýleg kynni. Einnig þakka ég henni fyrir fyrstu uppeldisár dóttur okkar hjón- anna, Þóm Kristínar. Þar urðu kynni sem aldrei rofnuðu. Það var einkennilegt að heyra þessa litlu hnátu syngja með ömmu sinni, þó hún kynni ekki að tala. Nú er Stína farin á annað tilvem- stig á fund eiginmanns. En vinir og ættingjar munu sakna hennar. Þeir munu minnast hennar fyrir hina léttu lund og elskulegt viðmót, trygglyndi og staðfestu og 'trú á að Guð láti gott á vita. Blessuð sé minning Kristínar Stef- ánsdóttur. Hvíli hún í friði. Sigvaldi Ingimundarson Minning: Sr. Hannes Guðmunds- son íFellsmúla Mig langar til að minnast séra Hannesar nokkmm orðum. Ekki treysti ég mér til að festa á blað ætt hans og uppruna, það geri ein- hveijir mér fremri. Þegar sr. Hannes kom austur árið 1955 þá kom hann með fóstur- móður sína með sér og var hún honum innan handar um margt ásamt henni Gerðu, sem var hjá séra Ragnari og Önnu. Séra Hann- es kom sér vel við allt fólk sem hann kynntist. Og þegar fósturmóð- ir hans var orðin rúmliggjandi sjúklingur þá hjúkraði hann henni af mestu alúð, nærgætni og kær- leika svo að eftir var tekið. Það sem mest einkenndi séra Hannes var hve mikill hæfileika- maður hann var. Það stóð aldrei í honum sem hann tók sér fyrir hend- ur og það sópaði af honum hvar sem hann var eða fór. Alltaf var hann hreinn og beinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Stundum þegar guðsþjónusta átti að fara fram í Skarðskirkju og org- anista vantaði, settist séra Hannes við orgelið og lék undir hjá kirkju- kómum sem hann var búinn að æfa og stjóma af mikilli innlifun og sál. Ég hef oft óskað þess að það væri komin brú yfir Þjórsá, þá færi ég oft austur í Landsveit því mér finnst stundum langt á milli þótt ekki væri það á milli Fellsmúla og Króktúns forðum daga. Þá hittumst við oft og þá var glatt á hjalla og margt spjallað og margan kaffíboll- ann hef ég þegið hjá séra Hannesi. Síðast hitti ég séra Hannes þegar Eyjólfur í Hvammi var sjötugur. Þá var hann einn af þeim mörgu sem fluttu ræðu honum til heiðurs það kvöld. Það gerði hann af slíkri snilld að kátínu vakti því gaman- semi og að koma fyrir sig orði var honum einum lagið. Ekki datt mér í hug að það yrðu okkar síðustu samfundir. En þetta vissi hann fyr- irfram og var búinn að segja það fyrir mörgum árum að 65 ára gam- all yrði hann ekki. Þessi vissa tengdist draumi sem hann dreymdi fyrir mörgum árum þar sem honum birtist ártal dauða hans. Sérstakur smekkmaður var séra Hannes eins og litla kapellan sýndi sem hann útbjó í íbúðarhúsinu í Fellsmúla og hann notaði við ýmis prestsverk sín. Sóknarbömin hans öll hafa mikið misst og Landsveit orðið fátækari. Horfinn er maður sem gerði gott úr öllu og vildi gera allt fyrir alla. Hann var minnugur þess er honum var sjálfum gerður greiði. En minningin um mætan mann lifír. Það verður erfitt fyrir næsta prest að setjast í sætið hans séra Hannesar, það verður vandfyllt. Ég sendi systkinum hans innileg- ar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrrverandi sóknarbam, Bjarney Guðrún Björg- vinsdóttir, Ásbrekku. Síðbúin kveðja: Sigurlín Jóns- dóttir, Akranesi Mig setti hljóða, þegar mér barst lát Lfnu frænku minnar, en hún lést að kveldi hins 22. desember sl. Það var erfítt að trúa því að þessi síglaða og dugmikla kona, væri horfín okkur. Þegar ég lít yfir farinn veg, eru fjölmargar góðar minningar tengdar þessari móður- systur minni, það var sama hvenær Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili. maður hitti hana, alltaf fylgdi henni léttleiki og ljúfmennska. Að vera aðnjótandi þess að alast upp og vera í návist Línu minnar mín uppvaxtarár, finnst mér hafa verið mér ómetanlegt. Sigurlín Jónsdóttir var fædd þann 4. júlí 1908 að Flankastöðum í Sandgerði, dóttir sæmdarhjónanna Guðfinnu Sigurðardóttur og Jóns Pálssonar útvegsbónda þar. Lína var alin upp í stórum systkinahóp, en þau voru Sveinbjörg, Guðni, þá Sigurlín, Pálína, Ólafur og Sigríður. Aðeins eitt systkinanna er eftirlif- andi, en það er Pálína sem býr í Reykjavík. Þann 23. maí 1930 giftist hún Sigurði Bjarnasyni vélstjóra frá Gneistavöllum á Akranesi, en þau tóku við húshaldi að Gneistavöllum af foreldrum Sigurðar. Síðar létu þau rífa gamla húsið og byggðu sér glæsilegt hús á lóðinni, sem nú er Kirkjubraut 7 á Akranesi. hjóna- band þeirra var farsælt og heil- steypt alla tíð. Sigurður lést þann 8. desember 1968. Þau Sigurlín og Sigurður eignuðust fjögur mann- vænleg böm en þau eru Sigurlaug starfstúlka á Grundartanga og á Qögur böm, Benedikt lyQafræðing- ur í Keflavík, giftur Heiðrúnu Þorgeirsdóttur, en þau eiga þijú böm, Jón, sem er látinn, en var giftur Vilhelmínu Elísdóttur og þau áttu íjögijr böm, Helgi tæknifræð- ingur giftur Ámýju Kristjánsdóttur en þau eiga tvö böm. Eg og fjöl- skylda mín vottum bömum hennar, bamabömum og öðrum aðstand- endum innilega samúð okkar. Minningin um IJnu mína verður mér og fjölskyldu minni sérstakur fjársjóður og vil ég ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með ljóði eftir V. Briem: „Enn við skulum skilja skaparans að vilja hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins Herra, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér -gef oss fund á gleðistund, Guð, í ríki þínu.“ Guðfinna Sigurðardóttir Sigmundur Jóns- - Kveðjuorð son + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarö- arföreiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, INGVARS ÁRNASONAR, Deildartúni 5, Akranesi. Steinunn Jósefsdóttir, Adda Ingvarsdóttir, Viðar Karlsson, Elsa Ingvarsdóttir, Böðvar Jóhannesson, Ellert Ingvarsson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Guðjón Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Fæddur 2. október 1917 Dáinn 12. janúar 1988 Sigmundur var kominn af bænda- fólki og fæddur í Húnavatnssýslu. Svo sem títt var um menn þeirra tíma, sem hann ólst upp á, kjmntist hann snemma erfiðri vinnu og harð- ræði þeirra tíma, sem hafa vafalaust mótað líf hans þegar í æsku, en gert hann að þeim trausta dugnaðar- manni, sem hann ætíð var. Sigmundur fluttist síðan hingað suður og vann við ýmis störf og tók- ust okkar kynni fyrir um 25 árum er hann hóf störf hjá Garðáhreppi, sem þá var, en þar vann hann til þess tíma, að hann kvaddi þennan heim. Sigmundur var vel verki farinn og ábyggilegur og leysti af hendi þau verk, sem honum voru falin, af sérs- takri trúmennsku og eljusemi. Það tókst því með okkur góð og gagn- kvæm vinátta, sem mér þótti mikils um vert, enda var hann mikill vinur vina sinna, þeirra sem hann tók, en hann var ekki allra. Sigmundur var giftur Álfheiði Bjömsdóttur, sem lifir mann sinn og eiga þau saman 4 böm, 3 stúlkur og einn dreng, sem enn býr í foreldra- húsum. Einnig átti hann eina dóttur fyrir hjónaband. Þau hjónin áttu fallegt heimili í Hörgatúni 11 í Garðabæ, sem ber vott um fagran smekk þeirra og snyrtimennsku, bæði úti og inni og hefur þar sjáanlega oft verið lagt að hlýtt og snyrtilegt handbragð þeirra beggja hjónanna. og lét ekki hlut sinn fyrir öðrum, ef réttlætiskennd hans bauð honum svo og þoldi illa óréttlæti, en var þó bljúg- ur í samskiptum og hann var maður sem ekki gekk á bak orða sinna. Sigmundur veiktist á vinnustað og var banalegan stutt og hygg ég að það hafi verið að hans skapi. Nú, þegar Sigmundur vinur minn er allur, votta ég Álfheiði og bömun- um dýpstu samúð okkar hjónanna og kveð þennan vin minn í síðasta sinn, þessa lífs. Guð blessi vin minn. Kjartan Bjamason Sigmundur var einn af þeim mönn- um síns tíma, sem drukku með móðurmjólkinni trúmennsku og dugnað, þrátt fyrir harða og erfiða tíma, hann stóð alltaf fastur fyrir Blóma- og W skreytingaþjónusta W ™ hvert sem tilefnið er. CLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÚSÖNNU KETILSDÓTTUR frá Sólbakka, Hellissandi. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.