Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 21 Stóriðja o g mengun eftir Kristínu Einarsdóttur í Morgunblaðinu þann 8. desem- ber 1987 birtist athugasemd frá íslenska álfélaginu hf., þar sem það gagnrýndi erindi mitt um stóriðju á ráðstefnu Verkfræðingafélags Is- lands. Erindið nefndi ég „Stóriðja, umhverfi og félagsleg röskun" og birtist það í Morgunblaðinu 2. des- ember 1987. Athugasemdir við erindi mitt eru birtar undir fyrirsögninni „Fáfræði um stóriðju hulin rakalausum full- yrðingum". Enginn skrifar undir stóryrðin fyrir hönd félagsins svo að ég verð að snúa mér til þess með svar mitt. Ég lít svo á að íslenska álfélagið hf. standi að baki þessum athuga- semdum eða stjóm félagsins fyrir þess hönd. Lögmæt sjónarmið Það sem virðist fara einna mest fyrir brjóstið á íslenska álfélaginu hf., ef hægt er að taka svo til orða um félag, er að það telur mig ekki hafa komið á framfæri á ráðstefn- unni þeim „lögmætu“ sjónarmiðum sem ég var fulltrúi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hver eru hin lög- mætu sjónarmið að mati Islenska álfélagsins hf. í athugasemd félagsins segir: „Í stað málefnalegrar umræðu ein- kenndist erindi hennar af rakalaus- um fullyrðingum um stóriðju, svo og vanþekkingu á eðli efnahags- legrar starfsemi og alþjóðlegrar verkaskiptingar." Er þetta málflutningur sem tal- inn er málefnalegur? Ég held varla. Þama grípur íslenska álfélagið hf. til þess sem stundum hendir þá sem skortir rök fyrir máli sínu og vænir mig um fáfræði í stað þess að koma með málefnalega gagnrýni. í upphafi erindis míns fjallaði ég um neikvæð félagsleg áhrif stór- iðjuvera og vitnaði aðallega til reynslu Norðmanna í þeim efnum. Um það hefði verið hægt að hafa miklu fleiri orð. Ég sagði einnig að mér þættu stóriðjuverin hér á landi ekki aðlaðandi og lítt fysilegir vinnustaðir. Ég geri mér grein fyr- ir að ekki eru mér allir sammála um þessi atriði og er greinilegt að íslenska álfélagið hf. er það ekki. Mengiin frá álverinu í erindi mínu sagði ég: „Oftast er því haldið fram að nútíma verksmiðjur séu svo vel búnar mengunarvömum að það sé nánast ómögulegt að af þeim stafí nokkur mengun. Reynsla okkar af álverinu í Straumsvík gefur ekki tilefni til að taka slíkar fullyrðingar trúanlegar. Öðru hvoru heyrist um flúormengun og kerbrotaúrgangur virðist vera stöðugt vandamál." Þetta virðist fara fyrir bijóstið á íslenska álfélaginu hf. í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á mengun frá álverinu hefur höfuðáhersla verið lögð á flú- oríðmengun í umhverfí, en minni eða nær engin á annars konar mengun að því er ég best veit. Flú- oríðmengun í lofti var allt of mikil í fyrstu þar sem engar mengunar- vamir vom í verksmiðjunni á fyrstu ámm hennar. Það þurfti langvinna baráttu íslenskra heilbrigðisyfír- valda til að koma upp hreinsunar- búnaði fyrir flúor frá verksmiðjunni. En til að hreinsa loftið þarf það að fara í gegnum reykháfana þar sem hreinsibúnaðurinn er. Sl. sumar sáu þeir sem leið áttu suður á Reykja- nes eða sáu álverið út um gluggann sinn að torkennileg móða lá yfir Straumsvík og nágrenni. Fjölmiðlar sögðu frá því hvað þama var á ferð- inni. Skautin sem notuð vom við framleiðsluna vom gölluð. Þetta leiddi til þess að óeðlilega mikið af keijum vom opin og það loft sem frá þeim kom fann sér leið óhreins- að út m.a. um þakið á verksmiðj- unni. Það er augljóst að mengun innan dyra þar sem kerin era hefur verið mikil þar sem svo mikil meng- Lögreglan í Reykjavík: Ovíst hvort lögreglan fær að horfa á Stöð 2 STÖÐ 2 sést ekki lengur á lög- reglustöðvum í Reykjavík. Lögreglumenn höfðu sett upp afruglara í leyfisleysi í hvíldar- herbergjum og er lögreglustjóri nú að íhuga hvort veita eigi leyfi fyrir þessari viðbót við sjónvarp lögreglumanna. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Böðvar Bragason, lögreglustjóra. Hann sagði að mál þetta ætti sér nokkra forsögu. „Árið 1979 var lögreglustjóram gert að ákveða, hver fyrir sig, hvort lög- reglumenn mættu horfa á sjónvarp í hvíldarherbergjum," sagði Böðvar. HÁÞRÝSTI-VÖKVAKERFI Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HÉÐINN = ! VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNÚSTA - LAGER < un var utan dyra eins og sjá mátti með bemm augum. Enda sögðu fjölmiðlar frá því að Vinnueftirlitið hefði séð ástæðu til að gera athuga- semdir og lét opna fleiri útleiðir fyrir loftið vegna mengunar í keija- skála. Þetta hefur að sjálfsögðu leitt til enn meiri ytri mengunar. Innri mengun er greinilega einnig vandamál sem starfsmenn álversins geta sagt meira um en ég. Full ástæða væri til að kanna hvort ekki þyrfti að hreinsa fleiri efni úr loftinu frá verksmiðjunni en flúoríð og má þar t.d. nefna brenni- steinsdíoxíð. En það er ekki nóg að hafa góðan hreinsibúnað ef hann er ekki notaður og fullkomnasti búnaður getur alltaf bilað með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Mengun frá kerjaúrgangi Allt of lítill gaumur hefur verið gefínn að mengun á landi og í sjó frá álverinu. Á fyrstu ámm álvers- ins var kerbrotum hent á fjömr. Þá barst ósýnilegur úrgangur m.a. inn í Hafnarfjörð. Var bent á að óheimilt væri lögum samkvæmt að henda msli á víðavangi. Þá var úrganginum hent á sorphauga Hafnarfjarðar að Hamranesi undir Ásfjalli. Vegna hættu á mengun var því hætt eftir um það bil eitt ár. Eftir það var kerbrotum hent á ný á fjörur en nú í svokallaða flæði- gryfju. Sjórinn á þar greiðan aðgang og gætir flóðs og fjöm í gryfjunni. Þetta er gert enn. Sjórinn skolar með tímanum öllum uppleys- anlegum efnum úr kerbrotunum (eða keijunum). Ruslið berst ekki burt og mengunin sést því ekki. En er hún ekki enn tíl staðar? Ýmis efni era í keijaúrganginum Kristín Einarsdóttir „Því miöur höfum við verið allt of andvara- laus gagnvart mengun hér á landi. Viðkvæðið hefur verið að hér sé svo mikið rok að öll mengun berist burt og valdi ekki skaða og að leng'i taki sjórinn við.“ sem geta verið skaðleg í miklu magni en hættulegust þeirra em blásýmsölt (cýaníð), sem era mjög hættuleg lífvemm. Síðasta mæling frá 1976 Samkvæmt því sem fram kom í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi' 26. nóv. sl. við fyrirspum minni um mengun frá álverinu í Straumsvik, hafa ekki verið framkvæmdar efna- greiningar í sjó í og við flæðigryfju frá árinu 1976. Þetta tel ég ekki viðunandi og það er gagnrýnisvert þegar yfirvöld láta óátalið að hættu- leg efni séu látin i sjóinn án þess að vitað sé um afleiðingamar. Það er alveg Ijóst að ef þessi efni em í miklu magni í sjónum við Straumsvík stofnar það lífríki þar í grennd í hættu. Ég trúi ekki að neinn vilji sjá fjörana og sjóinn í því ástandi sem viða er hægt að sjá erlendis þar sem mengun er mikil. Því miður höfum við verið allt of andvaralaus gagnvart mengun hér á landi. Viðkvæðið hefur verið að hér sé svo mikið rok að öll meng- un berist burt og valdi ekki skaða og að lengi taki sjórinn við. Þetta getur ekki gilt, hvorki hér né ann- ars staðar. Upplýsingar vantar íslenska álfélagið hf. hefur því væntanlega nýrri upplýsingar um mengun í sjónum og í fjöra í og við flæðigryfjuna en hægt er að fá hjá íslenskum heilbrigðisyfírvöld- um. Því væri fróðlegt að fá upplýst: — Hve miklu af blásýmsöltum er kastað í flæðigryfjuna? — Hve hratt fara blásýmsöltin úr kerbrotunum út í sjóinn? — Hver er styrkur blásýmsalta og annarra efna úr keijunum í sjónum og á fjörum við flaeðigryfjuna? — Hve oft er mengunin mæld? Þetta em aðeins fáeinar af þeim spumingum sem mig langar til að fá svar við. Ég býst ekki við að komið verði að tómum kofunum hjá íslenska álfélaginu hf. hvað þetta varðar. Varla vill það láta væna sig um fáfræði? Höfuadur er þingmaður fyrir Kveunalistann í Reykjavík. 'JQRNUNAR „Það hefur verið svo síðan, en nú er orðin breyting á, því Stöð 2 er auðvitað viðbót og býður upp á lengri dagskrá. Leyfíð frá 1979 er enn í gildi, en ég mun á næstunni taka ákvörðun um hvort þessi við- bót verður leyfð." Böðvar var inntur eftir því hvort ástæða þess að afraglaramir vpm fjarlægðir hafí verið sú að aukin dagskrá hefði tafíð lögreglumenn frá störfum. Hann kvaðst ekki vilja svara því, eða hvort hann væri sjálf- ur fylgjandi þvi að lögreglumenn gætu horft á sjónvarp á lögreglu- stöðvunum. INNRiTUN TIL 21.FEB. SIMI: 621066 TÖLVUGRUNNUR Á 40 TÍMUM ÖÐLAST ÞÚ GRUNDVALLAR- ÞEKKINGU Á EINKATÖLVUM OG HÆFNI TIL AÐ NOTA ÞÆR AF ÖRYGGI Jafnframt er þetta námskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda annaðhvort Forritunar- og kerfisnám eða þjálfunarbraut, eftir því hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhaldsnám í tölvufræðum. Hið fyrra er 200 klst. nám og hið síðarnefnda 40 klst. nám, að grundvallarnámi loknu. NÁMSEFNI: Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess. Ritvinnslukerfið WORD, töflureiknirinn MULTIPLAN og gagnasafnskerfið dBASE III+. Við bjóðum dagnámskeið kl. 8.30-12.30 og kvöldnámskeið kl. 19.30-22.30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til 5 vikna skeið. Kennt er að Ánanaustum 15. Dagnámskeiðið hefst 29. febrúar, en kvöldnámskeiðið 24. febrúar. Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur einkatölva sem völ er á. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Word-framhald, 8.-10. feb. og Alvís vörukerfi 8.-11. feb. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunðrfélag íslands TÖLVUSKÓLI Ánanaustum 15 • Sími: 62 10 66 'LMIR' SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.