Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 31 Morgunblaðið/GSV Sólveig Jóhannesdóttir dagmóðir og ritari Félags dagmæðra við störf. Dagmömmuskortur á Akureyri; Dagmæður hyggja á hækk- anir í kjölfar matarskatts MIKILL dagmömmuskortur ríkir nú á Akureyri og vantar allt að tfu dagmömmur til starfa til að gæta ynstu barnanna, þriggja mánaða til eins árs. Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar auglýsti eftir dagmömmum rétt eftir áramótin án umtalsverðs árangurs. Þuríður Sigurðardóttir umsjón- arfóstra sagði í samtali við Morgunblaðið að Glerárþorpið væri tiltölulega vel sett með dag- mæður enda byggju þar ungar mæður sem gjaman vildu vera heima með bömum sínum og gerðust því gjaman dagmæður. Hinsvegar væri ástandið heldur slæmt á Brekkunni, á Eyrinni og í Innbænum þar sem aðeins ein dagmóðir væri starfandi. „Það er gífurlegt álag á þær dagmæður, sem starfa í þessum hverfum og hrúgast böm inn á þær. Mikið er hringt í þær sem starfað hafa lengst og taka þær stundum fleiri böm að sér en lög gera ráð fyrir til að bjarga hlutunum. Þó reynum við auðvitað að halda í horfmu eins og við mögulega getum,“ sagði Þuríður. Á Akureyri starfar nú 41 dag- mamma og 11 konur em með svokallað ömmuleyfí, sem sótt er sérstaklega um til að einstæðir foreldrar geti fengið hluta dag- mömmugjaldsins endurgreitt. Þær, sem halda ömmuleyfi, fá leyfi fyrir einu bami og þær þurfa ekki að sækja þau námskeið sem aðrar dagmæður þurfa annars að sækja. Aðrar dagmæður hafa leyfí fyrir fjómm heilsdagsbömum. Aðalfundur Félags dagmæðra á Akureyri var haldinn sl. mánu- dagskvöld og fór mikill tími í umræðu um svokallaðan matar- skatt. Dagmæður fara ekki varhluta af honum og em mjög svo óánægðar með þá hækkun, sem orðið hefur á algengum mat- föngum. Dagmæður á Akureyri hafa undanfarin ár fylgt kaupt- öxtum verkalýðsfélagsins Eining- ar. Taxtar dagmæðra hækkuðu síðast þann 1. nóvember og kostar tíminn nú 57 krónur. Fæðið er hinsvegar reiknað sér inn í dag- gjaldakerfíð og hækkaði fæðið síðast þann 1. desember. Morgun- matur kostar nú 44 krónur, hádegismatur 110 krónur og síðdegishressing 44 krónur. Dag- mæður vilja nú endurskoða gjaldskrár sínar með tilliti til ný- legs matarskattar. Ekki liggur fyrir hversu mikil hækkunin verð- ur eða hvenær til hennar kemur. Fyrir dymm stendur stofnun leikfangasafns á vegum Félags dagmæðra. Sótt hefur verið um fjárveitingu til bæjarins vegna þess og er hugmyndin að koma safninu upp í húsnæði Félags- málastofnunar við Eiðsvallagötu, að sögn Sólveigar Jóhannesdóttur ritara félagsins. Þá stendur til að koma á fót afleysingaþjónustu dagmæðra í kjallara Síðusels ef til veikinda dagmæðra kemur, en eftir er að fínna hentugt húsnæði fyrir slíka þjónustu fyrir önnur hverfí bæjarins. Fjórðungsstjóm Norðlendinga: Samhliða yfirtöku verkefna verði tekju- stofnar tryggðir STJÓRN Fjórðungssambands Norðlendinga leggur til að við setn- ingu laga um verkefnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga þurfi að finna framtíðarlausn á skuldauppgjöri ríkisins vegna vangold- ■ inna framlaga, án þess að skerða tekjustofna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þá telur stjórnin óvíst hvort sveitarfélögin geti mætt fjárhagslegum áhrifum tilfærslunnar frá ríkinu þar sem ríkisstjórnin virðist ekki tilbúin til að leiðrétta skerðingu tekna til jöfnunarsjóðs. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn fjórð- ungsstjórnar um fyrirliggjandi frumvarp til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum sl. föstudag, í umsögn fjórðungsstjórnar seg- ir að í frumvarpinu séu ekki teknar til greina tillögur fjármálanefndar um breytt verkefnaskil ríkis og sveitarfélaga, en í þeim er gert ráð fyrir samningi milli ríkis og sveit- arfélaga um greiðslu ógoldinna framlaga ríkisins til framkvæmda. Þrátt fyrir þessa vankanta telur íjórðungsstjóm nauðsynlegt að þegar verði hafin tilfærsla verk- efna á milli ríkis og sveitarfélaga,, en bendir á að áður en stigin verða næstu spor, þurfí að vera til stað- ar þau skilyrði, sem fram koma í samþykkt síðasta fjórðungsþings og stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. okt. sl. og samþykkt fulltrúaráðsfundár 22. janúar sl. Fjórðungsstjórn vill fresta verk- efnatilfærslu vegna tónlistar- fræðslu til 1. sept. 1989 og telur fráleitt að uppgjör skuldbindinga ríkisins vegna verkefnatilfærsl- unnar eigi að vera hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fjorðungsstjórn mælir með tillögu fulltrúaráðsfundarins um að greiðslum frá uppgjörsdeild verði hagað eftir settum reglum af ráðu- neyti og að fengnum tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga, án afskipta ijárveitinganefndar Alþingis. Lögð er áhersla á að tryggt verði að tekjur jöfnunar- sjóðs verði ekki varið til verkefna uppgjörsdeildar hejdur skuli ráð- stöfunarfé uppgjörsdeildar koma beint frá ríkissjóði. Fjórðungsstjóm telur óeðlilegt að færð séu frá ríki til sveitarfé- laga önnur verkefni en þau, sem þessir aðilar hafa annast sameig- inlega eða að um beina tilfærslu Ullarvörur til Sovétríkjanna: — segir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss sem nýkominn er heim eftir viðræður í Moskvu. „VIÐ stöndum ennþá í viðræðum við Rússana og sjáum ekki fyrir endann á þeim. Okkur tókst ekki að gera samning í Moskvu um daginn, en við höldum áfram að finna flöt málinu svo hægt verði að gera eitthvert samkomulag. Fyrst og fremst er það verðið sem ber í milli aðila nú, en Rússarnir vilja fá verðið á hreint áður en rætt verður um hugsanlegt magn,“ sagði Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss hf. Álafossmenn, þeir Aðalsteinn og Guðjón Hjartarson, hófu við- ræður við Rússana í Moskvu þann 18. janúar sl., og komu þeir heim aftur sl. föstudag án þess að hafa samning í farteskinu. Aðalsteinn sagði að of snemmt væri að segja til um hvort til tímabundinna upp- sagna starfsfólks nýja fyrirtækis- ins þyrfti að koma, en hjá Álafoss starfa nú um 450 manns. „Það segir sig sjálft að ef markaður lokast hlýtur að þurfa að fækka starfsfólki,“ sagði Aðalsteinn. Ákveðnar sauma- og pijóna- stofur á landinu hafa undanfarið verið að vinna sýnishorn fyrir nýja Álafoss og sagði Aðalsteinn að það væru ákveðnar stofur sem fyrir- tækið hefði áhuga á að vinna með. Hinsvegar hefði engum sauma- og pijónastofum verið lof- að neinu. Sovéska ríkisfyrirtækið Razno keypti ullarvörur af íslendingum fyrir 5 til 6 milljónir dollara i fyrra, eða sem svarar til 200 millj- óna íslenskra króna, yfir 100.000 peysur og hátt í 800 þúsund trefla. Aðalsteinn sagði að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar um frekari sé að ræða. Þá telur stjórnin að til álita komi að fresta verkefnatil- færslu vegna byggðasafna, sem nú eru víðast rekin af sýslufélög- um, þar til ljóst er hvaða skipan komi í stað sýslunefnda. Fjórð- ungsstjórn vill að verkefnatillög- umar verði teknar til frekari endurskoðunar, m.a. þarf að kanna hvort eðlilegt sé að skipta rekstri heilbrigðisgeirans á milli ríkis og sveitarfélaga. Stjómin tel- ur að endurgreiðsla meðlagsskulda af fé Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að orka tvímælis, þar sem hér sé nánast um tryggingaútgjöld að ræða, sem í engu sé háð ákvörð- un sveitarstjóma. Verðið stendur fyrst o g fremst í mönnum samningaferðir heldur yrðu menn í símasambandi og telexsambandi næstu vikumar. Hinsvegar er von á forráðamönnum Sovéska sam- vinnusambandsins til landsins um mánaðamótin febrúar/mars þar sem hugsanlega verður rætt um samninga upp á 120 til 140 millj- ónir króna. Aðalsteinn sagðist ekki vita til þess að íslensk stjómvöld ætluðu sér að grípa í taumana, en við- ræðunefnd milli íslands og Sov- étríkjanna yrði örugglega látin vita af gangi mála. Samkvæmt rammasamningi þjóðanna eiga viðræðumar að snúast um 5 til 6 milljónir dollara. Eitt af verkum Aðalsteins Svans Sigfússonar. Menningarsamtök Norðlendinga: Kyraia verk Aðalsteins Svans Sig- fússonar MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga og Alþýðu- bankinn hf. kynna um þessar mundir myndlistarmanninn Aðalstein Svan Sigfússon. Aðalsteinn er fæddur árið 1960. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri á árunum 1982-84. Árið 1984 fluttist hann suð- ur og settist í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hann lauk námi þar áríð 1986. Að námi loknu flutti Aðalsteinn aftur norður og hef- ur verið búsettur að Kristnesi í Eyjafirði en um þessar mund- ir er hann að vinna að list sinni á Spáni. Aðalsteinn hefur haldið tvær einkasýningar á Akureyri, árið 1985 og 1986 auk þess sem hann hefur tekið þátt í nokkr- um_ samsýningum. Á listkynningunni - em sex verk unnin í olíu og á striga. Kynningin er í útibúi Alþýðu- bankans á Akureyri, Skipagötu 14, og lýkur henni þann 26. febrúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.