Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 27. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verslanir opnaðarmeð hervaldi Ísraelskír hermenn opnuðu verslanir í eigu Pal- estinumanna á vesturbakka Jórdanár í gœr til að gefa almenningi kost á að kaupa nauðsynja- vörur en útgöngubann er þar viða í gildi. Hermenn lokuðu skólum á vesturbakkanum i gær og sagði talsmaður hersins að það hefði verið gert til að koma i veg fyrir mótmæli ungra Palestinumanna. Skólar voru opnaðir á ný á mánudag og blossuðu þá upp miklar óeirðir, sem kostuðu tvo Palestinumenn lifið. Sjá „Kröfur um friðarráðstefnu ... á bls. 24. Afvopnunarráðstefna Sþ: Risaveldin deila hart um efnavopn Genf, Reuter. FULLTRÚAR Sovétmanna og Bandaríkjastjómar deildu hart um framleiðslu efnavopna i gær en þá hófst í Genf ný lota afvopnunar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fulitrúar 40 þjóða sitja ráðstefnuna og hafa sendimenn sagt að árangurs sé helst að vænta i viðræðum um takmarkanir og hugsanlegt bann við framleiðslu efnavopna. Júrí Nazarkín, sendimaður Sov- étstjómarinnar, sagði í ræðu sinni að ákvörðun Bandaríkjastjómar frá í desember á síðasta ári um að hefja á ný framleiðslu efnavopna væri „tilraun til að spilla þeim ár- angri" sem náðst hefði í viðræðum um fækkun þess háttar vopna. Sagði Nazarkín að Bandaríkjamenn hefðu enn ekki látið uppi hversu miklar eiturefnabirgðir þeir ættu en á hinn bóginn hefðu Sovétmenn skýrt frá því að eigin birgðir væru um 50.000 tonn. Kvaðst hann af þessum sökum vísa fullyrðingum Bandaríkjamanna um að Sovét- menn njóti yfirburða á þessu sviði á bug. Max Friedersdorf, hinn banda- ríski starfsbróðir hans, vék að því að bjartsýni hefði ríkt um gang við- ræðna þessara á síðasta ári. Hann sakaði Sovétmenn um að hafa rang- túlkað staðreyndir í áróðursskyni. Friedersdorf sagði að samhliða því að ný efnavopn hefðu verið smíðuð hefðu eldri og úreltar tegundir ver- ið teknar úr notkun og hygðust Bandaríkjamenn því ekki auka eit- urefnabirgðir sínar eða fjölga efnavopnum. Hann sagði neikvæðni einkenna viðhorf Sovétmanna og bætti við að það gæfi „ekki tilefni til bjartsýni í viðræðum þessum". Afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna tekur til allra þátta af- vopnunarviðræðna en sendimenn sem hana sitja hafa sagt að skili hún einhveijum árangri verði það helst á sviði samningaviðræðna um fækkun efnavopna og takmarkanir eiturefnabirgða. Danmörk: Olíu- og gas- framleiðsla skilar arði Stuðningur Bandaríkjaslj órnar við kontra-skæruliða í Nicaragua: Búist við tvísýnum kosn- ingum í fulltruadeildinni Waahington, Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings mun í dag, miðvikudag, greiða atkvæði um beiðni Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta um rúmlega 36 milijóna dollara stuðning við kontra-skæruliða í Nicaragua. Niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar er beðið með óþreyju en hún mun að líkindum skipta sköpum fyrir áframhald- andi stuðning við sveitir and- spyrnumanna. Nánustu aðstoðarmenn forsetans, m.a. George Shultz utanríkisráð- herra, hvöttu þingmenn í gær til að samþykkja stuðninginn og sjálfur flutti Reagan ávarp f gærkvöldi til að leggja áherslu á sjónarmið stjóm- arinnar. Þrjár stærstu sjónvarps- stöðvar Bandaríkjanna ákváðu hins vegar að sýna ekki ávarp forsetans beint á þeim forsendum að rök hans fyrir áframhaldandi stuðningi hefðu þegar komið fram. Margir þekktustu talsmenn Demó- krataflokksins, sem hefur meirihluta í báðum þingdeildum, hafa lýst sig andvíga áframhaldandi flárstuðningi við skæruliða. Athygli vakti að Thomas Foley, talsmaður demókrata í fulltrúadeildinni, sem er þekktur fyrir að vera maður orðvar, fullyrti í gærkvöldi að þingmenn myndu leggjast gegn beiðni forsetans. Repú- blikanar, flokksmenn Reagans, kváðust á hinn bóginn bjartsýnir um að málið næði fram að ganga. Áætlað er að tíunda hluta upphæð- arinnar verði varið til vopnakaupa og var í gær á kreiki orðrómur um að Reagan hygðist leggja fram mála- miðlunartillögu um að skæruliðar fengju ekki þann hluta upphæðarinn- ar fyrr en 31. mars. Yrði þá lagt mat á hvort stjóm sandínista f Nic- aragua hefði virt áætlun um leiðir til að binda enda á átök í Mið- Ameríku. Fregnir herma að Reagan forseti og aðstoðarmenn hans hafi rætt við fjölda þingmanna í gær til að fá þá til fylgis við beiðni forsetans. Felli fulltrúadeildin tillögu þessa mun Reagan ekki gefast kostur á að fara fram á frekari aðstoð við skæruliða á þessu ári. Sjá ennfremur „Atkvæða- greiðslan skiptir sköpum ... á bls. 24. Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. OLÍU- og gasvinnsla Dana skilaði á sfðasta ári arði og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist á þeim 25 árum sem liðin eru frá þvf hún hófst f Norðursjó. Hagnaður síðasta árs nam rúmum 11 milljörðum fslenskra króna en fram að þeim tfma hafði öllum tekjum danska rfkisins af gas- og olíuvinnslu verið varið til að greiða vexti vegna fjárfest- inga á þessu sviði og nauðsynlegan tækjabúnað. Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að Danir hófu þessa vinnslu hafa tekjumar samtals numið tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Embættismenn í danska orkumála- ráðuneytinu vænta þess að hagnaður- inn af framleiðslunni verði rúmir 38 milljarðar fslenskra króna (6,5 millj. d. kr.) árið 1992 og búist er við að fímm til átta þúsund manns muni þá starfa við framleiðslu á olíu og gasi. Evrópubandalagið og EFTA: Ráðherrar leggjá á ráðin um einn Evrópumarkað RÁÐHERRAR tólf Evrópu- bandalagslanda (EB) og sex landa innan Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA), íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Austurrfkis og Sviss, áttu við- ræður f BrUssel f gær. Fyrir íslands hönd sótti Steingrfmur Hennannsson, utanrfkisráð- herra, fundinn. Þetta er f fyrsta sinn sem ut- anríkisviðskiptaráðherrar ríkjanna í EB og EFTA hittast á sameigin- legum fundi. Viðskiptaráðherra Vestur-Þýskalands, Martin Bange- mann, en Þjóðveijar eru nú for- menn í ráðherranefndum EB, boðaði til fundarins með fulltrúum EFTA-landanna f þeim tilgangi að sýna að pólitískur vilji sé fyrir hendi til að koma í veg fyrir ágreining í viðskiptum milli landa f Vestur- Evrópu. Árið 1984 gerðu EFTA og EB með sér samning í Lúxemborg þess efnis að vinna bæri að þvf að gera Evrópu að einu markaðs- svæði. Nú hefur Evrópubandalagið sett sér það markmið að afnema allar viðskiptahindranir milli landa innan þess fyrir árið 1992. Óttast er að samningurinn við EFTA og áformin um einn heimamarkað f EB stangist á. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Morgunblaðið að fund- urinn staðfesti samkomulagið sem gert var f Lúxemborg 1984 og væri hægt að líta á þetta sem enn eitt skref fram á við. „Vandamál Evrópubandalagsins eru afar stór og verður lausn þeirra að hafa for- gang. Þvf munu þjóðimar innan EFTA ekki beita þrýstingi í sam- skiptum við Evrópubandalagið,“ sagði Steingrfmur. Að sögn Steingríms voru ráðherramir sam- mála um að áætlanir sem miða að því að gera Evrópubandalagið að' einu stóru markaðssvæði árið 1992 boði ekki auknar hömlur heldur þvert á móti. Reuter Martín Bangemann, viðskipta- ráðherra Vestur-Þýskalands, við upphaf fundarins i gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.