Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 27. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verslanir opnaðarmeð hervaldi Ísraelskír hermenn opnuðu verslanir í eigu Pal- estinumanna á vesturbakka Jórdanár í gœr til að gefa almenningi kost á að kaupa nauðsynja- vörur en útgöngubann er þar viða í gildi. Hermenn lokuðu skólum á vesturbakkanum i gær og sagði talsmaður hersins að það hefði verið gert til að koma i veg fyrir mótmæli ungra Palestinumanna. Skólar voru opnaðir á ný á mánudag og blossuðu þá upp miklar óeirðir, sem kostuðu tvo Palestinumenn lifið. Sjá „Kröfur um friðarráðstefnu ... á bls. 24. Afvopnunarráðstefna Sþ: Risaveldin deila hart um efnavopn Genf, Reuter. FULLTRÚAR Sovétmanna og Bandaríkjastjómar deildu hart um framleiðslu efnavopna i gær en þá hófst í Genf ný lota afvopnunar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fulitrúar 40 þjóða sitja ráðstefnuna og hafa sendimenn sagt að árangurs sé helst að vænta i viðræðum um takmarkanir og hugsanlegt bann við framleiðslu efnavopna. Júrí Nazarkín, sendimaður Sov- étstjómarinnar, sagði í ræðu sinni að ákvörðun Bandaríkjastjómar frá í desember á síðasta ári um að hefja á ný framleiðslu efnavopna væri „tilraun til að spilla þeim ár- angri" sem náðst hefði í viðræðum um fækkun þess háttar vopna. Sagði Nazarkín að Bandaríkjamenn hefðu enn ekki látið uppi hversu miklar eiturefnabirgðir þeir ættu en á hinn bóginn hefðu Sovétmenn skýrt frá því að eigin birgðir væru um 50.000 tonn. Kvaðst hann af þessum sökum vísa fullyrðingum Bandaríkjamanna um að Sovét- menn njóti yfirburða á þessu sviði á bug. Max Friedersdorf, hinn banda- ríski starfsbróðir hans, vék að því að bjartsýni hefði ríkt um gang við- ræðna þessara á síðasta ári. Hann sakaði Sovétmenn um að hafa rang- túlkað staðreyndir í áróðursskyni. Friedersdorf sagði að samhliða því að ný efnavopn hefðu verið smíðuð hefðu eldri og úreltar tegundir ver- ið teknar úr notkun og hygðust Bandaríkjamenn því ekki auka eit- urefnabirgðir sínar eða fjölga efnavopnum. Hann sagði neikvæðni einkenna viðhorf Sovétmanna og bætti við að það gæfi „ekki tilefni til bjartsýni í viðræðum þessum". Afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna tekur til allra þátta af- vopnunarviðræðna en sendimenn sem hana sitja hafa sagt að skili hún einhveijum árangri verði það helst á sviði samningaviðræðna um fækkun efnavopna og takmarkanir eiturefnabirgða. Danmörk: Olíu- og gas- framleiðsla skilar arði Stuðningur Bandaríkjaslj órnar við kontra-skæruliða í Nicaragua: Búist við tvísýnum kosn- ingum í fulltruadeildinni Waahington, Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings mun í dag, miðvikudag, greiða atkvæði um beiðni Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta um rúmlega 36 milijóna dollara stuðning við kontra-skæruliða í Nicaragua. Niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar er beðið með óþreyju en hún mun að líkindum skipta sköpum fyrir áframhald- andi stuðning við sveitir and- spyrnumanna. Nánustu aðstoðarmenn forsetans, m.a. George Shultz utanríkisráð- herra, hvöttu þingmenn í gær til að samþykkja stuðninginn og sjálfur flutti Reagan ávarp f gærkvöldi til að leggja áherslu á sjónarmið stjóm- arinnar. Þrjár stærstu sjónvarps- stöðvar Bandaríkjanna ákváðu hins vegar að sýna ekki ávarp forsetans beint á þeim forsendum að rök hans fyrir áframhaldandi stuðningi hefðu þegar komið fram. Margir þekktustu talsmenn Demó- krataflokksins, sem hefur meirihluta í báðum þingdeildum, hafa lýst sig andvíga áframhaldandi flárstuðningi við skæruliða. Athygli vakti að Thomas Foley, talsmaður demókrata í fulltrúadeildinni, sem er þekktur fyrir að vera maður orðvar, fullyrti í gærkvöldi að þingmenn myndu leggjast gegn beiðni forsetans. Repú- blikanar, flokksmenn Reagans, kváðust á hinn bóginn bjartsýnir um að málið næði fram að ganga. Áætlað er að tíunda hluta upphæð- arinnar verði varið til vopnakaupa og var í gær á kreiki orðrómur um að Reagan hygðist leggja fram mála- miðlunartillögu um að skæruliðar fengju ekki þann hluta upphæðarinn- ar fyrr en 31. mars. Yrði þá lagt mat á hvort stjóm sandínista f Nic- aragua hefði virt áætlun um leiðir til að binda enda á átök í Mið- Ameríku. Fregnir herma að Reagan forseti og aðstoðarmenn hans hafi rætt við fjölda þingmanna í gær til að fá þá til fylgis við beiðni forsetans. Felli fulltrúadeildin tillögu þessa mun Reagan ekki gefast kostur á að fara fram á frekari aðstoð við skæruliða á þessu ári. Sjá ennfremur „Atkvæða- greiðslan skiptir sköpum ... á bls. 24. Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. OLÍU- og gasvinnsla Dana skilaði á sfðasta ári arði og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist á þeim 25 árum sem liðin eru frá þvf hún hófst f Norðursjó. Hagnaður síðasta árs nam rúmum 11 milljörðum fslenskra króna en fram að þeim tfma hafði öllum tekjum danska rfkisins af gas- og olíuvinnslu verið varið til að greiða vexti vegna fjárfest- inga á þessu sviði og nauðsynlegan tækjabúnað. Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að Danir hófu þessa vinnslu hafa tekjumar samtals numið tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Embættismenn í danska orkumála- ráðuneytinu vænta þess að hagnaður- inn af framleiðslunni verði rúmir 38 milljarðar fslenskra króna (6,5 millj. d. kr.) árið 1992 og búist er við að fímm til átta þúsund manns muni þá starfa við framleiðslu á olíu og gasi. Evrópubandalagið og EFTA: Ráðherrar leggjá á ráðin um einn Evrópumarkað RÁÐHERRAR tólf Evrópu- bandalagslanda (EB) og sex landa innan Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA), íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Austurrfkis og Sviss, áttu við- ræður f BrUssel f gær. Fyrir íslands hönd sótti Steingrfmur Hennannsson, utanrfkisráð- herra, fundinn. Þetta er f fyrsta sinn sem ut- anríkisviðskiptaráðherrar ríkjanna í EB og EFTA hittast á sameigin- legum fundi. Viðskiptaráðherra Vestur-Þýskalands, Martin Bange- mann, en Þjóðveijar eru nú for- menn í ráðherranefndum EB, boðaði til fundarins með fulltrúum EFTA-landanna f þeim tilgangi að sýna að pólitískur vilji sé fyrir hendi til að koma í veg fyrir ágreining í viðskiptum milli landa f Vestur- Evrópu. Árið 1984 gerðu EFTA og EB með sér samning í Lúxemborg þess efnis að vinna bæri að þvf að gera Evrópu að einu markaðs- svæði. Nú hefur Evrópubandalagið sett sér það markmið að afnema allar viðskiptahindranir milli landa innan þess fyrir árið 1992. Óttast er að samningurinn við EFTA og áformin um einn heimamarkað f EB stangist á. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Morgunblaðið að fund- urinn staðfesti samkomulagið sem gert var f Lúxemborg 1984 og væri hægt að líta á þetta sem enn eitt skref fram á við. „Vandamál Evrópubandalagsins eru afar stór og verður lausn þeirra að hafa for- gang. Þvf munu þjóðimar innan EFTA ekki beita þrýstingi í sam- skiptum við Evrópubandalagið,“ sagði Steingrfmur. Að sögn Steingríms voru ráðherramir sam- mála um að áætlanir sem miða að því að gera Evrópubandalagið að' einu stóru markaðssvæði árið 1992 boði ekki auknar hömlur heldur þvert á móti. Reuter Martín Bangemann, viðskipta- ráðherra Vestur-Þýskalands, við upphaf fundarins i gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.