Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 17 Egilsstaðir: Héraðsverk að byrja á áfanganum NÝLEGA gekk flugmálaslgórn frá samningum við Héraðsverk hf um gerð annars áfanga Egils- staðaflugvallar. Þessa dagana er fyrirtækið að hefjast handa við verkið. Það felst í því að fylla í brautarstæðið, 760 metra, með möi og gera nýjan farveg fyrir Eyvindará. Félagið átti lægsta boð í verkið, 44,8 milljónir en kostnaðaráætlun hönnuða nam 63 miUjónum króna. Brautarfyll- ^ ingin á að vera tilbúin um miðjan september og farvegurinn í okt- óber-nóvember. „Héraðsverk er félag véla- og vörubílaeigenda á Héraði, þetta eru vörubílstjórar, og verktatafyrirtæki hér á staðnum," sagði Kjartan Ing- varsson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. „Það eru 30 aðilar, flestir vörubílstjórar sem standa að þessu samstarfsfélagi. Félagið var stofn- að um þetta verk og líklega mun það veita um það bil 35 manns vinnu, þá þijá eða fjóra mánuði sem mest verður að gera.“ „Það er rétt að miðað við miðað við kostnaðaráætlun er tilboðið lágt, en við teljum að við getum unnið verkið fyrir þetta verð og haldið kaupi fyrir. Við erum ekki að gefa neitt,“ sagði Kjartan. „Fyrst og fremst er það hagræðið, sem fylgir því að þurfa ekki að leggja í flutn- ingskostnað og kostnað við að koma sér fyrir, sem gerir það að verkum að við getum boðið þetta mikið lægra en aðrir. Við þurfum ekki að ráðast í nein tækjakaup, þetta eru allt saman menn sem vinna hér á eigin tækjum og bflum. Rekstur- inn hjá okkur er hagkvæmur, það sér hver um sitt þótt þetta sé rekið sem ein heild. Við stefnum á að þetta verk geti orðið viðbót sem unnin er utan hins almenna ann- atíma og að þannig getum við nýtt okkar tæki. Veturinn hefur nánast verið algjörlega dauður tími hjá okkur, það hefur verið vinna á sumrin en hún hefur jafnan verið búin á haustdögum," sagði Kjartan Ingvarsson framkvæmdastjóri Hérðasverks hf. hvern tímann á næstu 6 mánuðum. 4. Ritstjórinn segir einnig að fulltrúum dagblaða hafr verið boðin þátttaka í væntanlegri lestrarkönn- un dagblaða sem þeir hafi getað tímasett nokkum veginn upp á viku. Rétt mun vera að fulltrúum dag- blaða hafi verið boðin slík þátttaka í könnun. Hins vegar var enginn fulltrúi Félagsvísindastofnunar í þeim viðræðum og því ekki hægt að fastsetja neitt um tímasetningu, enda hefði Félagsvísindastofnun áskilið sér rétt til að ráða tímasetn- ingu ef stofnuninni hefði verið falin framkvæmd slíkrar könnunar. Það hlýtur að vera verðugt um- hugsunarefni fyrir almenning og fjölmiðlafólk hvort ekki beri að gera sömu kröfur til ritstjóra þegar hann skrifar leiðara í blað sitt og gerðar eru til blaðamanna þegar þeir skrifa fréttir, þ.e. að hann afli sér upplýs- inga um staðreyndir þess máls sem hann skrifar um. Leiðarar eru for- réttindadálkar í dagblöðum vegna þess að almennt er talið að þeir túlki sjór.armið blaðsins, auk þess sem lesið er úr þeim í Ríkisútvarp- ið. Þess vegna er þýðingarmikið að fá staðfest hvort ekki séu gerðar þær kröfur til ritstjóra og leiðara- höfunda að þeir fari rétt með staðreyndir mála þó þeir hafi auð- vitað fullt frelsi til að birta skoðanir sínar á þeim staðreyndum. Af þess- um sökum hefur undirritaður í dag, mánudaginn 1. febrúar 1988, kært umrædd leiðaraskrif Jónasar Krist- jánssonar til siðanefndar Blaða- mannafélags íslands. Fyrir hönd stjómar Félagsvís- indastofnunar Háskóla fslands, Stefán Ólafsson, forstöðumaður. Morgunblaðið/BAR Menntamálaráð- herra íLánasjóðnum Birgir ísleifur Gunnarsson skoðaði á föstudag höfuðstöðvar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Er þetta í fyrsta skipti sem menntamálaráðherra hittir stjóm og starfslið LIN á þessum vett- vangi. Myndin var tekin þegar ráðherra heilsaði upp á Gísla Fannberg starfsmann sjóðsins, en með þeim á myndinni em Guðmundur Magnús- son aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Sigur- bjöm Magnússon nýskipaður formaður stjómar Lánasjóðsins og Þorbjöm Guðjónsson fram- kvæmdastjóri LÍN. Sigurbjöm tók við for- mennsku í sjóðnum um síðustu mánaðamót af Árdísi Þórðardóttur, sem þá lét af formennsku að eigin ósk. mi * m m * ÞAÐ ER KOMINN FERÐAHUGUR í HANN ÞORLEIF! IMvwv. FEHOTH.aiWGKO« • nSnm Gerðu bara eins og hann, fáðu þér Ferðaþrist á 50 krónur. Þú átt kost á að vinna ferð til einhverra af viðkomustöðum Flugleiða, bæði innanlands og utan. Hæsti vinningur, ferð til Bankok. (Nú eru 9 ferðir til Bankok eftir). Ferðaþristurinn fæst á sölustöðum um land allt. Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss, sími: 99-4220. * * * * * * <•* S** 'V'-* M lUgnti * HjbM wnrnrvjr FERO PL BANOKOK >>«o GJ 03 2 03 OJ -5 i9 : XX CD tn 7* ra >z3 E -Q-'co 3 i * 3 CO-OT M SZ <0 <0 JD fO ns: £ ö to D XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.