Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 23 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Engan sakaði er bíll fór út af á Gíghæðinni á Grindavíkurveginum á sunnudaginn. Bílvelta á Grindavíkurvegi Grindavik. í HÁLKUNNI sem gerði á Grindavíkurvegi á sunnudag varð eitt umferðaróhapp. Ökumaður nýs bíls missti stjóm á bilnum þegar hann brems- aði í fljúgandi hálku á Gíghæðinni með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Engan sakaði í bílnum en hann er ónýtur. — Kr.Ben. Skáksambandið og IMB: Samstarf umbarna- og unglingastarf Upphaf síðara misseris Sinfóníuhljómsveitarinnar: Tónleikar helgaðir byggingu tónlistarhúss FYRSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á síðara misseri verða fimmtudaginn 4. febrúar í Háskólabíói. A efnis- skrá eru þrjú verk; Landsýn eftir Jón leifs, en þetta verk var síðast flutt 1962, Rapsódía eftir Rachmaninoff um stef eftir Paganini og að lokum Sinfónía nr. 1 eftir Brahms. Stjórnandi verður Bandaríkjamaðurinn George Cleve. Einleikari á tón- leikunum verður píanóleikarinn Randall Hodgkinson, en hann er einnig Bandaríkjamaður. Þessir tónleikar eru helgaðir byggingu tónlistarhúss. Forsaga þess máls er sú, að móðuramma Hodgkinson, Leedice Kissane, var sendikennari Fulbright-stofnunar- innar við Háskóla íslands um tveggja vetra skeið, þar sem hún kenndi amerískar bókmenntir. Hún tók miklu ástfóstri við landið og sérstaklega sýndi hún íslensku tónlistarlífi mikinn áhuga. Þegar Ashkenazy gekkst fyrir tónleikum í Albert Hall í Lundúnum til styrkt- ar tónlistarhúsi ákvað Kissane að leggja sitt af mörkum til bygging- ar tónlistarhússins með því að bjóða fram dótturson sinn til tón- leikahaids hér. Randall Hodgkinson vakti fyrst alþjóðaathygli 1981, þegar hann vann fyrstu verðlaun í tónlistar- keppni fyrir píanista, sem Rocke- stjómaði hér á tónleikum veturinn 1971—1972. (Fréttatílkynning) BARNA- og unglingastarf á vegum IBM á Islandi er nú hafið í samvinnu við Skáksamband Is- lands og Taflfélag Reykjavíkur. Það felst í útgáfu leiðbein- ingabæklinga og dreifingu þeirra til barna og unglinga á grunn- skólaaldri. Ennfremur verður haldið skákmót fyrir sömu aldurs- flokka í mars nk. Pyrsta bæklingnum, sem fjallar um endatöfl, hefur þegar verið dreift um landið og hefur Skáksamband íslands séð um dreifinguna með að- stoð taflfélaga. Nú í febrúarbyijun kemur annar bæklingurinn og er efni hans leikfléttur í skák, sá þriðji er væntanlegur í marsbyijun og fjall- ar um áætlun í skák. Tilgangur bæklinganna er að gefa væntanlegum þátttakendum í skák- mótinu í mars kost á aðgengilegum leiðbeiningum til undirbúnings, auk þess sem þeir koma að gagni við almenna skákþjálfun. Að sögn Gunnars M Hanssonar, forstjóra IBM á íslandi, var ákvörðun um þetta starf tekin um líkt leyti og IBM ofurskákmótið var haldið í Reykjavík í febrúar 1987 og til- kynnti hann við setningu þess móts, að æsku landsins yrði boðið til veg- legs skákmóts í mars 1988. Nú hefur tími mótsins verið ákveðinn dagana 11. til 13. mars og verður það haldið í Reykjavík. Mótinu er skipt í þijá aldursflokka, 6 til 9 ára, 10 til 12 ára og 13 til 16 ára. Verðlaun verða vönduð skáksett í yngri flokkunum, en í þeim elsta verða veitt peninga- verðlaun. Til þess að öðlast þátttökurétt í þessu móti, þarf fyrst að hafa leið- aKpraucir jlæ fvrir böm beiningabæklingana í höndum og glíma við þrautimar, sem í þeim em. Síðan skulu væntanlegir þátt- takendur að hafa samband við taflfélagið í sínu byggðarlagi eða umsjónarmann skákstarfs í skólan- um. Hjá Skáksambandi íslands fást nánari upplýsingar um tilhögun mótsins og dreifíngu bæklinganna. Efni bæklinganna unnu Davíð Ól- afsson, Jón Þorvaldsson og Ólafur H Ólafsson. Jóhann Hjartarson, stór- meistari, ritar ungum skákiðkendum kveðju á bakhlið fyrsta bæklingsins og segir þar m.a.: „Hér er fylgt for- dæmi sterkustu skákþjóða heims, Sovétmanna og Englendinga, sem byija á því að kenna endatöfl. Þau hafa gefist vel til þjálfunar í gmnnat- riðum skáklistarinnar. Dæmi í bæklingnum em vandlega valin. Eg þekki þau öll af eigin reynslu, svipað- ar stöður hafa komið upp hjá mér í keppni við alþjóðlega stórmeistara". Randall Hodg- George Cleve kinson pianó- stjómandi. leikari. feller-stofnunin og Gamegie Hall gengust fyrir. Síðan hefur hann hlotið margháttaðar viðurkenn- ingar og leikið einleik austan hafs og vestan. Auk þess að leika með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleik- unum á fímmtudaginn mun Hodgkinson leika á einleikstón- leikum í Listasafni íslands föstu- dagskvöldið 5. febrúar kl. 20.30 og verða þetta fyrstu tónleikarnir, sem haldnir verða þar. Stjómandinn á Sinfóníutónleik- unum verður George Cleve. Hann á að baki litríkan feril; hann hefur um áratuga skeið stjómað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum heims. Hann er snillingur í tónlist Mozarts og hefur í mörg ár stjóm- að flestum Mozart-hátíðum í New York og San Fransisco. Hann KONUR í STJORNUNARSTORFUM INNRÍTUNTIL 5.FEB. Gabriel HÖGGDEYFAR Amerísk úrvalsvara LÆKKAÐ VERÐ! SIMI: 621066 KONUR STEFNA NÚ STÖÐUGT HÆRRA INNAN FYRIRTÆKJA. TIL STJÓRNUNARSTARFA HAFA PÆR ÝMSA EÐLISLÆGA HÆFILEIKA UMFRAM KARLA. ÞÁ HÆFILEIKA BER AÐ EFLA OG ÞETTA NÁMSKEIÐ STUÐLAR BEINLÍNIS AÐ ÞVÍ EFNISÞÆTTIR: Konur í stjórnun • Stjórnunarferlið / völd og pólitík • Þróun stjórnunarstíls • Akvarðanataka - lausnir • Hvatar til árangurs / myndun vinnuhópa • Að vera leiðtogi • Starfsdeiling • Starfsframi. ■ LEIÐBEINANDI: Dr. Judith Mower frá Syracuse University. Hún er eigandi ráðgjafarfyrirtækis í Syracuse í New York, en fyrirtækið sérhæfir sig í stjórnun. Dr. Judith Mower hefur unnið á vegum fjölda þekktra fyrirtækja, svo sem Chrysler Corporation, Philips Corporation, Project Management Association of Women Business Owners. Hún er einnig höfundur fjölda greina um stjórnun og samskipti. - Námskeiðið fer fram á ensku. TÍMI OG STAÐUR: 8.-9. febrúar kl. 9.00-17.00 að Hótel Loftleiðum, Kristalsal. ATHUGIÐ! STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í PESSU NÁMSKEIÐI. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími 6210 66 SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.