Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 32 Norræna húsið: Fyrirlestur um Arabískt lífsform HUSSEIN Shehadeh blaðamaður, flytur fyrirlestur um „Arabískt lífsform og afstöðu og skilning eða misskilning Vesturlanda á hugarheimi araba“, í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:30. Norðfjörður: Hættavartalm á snjóflóðum NnrAfSWIi Hussein Shehadeh er þekktur blaðamaður og fyrirlesari um arabísk málefni og er hann hér í boði Blaðamannafélags íslands. „ Hann er fæddur í Jerúsalem af palestínsku foreldri en hefur verið danskur ríkisborgari síðastliðin 12 ár. SAMTÖK kvenna á vinnumark- aði efna til fundar á Hótel Borg miðvikudagskvöldið 3. febrúar, kl. 20.30. Á fundinum verður fjallað um kjaramál og stöðuna í samninga- málunum. Ræddir verða þeir kjarasamningar sem þegar hafa Seirawan sagði að það væri greinilegt að Kortsjnoj hefði ekki misst baráttuviljann með árunum. „Þegar Jóhann virtist vera að vinna vorum við allir ánægðir og sögðum: Guði sé lof að Viktor man loks eftir því að hann er að verða sextugur. En hann teflir enn mjög vel,“ sagði Seirawan. Þessi endasprettur Kortsjnojs bandi með fyrirlestrinum í kvöld og verða umræður að honum lokn- um. Fyrirlesturinn er opinn almenningi. Hvetur Blaðamanna- félagið félagsmenn sína til að sækja hann og fræðast um stöðu mála í arabaheiminum. Sjá grein eftir Hussein She- hadeh á bls. 20. verið gerðir og þær kröfur sem Samtök kvenna á vinnumarkaði telja að setja þurfi fram og beij- ast fyrir að ná. Framsögn flytja: Sigrún Ágústsdóttir, Kristín Frið- riksdóttir og Bima Þórðardóttir. Fundarstjóri _ verður Guðlaug Teitsdóttir. Á eftir framsögum verða almennar umræður. hefur vakið mikla athygli hér og í mótsblaðinu er stór fyrirsögn: Viktori tekst það aftur! Fáir virð- ast vita um kvartanir fslending- anna um framkomu Kortsjnojs í 5. og 6. skákinni og Seirawan sagðist þannig ekkert hafa heyrt um þetta og vildi ekkert tala um það. Hussein Shehadeh við komuna til landsins i gærkvöldi. SEINT á mánudagskvöld var talið að skapast hefði hættu- ástand á Norðfirði vegna hugsan- legra sqjóflóða. Af þeim sökum var öll umferð bönnuð á svæði innst í bænum og vinna felld nið- ur i frystihúsinu og saltfiskverk- un Síldarvinnslunnar. Snjóflóða- hættan var á sama svæði og flóðin miklu féUu árið 1974. Síðdegis á mánudag barst Al- mannavamanefnd Neskaupstaðar aðvörun frá Almannavömum ríkis- ins um að veðurskilyrði gæfu til kynna að snjóflóðahætta gæti verið yfirvofandi. Almannavamanefnd Neskaupstaðar kom þegar til fundar og ákvað að loka fyrir alla umferð um svæðið eins og hægt væri. Af þeim sökum var vinna felld niður í frystihúsinu og I saltfiskverkun Síldarvinnslunnar. Lögreglan hafði bifreið á staðnum sem stöðvaði alla umferð inn á svæð- ið. Að morgni þriðjudags lét al- mannavamanefnd á staðnum kanna fyallið ofan við bæinn. Var talið eft- ir þá könnun að mesta hættan væri liðin hjá og því var umferðarbanni aflétt og vinna hófst á ný eftir há- degi. Ágúst Vogar: Hreppurinn kaupir húsnæði V atnsley sustr andarhreppur hefur keypt húsnæði undir skrif- stofur og bókasafn í nýju þjón- ustumiðstöðinni, sem er verið að byggja að Iðndal 2 í Vogum. Hreppurinn kaupir alls um 150 fermetra fyrir rúmar 5,8 milljónir króna. Gerður hefur verið samning- ur við byggingaraðila hússins, Lyngholt sf., um að skila húsnæðinu fullbúnu um mánaðamótin ágúst- september næstkomandi. í hinu nýja húsnæði verður almenn af- greiðsla hreppsskrifstofu, aðstaða byggingarfulltrúa, fundarherbergi og bókasafn. E.G. Leiðrétting í frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins í gær var mishermt að meint svik læknis beindust gegn Sjúkrasamlagi Akureyrar. Hér var um að ræða Sjúkrasamlag Suður- Múlasýslu á Eskifirði. Beðist er velvirðingar á þessu. Úr umferðinni í Reykjavík 1. febrúar 1988 Árekstrar: 21. Ökumaður og farþegi voru fluttir í sjúkrabifreið á Slysadeild eftir árekstur tveggja bfla á mótum Bfldshöfða/Breiðhöfða kl. 11.56. Radarmælingar leiddu til 11 kæra fyrir of hraðan akstur. Ökurmaður var sviptur ökuréttindum á staðnum er hann var staðinn að því að aka vestur Hringbraut með 106 km/klst hraða. Hann var stöðvaður við Bjarkargötu kl. 22.40. Leyfílegur hámarkshraði þar er 50 km/klst. Aðrir sem fóru of hratt í Reykjavík á mánudag mældust aka um Ártúnsbrekku: 81—91 km/klst. Kleppsveg: 81—98 og 100 km/klst. Kringlumýrarbraut: 99 og 101 km/klst. Laugaveg austan Nóatúns: 90 km/klst. Snorrabraut: 95 km/klst. Sætún: 81 km/klst. Lögreglumenn í vegaeftirliti utan Reykjavíkur sendu inn skýrslur fyr- ir of hraðan akstur. Reykjanesbraut: 104—111—114—115 og 126 km/klst á tímabilinu kl. 16.00-17.00. Klippt var af 16 ökutækjum fyrir vanrækslu á að fara til skoðunar. Krariabiffeið íjarlægði 7 ökutæki vegna slæmrar stöðu. Ekið á móti rauðu ljósi á götuvita: 9 ökumenn kærðir. Stöðvunarskyldubrot: 1 ökumaður kærður. í mánudagsumferðinni fundust 2 réttindalausir ökumenn og 2 féllu undir grun um ölvun við akstur. Samtals 52 kærur fyrir umferðarlagabrot. Frétt frá lögreghmni í Reykjavík. Sýndar verða myndir af mynd- Fundur um kjaramál í kvöld Kortsjnoj er Kortsjnoj en Jóhann mannlegur — segir Yasser Seirawan St John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsina. „Viktor Kortsjnoj sýndi að hann var Viktor Kortsjnoj og Jóhann _ sýndi að hann er aðeins mannlgur," sagði stórmeistarinnn Yasser Seirawan í samtali við Morgunblaðið en Seirawan aðstoðaði Kortsj- noj í einvígjum fyrir nokkrum árum. „Ég vissi svo sem að þetta var ekki ómögulegt en bjóst þó alls ekki við þvi og hélt að Jó- hann ynni einvigið eftir að hann vann 4. skákina," sagði Seirawan ennfremur. Skákeinvígið að snú- ast í hreint taugastríð Tftkn ITnA fíllAmnnJl C.v UnMMfinnnM.nta Uln Ann.nnná ...-H — ?- St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. SKÁKEINVÍGI þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsj- nojs er að snúast upp í mikið taugastrið eftir að Friðrik Ólafsson kvartaði yfir framkomu Kortsjnojs á meðan 5. og 6. einvígisskák- irnar voru tefldar. Jóhann var ekki sjálfur viðstaddur þegar dregið var um liti í tveggja skáka einvíginu sem nú er framund- an, deilt var um við hvaða skákborð keppendurnir sitja og Swetosar Gligoric yfirdómari einvígjanna mun í dag mælast til þess við keppendur að þeir gangi ekki um gólf nálægt taflborðun- um meðan andstæðingar þeirra eru að hugsa. Það sem Friðrik Ólafsson hefur gert athugasemdir við er að í tveimur síðustu skákum hefur Kortsjnoj verið óvenjumikið á ferðinni milli leikja og gengið fram og aftur á sviðinu þar sem skákborðin eru. Þegar Jóhann var að hugsa átti Kortsjnoj það til að ganga meðfram borðinu þannig að Jóhann sá hann skyndilega útundan sér. Einnig reykti Kortsj- noj mikið og kom stundum að borðinu þegar Jóhann var að hugsa og drap í sígarettunum í öskubakka Jóhanns megin við borðið. Friðrik kvartaði við Gligoric í 5. skákinni og síðan aftur í 6. skákinni og sagði Gligoric að þetta væri á mörkum þess að vera vítaverð framkoma, en gerði samt engar athugasemdir við Kortsj- noj. Jóhann heldur því hins vegar fram að þetta hafí truflað sig og hann hafí ekki náð að einbeita sér. Þegar dregið var um liti í gær- morgun var Friðrik Ólafsson mættur fyrir hönd Jóhanns. Svo háttar til í skáksalnum að skák- borðin 7 voru í röð á sviðinu og voru borð Jóhanns og Kortsjnojs og Sokolovs og Spraggetts lengst til hægri. Þar sem öðrum ein- vígjum er lokið vildu mótshaldarar færa þessi tvö á miðju sviðsins svo áhorfendur þyrftu ekki að sitja í öðrum enda salarins. Þegar Kortsjnoj var tilkjmnt um þetta fyrir litardráttinn brást hann hinn versti við, stóð upp og kallaði að hann vildi sitja við sama borð og áður. Þetta féllst Gligoric á þrátt fyrir mótmæli Friðriks, og sagðist ekki geta hunsað óskir keppenda. Campomanes forseta FIDE líkaði þetta ekki, enda er honum ekki vel við Kortsjnoj frá því heimsmeistaraeinvígi þeirra Kortsjnojs og Karpovs var haldið á Fiiippseyjum. Hann sagði Glig- oric að það væri aðaldómarans en ekki keppenda að ákveða við hvaða borð væri teflt. Sætaskip- aninni hafði þó ekki verið breytt í gærkvöldi. Gligoric virðist hafa farið úr sambandi við þetta allt saman. Við litadráttinn voru keppendur fyrst kallaðir upp og látnir velja annað af tveimur umslögum og innihald þeirra skar úr um hvor þeirra fengi að velja úr öðrum tveimur umslögum sem innihéldu miða með áletrununum hvítt og svart. Gligoric kallaði Kortsjnoj upp að sviðinu og bað hann að draga og sá skyndilega að hann hafði rétt Kortsjnoj röng umslög. Kortsjnoj dró þá úr þeim réttu og kom upp að andstæðingur hans átti að velja úr hinum umslögun- um. Þá kallaði Gligoric á Andras Adoijan, sem var þama fulltrúi Kevins Spraggetts, og bað hann draga. Adoijan gerði svo og þá tilkynnti Gligoric að Kortsjnoj hefði hvítt í fyrstu skákinni gegn Spraggett! Auðvitað þurfti að endurtaka dráttinn og þá dró Friðrik hvítt fyrir Jóhann í fyrri skákinni. Sum- ir voru á því að Jóhanni kæmi betur að hafa svart í fyrri ská- kinni; nái hann jafntefli með svörtu eru meiri möguleikar á að hann endurheimti sjálfstraustið. Aðrir töldu að það hefði verið slæmt fyrir Jóhann að hafa svart tvær skákir í röð og Jóhann sjálf- ur var ánægður með að hafa hvítt í fyrri skákinni. Friðrik endurtók enn mótmæli' sín gegn framkomu Kortsjnojs eftir litadráttinn og í framhaldi af því ákvað Gligoric að mælast til þess við keppendur í dag að þeir virtu ákveðnar umgengnis- reglur á sviðinu. Hvorki Gligoric né Campomanes sögðust geta litið á þessar kvartanir sem formlega kæru. Hún þyrfti að vera skrifleg og sagðist Campomanes raunar í samtali við blaðamenn hafa hvatt Friðrik til að koma með skriflega kæru í tíma svo hægt væri að grípa til aðgerða fyrir skákina í dag. Ekki var í gærkvöldi búið að taka ákvörðun í herbúðum íslend- inganna hvort slíkt yrði gert, en Friðrik ætlaði að skoða myndbönd af skákinni á mánudag. Einnig eru þeir að bræða með sér hvem- ig eigi að svara Kortsjnoj í sömu mynt, haldi hann uppteknum hætti. Samkvæmt mínum heimild- um er hugsanlegt að Jóhann taki ekki í hönd Kortsjnojs þegar skák- in hefst í dag í mótmælaskyni við fyrri framkomu Kortsjnojs. Einnig hefur verið stungið upp á, raunar meira í gamni en alvöru, að Jó- hann mauli harðfísk meðan á skákinni stendur, en Jóhann er hér vel byrgur af slíkri fæðu. Þrátt fyrir áföll síðustu daga bera menn sig vel. Það hefur ver- ið talið merki um að gæfan sé að snúast íslendingunum í hag að Margeir Pétursson fékk tölvuna sína úr viðgerð í gær. Tölvan hef- ur verið notuð af þeim Jóhanni til skákrannsókna en hætti að starfa þegar kaffi helltist yfír hana fyrir nokkrum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.