Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 I EÐVARÐ Þór Eðvarðason sundmaður tekur þátt í sterku móti í Austur-Berlín í næstu viku. í gær tilkynntu mótstjómendur að heims- meistarinn í flugsundi Pablo Morales frá Bandaríkjunum mjmdi taka þátt í mótinu og einnig Rainer Heinkel einn besti skriðsundmaður heims. Þá mun Rúmenia senda sitt '■ sterkasta lið og einnig kemur sterkt lið frá Ástralíu. ■ MICHAEL Gross, sundkapp- inn sterki frá V-Þýskalandi, tekur aftur á móti ekki þátt í sterku sund- móti f Bonn 12.-14. febrúar. Eðvarð Þór tekur þátt í mótinu, en allir sterkustu sundmenn heims verða í Bonn. ■ WALDOF Mannheim hefur fengið til liðs við sig Austurríkis- manninn Alfred Roschner. Hann leikur með Tirol en félag hans lán- aði hann út keppnistfmabilið. ■ STEVE King, 29 ára gamall markvörður utandeildarliðsins Chalfont St. Peter í Englandi, lést á laugardaginn eftir að hafa lent f samstuði við mótheija. Höfuð leik- mannanna skullu saman með þessum hörmulegu afleiðingum. ■ JOHAN Cruyff er nú oft nefndur sem næsti þjálfari Barcel- ona. Hann var í viðskiptaferð á Spáni í byijun vikunnar og hitti þá m.a. Joan Gaspart, varaforseta Barcelona, en neitaði að þjálfara- starfíð hefði borið á góma. Áður hafði hann sagt að hann myndi íhuga vel tilboð, ef slíkt bærist, með næsta keppnistímabil f huga. Cruyff lék með Barcelona á sfðasta áratug og var maðurinn á bak við fyrsta meistaratitil félagsins 1974. I ZOLA Budd og Mary Decker Slaney eru að hugsa um að taka þátt í 10 km götuhlaupi í Bali 3. apríl, en gert er ráð fyrir að kepp- endur verði um fímm þúsund. Verðlaunin eru ekki af lakara tag- inu, meira en milljón dollarar. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og verði sett met í flokkunum, fá met- hafamir hálfa milljón dollara í sinn hlut, en 10 efstu í hvorum flokki * fá 145 þúsund dollara. Heimsmet- hafamir f 10 km götuhlaupi, Bandaríkjamaðurinn Marc Nenow og breska stúlkan Liz McColgan (áður Liz Lynch) verða á meðal þátttakenda og þá má nefna Franc- esco Panetta, Ítalíu, og John Treacy, írlandi. ■ JOHN Drummond,go\fkenn- ari hjá GR, hefur nú opnað golf- skóla. Hann er til húsa í nýja Bílaborgarhúsinu að Fosshálsi 1. Golfskólinn er opinn alla virka daga frá klukkan 16 og er opið til klukkan 23. Á laugardögum er opið frá 11 til 16. Nánari upplýsingar era veittar á staðnum. M JOHN Drummond er nú að vinna að því að fá tvo erienda kenn- ara til að aðstoða sig við kennslu hjá GR og hjá öðram klúbbum en venjan hefur verið að kennarar GR ferðist á milli klúbba og leiðbeini kylfíngum. Mdomaranámskeld í áhalda- fímleikum kvenna og karla verða haldin í næstu viku og munu þeir, sem sækja námskeiðin öðlast lands- dómararéttindi, en nánarí upplýs- ingar fást á skrifstofu Fimleika- sambands íslands. ■ BRUCE Cleland lauk ferlin- um með Stranraer í Skotlandi á óskemmtilegan hátt. Hann er að flytja til Bandaríkjanna og lék sinn síðasta leik á laugardaginn í bikam- um gegn Celtic. í sinni síðustu spymu misnotaði hann viti og hefur örugglega óskað sér að hann gæti stokkið beint upp í flugvélina. HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Þorbargur Aöalstalnsson sést hér skora eitt af átta mörkum - eftir að hafa leikið vöm Borlnge grátt. Þorbergur Aðalsteinsson skaut neistanum sem kveikti upp í Saab-liðinu. Hann skoraði átta mörk ÞORBERGUR Aðalsteinsson kom, sá og sigraði þegar Saab- liðið vann sigur, 22:15, yfir Borlange í 1. deildarkeppninni í Svíþjóð. Sœnsku blöðin sögðu að Þorbergur hafi komið með neista frá Eldfjallaeyjunni - þegar hann kom að heima úr jólafrfl. Neista, sem hafði náð að kveikja upp í Saab-liðinu. orbergur lék mjög vel og átti stærstan þátt í að leikmenn Saab gerðu út um leikinn í upphafí seinni hálfleiksins. Staðan var, 9:5, í leikhléi og á augabragði var stað- an orðin 13:5, fyrir Saab. Þorbergur fór á kostum og hélt uppi flugelda- sýningu fyrir hina 490 áhorfendur. Eftir það var aðeins formsatriði fyrir Þorberg og félaga að ljúka leiknum. KNATTSPYRNA Hættir England með Wales? Mikil fundarhöld voru í Wrexham í gær um landslið Wales Miklar líkur eru á því að Mike England, landsliðsþjálfari Wates, verði látinn hœtta störf- um í dag - eftir átta ára starf með landslið Wales. Forráða- menn welska knattspyrnusam- bandið sátu saman á löngum fundi í gœr, þar sem þeir ræddu um farmtíð landslið Wales. Peningaskortur hjá sambandinu hefur verið mikill. Mike Eng- land hefur minnstu launin af landsliðsþjálfuranum á Bretlands- ggggmil eyjum, eða 650 FráBob þúsund ísl. kr. Hennessy Stjórnarmennirnir, i Englandi sem hafa verið óhressir með að Wales hafí ekki náð að tryggja sér rétt til að leika í lokakeppni HM og EM, hafa boðið England að vera Mlke England þjálfari í hlutastarfí - fá vissar greiðslur fyrir hvem leik. Þær hug- myndir hafa ekki fengið góðan hljómgrann hjá England og lands- liðsmönnum Wales. „Kevin Ratcliffe, fyrirliði Wales og Everton, segir að allir leikmenn Wales vilji hafa England áfram. „Við höfum verið óheppnir að ná ekki betri árangri. Það er ekki England að kenna - hann hefur gert frábæra hluti með landslið Wales." Þeir sem hafa verið orðaðir sem eftirmenn Englands, er Terry Yorath, framkvæmdastjóri Swansea og John Toshack, þjálfari JReal Sociedad á Spáni. Þeir era báðir fyrram landsliðsmenn Wales. Talið er að þeir myndu ekki sætta sig við minni árslaun heldur en 1.7 I milljón kr. KNATTSPYRNA Brasilíumenn kröfuharðir Fara fram á að fá allar auglýsinga- og sjónvarpstekj- ur í sambandi við þátttöku sína í móti í Danmörku DANiR hafa fengiö sig fullsadda af heimtufrekju og kröfum Brasiliumanna, sem þeir hafa boðið til að taka þátt í 100 ára afmælismóti danska knattspyrnusam- bandsins í júní 1989. Brasilíumenn hafa farið fram á að Danir borgi þeim 3.6 millj. islenskar kr. fyrir hvem leik, auk ferðakostnaðar og uppihalds. Nú heimta þeir að fá allar auglýs- inga- og sjónvarpstekjur í sambandi við beinar útsendingar frá leikjum þeirra í Danmörku - sem verða sýndir til N- og S- Ameríku. „Við sögðum, Nei!,“ sagði Frits Ahlström, sterfsmaður danska knattspymusambandsins. „Ef samningar nást ekki við Brasilíu- menn - munum við ræða við heimsmeistarana frá Argentínu.“ Landslið Dana og Svia taka þátt í keppninni. Hollendingar gefa ákveðið svar nú næstu daga, hvort þeir verða með. Það er Thijs Li- bregts, þjálfari Hojlands, sem tekur ákvörðun um það. Þess má geta að hollenska knattspymu- sambandið á einnig 100 ára afmæli 1989. Þeir ætla að halda upp á það með þvf að leika vin- áttulandsleik gegn Englandingum í Amsterdam. KNATTSPYRNA Sjónvarpað beint frá EM IV-Þýskalandi Mikill áhugi er fyrir Evrópu- keppni landsliða í knatt- spymu sem verður í V-Þýskalandi í sumar. Sjónvarpað verður frá keppninni um allan heim og hafa 36 þjóðir fyrir utan Evrópu tryggt sér rétt til að sýna frá keppninni. „Við verðum með beina útsendingar frá Evrópukeppninni. Öll sterkustu landslið Evrópu verða saman komn- ir í V-Þýskalandi og er keppnin mjög áhugaverð - sú sterkasta sem hefur farið fram,“ sagði Bjami Fel- ixson, íþróttafréttamaður sjón- varpsins. Bjami sagði að það mætti fastlega reiknað með mjög skemmtilegum leikjum í EM. „Allir leikimir verða úrslitaleikir." VIÐURKENNING Slgmar Þrðstur Óskarsson Sjgmar Þröstur íþróttamadur ársins í Garðabæ SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður Stjörnunnar í 1. deildinni í handknattleik, var um helgina útnefndur íþrótta- maður ársins 1987 í Garðabæ. Sigmar er 26 ára, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Þar æfði hann með Þór og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu 16 ára. Síðan gefur hann leikið með Fram og KA, en síðustu tvö árin hefur hann staðið í marki Stjöm- unnar og átti stóran þátt í að liðið tryggði sér bikarmeistarartitilinn í fyrra. Sigmar hefur leikið 4 A-landsIeiki, 15 U-21 árs landsleiki og 6 U-18 ára landsleiki. Hann var kjörinn íþróttamaður Vestmannaeyja 1981. Þess má til gamans geta að bróðir Sigmars, Sindri Óskarsson, golf- maður, var kjörinn íþróttamaður ársins 1987 í Vestmannaeyjum. ÓlafurViggós- son íþrótla- maðurársins á IMeskaupstað Olafur Viggósson var kjörinn íþróttamaður ársins 1987 á Neskaupstað. Ólafur leikur með meistaraflokki karla í knattspymu og blaki og einnig hefur hann verið fastamaður í unglingalandsliðinu í knattspymu síðastliðið ár. Ólafur hlaut sem viðurkenningu farandbikar, sem gefínn var af Sva- vari Lárassyni fyrram íþróttakenn- ara hér á staðnum. — Ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.