Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 55 KNATTSPYRNA / NOREGUR Gunnar Gíslason enn meiddur eftir leikinn gegn Sovétmönnum: „Meðferð í Vestu r-Þýska- landi kemur til greina“ „ÉG er að drepast úr leiðindum og hreyfingarleysi. Ég er að- eins byrjaður að skokka, en hef annars ekkert getað œft síðan ég meiddist ílandsleiknum gegn Sovétmönnum í lok októ- ber og ekkert bendir til að ég nái mér á nœstunni," sagði Gunnar Gíslason við Morgun- blaðið í gœrkvöldi. Gunnar átti við eymsli að stríða í magavöðvum í haust, en var deyfður fyrir leikinn gegn Sovét- mönnum í Evrópukeppni landsliða, sem fram fór í Simferopol í Sovétríkjunum í lok október. „Verk- imir ágerðust eftir leikinn og síðan hef ég verið í alls konar sjúkrameð- ferð án árangurs. Ég held að búið sé að reyna allt, sem hægt er að gera í Noregi, en fer í myndatöku íntfmtR FOLK ■ RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, hlaupakona úr FH, setti íslandsmet S 3.000 m hlaupi innanhúss um síðustu helgi á móti S Gainsville i Flórída. Hún hljóp vegalendina á 9.11,49 mSn. Ragnheiður átti sjálf gamla metið, 9.11,60 mSn. Þess má geta að hlaupið var á 200 m braut. Á sama móti hljóp Svan- hildur Kristjónsdóttir, Breiða- bliki, 200 metrana á 25,98 sek. Svanhildur keppti einnig í grein sem ekki er keppt S á hverjum degi: 55 metra hlaupi. Þar fékk hún tímann 7,37 sek. Þá kastaði Guð- björg Gylfadóttir 13,93 í kúlu- varpi. I ALEXANDER Högnason, knattspymumaðurinn ungi af Skaganum, sem ákvað á dögunum að leika með KA á Akuryeri næsta sumar, hefur nú snúist hugur og verður áfram í Skagamanna. Þetta kemur fram í nýjast tölublaði Skagablaðsins. ■ GRIEGORZ Bielatovicz, hinn pólski þjálfari 2. deildarliðs Breiðabliks í knattspymu í sumar, kom til landsins í fyrrakvöld. Hann tekur þegar við stjóminni hjá Kópa- vogsliðinu sem farið er að æfa af fullum krafti fyrir keppnistímabilið. Gamla kempan Vignir Baldursson verður aðstoðarmaður Bielatovicz I sumar. I BEN Johnson, hlauparinn fót- frái frá Kanada, gerði í gærkvöldi tilraun til að bæta eigið heimsmet i 60 m hlaupi innanhúss á móti i Madrid á Spáni. Johnson hljóp vegalengdina á 6,49 sek. sem er hans þriðji besti tími. Heimsmet hans er 6,41 sek., sett í Indiana- polis í mars 1987. ■ SPÁNVERJAR ætla að und- irbúa sig vel fyrir Evrópukeppni landsliðs í V-Þýskalandi. Þeir leika fimm landsleiki fyrir keppn- ina. Gegn Tékkum, Frökkum, Skotum, Svíum og Sviss. ■ KNA TTSPYRNUSAM- BAND Evrópu hefur ákveðið að landsliðshópar þeirra þjóða sem taka þátt í Evrópukeppni lands- liðs verði aðeins skipaðir 20 leikmönnum. Þá hefur einnig verið ákveðið að allir varamennimir, níu, verði skráðir á leikskýslu og fái að sitja á varamannabekknum. á morgun [í dag] og þá á að reyna að sjá, hvort vöðvaþræðir séu slitn- ir. Þetta er greinilega mjög erfítt viðureignar, en á næstu dögum verða allir möguleikar skoðaðir og meðferð í Vestur-þýskalandi kemur vel til greina," sagði Gunnar. Gunnar sagðist stunda sitt banka- starf, en yrði að fylgjast með æfingum félaga sinna hjá Moss. „Það er hrikalegt að geta ekki ver- ið með. Æfíngaleikir byija 'um helgina og síðan er vetrarmót. í byijun mars tökum við þátt í fjög- urra liða ■ móti í Portúgal ásamt Sporting Lissabon, Bröndby og Malmö, komum aftur heim til að skipta um föt og förum síðan í 10 daga æfingaferð til Búlgaríu, en deildarkeppnin hefst í byijun apríl. Það er ljóst að ég verð ekki með í vetrarmótinu, en vonandi get ég tekið þátt í undirbúningnum í mars,“ sagði landsliðsmaðurinn, sem hefur meistaratitil að veija með Moss á næsta keppnistímabili. Qunnar Qfslason sést hér (t.h.) í landsleik gegn Norðmönnum í Osló. KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður kominn af stað eftir fjögurra mánaða hlé SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu hjá Sheffi- eld Wednesday, er komlnn á fulla ferö að nýju eftir meiðslin sem hrjáft hafa hann síðan í haust. Sigurður lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik í rúma fjóra mán- uði; lék fyrri hálfieikinn með varalði Wednesday gegn Bradford á úti- velli f deildarkeppni varaliðanna. Leikurinn endaði með jafntefli, 3:3. „Ég spilaði fyrri hálfleikinn. Við vorum þrír sem spiluðum okkar fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli, ég, David Hurst og Steve McCall. Sjúkraþjálfarinn var búinn að segja okkur að fara varlega — og ég gerði það. En það var gott að komast í gegnum þetta í kvöld. Ég fann ekkert til og það gefur manni aukið sjálfstraust. Maður reynir að taka þetta stig af stigi, spila 90 mínútur næst. Eg er ekki enn farinn að hugsa um aðalliðið — eftir svona langt hlé er maður feg- inn að fá spila hálfan leik til að byija með.“ Sigurður hafði ekkert æft með knött f langan tíma þar til á mánu- daginn. Þá fór hann á sínu fyrstu æfingu með aðalliðinu í fjóra mán- uði, síðan æfði hann í gærmorgun og lék fyrri hálfleikinn í gærkvöldi, sem fyir segir. Staðan var 1:1 er hann fór af velli. Síðasta hálfa mánuðinn hafði Sigurður verið á séræfingum, til að komast í betri líkamlega æfíngu. Hann fór í uppskurð um jólaleytið, eins og fram kom í Morgunblaðinu, og er hann nú orðinn góður af meiðslum þeim í magavöðva sem hijáðu hann. En hann sagði það erfitt að byrja aftur eftir svo langan tíma — „Ég er svo stífur eftir þetta að lappimar á mér eru eins og steypa," sagði hann í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær- kvöldi. Slgurður Jónsson er byijaður að æfa á fullum krafti með Sheff. Wed. Hér sést hann, fyrir miðju, á æfingu. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Tvelr V-Þjóðverjar leika með Eyjamönnum Elías Friðriksson hætti við Svíþjóðarferð Ralph Rockenmer, þjálfari 2. deildarliðs Vestmannaeyja, mun einnig leika með liðinu í sum- ar. Með Ralph kemur annar V-Þjóðveiji - sóknarleikmaður, sem lék með honum í utandeildar- liðinu VfB Oldenburg. Elías Friðriksson, sem var ákveð- inn að fara til Svíþjóðar, til að kanna aðstæður hjá 1. deildarfé- laginu Gumilse, hætti við Svíþjóð- arferðina á síðustu stundu. Hann mun leika með Eyjamönnum í sumar. Vestmannaeyjarliðið hefur fengið tvo Framara í herbúðir sínar. Pál Grímsson og Hlyn Jóhannsson og þá vonast þeir til að þriðji Framar- inn, Pétur óskarsson, gangi til liðs við þá. íuémR FOLK ■ ALESSANDRO AltobeUi, ítalski landsliðsmaðurinn í knatt- spymu, sem leikur með Inter Milanó, fer að öllum líkindum til Sviss. Svissneska 1. deildarfélagið Lausanne hefur mikinn hug á að fá Altobelli til að leika við hliðina á öðrum ítölskum landsliðsmanni,' Giancarlo Antognoni. MALAN BrazU, fyrrum leikmaður Ipswich, Tottenham og Man. Utd., er nú þjálfari ástralska félags- ins Wollongong City. Brazil, sem er 28 ára, meiddist á baki fyrir 18 mánuðum og hefur ekki leikið síðan. Hann hefur nú hug á að taka fram skóna að ný. Þess má geta að kapp- inn fékk kr. sex milljónir í slysabæt- ur - vegna bakmeiðslana. ■ REAL Madrid hefur hug á að tryggja sér V-Þjóðveijann Bernd Schuster, sem leikur með. Barcelona. Schuster hefur oft ver- ið orðaður við Juventus. Samingur hans við Barcelona rennur út í vor. Real Madrid vill fá Schuster í staðinn fyrir júgóslavneska lands- liðsmannsins Jancovic, sem hefur verið seldur til St. Germain París. ■ ÍTALSKA félagið Verona hefur verið dæmt til að greiða kr. 90 þús. í sekt. Það var aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu sem sektaði félagið fyrir ólæti áhorfenda f Evrópuleik gegn Sportul Bukarest. Þá var flugeld- um skotið inn á völlinn. ■ ÍTALAR leika fjóra landsleiki fyrir EM. Gegn Sovétmönnum, Júgóslövum, Luxemborgar- mönnum og Walesbúum. ■ WIM Jansen, þjálfari Loker- en í Belgiu, var rekinn frá félaginu í gær. Jansen, sem er 41 árs, er hollenskur landsliðsmaður og lék hann með Pétri Péturssyní hjá Feyenoord á árum áður. Hann var aðeins búinn að vera í fimm mán- uði hjá Lokeren. Pólveijinn Lubanski, sem lék með Arnóri Guðjohnsen hjá félaginu, verður eftirmaður Jansens ■ ATLETICO BUbao á Spáni bauð Howard Kendall, fyrrum framkvæmdastjóra Everton, eins árs framlengingu á tveggja ára samningi hans við félagið - í gær. Nýi samningurinn tryggir honum kr. 6.8 miUj. í árslaun fyrir utan ýmsa bónusa og aukagreiðslur. „Kendall hefur unnið frábært starf hjá okkur á stuttum tíma. Það er uppselt á alla leiki okkar, 38 þús. áhorfendur," sagði einn af stjómar- mönnum Bilbao, en þeir eru hrættir um að missa Kendall til Barcel- ona. ■ LEIKMENN Arsenal eru nú í stuttu fríi í Marbella á Spáni. ■ DAVE Bassett, fram- kvæmdastjóri Sheff. Utd., keypti sinn fyrsta leikmann til félagsins í gær. Það er miðvallarspilarinn Wally Downes (26 ára), sem hefur leikið með Wimbledon í níu ár. ■ CHELSEA fékk Peny Dig- weed, markvörð hjá Brighton, lánaðann í gær. ■ NORMAN Hunter, fyrrum leikmaður Leeds, er kominn aftur til Elland Road. Félagi hans Billy Bremner, framkvæmdastjóri, réði hann sem þjálfara Leeds-liðsins. Hunter var rekinn sem fram- kvæmdastjóri Roterham fyrir nokkrum vikum. HANDBOLTI Leikir í kvöld Þrír leikir verða í 16 liða úrslit- um bikarkeppni HSÍ í kvöld. FH og Stjaman leika { Hafnarfírði, Grótta og Víkingur á Seltjamamesi og HK og KR í Digranesi. Leikimir hefjast allir klukkan 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.