Morgunblaðið - 09.02.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Vaktavinnubaim við höfnina tók gildi í gær:
Líklegt að það valdi
röskun á flutningum
Almennur félagsfundur Dagsbrúnar
á f immtudag
BANN verkamannafélagsins
aDagsbrúnar á vaktavinnu við
höfnina tók gildi í gær og þar
var vinnu hætt klukkan 17.00 hjá
Eimskipafélaginu. Vaktavinnu-
bannið tekur ekki til eftirvinnu.
„Það er ekki hægt að segja um
það í bili hvaða áhrif þetta hef-
ur, en það er líklegt að vakta-
vinnubannið valdi einhveijum
töfum og röskun á flutningum,"
sagði Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskipafélags íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að það myndi skýr-
ast í vikunni hversu mikil þessi
röskun yrði, en flutningar væru nú
minni en þeir hefðu verið að undan-
fömu. Um 220 Dagsbrúnarmenn
vinna hjá Eimskip og hafa lang-
flestir þeirra unnið í vaktavinnu við
lestun og losun skipa og önnur verk-
efni í Sundahöfn. Vegna vakta-
vinnubannsins missa þeir álag
vegna vaktavinnu. Alls vinna um
350 Dagsbrúnarmenn við höfnina,
hjá Eimskip, skipadeild Sambands-
ins og Ríkisskip.
Almennur félagsfundur verður í
Dagsbrún á fímmtudaginn kemur í
Austurbæjarbíói, þar sem leitað
verður eftir verkfallsheimild.
Boðað hefur verið til formanna-
ráðstefnu Verkamannasambands
íslands á morgun, miðvikudag, og
er þess vænst að samningaviðræður
við vinnuveitendur geti hafist á
nýjan leik á fimmtudag eða föstu-
dag.
Dagsbrúnarmenn halda heim að lokinni dagvinnu i gær.
Morgunblaðið/RAX
VEÐUR
*
v
ÍDAGkl. 12.00:
*
V
Heimild: Veöurstofa Islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 I gær) j
I/EÐURHORFUR í DAG, 9.2.88
YFIRLIT í g»r: Búist er við stormi á suð-austurdjúpi. Um 200 km
suö-austur af Jan Mayen er 974 mb lægð sem hreyfist lítið og
önnur hægfara 978 mb lægð er á sunnanverðu Grænlandshafi.
Yfir Grænlandi er 1012 mb hæð. Frost verður áfram um allt land.
SPÁ: Á morgun verður norðan- eða norö-austan kaldi víðast hvar
á Vestfjörðum, á annesjum norðanlands og austan- og ef til vill
við suðurströndina en úrkomulítið annars staðar og víða bjart veð-
ur. Frost 4—11 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðlæg átt og frost
um allt land. Él á Norður- og Norö-austurlandi, en léttskýjað sunn-
an- og vestanlands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akurayri Reykjavfk hltl +6 +9 vaóur snjókoma léttskýjað
Bergen 3 skýjað
Helsinki 1 þokumóða
Jan Mayen +1 skýjað
Kaupmannah. 1 slydda
Narssarssuaq +7 snjókoma
Nuuk +4 snjókoma
Osló +1 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Þórshöfn 1 skýjað
Algarve 1S léttskýjað
Amsterdam S skýjað
Aþena vantar
Barcelona 10 skýjað
Beriln 1 slydda
Chicago +14 alskýjað
Feneyjar 7 þokumóða
Frankfurt 6 alskýjað
Glasgow 4 skúr
Hamborg 2 slydda
Las Palmas 18 skýjað
Lxmdon 6 léttskýjað
Los Angeles 11 helðsk/rt
Lúxemborg 0 snjókoma
Madrld 11 skýjað
Malaga 16 láttskýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal +7 snjókoma
NawYork +3 léttskýjað
Parla 6 rlgnlng
Róm 13 léttskýjað
Vln > akýjað
Washington +2 léttskýjað
Winnlpeg +24 alskýjað
Valencla 16 skýjað
Siðanefnd Blaðamannaf élags íslands
um fréttir hljóðvarps af „Tangen-máli“:
Alvarlegt brot
á siðareglum
SIÐANEFND Blaðamannafélags
íslands hefur úrskurðað, að
fréttaflutningur Ríkisútvarpsins
af meintum tengslum Stefán Jó-
hanns Stefánssonar, fyrrverandi
forsætisráðherra, og bandarísku
leyniþjónustunnar CIA, hafi ver-
ið alvarlegt brot á siðareglum
blaðamanna. Fréttir þessar voru
byggðar á upplýsingum norska
sagnfræðingsins Dags Tangens.
I kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
9. nóvember á síðasta ári var sagt
frá því að norskur sagnfræðingur,
Dag Tangen, héldi því fram að
bandaríska leyniþjónustan CIA hafí
haft náið samband við Stefán Jó-
hann Stefánsson, sem var forsætis-
ráðherra 1947-1949. Sagt var að
Tangen hefði komist yfír leyni-
skýrslur um vamir íslands, sem CIA
gerði fyrir Truman Bandaríkjafor-
seta undir lok fímmta áratugarins.
Næstu daga voru frekari fréttir,
þar sem því sama var haldið fram.
Þann 19. nóvember var hins vegar
sagt í fréttatíma útvarps að fréttir
þessar hefðu reynst úr lausu lofti
gripnar og sagnfræðingurinn norski
segði nú, að hann hefði aldrei séð
skjöl sem styddu þá fullyrðingu að
forsætisráðherrann íslenski hefði
haft náin samskipti við CIA.
Þann 24. nóvember óskaði út-
varpsstjóri Markús Öm Antonsson
eftir umsögn siðanefndar Blaða-
mannafélagsins um fréttaflutning í
útvarpi, dægurmáladeild Rásar 2
og sjónvarpi af málinu.
í niðurstöðum siðanefndar kemur
fram, að Dag Tangen hafí orðið
tvísaga í viðtölum og sé, eftir á að
hyggja, vafasamur heimildarmaður.
Ekki hafí fréttaritari RÚV í Noregi
eða fréttastofa útvarps vitað það
fyrirfram. Varðandi það, hvort
fréttastofa eigi að birta frétt sem
þessa án þess að hafa beinharða
skjalfesta heimild, segir siðanefnd,
að ógerlegt sé að hafa algilda reglu
þar um, en skynsamlegt sé að við-
hafa ýtmstu varúð, jafnvel gagn-
vart viðurkenndum sérfræðingum.
Fréttastofa útvarps hafí hins vegar
ekki séð ástæðu til að ætla annað
en umrætt skjal um tengsl forsætis-
ráðherrans og CLA myndi berast til
hennar daginn eftir að fýrsta frétt
var sögð. Hins vegar hafi fréttarit-
arinn og fréttastofa útvarps bmgð-
ist með því að minnast ekki á það
einu orði að umrætt skjal fýndist
ekki, þrátt fýrir mikla leit. Þá kem-
ur einnig fram, að ekki virðist sem
fullyrðingar Norðmannsins hafi
verið skoðaðar í sögulegu samhengi
og hafí ekki hvarflað að frétta-
manninum eða fréttastofu að „tíðir
fundir" eða „reglulegir fundir“
íslenskra ráðherra og bandarískra
sendiráðsmanna hafí verið eðlilegir
og jafnvel sjálfsagðir á þeim tímum
sem um ræðir.
Úrskurður siðanefndar var sá,
að Ríkisútvarpið hafí í fréttatímum
útvarps og þætti dægurmáladeildar
á rás 2 brotið 3. grein siðareglna,
þar sem segir: „Blaðamaður vandar
upplýsingaöflun sína svo sem kost-
ur er og sýnir fyllstu tillitssemi í
vandasömum málum." Siðanefndin
telur brotið vera alvarlegt.
í úrskurði nefndarinnar eru ekki
gerðar athugasemdir við fréttir
sjónvarps af málinu.
Tvistur,
Breki
og Magni
bestu nautin
AFKVÆMARANNSÓKNUM
er nú lokið á þeim rúmlega
20 nautum sem fædd eru
1981 og tekin voru til af-
kvæmaprófunar. Út úr þessu
komu 6 góð naut og verður
sæðið sem tekið var úr þeim
notað næstu árin en sæðinu
úr þeini nautum sem lakar
reyndust verður hent.
Þijú naut af ’81 árgerðinni
reyndust best, þau eru: Tvistur
81026 frá Læk í Hraungerðis-
hreppi, Breki 81010 frá
Brekkukoti í Reykholtsdal og
Magni 81005 frá Hjarðafelli á
Snæfellsnesi. Nautin voru öll
felld eftir að búið var að taka
úr þeim hæfílega mikið af sæði.