Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 12

Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 TELEMANN OG VIVALDI Kammersveit Reykjavíkur Tónlist JónÁsgeirsson Kammersveit Reykjavíkur stóð fyrir tónleikum í Bústaða- kirkju sl. sunnudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Britten og Max Bruch en 150 ár eru lið- in frá fæðingu þess síðamefnda. Annað verkið á efnisskránni var Canticle II „Abraham og Isak“, op. 51. Sálmamir eru fimm að tölu, sjálfstæð tónverk fyrir mis- munandi raddskipan og sá fimmti er'með hörpuundirleik. Þeir em samdir á löngum tíma, sá fyrsti 1947, annar fímm ámm síðar, þriðji 1954 en fjórði ekki. fyrr en 1971 og fimmti svo tveimur ámm áður en Britten lést. Textann tekur Britten úr ýms- um áttum en þátturinn um Ábra- ham og ísak er unninn upp úr „kraftaverkaleik" frá Chester og saminn fyrir Peter Pears og Kathleen Ferrier og fluttur af þeim við undirleik tónskáldsins á fjáröflunartónleikum Ensku ópemnnar. í seinni uppfærslum hafa karlkyns altsöngvarar eða jafnvel drengir flutt hlutverk ís- aks. í uppfærslu Kammersveit- arinnar söng Sverrir Guðjónsson alt-röddina en Gunnar Guð- bjömsson tenor hlutverkið. Báðir em söngvaramir feikna efnilegir og gott til þess að vita hve §öl- hæfur Gunnar er, því það er oft- ar að tenorar festist í ákveðnum söngstíl, en að þeir geti sungið hvað sem er. Sverrir hefur undrafallega alt- rödd og hann þarf svo sannar- lega að komast utan til kunn- áttumanna á þessu sviði í söng- tækni, því auk góðrar raddar er hann músíkalskur mjög. Flutn- ingur söngfélaganna á Canticle II var mjög góður og nutu þeir góðs undirleiks hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Fyrsta og síðasta verkefni tón- leikanna em eftir Max Bmch en tónleikamir em að nokkm haldn- ir til að minnast þess að 150 ár em frá fæðingu hans. Fyrra verkið var tríó op. 83 sem er með síðustu verkum tónskáldsins og þar var margt fallegt að heyra, bæði frá hendi tónskálds- ins og í leik Helgu Þórarins- dóttur, Einars Jóhannessonar og Þorsteins Gauta. Lokaverkið samdi Bmch að því að talið er þá hann var ellefu ára og er í raun merkilegt hversu samstætt og heillegt þetta æskuverk er og alls ekki auðvelt í flutningi. Flytjendur, er allir stóðu sig með prýði, vom Guðný Guðmunds- dóttir, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Amþór Jónsson, Richard Kom, Sigurður I. Snorrason, Emil H. Friðfínnsson og Bjöm Ámason. LITLISÓTARINN Nú er Litli sótarinn á sviðinu öðm sinni en þar sem undirritað- ur sá ekki fyrri uppfærsluna er undirrituðum ekki tiltækur sam- anburður til að styðjast við. Leikverkið er tvískipt, því á undan ópemnni er staðfært leik- rit þar sem fjallað er um uppsetn- ingu á ópem og lögin, sem ætl- ast er til að áheyrendur syngi með„ em æfð. Vandamálið með söngvana er augljóst, að þar geta aðeins þau böm sem em komin á skólaskyldualdur og njóta þeirra forréttinda að fá söng- kennslu, undirbúið sig og æft söngvana.'Yngri böm em því að mestu utan við þátttöku áheyr- enda. Þá má benda á að nokkur atriði í leikverkinu em e.t.v. ein- um of mikið „innanhússvanda- mál“ leikhúsa, til að börnin skynji þau og því ekki nóg að gera þau bamaleg með látæði. Vel mætti stytta fyrri hlutann vemlega, því rúmlega tveggja tíma sýning er trúlega nokkuð löng viðvera fyrir lítil böm. Óperan sjálf er ríflegur klukkutími og þá brá svo við að „litlu" bömin hlustuðu. Það sem mætti fínna að í flutningi eldra fólksins er að flestir „syngja of mikið" svo að framburður text- ans týnist mjög í mikilli tónun, sem jafnvel yfírgnæfír . litlu hljómsveitina. Sá sem skilar best- um texta er John Speight og hann nær auk þess að leika án þess að sjáist, að hann sé að gera sig bamalegan fyrir börnin. Það mætti leggja meiri áherslu á „parlando" og draga úr tónun- inni án þess að skaða tónlistina eða sönginn. Bömin í sýningunni em falleg og Mörtu G. Halldórsdóttur, sem þegar er orðin reynd söngkona, tókst aðdáunarlega vel að sam- stilla sig með bömunum. Tvísett er í hlutverk bamanna og er aðalhlutverkið, Bjartur, litli sót- arinn, ýmist sunginn af ívari Helgasyni eða Þorleifí Ámasyni. Önnur böm era leikin af Finni Geir Beck, Magnúsi Þór Andrés- sjmi, Bryndísi Ásmundardóttur, Hrafnhildi Atladóttur, Aðalheiði Halldórsdóttur, Söm Björgu Guðbrandsdóttur, Atla Má Sveinssyni, Páli Rúnari Kristj- ánssyni, Björgvin Sigurðssyni og Gylfa Hafsteinssyni. Söngur bamanna er fallegur en helst til hljómlítill, en það bætir upp hve ömgg þau em og vel æfð. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson en hann og Guðný Helgadóttir fara með hlutverk í „forleiknum". Heldur fannst und- irrituðum Jón vera ósannfærandi sem tónskáld! (kann að byggjast á fordómum) og leikstjórareiði Guðnýjar ekki jafn kraftmikil og hún oft er í raunvemleikanum. Hvað sem þessu nöldri líður er sýningin í heild skemmtileg og vel unnin af öllum þeim er þar lögðu til, ekki síst leikstjóran- um Þórhildi Þorleifsdóttur. Varð- andi þátttökuleysi yngstu barn- anna mætti hugsa sér að það vandamál skuli leyst með þátt- töku sjónvarpsins og í raun æfa þessi lög smátt og smátt í bama- tímunum og flytja svo nokkmm sinnum. Lögin em sérkennileg, en einföld og t.d. fuglasöngurinn er mjög sniðug tónsmíð, sem vel mætti sviðsetja með teikningum bama, sem og reyndar öll lögin. Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að geta þess að mörg stærri bamanna tóku mjög vel undir og flest þeirra kunnu text- ana utan að og það vom aðeins þau yngstu sem vom ekki virkir þátttakendur. Þau sem sungu gerðu það fullum rómi og það mátti heyra margar fallegar bamaraddir þaðan sem undirrit- aður sat á 12. bekk í sal. BLÁSARAKVINTETT REYK.TAVÍKUR Tónlistarfélag Kristskirkju heiðraði nývígðan biskup sinn, herra Alfreð Jolson, með tónleik- um í Kristskirkju og þar flutti Blásarakvintett Reykjavíkur tón- verk eftir Beethoven, Gounod og Mozart. Fyrst á efnisskránni var Rondino eftir Beethoven. Þessi Rondino er ekki með ópusnúmeri en er saminn um líkt leyti og oktettinn op. 103 eða á ámnum 1792—3 og álitið að Beethoven hafí í fyrstu ætlað hann sem lo- kakafla oktettsins, en endursa- mið verkið til útgáfu. Bæði verk- in, Oktettinn og Rondino-þáttur- inn, vom svo ekki gefín út fyrr en að Beethoven látnum, eða 1830. Annað verkið á efnisskránni var Litla sinfónía, eftir Gounod, skemmtilegt og leikandi verk, en tónleikunum lauk með meistara- verki, Mozarts Serenöðunni K.388 í c-moll. Þetta verk lék Blásarakvintettinn fyrir stuttu og ekki var leikur þeirra lakari að þessu sinni. Blásarakvintett Reykjavíkur er feikna góður kammerhópur enda úrvalsmenn í hveiju sæti og geta áheyrendur treyst því að tónleikar þessa fyr- irtækis em til fyrirmyndar, bæði hvað snertir flutning og verk- efnaval. Litli salurinn í Hallgrímskirkju er trúlega mjög góður fyrir kammertónleika af hæfílegri stærð og vel hljómandi. Sl. laug- ardag stóðu nokkrir tónflytjend- ur fyrir kammertónleikum þar en á efnisskránni vom þrír kon- sertar, tveir eftir Vivaldi og einn eftir Telemann. Það er úr stóm safni að taka, þar sem er að fínna konsertana eftir Vivaldi. Kon- sertamir, sem hér vom leiknir, em í tónverkalista Vivaldis (RV) númeraðir að vera 559. og 560. verk höfundar en samkvæmt útgáfu Malipiero (1947) er sá fyrri númer 10 en sá seinni 3. Konsertamir em ekta Vivaldi og þrátt fyrir sérlega einfalda hljómskipan er þetta leikandi og elskuleg tónlist er var auk þess ágætlega flutt. Konsertinn eftir Telemann er í flokki 25 konserta fyrir tvo einleikara en af þeim em tveir samdir fyrir tvö „chal- umeaux", en það nafn var ýmist notað um óbó eða klarinett á 17. öldinni. Hér var annar þessara konserta leikinn á tvö klarinett og var margt þar að heyra þó samtónunin væri á köflum nokk- uð erfíð. Þeir sem stóðu að þessum skemmtilegu og allt of stuttu barokktónleikum vom Kristján Þ. Stephensen, Hólmfríður Þór- oddsdóttir (sem stundar nám í óbóleik hjá Kristjáni), Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden, Ásdís Valdimarsdóttir, Nora Komblueh, Páll Hannesson og Elín Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.