Morgunblaðið - 09.02.1988, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Heilbrigðisþing 1988
Tómas Helgason, prófessor:
Merkja á áfengi með
sama hætti og tóbak
Bjórinn brýtur gegn markmiðum heil-
brigðisáætlunar
Frá heilbrigðisþingi 1988: Guðmundur Bjarnason, héilbrigðisráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri, og Tómas Helgason, prófessor, í ræðustól. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
Hjartasjúkdómar og krabbamein:
Breytum líf smáta -
tökum upp nýjan lífsstíl
Fyrirbyggjandi leiðir kannaðar segir Guðmundur Bjarnason
„Ný heilbrigðismarkmið fyrir
Evrópusvæðið bygga ekki sízt á
því, að bæta megi heilbrigði þjóð-
anna með því að menn leiti aftur
til hinna einföldu og tiltölulega
ódýru aðferða, sem byggjast á
breyttum viðhorfum til lífsins og
lífsgæðanna, breyttum lifnaðar-
háttum og nýjum lífsstíl". Þannig
komst Guðmundur Bjamason,
heilbrigðisráðherra, að orði, þeg-
ar hann setti Heilbrigðisþing
1988 sl. föstudag.
„Þvi er það“, sagði heilbrigðsráð-
herra, „að við leitum fyrirbyggjandi
leiða, leitum fyrirbyggjandi aðferða
til þess að hjartasjúkdómamir, sem
voru fátíðir í byijun þessarar aldar
en hafa orðið eins og faraldur um
og eftir miðbik hennar, geti aftur
íjarað út í lok aldarinnar og bytjun
þeirrar næstu.
Svipuðu máli gegnir um hina
aðaldánarorsök okkar, krabbamein-
ið, þar er leitað leiða fyrst og fre-
emst til þess að greina sjúkdóminn
á frumstigi vegna þess að við vitum
ekki nægilega mikið um orsakir, til
þess að forvamarstarfið geti orðið
jafn markvisst og við teljum að það
geti verið í sambandi við hjartasjúk-
dórna".
Ráðherrann sagði að nú, að loknu
starfí vinnuhópa og að loknu heil-
brigðisþingi, yrði heilbrigðisáætlun
endurskoðuð í ijósi framkominna
ábendinga, og síðan lög fram á
Alþingi til ályktunar, væntanlega
fyrir vorið.
„Fmmvarp um breytingar á
áfengislögum, sem flutt er til að
leyfa framleiðslu og sölu á
áfengu öli, ásamt viðbrögðum
sumra við þvf, er dæmigert fyrir
skilningsleysi og tvískinnungs-
hátt gagnvart þessu atriði. Raun-
ar er óskiljanlegt að nokkur skuli
vilja taka á sig ábyrgðina af því
að stuðla að því, að Island verði
fyrst meðlima Alþjóðaheil-
brigðsistofnunarinnar til að
bijóta gegn þessu markmiði".
Það var Tómas Helgason, pró-
fessor, sem þannig komst að orði á
Heilbrigðisþingi 1988. „Þetta er
þeim mun óskiljanlegra sem sumir
þessara sömu aðila hafa gengið vel
fram í baráttunni gegn öðrum
nautnaefnum sem líka eru hættuleg
heilsu manna. Vonandi verður um-
ræðan um íslenzka heilbrigðisáætl-
un til að afstýra þeirri hneisu sem
felst í skilningsleysinu á hættunni
sem fylgir Qölbreyttara og meira
framboði áfengis".
Prófessorinn sagði að merkja
ætti áfengi sem hættulegt heilsu
manna á sama hátt og tóbak. „En
áfengi sem ekki er síður hættulegt
[en tóbak], ef til vill hættulegra,
hefur ekki enn verið merkt með
svipuðum hætti. Umbúðir allra
áfengra diykkja ætti auðvitað að
merkja svo fólk sæi að innihaldið
gæti valdið fíkn, geðsjúkdómum,
krabbameini og hjartasjúkdómum".
ÍSLENSK HEILBRIGÐISÁÆTLUN
Skýrsla heilbrigöls- og Iryggingamalaraöherra
Ragnhildar Helgadbltur
íslenzk heilbrigðisáætlun:
Forsíða íslenzkrar heilbrigðisá-
ætlunar, skýrslu til Alþingis.
Heilbrigði dýrmætasta eign
einstaldingsins - verðmæt-
asta auðlind þjóðarinnar
Heilbrigðisþing - landsáætlun um heilbrigðisþjónustu
’afla 1:
Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
1970-1985
Ár Heilbr- útgjöld á föstuverði M.kr. Verg lands- framleiðsla á föstu verði M.kr. Hlutfall heilbr- útgf. af vergri landsfram- leiðslu
1970 3,221.9 ' 59,336.3 5.43*
1971 3,540.9 66,858 8 5.30*
1972 3,818.0 71,238.7 5.36*
1973 3,966.2 74 .'534.5 5.32*
1974 4,217.5 78,870 5 5 35*
1975 4,839.3 80,164.5 6.04*
1976 5,119.6 84.422 0 6.06*
1977 5,226.0 92,075 9- 5.68*
1978 5,625.5 98,218 7 5 73*
1979 5,983.1 103,638 7 5 77*
1960 6,237.7 109,496 8 5.70*
1981 6,920.7 114,216 2 6.06*
1982 7,239 7 116,866 0 6.19*
1983 8,174.0 112,091.9 7.29*
1984 8.464.0 115,968 1 7.30*
1965 9,169.6 119,910.0 7.65*
Verð 1985=100
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
3etti fram heilbrigðismálamark-
mið árið 1977 undir kjörorðinu
„Heilbrigði allra árið 2000". Árið
1986 ályktaði ríkisstjórnin, að
frumkvæði Ragnhildar Helga-
dóttur, að „vinna að landsáætiun
í heilbrigðismálum með hliðsjón
af stefnu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar. Jafnframt lagði
Ragnhildur fram íslenzka heil-
brigðisáætlun - í formi skýrslu
til Alþingis. Sjö vinnuhópar hafa
síðan unnið að skoðun einstakra
þátta heilbrigðisáætlunarinnar, á
vegum viðkomandi ráðuneytis,
og skilað áltisgerðum og ábend-
ingurn. Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðisráðherra, efndi síðan
til heilbrigðisþings síðast liðinn
föstudag, þar sem fjallað var um
áætlunina og nefndarálitin.
Skýrslur vinnuhópa íjölluðu um:
1) stefnu í heilbrigðismálum, 2)
heilbrigða lífshætti, 3) heilbrigðis-
eftirlit, 4) heilsugæzlu, 5) lyfjamál,
6) tryggingamál, 7) ú'ármuni og
mannafla, 8) rannsóknir og
kennslu,
Dr. H. Mahler, framkvæmda-
stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, ávarpaði heilbrigðisþingið,
og fjallaði m.a. um forvarnir og
fyrirbyggjandi starf.
Að loknum ávörpum og framsög-
um vinnuhópa fóru fram almennar
umræður.
Þingið sátu rúmlega 200 fulltrú-
ar heilbrigðisstétta og heilbrigðis-
stofnana og annarra aðila, er heil-
brigðismálum sinna í einni eða ann-
ari mynd.
Þetta er annað íslenzka heil-
brigðisþingið. Það fyrra var haldið
1980. Heilbrigðisþing skal haldið
fjórða hvert ár, samkvæmt ákvæð-
um laga um heilbrigðisþjónustu.
í framhaldi af heilbrigðisþingi
1988 verður væntanlega lögð fram
á Alþingi endurskoðuð íslenzk heil-
brigðisáætlun til umfjöllunar og
ályktunar.
Heilbrigðisútgj öld:
Tæp 8% af landsframleiðslu
segir forsijóri ríkisspítalanna
Það kom fram í rœðu Davíðs
Á. Gunnarssonar, forstjóra
ríkisspítala, á heilbrigðisþingi
1988, að útgjöld til heilbrigðis-
mála nemi tœpum 8% af lands-
framleiðslu.
Orðrétt sagi Davíð Á Gunnars-
son:
„Hlutfall heilbrigðisútgjalda af
vergri iandsframleiðslu, var, sam-
kvæmt útreikningum Þjóðhags-
stofnunar, 7,1% 1883, 7,6% 1984,
7,6% 1985. Hlutfallið er lítið eitt
hærra mælt af þjóðarframleiðslu,
eða 8% 1985".
Mikil áhersla hefur verið lögð á líkamsrækt á síðari árum til
að efla hreysti og bæta heilsuna.