Morgunblaðið - 09.02.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
15
Stofnun Sigurðar Nordals tekin til starfa:
Skal efla rannsóknir á íslenskri
menningn að fornu og nýju
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Úlfar Bragason S fundarherbergi Nordalsstofnunar.
STOFNUN Sigurðar Nordals tók
til starfa um áramótin. Henni var
komið á fót að frumkvæði Sverr-
is Hermannssonar þáverandi
menntamálaráðherra 14. sept-
ember 1986 en þá voru 100 ár
liðin frá fæðingu Nordals. Stofn-
unin hefur fengið til umráða
húsið i Þingholtsstræti 29 og
ráðinn hefur verið forstöðumað-
ur til að vinna að því, sem stofn-
nninni er ætlað samkvæmt reglu-
gerð, „að efla hvarvetna í heim-
innm rannsóknir og kynningu á
íslenskri menningu að fornu og
nýju og tengsl íslenskra og er-
lendra fræðimanna á þvi sviði“.
Formaður stjórnar Nordalsstofn-
unar er Davíð Ólafsson fyrrver-
andi seðlabankastjóri og aðrir
stjórnarmenn eru dr. Jónas
Kristjánsson og Svavar Sig-
mundsson dósent. Forstöðumað-
ur er dr. Úlfar Bragason.
Stofnunin skal rækja hlutverk
sitt með því að afla gagna um rann-
sóknir erlendra fræðimanna, bjóða
hingað erlendum fræðimönnum,
styðja íslenska til utanfarar og
standa fyrir fundum og ráðstefnum.
Á núgildandi fjárlögum voru stofn-
uninni veittar 3 milljónir króna til
launagreiðslna og rekstrar.
„Ég er nú að vinna að því að
setja mig í samband við 400 manns
sem kenna eða rannsaka íslensk
fræði erlendis," sagði Úlfar Braga-
son. „Það er einkum á Norðurlönd-
unum, í Frakklandi og Þýskalandi
en einnig á Bretlandseyjum, í
Bandaríkjunum, Kanada og jafnvel
í Australíu, Nýja-Sjálandi og Japan
sem unnið er að rannsóknum sem
tengjast íslenskum bókmenntum,
tungu eða sögu. í þeim hópi eru
margir íslendingar sem starfa við
erlenda háskóla. Það er mikilvægt
fyrir alla fræðimenn að geta haft
samband við þá sem vinna að sams
konar rannsóknum og eitt fýrsta
verkefni stofnunarinnar verður að
gangast fyrir ráðstefnu um íslenska
menningu nú í sumar og stendur
til að bjóða hingað af því tilefni 10
erlendum fræðimönnum sem vinna
að rannsóknum sem tengjast um-
ræðuefninu."
Úlfar segist þekkja marga af
fræðimönnunum sem hann hefur
samskipti við í starfinu frá því að
hann var við nám erlendis en að
loknu BA-prófi í íslensku og sögu
frá Háskóla íslands lauk Úlfar
magistersprófi frá Oslóarháskóla,
doktorsprófi í frásagnalist Sturl-
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Úlfar Bragason.
ungu frá Berkleyháskóla í Kali-
fomíu. Að því loknu kenndi Úlfar
við Chicagoháskóla uns hann kom
heim til að hleypa starfi Stofnunar
Sigurðar Nordals af stokkunum.
„Það er gaman að standa að
uppbyggjandi starfsemi eins og
þessari," sagði Úlfar þegar hann
er spurður hvemig honum líki að
starfa einn í stóm húsi þar sem
aðeins tvö herbergi em enn sem
komið er búin húsgögnum og það
ákaflega sparlega. „Fólki og hús-
gögnum á eftir að ^ölga héma
þegar skriður kemst á starfið."
AEGRYKSVGANA FJJLLV...
Nú hafa JHJEfk ryksugurnar lækkað
verulega í verði! Við getum nú boðið
þessar gæðaryksugur á verði sem
enginn getur hafnað.
VAMPYR 406 ryksugan frá ABG er
1000 W og því sérlega kraftmikil, hún
er með stillanlegum sogkrafti, inn-
dreginni snúru og snúningsbarka, svo
fátt eitt sé nefnt.
Kr. 7.595.-
(STAÐGREITT)
Vestur-þýsk gsði á þessu verði? • Engin spurning!
...ÁFRÁBÆRU
VERÐI!
AFKÖST
ENDING
GÆÐI
Reykjavík og nágr. Bjarnabúð Tálknafirði Kaupfélag Þingeyinga Húsavík
Stjörnubær Seltjnesi RafbúöJónasarÞórs Patreksfirði Austuriand
H.G. Guðjónsson hf. Reykjavik Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn
Hagkaup Reykjavik Straumur Isafirfti Kaupfélag N-Þingeyinga Kópaskerí
J.L húsið Reykjavík Verslunin Edinborg Bíldudal Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirfti
Mikligarður Reykjavík Einar Guðfinsson hf. Bolungarvík Stálbúð Seyðisfirði
Þorsteinn Bergmann Reykjavik Húsið Stykkishólmi Kaupfélag Fáskrúftsfirftinga Fáskrúftsfirfti
Kaupstaöur i Mjódd Reykjavík Guðni Hallgrímsson Grundarfirði Sveinn Guðmundsson Egilsstöðum
Samvirki Kópavogi Blómsturvellir Hellissandi Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn
Rafbúðin, Auðbrekku Kópavogi Norðurfand Rafnet Reyöarfirði
Búkaup Garðabæ Kaupfélag Steingrimsfjaróar Hólmavik Elís Guönason Eskifirði
Kaupfélag Hafnfirðinga Hafnarfirði Verslun Sig. Pálmasonar Hvammstanga Suðuríand
Mosraf Mosfellsbæ Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi Nýfand ViV
Rafbær Keflavík Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki E.P.-innréttingar Vestmannaeyjum
Vasturiand * Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri Mosfell Hellu
Málningarþjónustan Akranesi Bókabúð Rannveigar H. Ólafsdóttur Laugum S-Þing. Árvirkinn Selfossi
Verslun Einars Stefðnssonar Búðardat Verslunin Sel Mývatnssveit Raftækjaverslun Söfva Ragnarssonar Hveragerði
AEG heimilistæki
■ þvíþú hleypir ekki h verju sem er í húsverkin!
BRÆÐURNIR
ÖRMSSONHF
Lágmúla 9, sími: 38820