Morgunblaðið - 09.02.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.02.1988, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Skilja karlar Tím- ans kall tímans? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Nýlega voru gerðar tvær skoð- anakannanir á svipuðum tíma, á vegum DV og Hagvangs. I báðum þessum könnunum kemur fram tvö- földun á fylgi Kvennalistans frá síðustu kosningum eða hækkun úr 10,1% í 21 eða 21,3%, en báðum könnunum ber vel saman. Þó að skoðanakönnun Hagvangs sýndi að aukið fylgi Kvennalistans virtist koma frá flestum stjóm- málaflokkum má Framsóknarflokk- urinn una nokkuð vel við sinn hag þar sem hann hefur aukið fylgi sitt um 5% frá síðustu kosningum. Þetta er þeim mun athyglisverðara þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið svo lengi aðili að ríkisstjómum og nú síðast ríkisstjóm sem nýtur þverrandi fylgis vegna óvinsælla aðgerða. Menn hafa verið ósparir á skýr- ingar sínar á velgengni Kvennalist- ans og hefur verið fróðlegt að hlusta á kenningar og skilgreiningar und- anfama daga. Kvennalistakonu varð það að orði um daginn að hluta skýringanna væri ef til vill að leita í því að Kvennalistakonur hefðu hlýtt kalli tímans. Þessu hentu menn gaman að og vildu margir gerast „kallar tímans" og láta kvennalistakonur hlýða sér. Nú ber svo við þrátt fyrir nokkuð góða stöðu Framsóknarflokksins að karlar Tímans bregðast harkalega við og ganga hver í annars spor við að gera lítið úr Kvennalistanum. Fyrir hvern eru stjórnmálin? í dálkinum „Vítt og breitt" 2. febrúar sl. er fjallað um skoðana- könnun DV og dregin sú ályktun að stjómmálin eigi í vök að vetjast að manni skilst fyrir einhvetju að- komufólki sem þangað eigi ekki erindi. Skæðasti hópurinn eru óákveðnir sem sagðir em sigurvegarar könn- unarinnar, næstur óboðinna gesta er Kvennalistinn og þegar svo þög- ulir bætast við telst afstöðuleysið til stjómmálanna komið í 53,4%! Er nema von að stjórnmálin séu illa stödd! Síðan lýsir dálkahöfundur íjálg- lega þeim Kvennalista sem hann sér valhoppa eftir hinni breiðu braut mjúku málanna. Sá vill ekki taka þátt í stjómmálum né láta kalla sig stjómmálaflokk og enn síður starfa að innri málefnum eins og flokkur með tiltekin markmið sem vill láta að sér kveða við stefnumörkun þjóð- mála. Dálkahöfund vil ég minna á þeg- ar upp koma nýjungar eins og t.d. nýjar mannréttinda-, hugsjóna- eða stjórnmálahreyfingar sem bera með sér hugniyndafræði og vinnubrögð sem em ólík þeim sem fyrir em, þá verka þær ögrandi og vekja tor- tryggni og vamarviðbrögð þeirra sem vilja vemda ríkjandi kerfí. Þá er oft nærtækt að gera lítið úr því sem maður skilur ekki. Gamlar hefðir Við megum ekki gleyma því að hefðbundnir stjómmálaflokkar em valdastofnanir þar sem rótgrónar reglur ríkja um skiptingu valda, áhrifa og metorða. Oft safnast þar völd á fárra hendur og allur þorri manna finnur ekki til áhrifa sinna og sjaldnast em nógu margir virk- ir. Um þetta hafa oft heyrst kvart- anir. Við megum heldur ekki gleyma því sem sagan segir okkur og blas- ir við okkur bömum nútímans. Hefðbundnu stjómmálaflokkamir vom stofnaðir af körlum og þar hafa þeir ákveðið leikreglumar í áratugi. Fáar konur hafa þar kom- ist til áhrifa eða valda, eða verið kosnar af listum í sveitarstjómir eða á Alþingi þar sem þær gátu komið sjónarmiðum sínum á fram- færi. Margar konur hafa fullyrt að þær eigi þar erfítt uppdráttar. Sum- ir flokkar hafa jafnvel ekki átt konu sem Iq'örinn fulltrúa um áratuga skeið. Þarf ég að hrista betur upp í minni dálkahöfundar? Nýjar leiðir Kvennalistinn hefur svo sannar- lega verið bæði þátttakandi í kosn- ingum og stjómmálum, en gert það á sinn hátt sem er vissulega ólíkur háttarlagi þeirra sem sitja á fleti fyrir. Þetta hefur gefist nokkuð vel og það sem meira er, á trúlega eft- ir að hafa talsverð áhrif á það sem sjávarútvegsráðherra kallaði „al- vömpólitík" í sjónvarpsþætti hér á dögunum. Hann taldi þó Kvenna- listann ekki þátttakanda í þeirri tegund pólitíkur, en vera bara í mjúku málunum. Ekki veit ég alveg hvað dálkahöf- undur á við með starfi að innri málefnum o.s.frv. Hitt veit ég að styrkleiki Kvennalistans liggur ekki síst í vinnubrögðum sem miða að því m.a. með valddreifingu að styrkja og næra þá fjöldahreyfingu sem Kvennalistinn er. Þessi vald- dreifíng sem birtist bæði í innra og ytra starfi Kvennalistans er gmnd- vallarregla í vinnubrögðum okkar og mjög frábmgðin því sem gerist hjá stjómmálaflokkum sem byggja yfírleitt á annars konar innra kerfi. Kvennalistinn er að sjálfsögðu engu síður stjómmálahreyfing en gömlu flokkamir þó að starfshættir okkar séu frábmgðnir. Að selja hugsjón sína er ábyrgðarleysi Síðar segir dálkahöfundur „að einu ákvarðanimar sem konumar taka er að taka ekki ákvörðun". Það var og. Svo býsnast hann yfir því að við skyldum ekki fara í stjórn með einhveijum stjómmálaleið- togum sem gengu með grasið í skónum á eftir okkur. Blessaður maðurinn virðist ekki skilja að það var að vel yfírveguðu ráði sem kvennalistakonur höfnuðu aðild að stjómarsamstarfi. Við eygðum enga von til þess að geta komið meginstefnumálum okkar í framkvæmd í því stjómarsamstarfi sem okkur bauðst þá og töldum okkur ekki hafa nægilegan styrk til þess í þetta sinn að hafa nauðsyn- leg áhrif. Við tókum þá ábyrgð að standa við stefnumál okkar. Svo einfalt var það. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf I sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteíni 7,2—8,5% Eldri spariskírteini 8,5-9,2% Veðdeild Samvinnubankans 10,0% Lind hf. 11,0% Lýsing hf. 10,8% Glitnir hf. 11,1% Samvinnusjóður (slands hf. 10,5% Önnurörugg skuldabréf 9,5—12,0% 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggó skuldabréf Innleysum spariskírteini rikissjóðs fyrir viðskiptavini okkar. Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. yj VEROBRÉFAVtÐSKiPTi fjármál eru samvinnubankans okkar fag Guðrún Agnarsdóttir „Blessaður maðurinn virðist ekki skilja að það var að vel yfirveg- uðu ráði sem kvenna- listakonur höfnuðu að- ild að stjórnarsam- starfi. Við eygðum enga von til þess að geta komið megin- stefnumálum okkar í framkvæmd í því stjórnarsamstarfi sem okkur bauðst þá og töldum okkur ekki hafa nægilegan styrk til þess í þetta sinn að hafa nauðsynleg áhrif. Við tókum þá ábyrgð að standa við stefnumál okkar. Svo einfalt var það.“ Matarskattur eða matarholur í leiðara Tímans 4. febrúar sl. er fjallað um samneyslu og nauðsyn þess að §ármagna hana. Eitthvað hefur nú leiðarahöfundur fylgst tæplega með umræðum á þingi og annars staðar þegar hann segir samneysluflokk á borð við Kvenna- listann allt í einu telja alla inn- heimtu óferjandi sem er þó ein- vörðungu tilkomin vegna samneysl- unnar. Þetta er alls ekki rétt. Það er svo langt í frá. Það er sannarlega mörg innheimtan _ sem bæði er ferjandi og réttlát. Á það hefur Kvennalist- inn margsinnis bent. Við teljum það nefnilega alls ekki sama hvemig og hveijir greiða til samneyslunnar. Við hefðum byrjað á því að beina sjónum að feitustu matarholunum t.d. lagt meiri skatta á stóreigna- menn, og þá tekjuhærri, á fjár- magnstekjur og stöndug fyrirtæki. Mörg fyrirtæki hafa blómstrað í góðærinu en greitt lítið til sam- neyslunnar. Hins vegar erum við mótfallnar þeirri skattlagningu sem felst í því að leggja skatt á nauð- þurftir. Matarskatturinn leggst þyngst á tekjulágar og bammargar fjölskyldur, það er óréttlátt. Það hefur fleira skolast til hjá þessum leiðarahöfundi en málflutn- ingur Kvennalistans en kannski er það þó óskhyggja sem ræður orðum hans þegar hann segir: „Yfírgnæf- andi meirihluti landsmanna skilur og veit að beint samband er á milli skattlagningar og samneyslu. Ríkisstjómin nýtur stuðnings þessa fólks." Þá er nú fyrst til að taka að í báðum skoðanakönnununum fer stuðningur við ríkisstjómina þverr- andi og meirihluti aðspurðra er andvígur henni. Andstaða við mat- arskattinn er þó miklu meiri eða 85%. Bamapúður og kvennapólitík Reyndar vefst nú samhengið í þessum leiðara líklega jafnmikið fyrir mér og samhengið í Kvenna- listanum vefst fyrir leiðarahöfundi en hann bendir þeim sem vilja skilja hið síðamefnda á „upplausnina á vinstri væng stjómmálanna þar sem eitt rekur sig á annars hom, án þess að t.d. fylgjendur Kvennalist- ans geri sér grein fyrir því að bamapúðrið í pólitík Kvennalistans er blautt". Án þess að vera með vangaveltur um það hvað vakti fyr- ir leiðarahöfundi með slíkri samlík- ingu, vil ég samt benda honum á að blautt bamapúður er hluti af daglegu lífi margra fylgjenda Kvennalistans en þó ekkert vanda- mál, því að fylgjendur hafa yfírleitt þurra bleiju innan handar til að bæta úr því. Enn verð ég að leiðrétta leiðara- höfund þegar hann segir „sam- kvæmt tali þingmanna Kvennalist- ans á Alþingi vilja þeir umfram allt draga úr samneyslu". Þetta er ekki rétt. Hins vegar er okkur ekki sama hvemig hún er íjármögnuð. Matarskattur er ekki bara órétt- lát aðgerð, hún er heimskuleg, líka í „alvörupóliík". Það eru til aðrar, réttlátari leiðir til skattheimtu til þess að íjármagna þá samneyslu og það velferðarþjóðfélag sem flest okkar vilja búa í og þær leiðir eru þeim kunnar sem fordómalaust hafa fylgst með málflutningi Kvennalistans. Óðul feðranna og framtíðin Ég hef varið hér nokkuð mörgum orðum til að elta ólar við karla Tímans vegna þeirra neikvæðu og lítilsvirðándi ummæla sem mér fínnst þeir hafa haft um Kvennalist- ans og þá um leið konur. Ég skil að þetta frelsisbrölt í konunum geri þá óstyrka, og knýi þá til að vemda óðul feðranna. Hins vegar bið ég þá að doka við og reiðast ekki þó að konur séu hættar ða hlýða körlum Tímans en sinni fremur kalli tímans. Réttindabarátta kvenna beinist ekki gegn körlum, hún leitar jafíi- framt að betra samfélagi fyrir okk- ur öll, konur, böm og karla. Höfundur er einn af alþingia- mönnum Kvennalistana. Fundur um upp- runa Stóradóms FÉLAG áhugamanna um réttar- sögu verður með fund i Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands, stofu 103, mánudaginn 15. febrúar nk. Á fundinum flytur Inga Huld Hákonardóttir blaða- maður og rithöfundur erindi sem hún nefnir Uppruni Stóradóms. í erindi sínu segir Inga Huld frá athugunum sínum á uppruna hins illræmda Stóradóms, sem var refsi- löggjöf um bameignir utan hjóna- bands, sett 1564, í kjölfar siðaskipt- anna hér á landi. Stóridómur var í gildi fram yfír aldamótin 1800 og voru þúsundir íslendinga sektaðir samkvæmt ákvæðum hans, íjöl- margir hýddir og hátt í hundrað líflátnir, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: Fram til þessa hefur því verið haldið fram að Stóri- dómur hafí fyrst og fremst orðið til fyrir tilstilli Dana, og hafi verið liður í því að treysta vald Danakonungs á Islandi og draga úr veldi kirkjunn- ar. Inga Huld reifar aðrar forsendur og leitar að fyrirmyndum að Stóra- dómi í eldri löggjöf, einkum Kristin- rétti Áma biskups Þorlákssonar (frá lokum 13. aldar) og danskri samtí- malöggjöf. Þá virðast hugmyndir siðaskiptamanna um kynlífið og hjónabandið ekki liggja þama langt að baki. Að loknu erindinu verður gert kaffíhlé og síðan verða almennar umræður. Fundurinn sem hefst kl. 20.30 er öllum opinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.