Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
19
Surtsey er nú hömrum girt að vestan, sunnan og austan. Morgunbiaðið/Sigurgeir
Frá norðurfjörum Surtseyjar.
enn betur. Hægt var að ganga á
nýja hrauninu væri þess gætt að
stansa ekki. Eitt sinn gleymdi Jó-
hann sér við myndatöku. Varð hon-
um þá mjög heitt á iljum og stökk
til vikurs. Sem betur fór voru það
fáein skref og málið bjargaðist með
því að fara úr skónum í snatri.
Ástand eldstöðvar var eins og sjá
má í bók Sigurðar Þórarinssonar
frá Almenna bókafélaginu, nóv-
ember 1964, myndir nú 42 og 43.
Ekkert hraun rann á yfirborði frá
gígnum, þó stöku sinnum sletti út
yfir gígbarmana og myndaði gjall-
hæð. Hins vegar kom hraunið í eins-
konar uppsprettum í brattri brún
sem var alls staðar þar sem hrau-
nið lá að sjó. Raunn hraunið þannig
í ótal smá lænum ofan í sjó og
snarkaði í þegar roðaglóðin lenti í
sjónum. Oft stigu upp fannhvítir
gufustrókar við þessar aðstæður.
Stundum kom hraunlæna eins
og rauð tunga út úr hraunstálinu
lárétt. Þegar tunga hafði náð vissri
lengd brotnaði hún vegna þyngdar
sinnar. Mynduðust þannig hraun-
hellur sem voru á ská og skjön.
Torleiði mikið. En fagrar voru þess-
ar hellur og flestar svipaðrar þykkt-
ar, þó stærðin væri annars dálítið
breytileg. Fegurst var hraunrenns-
lið að sjá utan frá sjó séð í rökkri
við brottför.
Ekki var mikið um lífverur í
eynni. Eitthvað af fuglum, mest
mávar. Smávegis af skordýrum og
kóngulóm en ógrynni af rekinni
ljósátu.
Á einum stað sá ég fljóta í sjón-
um græna gróðurflækju af land-
rænum uppruna. Gróðursetti ég
þetta. Rekið þang sást hér og þar,
en eitt var merkilegt, fjara með
hnöttóttum steinum sem höfðu
slípast þannig á stuttum líftíma
eyjar. Hafði ég áður haldið að ára-
tugi eða aldir þyrfti til að gera gijót
þannig.
Það dróst að báturinn kæmi að
sækja okkur. Kom okkur saman um
að fæðu hefðum við til einhverra
daga, væri hún skömmtuð sem sjó-
hröktum sæmir, en fljótlega myndi
drykkjarföng skorta. Vorum að
gantast með að skrifa í sandinn
risastöfum „vantar vatn“, en af því
varð ekki.
Báturinn kom. Gúmmíbát skotið
í land og stýrimaður kom. Sé miðað
við almennan yfirlýstan tilgang
jarðvistar, þá eigum við honum
mikið að þakka. Bátur var síðan
dreginn til skips með fyrsta farm.
Bátseigandi valtur á fótum hugðist
bæta lofti í gúmmíbátinn. Sprakk
hann þá með háum hvelli. Var þá
annað hvort að skilja okkur eftir
eða nota neyðarbát skipsins og var
það gjört. Stýrimaður var kominn
í land áður en skipseigandi sprengdi
bátinn, var nú reynt að láta björg-
unarbátinn reka til lands eftir bend-
ingum stýrimanns. Gekk það illa
og ekki bætti úr að skipsveijar vildu
láta okkur fara í bátinn þar sem
ólendandi var. Brimið sást ekki úr
skipinu, en alltof vel úr fjörunni.
Italimir vom komnir á sund utan
við brimgarðinn að freista þess að
ná lífbátnum. Heppnaðist það ekki
en fyrir einstætt lán komust ítalim-
ir í land. Hélt ég á tímabili að ég
yrði vitni að drukknun þeirra. Að
lokum tókst stýrimanni að fá skip-
tið fært nógu austarlega, vera úti
fyrir eystri brimgarðinum. Lífbát
rak mjög til vesturs en náðist þó á
ströndinni stuttu sem brimlaus var.
Stýrimaður breytti áætlun um fleiri
ferðir, því veður fór versnandi. Lét
alla fara í bátinn og toga í spott-
ann. Gekk nú allt vel og komust
allir heilu og höldnu í skipið'. En
þijú vora botnlög gúmmíbáts. Tvö
rifnuðu en það innsta hélt. Er ég
því hér og skrifa þetta.
Allt fór vel. En argur var stýri-
maður út í skipveija út af lítilli sjó-
mennskuhæfni þeirra. Sagðist hann
ganga mundu endanlega af bátnum
þegar í heimahöfn kæmi eftir helg-
ina^ en hún var í Reykjavík.
Aður en ég fór frá Eyjum gekk
ég út að Heimakletti. Skoðaði
Víkurskriðu þar. Bar efnið saman
við vikur í plastpoka sem ég tók
úr Surtsey. Sá ég engan mun á
efninu. Síðari frásagnir vísinda-
manna um skjóta móbergsmyndun
í Surtsey kom mér því ekki á óvart.
Háskólamenn yfirtóku eyna og
bönnuðu öðram borguram ferðir
þangað. Höfðu yfirvöld í vasanum.
eins og löngum fyrr og síðar. Hef
ég því ekki getað skoðað árangur
landgræðslustarfa minna í Surtsey.
Reynt þó að fylgjast vel með frétt-
um af sjálfuppgræðslu náttúrannar
þar. Stundum brosað en aldrei sagt
ferðasöguna alla fyrr en nú.
Höfundur er bóndi á Leirubakka
i Landsveit í Rangárvallasýslu.
<
00
Vehtmtlekk sem sttmtlast snúning
Áhugamenn um bíla og akstur kannast við Pirelli. Einn helsta framleiðanda hjólbarða
fyrir kappakstursbifreiðar í heiminum í dag.
Við framleiðslu fólks- og
vörubílahjólbarða slær Pirelli
hvergi af kröfunum. Pess vegna
velja menn Pirelli.
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
VETRARDEKK FRÁ PIRELLI í
EFTIRTÖLDUM STÆRÐUM:
FYRIR VORUBILA
1100x20 TH 20
1200 X 20 — " —
11 R.22.5 WT-10
12R.22.5 - — " —
13R.22.5 — " —
kr. 18.968,00
kr. 20.833,00
kr. 20.088,00
kr. 20.925,00
kr. 22.773,00
SÉRPÖNTUM EF ÓSKAÐ ER
\fiii h í
Suðurlandsívaut 16 Súro 91-691600