Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
25
Akranes:
Ákveðið að stofna fisk-
markað á Vesturlandi
GERT er ráð fyrir að fiskmark-
aður á Vesturlandi verði form-
lega stofnaður 14. febrúar nk.
og er »11 undirbúningsvinna nú
í fullum gangi.
Eins og komið hefur fram hér í
blaðinu áður er nú unnið að stofnun
fiskmarkaðar á Vesturlandi og eru
frumkvöðlar að því aðilar á Akra-
nesi. Á undanfömum dögum hafa
fleiri bæst í hópinn og meðal þeirra
aðilar hvaðanæva af Vesturlandi.
Áætlað er að afli verði boðinn upp
í gegnum fjarskiptamarkað eða
gólfmarkað, en það fer töluvert eft-
ir því hvað hluthafafundur ákveður.
Kerfið sem notað verður er tengt
gagnabanka sem býður upp á ýmsa
möguleika. í gagnabankanum er
dagleg gengisskráning sem og verð
og sölur annarra fiskmarkaða.
Einnig býður kerfíð upp á telex-
sendingar og notendur geta haft
samband sín á milli. Þá verður þjóð-
skráin einnig í bankanum og mun
það spara starfsfólki bæði tíma og
fýrirhöfn. Þá er þess ógetið að
gagnabankinn mun einnig verða
tengdur Fiskifélagi íslands, Fisk-
veiðisjóði og Skýrsluvélum ríkisins.
Starfsemi þessa fiskmarkaðar
verður fyrst og fremst hugsuð fyrir
Vesturland. Að sögn Viðars Magn-
ússonar eins af foiystumönnum
fyrir stofnun markaðarins er áhugi
manna á fyrir honum almennur.
Við leggjum mikla áherslu á að fá
sem flesta útgerðarmenn og físk-
verkendur á Vesturlandi sem hlut-
hafa sagði Viðar, og bætti við, að
það hlyti að vera hagur notenda
að geta fylgst betur með gangi
markaðarins og haft áhrif á ákvarð-
anir um söluþóknun. Viðar sagðist
sannfærður um að aðilar á Vestur-
landi geti rekið fiskmarkað jafn vel
og aðilar í öðrum landshlutum og
því væri það ánægjulegt að sjá þess-
ar góðu undirtektir. Við höfum
munnlegt loforð fyrir álitlegu hluta-
fé og við höfum ákveðið að boða
til stofnfundar í Hótel Borgamesi
sunnudaginn 14.febrúar nk. sagði
Viðar Magnússon að lokum.
- JG
íris Gústafsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir á Hársnyrtistofu írisar
sem opnaði nýlega i Hafnarstræti 16.
Ný hársnyrtí-
stofa í Hafn-
arstræti
OPNUÐ hefur verið ný hár-
snyrtistofa í Hafnarstræti 16 í
Reykjavík, Hársnyrtistofa
frisar.
Eigandi stofunnar er Iris Gúst-
afsdóttir en auk hennar starfar
þar Fanney Sigurgeirsdóttir.
Á stofunni er boðin öll almenn
hársnyrtiþjónusta fyrir dömur og
herra. Stofan er opin virka daga
kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl.
10.00-14.00.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hér er Leif Jacobsen að meta
pelsgæði minkanna í Litladal.
Blönduós:
Minkabændur
í starfsþjálfun
Blönduósi.
ALLA síðustu viku hefur verið hér
á norðurlandi vestra danskur
minkabóndi, Leif Jacobsen að
nafni, til að sýna minkabændum
á svæðinu réttu vinnubrögðin í
minkaræktinni. Eins og kunnugt
er byrjuðu rúmlega 30 bændur á
Norðurlandi vestra með mink i
vetur og sl. sumar var byggt yfir
dýrin.
Leif Jacobsen var meðal austur-
húnvetnskra minkabænda sl. þriðju-
dag og leiðbeindi þeim um umhirðu
og fóðrun minkanna. Það kom fram
hjá hinum danska minkabónda að það
er stutt á milli feigs og ófeigs í þess-
ari búgrein ef ekki er staðið rétt að
hlutunum. Ennfremur taldi Leif að
svo mikil fiölgun minka á einu ári
úr tiltölulega litlum stofni eins og nú
á sér stað, ieiddi til þess að minka-
stofninn yrði lakari. Það voru átta
bændur í Austur-Húnavatnssýslu,
sem byijuðu með mink í vetur og
komu þeir allir á þetta námskeið. Það
er ljóst að þekking í minkaræktinni
er enn lítil hér á landi en miklu skipt-
ir að öll umhirða dýranna sé reglu-
bundinn og skýrsluhald sé viðhaft frá
upphafi.
— Jón Sig.
Kr. 52.94B-
ATH.:
Ýmsar vörur lækka, aörar á óbreyttu
verði meðan birgðir endast.
OKKAR FRÁBÆRU GREIÐSLUKJÖR !
Útborgun aöeins 25°/<
o. Eftirstöövar
á allt að 12 mánuöum.
5% staögreiöslu afsláttur.
LÆKKUN
Viftur
s Frystisskápar
=r Þurrkarar
ÓBREYTT
ísskápar
Þvottavétar
Örbylgjuofnar
liURC
KREPIT
éfxfiMornr í pÍM
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022