Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
ÚTSALA
30-50%
afsláttur
gluggatjöld Suðurlandsbraut 6, Sími: 91 -8 32 15.
Minning:
Agúst Sturlaugs■
son frá Fjósum
Fæddur 14. maí 1899
Dáinn 1. febrúar 1988
I dag, 9. febrúar, verður til mold-
ar borinn Ágúst Sturlaugsson frá
Fjósum í Laxárdal, Dalasýslu. Hann
var fæddur að Öxl í Breiðuvíkur-
hreppi á Snæfellsnesi, þar sem for-
eldrar hans bjuggu þá, en fluttist
ungur með þeim inn í Dalasýslu. -
Foreldrar hans voru Ásta Lilja
Kristmannsdóttir frá Litla-Vatns-
homi og Sturlaugur Jóhannesson
frá Sauðhúsum. Ágúst var þriðji í
röð níu systkina. Kristmann var
elztur, síðan Jóhannes, þá Ágúst,
sem hér er kvaddur, Magnús, Sigur-
jón, Lilja og Áslaug, sem dó á öðru
ári. Nokkrum árum síðar fæddist
stúlka, Áslaug Friðmey. Yngstur
var Kristján. Þessi stóri systkina-
hópur er nú allur horfinn yfír móð-
una miklu. Var Ágúst síðastur að
kveðja.
Fyrir aldamót voru erfiðir tímar
hjá aiþýðufólki í Dalasýslu. Systkini
Ástu Lilju fluttu ásamt fleira fólki
vestur um haf og ungu hjónin, for-
eldrar Ágústs, voru um tíma að
hugsa um að fara þangað líka. Af
því varð þó ekki. Þau settu saman
bú og fljótlega komu bömin hvért
af öðm.
Gústi frændi, eins og við kölluð-
um hann alltaf, ólst upp við tak-
mörkuð efni hjá góðum, bókhneigð-
um foreldrum sem lásu húslestra
lengur en almennt tíðkaðist og ólu
böm sín upp við heiðarleika og sam-
vizkusemi. Upp úr fermingu fór
Gústi til sjós, fyrst með frænda
sínum Kristmanni, skipstjóra í
Stykkishólmi. Frá 17 ára aldri fór
hann á vertíðir til verstöðvanna á
Suðumesjum og gekk þá mest alla
leíðina með sjópokann sinn.
Þrautseigja hans var ótrúlega
mikil, enda mun ekki hafa veitt af
í þá daga. Við undruðumst sögur
hans, svo látlausar sem þær þó
voru. Ein þeirra greindi frá því er
18 ára unglingurinn kom að vestan
FRJALSI LIFEYRISSJÓÐURINN
HEFUR ÞU HUGSAÐ FYRIR ÞVI
HVERNIG F.TÁRHAGUR ÞINN VERÐUR
ÞEGAR ÞÚ LÆTUR AF STÖRFUM ?
Nú á tímum eru margir farnir að huga
að því hvort þeir muni geta haldið þeim
lífsgæðum sem þeir njóta í dag þegar að
því kemur að þeir láta af störfum.
Trúlega viltu ekki láta fjárhaginn
stoppa þig þegar þú loksins hefur tíma
til að njóta lífsins. Til þess að það gerist
ekki verður þú sjálfur að gera þínar
ráðstafanir, því enginn annar gerir það
nógu vel fyrir þig. Og eins og máltækið
segir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
FRJALSI
LÍFEYRISS JÓÐ-
URINN
Frjálsi Lífeyrissjóöurinn ávaxt-
ar iðgjöldin á öruggan og
arðbæran hátt og tryggir þér
góðar tekjur þegar þú lætur af
störfum. Frjálsi Lífeyrissjóður-
inn er hentugri leið til að
undirbúa sig betur undir
ævikvöldið enflestar aðrar
sparnaðarleiðir.
BYRJAÐU
STRAX!...
Ef þú byrjar snemma að
greiða í Frjálsa Lífeyrissjóðinn,
þá færð þú verulega mikið
hærri lífeyrisgreiðslur vegna
margföldunaráhrifa vaxta.
NJÓTTU ÞESS
SÍÐAR
Frjálsi Lífeyissjóðurinn er
séreignasjóður en ekki lána-
stofnun. Féð í sjóðnum helst
því alltaf óskert. Sérfræðingar
Fjárfestingarfélags íslands sjá
um að ávaxta það með kaup-
um á verðbréfum, sem bera
hæstu vexti á hverjum tíma.
Þannig er þér tryggður
hámarks lífeyrir miðað við
framlag þitt.
ALLIR GETA
VERIÐ MEÐ
Fáðu upplýsingar um fulla
aðild eða viðbótaraðild í
Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Því
fyrr sem þú gengur í sjóðinn,
því fyrr geturðu vænst þess
að fá hærri lífeyrisgreiðslur,
þegar þar að kemur.
FJÁRFESriNGARFÉlAGD
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566
Kringlunni 103 Reykjavik s: (91) 689700
Fjármál þín - sérgmn okkar
á leið í verið til Grindavíkur. Hann
veiktist af spönsku veikinni á leið-
inni, en áfram hélt hann þó veikur
væri. Hann stansaði eina til tvær
nætur á hvetjum áningarstað og
loks tókst honum að komast á sjó-
inn eftir að lungnabólgan var um
garð gengin.
Eftir nokkurra ára sjómennsku á
árabátum og skútum veiktist hann
af berklum og dvaldi nokkur ár á
berklahælum, lengst á Kristnesi í
Eyjafirði. Þar kom þolgæði Ágústs
aftur að góðu gagni og náði hann
fullri heilsu.
Þegar foreldrar hans fóru að eld-
ast hugsuðu þau Ágúst og systir
hans Lilja um bú foreldra sinna og
önnuðust þau af alúð árum saman.
Ásta Lilja lézt 77 ára gömul árið
1946 en Sturlaugur 79 ára árið
1952, bæði heim að Fjósum.
Fyrir 30 árum fluttust þau systk-
inin, Gústi og Lilja, til Reykjavíkur.
Þau bjuggu á Hraunteigi 15 og
héldu heimili saman uns Lilja dó
fyrir tæpum 10 árum. Lilja, sem
einnig hafði þurft að berjast við
berkla á æskuárum sínum, var
fremur heilsulítil en hugsaði um
heimilið meðan Gústi vann almenna
vinnu, lengst af hjá Reykjavíkur-
borg. Um helgar brá Gústi sér á
hestbak enda átti hann góða hesta
og hafði yndi af. Hann tók mikið
af ljósmyndum og tók margar góð-
ar myndir á gömlu kassavélina sína.
Hann las mikið af Ijóðum, sérstak-
lega ljóð Davíðs Stefánssonar, Stef-
áns frá Hvítadal og Jóhannesar úr
Kötlum. Jóhannes úr Kötlum var
Dalamaður, vel kunnugur þeim
systkinum og heimsótti þau oft.
Eftir að Lilja dó var Gústi oft
einn og einmana. Hann varð því
feginn er hann fékk inni á Hrafn-
istu í Reykjavík. Þar var hann í
sínu hverfi og gat framan af geng-
ið heim í íbúð sína á Hraunteignum.
Hugurinn var þó oft vestur í Dölum.
Gústi var mjög bamgóður og
hændust böm okkar að honum.
Eftir að bróðir hans Kristján dó
1974, gegndi Gústi hlutverki afans
í fjölskyldu okkar. Hann vann oft
í Teigahverfínu síðari ár starfsævi
sinnar og fylgdi honum þá oft hóp-
ur ungra bama sem kölluðu hann
afa. Hlýlegt og rólegt fas hans,
fullkomlega æðmlaust hlaut að laða
að honum böm. Gústi var veitandi
alla sína ævi. Hann kom ávallt
færandi hendi og tók vel á móti
gestum. Aldrei kvartaði hann né
bað um neitt sér til handa. Hann
var þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert. Við viljum flytja
þakkir öllu því góða starfsfólki á
Hrafnistu í Reykjavík sem annaðist
hann af alúð og hlýju eftir að fjör
hans tók að þverra síðustu árin.
Nú þegar hann er horfinn finnst
okkur að heilum kafla úr íslands-
sögunni sé lokið. Þessi heilsteypti,
látlausi alþýðumaður var góður full-
trúi kynslóðar sem ólst upp við kjör
sem okkur virðast að sumu leyti
hafa verið ótrúlega hörð. Af þessum
kjömm mótaðist þrautseigja hans,
en jafnframt æðraleysið og mann-
gæzkan, sem við nutum ríkulega.
Blessuð sé minningin um Gústa
frænda. Hvíli hann í friði við hlið
Lilju systur sinnar.
Sigurlaug Kristjánsdóttir,
Ingólfur S. Sveinsson.