Morgunblaðið - 09.02.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
45
Leikandi létt-
ar saumakonur
Hvolsvöllur:
Selfossi.
HÚSFYLLIR hefur vérið á hverri
sýningu hjá Leikfélagi Rangæ-
inga og greinilegt að fólk kann
vel að meta uppfærslu félagsins
á Saumastofunni, eftir Kjartan
Ragnarsson. Sýningar fara fram
í aflagðri saumastofu, Sunnu, á
Hvolsvelli sem leikfélagið fékk til
afnota. Leikfélagið varð nýlega
10 ára og er Saumastofan sett
upp í tilefni þess.
Það eina sem minnir gesti á að
þeir eru staddir í leikhúsi en ekki í
þann mund að verða vitni að nætur-
vinnu nokkurra saumakvenna eru
áhorfendastólamir. Sex saumavélar
eru á gólfínu og það sem ber fyrir
augu er ósköp venjuleg og hvers-
dagsleg saumastofa, hvergi er ljós-
kastara að sjá. Starfsfólk saumastof-
unnar stimplar sig inn og síðan hefst
venjulegur vinnudagur, með mánu-
degi í sumum og nöldri í öðrum.
Ahorfendur eru vel með á nótun-
um á leiksýningunum og margir fara
heim með stórar upphrópanir á vör
um frábæra sýningu og sérlega
skemmtilegt kvöld. Þessi upplifun
kemur ekki síst til af því að auðséð
er að leikaramir hafa sérlega gaman
af því að leika og virðast skemmta
sér konunglega þessa stund sem tek-
ur að flytja verkið.
Ingunni Jensdóttur tekst mjög vel
upp og það fer vel á því að hafa
umgjörðina hversdagslega og grófa
því verði einhveijum á í messunni
er slíkt ekki áberandi. Leikurinn
gengur vel og hvergi eru hnökrar.
Tveir hljóðfæraleikarar annast undir-
leik, á gítar og hljómborð. Ingunn
er vön leikstjóm hjá áhugaleikfélög-
um, hefur sett á svið um 20 leikverk
með þeim. Hún er nú búsett á Hvols-
velli og er strax þátttakandi í leiklist-
arlífínu í Rangárvallasýslu, setti upp
leikritið Jóa með Ungmennafélaginu
Þórsmörk í Fljótshiíð.
Flestir leikaranna koma fram í
fyrsta sinn og á þeim er ekkert hik
og tekst vel í einsöngsatriðum og
túlkun á saumakonunum og aðstæð-
um þeirra. Söngurinn er kraftmikill
og sannfærandi og ekkert hik að
fínna enda er á ferðinni fólk sem er
vant að taka til hendinni og þá er
sama hvað er, það skal ganga sem
gengið er að.
Leikfélag Rangæinga er 10 ára
og Saumastofan sett upp af því til-
efni. Þessi uppfærsla er viðburður
fyrir leiklistarunnendur á Suðurlandi
að því leyti að þettá er fyrsta upp-
færsla áhugaleikfélaga á árinu en
sjálfsagt eiga fleiri eftir að fylgja í
kjölfarið.
Nokkrar sýningar em eftir en for-
svarsmenn leikfélagsins lofuðu auka-
sýningum ef aðsókn yrði mikil. Til
þess að drýgja tekjur félagsins hafa
leikaramir komið fram með einstök
meiri háttar
OSH-
TILBOÐ
stendur tíl 12. febrúar
á ca. 450 g stykkjum af brauðostinum góða.
Verð áður:
kr. 503/kílóið
Tilboðsverð:
kr.39
kílóið
Rúmlega 20% lækkun!
■ ■— I ■ IT
____
atriði á skemmtikvöldum og þorra-
blótum í Rangárvallasýslu og gert
lukku. — Sig.Jóns.
Leikuruxn og leikstjóra vel fagn-
að í lok sýningar.
Morgunblaðið/Sijrurður Jðnsson.
Öll heimilistækin
í glæsilegu mjúku línunni
Blomberg
Vestu r-þýskt
gæðamerki
\
\
Einar Farestveit&Co.hf.
■onoARTUN aa. símari (•«) «•••» oo unoo - n»o