Morgunblaðið - 09.02.1988, Side 48

Morgunblaðið - 09.02.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HENRY BRANDON Síðasta ár Reagans Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu RONALD Reagan Bandaríkjaforseti gegnir enn ráðandi hlut- verki á vettvangi alþjóðastjórnmála og enn hefur hann mótandi áhrif á gang mála í Bandaríkjunum. Þetta er að sönnu óvenju- legt því vaninn er sá að áhrif forseta Bandaríkjanna dvini mjög siðasta ár þeirra í embætti. Hefur stundum verið haft á orði að forsetinn sé líkastur „lamaðri önd“ þegar hilla tekur undir lok embættisferils hans. Raunar var Reagan gefin þessi nafngift fyrir nokkrum mánuðum en staða hans hefur breyst allsnarlega og teikn eru á lofti um að hann geti koiiiið ýmsu í verk á þeim mánuðum sem hann á eftir á forsetastóli. Það er með ólíkindum hvemig Reagan hefur tekist að standa af sér þá orrahríð sem á honum dundi er uppvíst varð um leynilega vopnasölu til klerka- stjómarinnar í Iran. Þá fékk for- setinn einnig að heyra það þegar hlutabréf hröpuðu skyndilega í verði á fjármálamarkaðinum í Wall Street og margir þóttust sjá merki um að efnahagskreppa væri ekki langt undan. Vissulega dvínaði það traust sem almenn- ingur bar til forsetans sökum þessa en hann er engu að síður enn í miklum metum meðal þjóð- arinnar. Pólitfskur styrkur hans er enn mikill enda hefur enginn þeirra manna sem gefíð hafa kost á sér í forkosningum Repúblík- anaflokksins vegna forsetakosn- inganna f haust árætt að bjóða fram stefnu sem gengur þvert á grundvallarsjónarmið Reagans. Og þrátt fyrir allt íjölmiðlafárið vegna forkosninganna fylgist al- menningur frekar með orðum og athæfí forsetans en þeirra manna sem telja sig verðuga eftirmenn hans. Afvopnunarsáttmálinn Samningurinn um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjam- orkuflauga, sem þeir Reagan og Míkhafl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi undirrituðu í Washington í desember, hefur orðið til þess að treysta stöðu Reagans. Allt bend- ir til að mikiil meirihluti banda- rísku þjóðarinnar sé hlynntur samningnum og það er yfír allan vafa hafíð að hann hefur orðið til þess að auka tiltrú manna á hæfí- leikum Reagans. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur nú fengið samninginn til um^öllunar en lög- um samkvæmt þurfa þingmenn deildarinnar að leggja blessun sína yfír hann eigi hann að öðlast gildi. í umræðum þessum mun mikið mæða á George Shultz ut- anríkisráðherra og FVank Carlucci vamarmálaráðherra auk þeirra manna sem sitja í herráði Banda- ríkjanna. Staða Reagans og stjómar hans hefur einnig styrkst sökum þess að innan stjómarinnar er nú ekki lengur að fínna öfgafulla íhaldsmenn. Caspar Weinbergér sagði sem kunnugt er af sér emb- ætti vamarmálaráðherra og ein- hugur er nú ríkjandi innan stjóm- arinnar. Þannig gengur þeim Shultz og Carlucci sérlega vel að starfa saman. Ef til vill má segja að það sé kaldhæðnisleg stað- reynd að stjóm Reagans, sem hefur verið sérlega gagmýnin á stjómarhætti kommúnista og hef- ur staðið fyrir mestu vígvæðingu sem þekkst hefur á friðartímum, hvetur nú þingmenn tii að sam- þykkja afvopnunarsáttmálann við Sovétstjómina sem er að sönnu róttækasta skref sem stigið hefur verið í átt til afvopnunar. Bindur vonir við Moskvu-f undinn Efasemdir hafa komið fram um gildi sáttmálans en svo virðist sem hann hljóti staðfestingu öldunga- deildarinnar þó vissulega sé hugs- anlegt að þingmenn freisti þess að gera á honum breytingar. Einn hættulegasti andstæðingur stjómarinnar i þessu máli er Henry Kissinger, fyrrum utanrík- isráðherra. Kissinger telur í mjög einfölduðu máli að samningurinn þjóni ekki öryggishagsmunum Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Paul Nitze, einn helsti ráðgjafí Reagans á sviði afvopnunarmála, er öskuillur vegna afskipta Kissin- gers og fer ekki dult með það. Kissinger hefur á hinn bóginn hvatt til þess að samingurinn verði staðfestur í öldungadeildinni því hann telur að það kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Atl- antshafsbandalagið fári ekki svo. Deila þessara manna er ekki síður athyglisverð í ljósi þess að það var Nitze sem lagðist gegn því að SALT-II samningurinn um tak- markanir langdrægra kjamorku- vopna yrði staðfestur á sínum tíma en Kissinger bar hitann og þungann af gerð hans. Hápunkturinn á ferli Reagans um árangri í þessum viðræðum en sérfræðingar virðast almennt vantrúaðir á að unnt verði að leysa ýmiss tæknileg ágreiningsefni. Verndarlög- og tollmúrar Þótt athyglin beinist eðlilega að staðfestingu öldungardeildar- innar á afvopnunarsáttmálanum mun Reagan vafalítið lenda í deil- um við þingheim vegna fyrir- hugaðrar lagasetningar um vemdartolla og aðrar aðgerðir til að hefta innflutning og styrkja stöðu bandarískra iðnfyrirtaekja. Margir þingmenn vilja ólmir koma þessu máli í gegn því þeir telja að það muni mælast vel fyrir hjá almenningi og þar með auka vin- sældir þeirra. I stefnuræðu sinni varaði Reagan sérstaklega við þessum hugmyndum. Frumvarp þessa efnis liggur þegar fyrir full- trúadeildinni tii umQöllunar og hefur Richard Gebhardt, forseta- frambjóðandi Demókrataflokks- ins, lagt til að gripið verði til refís- aðgerða gegn tilteknum ríkjum; Japan, Suður-Kóreu,_ Taiwan, Vestur-Þýskalandi og Ítalíu, grípi þau ekki til aðgerða til að draga úr viðskiptahalla Bandaríkja- manna gagnvart þeim. Hefur þessi tiilaga orðið til að treysta nokkuð stöðu Gephardts í barátt- unni um að verða útnefndur for- setaefni Demókrataflokksins. Reagan hefur hins vegar hótáð að beita neitunarvaldi verði vemd- arlög samþykkt. Þingmenn standa því frammi fyrir þeim vanda að setja saman frumvarp, sem ekki gengur of langt, þannig að forsetinn geti hugsanlega fellt sig við það. Hins vegar verður Reagan Bandaríkjaforseti flytur stefnuræðu sína 25. janúar síðastliðinn. Forsetinn hafði meðferðis skjalabunka sem geymdi breytingartillögur þingsins við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar en hann taldi afgreiðslu fjárlaga með öllu óviðunandi. verður án nokkurs vafa fyrir- huguð ferð hans til Moskvu síðar á þessu ári. Sú ferð verður án nokkurs vafa „heimsins mesta hátíð" eins og auglýst. var í heimabæ mínum þegar fyölleika- fiokkur Baileys nokkurs sótti okk- ur heim hér á árum áður. í stefnuræðunni sem Reagan flutti á dögunum virtist hann bjartsýnn um að þeim Gorbatsjov tækist að ná árangri í viðræðum um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna og kom það nokk- uð á óvart. Sagt er að Reagan beiti embættismenn nú nokkrum þrýstingi til að ná fram einhveij- ekki séð hvernig þingmenn eiga að ná sáttum um þetta og ráða þar mestu hagsmunir þeirra ríkja og fulltrúa þeirra á þingi sem mest eiga undir því að slík lög verði sett. Enn er því með öllu ógerlegt að segja til um hvort fmmvarp um vemdarlög verður tagt fyrir þingið en ljóst er að Reagan hyggst hvergi gefa eftir þótt valdaskeið hans renni brátt á enda. Höfundur var um 30 ára skeið fréttaritari Lundúnablaðsins Sunday Times í Washington en ritar nú greinar um bandarísk stjórnmál. Flugleiðamót Bridsfélags Reykjavíkur 1987—1988 A-RIÐILL: [l 2 3 4 5 6 7 8 1. Jón Þorvarðarson 14 23 8 12 10 67 2. Delta 16 24 25 15 24 104 3. EstherJakobsdóttir 7 6 13 5 7 38 4. Bragi Hauksson 22 5 4 4 13 48 5. Flugleiðif 18 25 16 14 21 94 6. Samvinnuf.-Landsýn 17 25 14 13 21 90 7. Verðbr.m. Iðnaðarb. 15 25 17 16 17 90 8. GuðmundurSveinss. 20 6 23 9 9 67 B-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. EiríkurHjaltason 17 12 11 15 17 72 2. Bragi Erlendsson 13 18 11 11 8 61 3. Georg Sverrisson 18 12 18 10 19 77 4. Pólaris 19 19 25 25 22 110 5. HallgrímurHallgr. 15 0 7 6 6 34 6. Björn Theódórsson 12 3 23 4 1 43 7. Atlantik 19 20 8 24 25 96 8. Fataland 13 22 11 24 25 95 C-RIÐILL: I 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Magnús Eymundss. 13 13 10 8 18 62 2. KristóferMagnúss. 17 25 21 10 25 98 3. Snæbjörn Friðrikss. 17 5 16 15 16 69 4. RagnarJónsson 20 9 3 25 5 62 5. Jón Páll Sigurjónss. 22 25 17 8 24 96 6. LúðvíkWdowiak 14 4 13 6 13 50 7. ÞorlákurJónsson 20 15 25 22 24 106 8. Guðm. Þóroddss. 12 5 14 6 17 54 ________Brids___________ Arnór Ragnarsson • Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmótinu í sveitakeppni 1988 lauk með sigri sveitar Krist- jáns Guðjónssonar, eftir æsispenn- andi úrslitaleik þeirrar sveitar við sveit Hellusteypunnar. Sú síðar- nefnda hafði 31 impa (stig) til góða í hálfleik, en Kristjáns-menn sneru við blaðinu í seinni hálfleik og unnu leikinn 17:13. Með Kristjáni eru í sveitinni: Hilmar Jakobsson, Jón Sverrisson, Dísa Pétursdóttir (móð- ir Kristjáns) og Soffía Guðmunds- dóttir. Lokastaða efstu sveita: Sveit Kristjáns Guðjónssonar 249 Sveit Hellusteypunnar 239 Sveit Grettis Frímannssonar 235 Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 230 Sveit Gunnlaugs Guðmundss. 207 Sveit Sveinbjöms Jónssonar 195 Sveit Gylfa Pálssonar 201 Sveit Gunnars Berg 190 Keppnisstjóri félagsins er Albert Sigurðsson. Næsta keppni félagsins er Haf- spils-mótið, Akureyrarmót í tví- menningi. Spilað er eftir barómeter-fyrirkomulagi með tölvuútreikningi Margrétar Þórð- ardóttur. Morgunblaðið/Ámi Helgason Krístmann Jónsson við nýja veghefilinn sem ætti að geta leyst verk- efni á mun skemmrí tíma en sá eldri. Stykkishólmur: Nýr veghefill hefur verið tekinn í notkun Stykkishólmi. VEGAGERÐ ríkisins hér i Stykk- ishólmi hefir nú nýveríð tekið í notkun stóran og ágætan veg- hefil. Er hann búinn fjölplóg til snjómoksturs og er fyrst og fremst ætlaður til að hreinsa fjallvegina yfir Kerlingarskarð og svo til að hefla þjóðvegina á þessu svæði. Hefillinn er Cater- pillar 140 G og tekur nú við af gömlum og slitnum hefli, sem er nú búinn að þjóna sínum tilgangi. Kristmann Jónsson, veghefíls- stjóri, sýndi fréttamanni veghefílinn þar sem hann var að búa sig með hann í JQallvegina og hafði notað hann í nokkra daga. Kristmann sagði að það væri geysimikill mun- ur á þessum og þeim gamla, enda héldi tæknin áfram að eflast og aukast. Þessi hefíll ætti eftir að gera mikið gagn og væri það ekki ofmælt að hann gæti jafnvel komið til með að vinna á við tvo, eða leysa verkefni sem gamli hefillinn hefði þurft tvo tíma til, á einum tíma. Kristmann er nú eini starfsmaður vegagerðarinnar hér í Stykkishólmi og sér um Stykkishólm og ná- grenni. Svæðisstjóri er svo í Ól- afsvík en aðalstöðvar hér á Vesturl- andi eru svo í Borgamesi. „Þetta er geysimunur," sagði Kristmann, „maður fínnur það strax, og öryggið er meira, því þau veður koma að maður verður að geta treyst verkfærinu, sérstaklega þegar maður er á fjallvegum og langt frá byggð.“ Vegagerðin hér í Stykkishólmi á húsnæði þar sem verkfæri eru geymd og dyttað er að þeim ef þau þurfa ekki mikillar lagfæringar við. — Arni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.