Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Stórafjalli, Borgarhreppi, Mýrasýslu, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 31. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls hennar. Sigurður Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Tómas Einarsson, Guðlaug Jónsdóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Óskar Guðmundsson, Unnur Einarsdóttir, Guðmundur Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSON, Maríubakka 8, lést í Brompton-sjúkrahúsinu i London að morgni 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður f Lágafellskirkjugaröi. Jóhanna Haraldsdóttir, Gunnlaugur Valtýsson, Helga Haraldsdóttir, Jón Sveinsson, Ásgerður Haraldsdóttir, Birgir Sigurðsson, Kristín Haraldsdóttir, Birgir Þór Sigurbjörnsson, Gísli Haraldsson, Bergdís Guðnadóttir, Sœvar Haraldsson, Aðalheiður Steinadóttir, Haraldur Vilberg Haraldsson, Hrönn Sigurðardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, GÍSLÍNA HARALDSDÓTTIR frá Neskaupstað, Skipasundi 51, Reykjavik, lést á Landspítalanum að kvöldi föstudagsins 5. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Eyþór Einarsson, Gylfi Einarsson. t Sonur minn, bróðir okkar, faöir, tengdafaðir og afi, STURLA SVANSSON, Langholtsvegi 164, Reykjavik, andaðist á heimili sínu 4. febrúar. F.h. aðstandenda, Unnur Sturludóttir, Ottó Sturluson, Magnea Sturludóttir, Þorvaldur Jón Kristján Sturluson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS KATRÍN EINARSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Isafjarðar sunnudaginn 7. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Kr. Jónsson, Sigríður Aðalsteins, Anna Jónsdóttir, Lúðvík Kjartansson, Elisabet Jónsdóttir, Sveinn H. Valdimarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, VIÐAR PÉTURSSON, lést á Borgarspítalanum 8. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Borgarspítalann. Ellen, Véný, Vatnar og Örn. t Systir okkar, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Sólvangi, Hafnarfirði aðfaranótt 8. febrúar. Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson. t SESSEUA KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seli í Ásahreppi, lést 28. janúar 1988. Jarðarförin hefur farið fram. Systkini hinnar látnu. Dóra Björg Theodórs- dóttir — Minning Fædd 5. mars 1949 Dáin 31. janúar 1988 \ Við lát mágkonu minnar vil ég minnast hennar nokkrum orðum. Leiðir okkar hafa legið saman í nærfellt aldarfjórðung enda þótt við værum ekki alltaf í nábýli hvor við aðra. Ævi hennar varð ekki löng en í minningunni verður hún lýs- andi dæmi um hetjulega baráttu fyrir því að fá að lifa lífinu með reisn og sínum nánustu. Örlög hennar urðu þau að vera slegin til jarðar á besta aldri af sjúkdómi sem ekki varð ráðin bót á. Dóra fæddist í Reykjavík 5. mars 1949. Hún var næstyngst af fjórum börnum hjónanna Rögnu Jónsdótt- ur og Theodórs Jóhannessonar verslunarmanns. Heimili þeirra hef- ur staðið í Reykjavík, en þau eiga, eins og flestir borgarbúar, ættir að rekja til landsbyggðarinnar. Faðir Rögnu var Jón Kristófersson, lengst starfsmaður Landhelgisgæslunnar, ættaður frá Brekkuvelli á Barða- strönd og móðir hennar, Guðbjörg Káradóttir, var frá Stokkseyri. Guð- björg og Jón stunduðu bama- kennslu á Tálknafirði á árunum 1918—1923 en fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Foreldrar Theodórs voru Jóhannes Jónsson trésmiður í Reykjavík, ætt- aður frá Narfastöðum í Borgarfírði og fyrri kona hans, Helga Vigfús- dóttir frá Sólheimum í Mýrdal. Bræður Dóm eru Björn við- skiptafræðingur búsettur í Garðabæ, giftur Valgerði Kristjóns- dóttur og Jón fulltrúi í New York, hans eiginkona er Anne Höst- Madsen, dönsk að ætt. Yngst er systirin Helga, viðskiptafræðingur, búsett á Seltjamamesi, hennar eig- inmaður er Om Friðrik Georgsson. í glöðum hópi systkina sinna á for- eldraheimilinu átti Dóra sín bemsku- og æskuár og þaðan hleypti hún heimdraganum eftir að hafa Iokið gagnfræðaprófi frá Vogaskóla í Reykjavík árið 1965. Leið hennar lá til Danmerkur þar sem hún var um tíma við nám og störf en árið 1967 fór hún til starfa hjá Loftleiðum hf. í fyrstu var hún við skrifstofustörf en síðan flug- freyja til ársins 1973 er hún flutti af landi brott. Með unnusta sínum, Pétri Ólafssyni, viðskiptafræðingi í Reykjavík, eignaðist Dóra dóttur þann 24. júlí 1969. Leiðir þeirra Péturs skildu síðar en Kristín, dótt- ir þeirra, * fylgdi móður sinni. Á gamlársdag 1972 giftist Dóra svo Bimi Ingasyni flugvélstjóra sem þá var starfsmaður Cargolux og áttu þau heimili sitt í Lúxemborg næsta áratuginn. Dóttir þeirra er Helga fædd 11. desember 1973. Heimili Dóm og Bjöms í Luxemborg var fallegt og þangað var gott að koma. Hann var vegna starfa sinna oft langdvölum að heiman en Dóra helgaði dætmnum tveimur tíma sinn og alúð alla. Hún var gestrisin og höfðingi heim að sækja, vinir og vandamenn vom tíðir gestir og frá þessum ámm eiga margir góðar minningar um glaðar stundir á heimili hennar. Á þessu tímabili var nokkur hópur íslendinga starfandi í Lúxemborg og af því tilefni stund- um talað um „íslensku nýlenduna" þar. í hópnum var náið samfélag og eignaðist Dóra þar góða vini. Hún hafði frá fyrstu tíð áhuga á hannyrðum ýmsum og þama úti gafst henni tóm til að sinna því hugðarefni. Hún prýddi heimili sitt og saumaði og pijónaði á fjölskyld- una. Til þess hefur verið tekið hversu fær hún var í pijónaskap og flíkur sem hún vann, jafnt smæstu bamaföt sem yfirhafnir fullprðinna, vom mjög vel gerðar. Árið 1979 tók að bera á van- heilsu hjá Dóm og í ársbyrjun 1982 var úrskurðað að sá heilsubrestur væri heila- og mænusigg sem í daglegu tali er kallað MS (multiple sclerosis). Mál skipuðust svo að það sumar fluttist flölskyldan heim til íslands. Ári síðar slitu þau Dóra og Bjöm Samvistir. Eftir heimkomuna frá Lúxem- borg hófst óslitin þrautaganga af völdum sjúkleikans. Barátta Dóm fyrir því að halda heilsu, ná að uppfylla skyldur sínar við uppeldi dætranna og sinna daglegum þörf- um fjölskyldunnar var ströng og með köflum átakamikil. Baráttuvilji hennar, trú á bata og von um lyf, sem gætu læknað, var óbugandi fram undir það síðasta. En hún mátti gefa eftir stig af stigi á öllum sviðum, því við ofurefli var að etja, hennar sjúkdómstilfelli reyndist óvenju óvægið. Dóra dvaldi á sjúkrastofnunum frá ársbyijun 1984, um skeið á Reykjalundi en lengst á taugalækningadeild Land- spítalans við ágæta umönnun starfsfólks. Þar lést hún 31. janúar 1988. * í sjúkdómsstríðinu vom foreldrar Dóm hennar' stoð og stytta og hún naut umönnunar sinna nánustu aðstandenda eftir því sem unnt var að koma því við. Segja má að síðustu tvö árin hafi móðir hennar ekki vikið frá sjúkrabeði dóttur sinnar og vakað yfir hveiju atriði sem gæti gert líðan hennar bæri- legri. Eftir skilnað foreldranna fór Helga, yngri dóttir Dóm, til Sveins Ingasonar, föðurbróður síns og konu hans, Hugrúnar Þórðardóttur. Hjá þeim hefur hún átt heimili síðastliðin ijögur ár. Fjölskyldan býr í Kópavogi og stundar Helga nám í 8. bekk gmnnskóla þar. Kristín, eldri dóttirin, dvaldist áfram með móður sinni en þegar veikindin ágerðust fór hún í fyrstu til móðurforeldra sinna en frá haustinu 1984 hefur hún átt heim- ili hjá Bimi, móðurbróður sínum og undirritaðri. Kristín er nemandi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Við andlát ástvinar leitar sorgin og söknuðurinn á hugi þeirra sem eftir lifa. En Dóra Theodórsdóttir, sem átti gleðina að fömnaut og miðlaði öðmm af henni til hinstu stundar, mun einskis óska frekar af sínum nánustu en þeir að leiðar- lokum sættist við að hún, örþreytt, fékk hvíld. Hún mun vilja að sá tími verði okkur ofar í huga þegar allt lék í lyndi og lífíð blasti við henni og dætmm hennar. Tími sjúkdóms og þjáninga er einungis reynslutími sem lærdóm ber að draga af en ekki dvelja við. Valgerður Kristjónsdóttir Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla erþínhjáLambsinsstól. (H.P.) Eftir langt og erfítt sjúk- dómsstríð.hefur hún Dóra vinkona fengið hvfld. Ég trúi að nú líði henni vel, þar sem hún gengur um í sæludal. Við Dóra höfum fylgst að frá því í bamaskóla. Við vomm alltaf í sama bekk í Vogaskóla. Frá þeim ámm er margs að minnast. Ungl- ingsárin upplifðum við saman, þá var nú oft gaman og glatt á hjalla. Dóra var elskuleg og glaðvær í viðmóti og hafði næmt auga fyrir því sem jákvætt var. Eftir gagnfræðapróf réðst hún til starfa hjá Loftleiðum, fyrst hjá flugfrakt og síðan sem flugfreyja. Hún átti gott með að umgangast fólk og tungumái átti hún auðvelt með að læra. Hún hafði unun af að ferðast og kom til margra landa, svo flugfreyjustarfið féll henni vel. Dóra var alltaf smekkleg og vel til höfð og hélt því áfram, þó veik- indin settu henni takmörk. En þá naut hún góðrar aðstoðar annarra við það. Dóra trúlofaðist Pétri Ólafssyni og eignuðust þau saman eina dótt- ir. Hún heitir Kristín, fædd 24. júlí 1969. Leiðir þeirra Péturs og Dóm skildu. 9 i 31. desember 1972 giftist Dóra Bimi Ingasyni og fluttu þau til Luxemborgar. Þar áttu þau heimili í 10 ár. Þau áttu eina dóttur sam- an, Helgu, fædda 11. desember 1973. Dóra og Bjöm skildu árið 1984. Dóm líkaði vel í Luxemborg og átti þar góða vini. En árið 1981 fór Dóra að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hana _að velli. Þau fluttu því heim til íslands í júlí 1982. Hún saknaði Luxemborgar og langaði þangað aftur. Henni tókst að fara þangað í heimsókn einu sinni. Sú ferð var farin með bjartsýni og kjark í nestinu, því þá gat Dóra vart gengið óstudd. En ferðin gekk vel og veitti henni mikla ánægju, enda vel tekið á móti henni. Hún var svo bjartsýn og trúði á það, að Iækning fyndist, því fylgd- ist hún vel með öllu nýju, sém fram kom um MS-sjúkdóminn. Ég dáðist að þreki hennar og þrautseigju, þó sífellt hallaði undan fæti. Hún tók sínu hlutskipti með reisn og hugpiýði, og það var ein- stakt, hve hún gat verið brosmild þrátt fyrir allt. Undanfarin ár hefur Dóra dvalist á sjúkrahúsi, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Síðast, þegar ég kom til Dóm mátti hún ekki lengur mæla, en brosið hennar ljóm- aði á móti mér, eins og alltaf. Þetta er búinn að vera mikill reynslutími fyrir Dóm og fjölskyldu hennar og aðdáunarvert hve samstillt fjöl- skyldan var við að létta henni þessi ár. Dætumar ungu hafa átt erfíð ár á viðkvæmu aldursskeiði, en þær hafa notið elsku fjölskyldna sinna og em góðar og vel gerðar stúlkur, sem á eftir að famast vel. Kristín býr hjá Bimi móðurbróð- ur sínum og konu hans Valgerði Kristjónsdóttur. Helga býr hjá föð- urbróður sínum, Sveini, og Hug- rúnu Þórðardóttur konu hans. Þau hafa öll reynst Dóm og telpunum hennar vel og var það Dóm mikil huggun, að vita að þær fengu gott atlæti, þegar krafta hennar þvarr. Dóra átti tvö önnur systkini, Jón og Helgu, og var kært með þeim öllum. Foreldrar hennar, Ragna og Theódór hafa verið vakandi yfir velferð hennar og lagt alla þá ástúð og umhyggju af mörkum, sem í mannlegu valdi stóð. Nú þegar er- fiðri þraut er lokið, virðist allt svo tómt um stund. En hún Dóra okkar var orðin hvfldar þurfi og vonandi mildar tíminn söknuðinn. Við eigum öll góðar minningar um elskulega unga konu, sem við getum geymt með okkur. Ég votta íjölskyldu Dóm innilega samúð mína. Dóm mína kveð ég að sinni og þakka henni góða sam- fylgd. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífúm andarfriði ætíðsællifðunú. (H.P.) Vigdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.