Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
54
__
fólk í
fréttum
Reuter
Tina Turner, sem eitt sinn var bara Annie May Bollock, segist
hafa fengið nóg af sálgreiningu blaðamanna.
POPPSTJ ÖRNUR
Tina Turner hætt
á flakkinu
Bandaríska rokkstjaman Tina
Tumer hefur nú ákveðið að
snúa baki við tónleikahaldi og
flakki um heimsbyggðina og helga
sig kvikmyndaleik.
Þessu lýsti hún yfír á blaða-
mannafundi í síðustu viku og
bætti því við að hún myndi halda
áfram að taka upp tónlist og gera
viðeigandi myndbönd þó svo hún
væri uppgefin á baðamannfund-
um og tónleikaflakki. Hún lýsti
og þeirri skoðun sinni að konu á
hennar aldri (hún er 48 ára) væri
ómögulegt að gera hvort tveggja,
gera kvikmyndir og ferðast um
með hljómsveit.
Tina er nú í Ástralíu og það
lýkur heimsreisu hennar, en í
þeirri reisu hefur hún komið fram
fyrir 1,7 milljónir manna á einu
ári. Stærstu tónleikamir ferðinni
vom 180.000 manna tónleikar í
Rio de Janeiro, en ekki hefur ein
fwppstjama áður haldið tónleika
fyrir svo marga í einu. Hún
klykkti út með því að hún væri
búin að segja nóg á blaðamanna-
fundum, enda væru slíkir fundir
á við að leggjast á bekkinn hjá
sálfræðingi.
HIMNESK FISKRÆKT
Af risasteinbítmim
pla buk
Rudolf Nureyev
HEIMKOMA
Nureyev snýr
aftur
Þegar Rudolf Nureyev strauk
frá Kirov dansflokkinum sov-
éska og leitaði hælis í Frakklandi
fyrir 26 ámm, var hann fremsti
ballettdansari sinnar kynslóðar.
í síðustu viku kom hann til
Moskvu í fyrsta sinn á þessum 26
ámm, á leið að heimsækja sjúka
móður sína í sunnanverðum Ural-
Qöllum. Við komuna lýsti hann
mikilli ánægju yfír að vera kominn
til Sovétríkjanna á ný. Ekki sagð-
ist hann þó hafa hug á að setjast
þar að aftur og sovésk yfírvöld
hafa á því góðar gætur að ekki
verði sagt frá komu hans til síns
heimalands í neinum fjölmiðli þar-
lendum, til að vekja ekki vonir
einhverra sem hafa kannski í huga
að lauma sér í frelsið. Þess má
svo geta að vegabréfsáritun Nu-
reyevs gilti í 48 stundir.
HEILSA
Leið til að
hætta að reykja
Við Mekongfljót, sem fellur um
Kína, Burmar, Thailand og
Kampútseu er sú þjóðtrú ríkjandi
að risasteinbíturinn hreisturslausi
pla buk, sem býr í fljótinu, sé sendi-
'boðr af himnum þó menn deili á um
hvort hann sé skapaður í fullri
stærð eða hvort hann sé uppmnninn
í himneskri fiskræktastöð líkt og
þjóðtrú í Laos hermir.
Himneskur uppmni pla buk hefur
þó ekki forðað honum frá því að
vera etinn og svo var komið að
fyrir sjö ámm var fískurinn nær
útdauður j Mekongfljóti sem er
bagalegt því að í Mekongfljóti em
einu þekktu heimkynni pla buk.
Thailensk stjómvöld sáu að við
svo búið mætti ekki standa og hóf-
ust handa um að koma á fót jarðn-
eskum fiskræktarstöðvum til að
tryggja framtíð himnafísksins. Sú
starfsemi hefur gengið vonum
framar og frá því ræktunin hófst
hafa stjómvöld útbýtt milljónar-
fjórðungi pla buk seiða til íbúa við
fljótið sem aftur hafa sleppt þeim
í ána og veitt þau svo þegar stærð-
in er orðin hæfíleg. Þegar von er á
göngu af pla buk, sem eyðir gelgju-
skeiðinu í Talivatni í Kína og synd-
ir svo suður á bóginn, er mikið um
dýrðir og undirbúningur veiðinnar
kallar á þriggja daga veisluhöld og
tónlistariðkun áður en gildmr em
lagðar. Vænn pla buk getur orðið
um tveir metrar á lengd og um 250
kíló á þyngd og sér hver í hendi
sér að slík búbót er kærkomin. Á
myndinni gefur að líta hvar einn
himnafiskur er hífður upp úr Me-
kongfljóti og þaðan fer hann á borð
þorpsbúa.
Jaek Nicholson er einn þeirra sem
eiga í erfíðleikum með að stýra
tóbaksfíkninni og reykir hann eins
og skorsteinn.
Verst er það þó þegar hann talar
í síma, og hermir sagan að þá fyrst
fari hann að keðjureykja. Kappinn
hefur þó fundið lausn á þeim vanda.
I stað þess að kveikja sér í sígar-
ettu hefur hann fundið upp á því
að rífa niður fimm- og tíudalaseðlá,
enda ku það víst vera í meira lagi
róandi.