Morgunblaðið - 09.02.1988, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Óráðið hvar átta manna
emvígin verða haldin
Campomanes
skorar á íslend-
inga að gera
tilboð
EKKI hefur verið ákveðið
hvar eða hvenær átta manna
einvígin um réttinn til að
skora á Garrí Kasparov,
heimsmeistara í skák, fara
fram, en Alþjóða Skáksam-
bandið, FIDE, mun ákveða
það í samráði við keppendur.
Campomanes, forseti Alþjóða
Skáksambandsins, FIDE, hef-
ur viðrað þá hugmynd að ís-
lendingar bjóði i eitthvert af
einvigjunum, sem fram eiga
að fara i ár. Mjög óliklegt er
þó að einvígi þeirra Jóhanns
Hjartarsonar og Anatólíjs
Karpovs fari fram hérlendis,
enda telur Jóhann það ekki
fýsilegt.
Campomanes staðfesti við verð-
launaafhendingu áskorendamóts-
ins á sunnudag að Karpov yrði
andstæðingur Jóhanns í átta
manna úrslitunum. Aðrir sem eig-
ast við eru: Artur Júsúpov frá
Sovétríkjunum og Kevin Sprag-
gett frá Kanada; Lajos Portisch
frá Ungveijalandi og Jan Timman
frá Hollandi; og Nigel Short og
Jonathan Speelman, báðir frá
Bretlandi.
Næsta heimsmeistaraeinvígi
mun fara fram árið 1990, og er
hugmyndin að fjögurra manna
áskorendaeinvígin fari fram 1989
og átta manna einvígjunum ljúki
þá á þessu ári. FIDE mun sjá um
Þeir Campomanes, forseti FIDE, og Friðrik Ólafsson, fyrrverandi
forseti FIDE, á mótsstað í St. John. Campomanes hefur lagt tíl að
íslendingar haldi eitthvert af þeim fjórum einvígjum sem fram eiga
að fara á þessu ári í keppninni um réttínn til að skora á heimsmeist-
arann í skák.
að bjóða einvígin út og mun þá
auglýsa hvenær tilboðsfrestur
rennur út.
Puerto Rico hefur boðist til að
halda öll einvígin í júlí í sumar,
en alls óvíst er hvort því tilboði
verður tekið. Til dæmis hefur Jó-
hann Hjartarson lýst því yfir að
hentugra sé fyrir sig að tefla í
nóvember en í sumar, að sögn
Þráins Guðmundssonar, forseta
Skáksambands íslands. Þá er talið
líklegt að einvígi þeirra Shorts og
Speelmans fari fram í London.
Campomanes stakk upp á því
við mótsslit í St. John á sunnudag
að íslendingar byðust til að halda
eitt eða fleiri af átta manna ein-
vígjunum hér á landi, og hann
ítrekaði þessa uppástungu í sam-
tali við Þráin Guðmundsson í sam-
tali í gærmorgun. Nær útilokað
er þó að einvígi Jóhanns Hjartars-
sonar og Karpovs verði haldið hér
á landi. Jóhann og aðrir telja að
of mikill þrýstingur yrði á honum
ef hann tefldi hér, og eins myndi
Karpov líklega ekki samþykkja
að tefla á heimavelli andstæðings-
ins.
Ef úr því yrði að íslendingar
gerðu tilboð í að halda eitthvert
af átta manna einvígjunum yrðu
það þá líkast til einvígi þeirra
Spraggetts og Júsúpovs, eða Tim-
mans og Portisch sem um yrði
að ræða.
Þar sem ekki hefur verið ákveð-
in stund né staður fyrir einvígi
þeirra Jóhanns og Karpovs er
ekkert hægt að segja um það verð-
launafé sem í boði kynni að vera,
en ljóst er að það mun nema tug-
um þúsunda Bandaríkjadollara,
að sögn Þráins Guðmundssonar.
Jóhann fékk 6.000 dollara - eða
um 220.000 íslenskar krónur - í
verðlaun fyrir sigur sinn á Kortsj-
noj í St. John, en Kortsjnoj fékk
3.000 dollara í sinn hlut.
Fjársöfnun Skáksambandsins:
Rúmlega 200 þúsund söfnuðust
ALLS bárust Skáksambandi ís-
lands eitthvað á þriðja hundrað
þúsund krónur í söfnun sem fram
fór á meðan á einvígi Jóhanns
Hjartarsonar við Viktor Kortsj-
noj stóð, og var einkum um áheit
einstaklinga að ræða. Kostnaður
Skáksambandsins við einvígið í
Kanada var yfir ein milljón
króna, en sérstök aukafjárveit-
ing frá ríkisstjórninni að upphæð
500.000 krónur hjálpaði sam-
bandinu að ná endum saman.
Endanlegar tölur úr söfnuninni
liggja ekki fyrir, að sögn Áma
Bjöms Jónassonar, gjaldkera Skák-
sambandsins, en fýrrgreind tala
mun láta nærri lagi, en þá á eftir
að draga kostnað vegna auglýsinga
frá. Kostnaður vegna farar Jóhanns
til Kanada fór fram úr áætlun, eink-
um vegna leigu á herbergi til skák-
rannsókna, en hann var upphaflega
áætlaður 6-700.000 krónur. Þó að
ekki sé enn vitað hvar einvígi Jó-
hanns við Karpov fer fram, er ljóst
að kostnaður við það mun verða
mikill. Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, og Davíð
Oddsson, borgarstjóri, hafa geflð
vilyrði um stuðning ríkis og borgar
við einvígið.
Einu föstu tekjur Skáksam-
bandsins eru framlög úr ríkissjóði,
sem á fjárlögum fyrir 1988 nema
einni milljón og 150 þúsund, sem
er töluverð hækkun frá síðasta ári.
Ýmislegt fleira en undirbúningur
einvígis þeirra Jóhanns og Karpovs
er á döfinni hjá Skáksambandinu
og má þar nefna Reykjavíkurskák-
mótið, sem hefst þann 23. febrúar
næstkomandi. Því er ljóst að fjár-
hagur sambandsins er mjög þröng-
ur þrátt fyrir styrki frá einstakling-
um, fyrirtækjum og opinberum aðil-
um, sagði Ámi Bjöm Jónasson.
skákinni hafði hvor klukkutíma
til umráða, í annarri skákinni
hálftíma og síðan 15 mínútur.
F^rstu þremur skákunum lauk
með jafntefli þrátt fyrir miklar
sviptingar og þegar 15 mínútna
skákimar voru komnar þótti
skáklistin heldur setja ofan. f
fjórðu skákinni sá Sókolov ekki
að að Spraggett gat skákað af
honum drottninguna og gafst
upp við mikinn fögnuð
kánadísku áhorfendanna.
Þrír íslendingar tefla
á stórmóti í St. John
Nærri 40 stórmeistarar með í mótinu
St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni,
Skákhátíðin í St. John held-
ur áfram þótt áskorendaein-
vígjunum sé lokið. í gær,
mánudag, hófst að því að talið
er sterkasta opna skákmótíð
sem haldið hefur verið og eru
þrir íslendingar þar á meðal,
þeir Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson og Karl Þorsteins.
Milli 30 og 40 stórmeistarar
blaðamanni Morgunblaðsins.
eru á meðal þátttakenda, þar á
meðal Júsúpov, Salov, Speelman
og Mikhal Tal.
Kanadamenn eru í sjöunda
himni vegna frammistöðu
heimamannsins Kevins Spragg-
ets, sem vann Andrei Sókolov
frá Sovétríkjunum eftir að þess-
ir skákmenn höfðu teflt 4 hrað-
skákir á laugardag. í fyrstu
61
Skemmtilegir
Vindhanar
á sumarbústaðinn
*
HURÐIRHF
Skeifan 13 •108 Reylgavík-Sími 681655
Harðplast
parket
þetta sterka
®H(.0FNASM1BJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7 S: 21220
HflBBLUWDSl DENISONf
VÖKVADÆLUR
☆ Ollumagn frá 19-318 l/mln.
☆ Þrýstingur allt að 240 bar.
☆ Öxul-flans staðall sá sami
og á öðrum skófludælum.
☆ Hljóðlátar, endingargóðar.
☆ Einnig fjölbreytt úrval af
stimpildælum, mótorum
og ventlum.
☆ Hagstætt verð.
☆ Ýmsar gerðir á lager.
☆ Varahlutaþjónusta.
☆ Hönnum og byggjum upp
vökvakerfi.
SIG. SVEINBJÖRNSSON HF.
Skeiöarási, Caröabæ
símar 52850 - 52661