Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 2

Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 2
- 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Tvö leikrit á leik- listarhátíð í Fiimlandi Bandarískt leik- hús hefur valið Dag vonar til leiklestrar LEIKRITIN Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og Bílaverk- stæði Badda eftir Ólaf Hauk Simonarson verða sýnd á leik- listarhátið í Helsinki í Finnlandi i mai nk., að sögn Sigurðs Hró- arssonar leikhússritara Leik- félags Reykjavíkur. Bandaríska leikhúsið Los Angeles Theatre Center hefur valið Dag vonar til leiklestrar siðar i þessuin mánuði. Birgi Sigurðssyni og Stefáni Baldurssyni, leikstjóra Dags von- ar, hefur verið boðið til Banda- ríkjanna til að taka þátt í undir- búningi fyrir leiklesturinn á Degi vonar. Jill Brooke þýddi verkið á ensku. Leiklestur er nær undan- tekningarlaust undanfari eigin- legrar sviðssetningar, segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið Bflaverk- stæði Badda hefur verið sýnt í vetur á Litla sviði Þjóðleikhússins en leikritið Dagur vonar hefur verið sýnt á annað ár í Iðnó. Sýn- ingar á Degi vonar eru orðnar yfir 80 talsins en fáar sýningar hins vegar eftir, segir í fréttatil- kynningunni. Viðræður vinnuveitenda og VMSÍ: Fundir um helgina Verkamannasamband íslands lagði fram kröfugerð sína vegna samninga til lengri tima á fundi með vinnuveitendum i gærmorg- un. Ákveðið var að efna til ann- ars fundar eftir hádegið i dag og jafnvel búist við frekari fund- arhöldum um helgina, ef vera kynni að fyndist einhver flötur á samningum milli aðila. Mikið ber hins vegar á milli og gætir takmarkaðrar bjartsýni á að við- ræður beri árangur. Tveir fundir hafa verið með Landssambandi iðnverkafólks og vinnuveitendum í vikunni. Vinnu- nefnd er að störfum og hefur ekki annar formlegur samningafundur verið boðaður. Landssamband íslenskra versiunarmanna og vinnu- veitendur funduðu í vikunni. Þar hefur vinnunefnd unnið að úr- vinnslu á ýmsum tæknilegum atrið- Morgunblaðið/Þorkell Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Morgunblaðsins afhendir starfsmönnum GBB-auglýsinga- þjónustunnar Gjallarhorn fyrir bestu dagblaðsauglýsinguna. Bestu auglýsingamar verðlaunaðar Átta Gjallarhomum var í gærkvöldi úthlutað fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 1987 í jafnmörgum flokkum á Áuglýsingahátlð ís- lenska markaðsklúbbsins á Broadway í gær- kvöldi. Athyglisverðasta dagblaðsauglýsingin var valin Til hamingju RÚV, áfram RÚV sem GBB-auglýs- ingaþjónustan gerði fyrir Stöð 2. Athyglisverðasta tímaritaauglýsingin var valin Óbrengluð mynd af tilverunni sem sama auglýsingastofa gerði fyrir Stöð 2. Athyglisverðasta sjónvarpsauglýsingin var valin Pepsi er best iskalt sem Saga Film gerði fyrir Sanit- as. Athyglisverðasta útvarpsauglýsingin var valin Sherlock Holmes sem Stjaman gerði fyrir Stöð 2. Athyglisverðasta auglýsingaherferðin var valin Stað- greiðslukerfí skatta sem GBB-auglýsingaþjónusta gerði fyrir Ríkisskattstjóra. Athyglisverðasta vegg- spjaldið var valið Smokkurinn á ekki að vera neitt feimnismál, sem auglýsingastofan Svona gerum við gerði fyrir landlæknisembættið. Athyglisverðasta dreifiritið var valið Ársskýrsla Heklu sem auglýs- ingastofa P&Ó gerði fyrir Heklu. Loks var valin óvenjulegasta auglýsingin úr framangreindum flokk- um og þar var valin Kringvann Frillibimm sem aug- lýsingastofan P&ó gerði fyrir auglýsingastofuna „Kaffi ogmát“ Morgunblaðið/Þorkell Forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, og kona hans, Ingibjörg Rafnar, buðu til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum I gærkvöldi til heiðurs Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara. Á myndinni heilsar forsætisráðherra skákmeistaranum og eiginkonur þeirra, Jónina Ingvadóttir og Ingi- björg Rafnar, fylgjast með kveðjunum. Matseðillinn: Riddara-royal, kóngakrabba- paté, drottningar-önd, skákterta og kaffi og mát. Smárahvammslandið: Sambandið neit- aði að taka við greiðslu Kópavogs BÆJARSTJÓRI Kópavogs, Kristján Guðmundsson, ætlaði í gær að endurgreiða fjármála- stjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Kjartani P. Kjart- anssyni, þær 17,2 milljónir króna sem Sambandið var búið að greiða eigendum Smárahvamms- lands í Kópavogi fyrir landið, ásamt vöxtum að upphæð kr. 1.015.186. Fjármálastjórinn neit- aði hins vegar að taka við upp- hæðinni á þeim forsendum að vaxtaupphæðin væri ekki rétt. Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri Kópavogs, sagði í samtali við Morgunblaðið að vextimir hefðu verið reiknaðir samkvæmt auglýst- um meðaltalsvöxtum Seðlabanka íslands. „Ég get ekki annað séð en það hafí verið heiðarleg vinnubrögð af okkar hálfu að reikna vextina á þennan hátt,“ sagði Kristján. „Þessi viðbrögð Sambandsmanna komu mér mjög á óvart og það er með ólíkindum að þeir skyldu ekki a.m.k. vilja taka við þeirri fjárhæð sem þeir voru búnir að greiða. Fjármála- stjóri Sambandsins ætlar að senda mér bréf nk. mánudag þar sem hann setur fram kröfu um að Kópa- vogsbær greiði þá upphæð sem Sambandið telur rétta en það er hins vegar ekki víst að við föllumst á að greiða hana,“ sagði Kristján. Kjartan P. Kjartansson sagði að hann hefði ekki haft hugmynd um að bæjarstjórinn í Kópavogi hefði ætlað að greiða Sambandinu fyrir Smárahvammslandið í gær. „En ég var það heppinn að hafa reiknað vextina út_ um morguninn," sagði Kjartan. „Ég sá því strax að upp- hæðin, sem Kristján bæjarstjóri ætlaði að greiða, var ekki rétt og ég tók því ekki við henni til þess að fyrirgera ekki með bráðlæti rétti Sambandsins til réttrar endur- greiðslu frá Kópavogsbæ. Kristján segist hafa reiknað vextina út sam- kvæmt auglýstum meðaltalsvöxtum Seðlabankans en hvað þýðir það? Eru það meðaltalsvextir samkvæmt lánskjaravfsitölu, forvöxtum víxla eða skuldabréfum? Ég mun skrifa Kristjáni bréf nk. mánudag þar sem ég fer fram á að Kópavogsbær end- urgreiði Sambandinu fyrir Smára- hvammslandið en hver vaxtaupp- hæðin er sem ég fer fram á að Kópavogsbær greiði fær Kristján fyrstur manna að vita um,“ sagði Kjartan. Sjá ummæli um sölu Smára- hvammslandsins á bls. 37 Samkomulag' hjá ferða- skrifstofum og kortafyr- irtækjum FÉLAG islenskra ferðaskrif- stofa og greiðslukortafyrirtækin Visa og Eurocard náðu í gær samkomulagi um framsetningu verðs í hópferðum. í fréttatilkynningu frá málsaðil- um segpr að í ljósi fyrirhugaðs frum- varps og framkominna hugmynda í Verðlagsráði um afsláttarskyldu ef greitt er með reiðufé hafi niður- staðan orðið sú að endurútgefa verðskrár ferðaskrifstofa þar sem komi fram bæði venjulegt verð og afsláttarverð. Afsláttarverðs njóta þeir sem greiða með peningum og ávísunum. Verkföll rýra kaupmátt AÐ MEÐALTALI rýrnaði kaup- máttur þeirra sem stóðu I verk- föllum á árunum 1981-1987 um 3%, á sama tíma og kaupmáttur þeirra, sem ekki fóru I verk- föll, jókst um 1,3%. Þetta kemur meðal annars fram í grein Snorra Snorrasonar, hagfræð- ings Vinnuveitendasambands íslands, sem birt er í Morgun- blaðinu I dag. Á árinu 1981 jókst kaupmáttur þeirra, sem ekki fóru í verkföll, um 0,4%, en rýrnaði hjá þeim, sem gerðu verkföll um 6,8%, svo dæmi sé tekið. Meðaltals kaupmáttar- aukning allra það ár var 0,1%. Að því er fram kemur í grein Snorra á það við um öll árin á þessu árabili að hjá þeim sem fara í verkföll er kaupmáttaraukning minni eða kaupmáttarýmun meiri en hjá þeim sem standa ekki í verkfallsátökum. Snorri tekur dæmi af nærri sjö vikna verkfalli bókagerðarmanna haustið 1984. Verkfallið stóð í 43 daga og kauphækkunin var 17% að meðaltal', en sé kauphækkun á samningstímanum dreift á verk- fallstímann, þá varð kauphækk- unin aðeins 6,5% að meðaltali. Aðrir launþegar sem ekki stóðu í verkföllum fengu kauphækkanir sem námu að meðaltali um 25%. Hækkun framfærsluvísitölu var á þessu tímabili um 23%, „þannig að bókagerðarmenn tóku á sig 13,5% kaupmáttarrýmun á kaup- taxta í samanburði við 1,6% kaup- máttaraukningu á kauptaxta ann- arra launþega". Sjá grein Snorra Snorrason- ar á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.