Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 12

Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Kjarasamningar undanfar- inna ára hafa verið samn- ingar um verðbólgustig eftirSnorra Snorrason Nú þegar við stöndum á þeim tímamótum, að lqarasamningar eru lausir og mikil óvissa ríkir um efna- hagsmál, ber að huga að því hver framvindan gæti orðið á nýbyijuðu ári. í nýgerðri álitsgerð VSÍ um efnahagshorfur á árinu er gert ráð fyrir samdrætti í hinum ýmsu þjóð- hagsstærðum, sem ætlaðar eru að leiða í ljós hag þjóðarbúsins hverju sinni. Megin niðurstöður eru þær helstar, að búist er við að einka- neysla dragist saman á árinu. Ástæðumar fyrir samdrætti í einkaneystu em í meginatriðum vegna samdráttar í útflutningstekj- um landsmanna, minni atvinnuþátt- töku, aukinnar skattbyrði og minnkandi umsvifa í ríkis- og einka- geira. Þá er ennfremur búist við að þjóðartekjur dragist saman um 4% á mann og hallinn á viðskiptum við útlönd verði tæplega 9 milljarð- ar króna eða 4,2% af landsfram- leiðslu. Þetta eru mikil umskipti frá síðastliðnu ári, sem einkennist af uppgangi á flestum sviðum. Þensl- una í fyrra má í megin dráttum rekja til þeirra auknu umsvifa, sem áttu sér stað bæði í einka- og ríkis- geira. Einnig má benda á, að ekki voru greiddir skattar af launatekj- um ársins og kaupmáttaraukning var mikil. Launa- og kaupmáttar- þróun Samkvæmt fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar hækkuðu laun um 40% að meðaltali milli áranna 1986 og 1987 og framfærsluvísital- an um 19%. Kaupmáttur launa hækkaði því að meðaltali um 18% á þessu tímabili. Sé horft til tímabilsins frá fyrsta ársfjórðungi 1986 til fjórða árs- fjórðungs 1987 hækkuðu laun hins vegar um 73%, en hækkun fram- færsluvísitölu á sama tímabili var um 34% og jókst kaupmáttur launa því um 29% á tímabilinu. Aukning kaupmáttar í jafnmiklu mæli, á jafn stuttum tíma, á sér ekki fordæmi hérlendis né erlendis og því hljóta menn að leita svars við þeirri spumingu hvort þessi þró- un hafi átt sér raunhæfar forsend- ur. Verðmætasköpun Megin forsendan fyrir svigrúmi til raunverulegra launahækkana við óbreyttan framleiðslukostnað er aukin verðmætasköpun. En sé litið á breytingar í verðmætasköpun þjóðarbúskaparins til að útskýra þessa aukningu í kaupmætti kemur í ljós, að verðmætasköpun jókst að meðaltali um rúm 6% á árunum 1986 og 1987, en búist er við að verðmætasköpun dragist saman um rúmlega 2% á þessu ári. Þetta merkir að launahækkanir hafa farið langt fram úr breytingum í verðmætasköpun. Að launahækkanir verði þar, sem engin eða lítil aukning í verðmæta- sköpun hefur átt sér stað, er vitan- lega verðbólguhvetjandi. Atvinnu- rekendur velta launahækkunum út í verðlagið, enda ekkert svigrúm til annars, þar sem ekkert samræmi var með breytingu í verðmætasköp- un og launahækkunum. Enginn grundvöllur er fyrir launahækkun, ef engin aukning í verðmætasköpun hefur átt sér stað. Launahækkanir leiða þá aðeins til enn meiri erfiðleika í atvinnugrein- Snorri Snorrason „Kjarasamning'ar und- anfarinna ára hafa í raun ekki verið neitt annað en samningar um verðbólgustig. Kjara- samnigar um meiri kauphækkanir en þjóð- arbúið stendur undir leiða óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu, sem síðan orsakar sam- drátt kaupmáttar.“ sama tíma og félagar þeirra innan vébanda verkalýðshrejrfingarinnar hafa fengið kaupmáttaraukningu. Þeir hafa því verið blórabögglar annarra félagsmanna verkalýðs- hrejrfingarinnar. kaupmáttaraukningu á kauptaxta annarra iaunþega. Þetta merkir að bókagérðarmenn tóku á sig tæplega 15% kaupmátt- arrýmun á kauptaxta í samanburði við aðra launþega, sem ekki stóðu í verkfallsaðgerðum á tímabili frá 10. september 1984 til 31. desem- ber 1985. Vísitölubinding Enn einu sinni hafa einstök verkalýðsfélög komið upp með þá hugmynd að vísitölubinda laun og verðlag. Vísitölubinding tengir laun og verðlag með ósveigjanlegum hætti, án tillits til aðstæðna hveiju sinni. Vísitölubinding veldur t.d. kaup- hækkun, þegar viðskiptakjör þjóð- arbúsins versna vegna hækkunnar innflutningsverðs, svo sem á olíu, og útilokar í raun möguleika stjóm- valda til þess að beita Qármálaleg- um aðgerðum við stjóm efnahags- mála. Þetta þýðir, að vandamálið verður óviðráðanlegt, verði þjóðar- búið fyrir utanaðkomandi áfalli, þegar vísitölubinding launa og verð- lags er til staðar. Ennfremur sé misvægi í þjóðar- búinu, viðheldur vísitölubinding ójafnvæginu og nánast útilokar, að aðgerðir til leiðréttingar beri árang- ur. Vísitölubinding hindrar því alla viðleitni til að lækka verðbólguna. Vísitölubinding iauna og verðlags er því óneitanlega dragbítur á fram- farir og hagvöxt í þjóðfélaginu. Niðurlag: Hvað er til ráða? Síðastliðin tvö ár hafa verið gæftasöm fyrir íslenska þjóðarbúið, en nú má búast við að bregði til verri vegar. Eins og áður er getið má búast við samdrætti í þeim n/C-tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. 7VC - eitt það besta. Láttu það ekki vanta. unum. Verkföll Eins og sjá má af töflu 1 hefur „verkfallsvopnið" verið mikið notað hér á landi. Á ámnum 1981 til 1987 hafa ávalit einhver aðildarfé- lög innan raða verkalýðshreyfingar- innar séð sig knúin til að hefja verk- fallsaðgerðir í þeirri von að þeim takist að bera meira úr býtum en atvinnurekendur bjóða og brejrta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu sér í hag. Afleiðingin er sú, að gífurlegar kauphækkanir hafa riðið yfir þjóð- arbúið og hátt verðbólgustig fylgt í kjölfarið. Tafla 2. % breyting % breyting %breytíng kaupmáttar kaupmáttar kaupmáttar hreins tímakaups hreins tímakaups, hreins félagsmanna, sem þátttakenda timakaups, ekki stóðu í verkfalls- allrafélags- verkfallsaðgerðum. aðgerða. manna. 1981 0,4 -6,8 0,1 1982 2,0 0,8 1,4 1983 +17,2 +17,4 +17,2 1984 +4,3 h-13,9 +5,6 1985 1,9 3,9 1,5 1986 8,3 7,7 8,3 1987 17,9 12,3 17,4 Meðaltal: 1,3 +3,0 0,8 Hvað hefur áunnist með verkföllum? Tafla 1. % hækkun % hækkun Meðaltal vinnu- hreins framfærslu- stöðvunardaga tímakaups.(*) kostnaðar. 1981 18 51,5 50,9 1982 3 54,0 51,0 1983 1 52,6 84,3 1984 25 23,7 29,2 1985 14 34,9 32,4 1986 1 31,3 21,3 1987 12 40,1 18,8 (*) Hreint tímakaup er laun án orlofs fyrir dagvinnu að við- bættum hvers kyns auka- greiðslum svo sem yfirborgun- um, fæðis-, ferða-, fata- og verkfærapeningum deilt með dagvinnutímum. Vitanlega hefði þróunin ekki orð- ið að vera svona, ef rétt hefði verið haldið á spilunum. Ef launahækk- anir hefðu verið hóflegar og í sam- ræmi við breytingar í verðmæta- sköpun mætti ætla, að raunin hefði orðið önnur. Kjarasamningar undanfarinna ára hafa í raun ekki verið neitt annað en samningar um verðbólgu- stig. Kjarasamningar um meiri kauphækkanir en þjóðarbúið stend- ur undir leiða óhjákvæmilega tii aukinnar verðbólgu, sem síðan or- sakar samdrátt kaupmáttar. Eins og sjá má af töflu 2 er ár- angur verkfallsaðgerða lítill, enda hefur það venjulega verið svo, að þær launahækkanir, sem knúnar voru fram með verkfallsaðgerðum, hafa einnig komið til annarra laun- þega, sem ekki stóðu í verkfallsað- gerðum. Þannnig hafa þátttakend- ur í verkfallsaðgerðum tekið á sig, að meðaltali, kaupmáttarrýmun á Raunverulegt dæmi um áhrif verkfalla á kaupmátt þátttakenda er einkar skýrt þegar nær 7 vikna verkfall bókagerðarmanna á árinu 1984 er skoðað. Verkfallið hófst 10. september 1984 og lauk 22. október með und- irritun kjarasamnings, sem fól í sér, að kauphækkun á taxta bóka- gerðarmanna var 17% að meðaltali. Gildistfmi samningsins var frá 22. október 1984 til 31. desembér 1985, eða í 434 daga. En bókagerð- armenn voru í verkfalli frá 10. sept- ember, eða í 43 daga. Sé 10. september talinn upphaf viðmiðunartímans, sem kauphækk- animar ná til, þ.e. að tekjum á samningstímanum sé líka dreift á verkfallstímann, þá varð kaup- hækkun bókagerðarmanna aðeins 6,5% að meðaltali. Aðrir launþegar, sem ekki stóðu í verkfallsaðgerðum á sama tíma- bili, fengu kauphækkanir, sem námu að meðaltali um 25%, sam- kvæmt kjarasamningum. Meðaltals hækkun framfærslu- vísitölu á sama tímabili var um 23%, þannig, að bókagerðarmenn tóku á sig 13,5% kaupmáttarrýmun á kauptaxta f samanburði við 1,6% stærðum, sem ætlaðar em til að sýna hag þjóðarbúsins hveiju sinni. Hversu mikill sá samdráttur verður fer eftir stöðu atvinnugreinanna og þeim kjarasamningum, sem gerðir verða á árinu. Sá rekstrarhalli, sem nú er í út- flutningsgreinum landsmanna, kall- ar á samstöðu í þjóðfélaginu. Náist þessi samstaða og verði hóflegir kjarasamningar gerðir verður sam- drátturinn að sama skapi minni en ella. Sé aftur á móti gengið að kröf- um um háar launahækkanir f kjöl- far verkfallsaðgerða má búast við svipaðri stöðu og árin 1982 og 1983, þegar verulega þrengdi að þjóðarbúi landsmanna. Höfundur er hagfræðingur VSÍ. Breyttur af- greiðslutími póst- og símstöðva FRÁ 15. febrúar nk. breytist af- greiðslutími póstútibúanna > Reykjavik og póst- og simstöðv- anna í Kópavogi, Hafnarfirði. Mosfellsbæ og Selfjamamesi. Mánudaga, þriðjudaga, miðviku- daga og föstudaga verður opið frá kl. 8.30—16.30, en á fimmtudögum frá kl. 8.30-18.00. Afgreiðslutími póstútibúsins > Umferðamiðstöðinni, R-6, verður með sama hætti og áður, virka daga frá kl. 8.00—19.30 og laugar- daga kl. 8.00 til 15.00. Póstútibúið R-3 í Kringlunni verður einnig opið eins og áður, alla virka daga nema laugardaga kl. 8.30—18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.