Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 19?8 Símar 35408 og 83033 SKERJAFJ. Eínarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33o.fl, UTHVERFI Ystibæro.fl. Sogavegur 101-156 Sogavegur158-210 Sæviðarsund hærri tölur Efstasund 2-59 Kambsvegur KOPAVOGUR Sunnubraut Kársnesbraut 77-139 VESTURBÆR Hringbraut 37-77 Granaskjól omRon AFGREIÐSLUKASSAR Kristínu Einars- dóttursvarað Athugasemdir frá ÍSAL við grein Kristfnar Einarsdóttur, alþingiskonu, um stóriðju og mengun, f Morgunblaðinu þann 3. febrúar sl. Tilefni greinar Kristínar nú eru athugasemdir frá 8. desember sl., sem ISAL gerði við grein Kristínar í Morgunblaðinu þann 2. desember um stóriðju, umhverfi og félagslega röskun, og var upphaflega flutt með erindi á ráðstefnu Verkfræðingafé- lags íslands um stóriðju síðastliðið haust. Þingkonan saknar þess, að „eng- inn skrifar undir stóryrðin fyrir hönd félagsins" og sér sig tilneydda að snúa sér til þess (þ.e. félagsins) með svar sitt. Hún lítur jafnframt svo á, að „íslenzka álfélagið hf. standi að baki þessum athugasemd- um“. Það er laukrétt hjá þing- konunni. í leiðurum Morgunblaðs- ins, svo að dæmi sé tekið, eru skoð- anir blaðsins birtar án þess að sá sem skrifar sé tilgreindur sérstak- lega. Því verður ekki séð, að þing- konan geti eða eigi að snúa sér til annars aðila en einmitt Islenzka álfélagsins með svar sitt. Um lögmæt sjónarmið I fyrri athugasemdum ÍSAL (Mbl. 8. desember) var Kristín talin fulltrúi þeirra lögmætu sjónarmiða á fyrrgreindri ráðstefnu, sem vara við stóriðju og telja hana hættulega vegna umhverfísmengunar og fé- lagslegrar röskunar. Nú bregður svo einkennilega við, að þingkonan vill fá að vita hver þessi lögmætu sjónarmið eru. Spyr sá sem ekki veit. Sjónarmið andstæðinga stór- iðju hafa alltaf átt rétt á sér og teljast því fyllilega lögmæt. Það er hins vegar hægt að setja þau fram með ýmsu móti og rökstyðja mál sitt, vel eða illa eftir atvikum, og í því efni fataðist þingkonunni í er- indi sínu á fyrrgreindri ráðstefnu, eins og ÍSAL benti á með rökstudd- um dæmum í fyrri athugasemd sinni. Ekki er þörf á að endurtaka þau hér. Mengxin í og frá álverinu Það er rétt hjá Kristínu Einars- dóttur, að við mengunarrannsóknir hefur frá upphafi verið lögð meg- ináherzla á flúoríð, einfaldlega vegna þess að af öllum hugsanleg- um mengunarefnum frá álverum eru flúoríð lang mikilvægust vegna magns og eðlis þeirra varðandi eit- urvirkni. Svo lengi sem núverandi framleiðsluaðferð er notuð, verður að fylgjast með flúoríði bæði á vinnustöðum, í útblæstri og í nátt- úrunni í kringum verksmiðjuna. Hjá ÍSAL er þetta gert með reglubundn- um mælingum og eru niðurstöður þeirra aðgengilegar öllum sem kæra sig um. Mælingar á vinnustöðum og starfsmönnum eru í umsjá svokall- aðrar Heilbrigðis-, hollustu- og ör- yggisnefndar, en í henni eiga sæti fulltrúar hlutaðeigandi verkalýðs- félaga og framkvæmdastjómar ÍSAL, jafnmargir frá hvorum aðila um sig. Niðurstöður þessara mæl- inga eru kynntar öllum einstakling- um sem þátt taka í þeim og saman- teknum skýrslum er dreift víðar. Nú þegar liggja fyrir mörg þúsund mælingar sem gerðar hafa verið á vinnustöðum, og væri of langt að telja upp öll þau efni og áhrifa- þætti sem hafa verið rannsökuð. Vafamál er, hvort jafn greinargóðar upplýsingar eru til um mengun á vinnustöðum í öðrum fyrirtækjum eða í öðrum atvinnugreinum á ís- landi. Allar þessar mælingar hafa verið og verða gerðar án tilskipunar yfirvalda og að sjálfsögðu án nokk- urs kostnaðar fyrir almenning. Mælingar á útblæstri hafa þar til fyrir skömmu verið gerðar með óreglulegu millibili. Mjög ýtarlegar úttektarmælingar voru síðast gerð- ar sumarið 1986 í samvinnu við Hollustuvemd ríkisins. Fýlgst er með útblæstri frá gashreinsibúnaði með vikulegum mælingum, og á grundvelli þeirra mælinga, sem gerðar hafa verið við þakviftur, er tiltölulega einfalt að meta það magn sem fer út í gegnum þakið, jafnvei við eins erfíð skilyrði og einkenndu reksturinn á síðastliðnu sumri. Mjög einfalt er að reikna út hve mikið, t.d. af brennisteinstvíoxíði, er blásið út í andrúmsloftið, og hafa mæling- ar staðfest þessa útreikninga. Við höldum því fram að við vitum alveg hve mikil útblástursmengun er og hefur verið á hveijum tíma, og erum því ósammála þingkonunni þegar hún heldur því fram, að afleiðingar bilunar í fullkomnasta hreinsibún- aði séu ófyrirsjáanlegar. Álverið var sem kunngt er reklð í tíu ár án hreinsibúnaðar og án §árhagslegs tjóns fyrir nokkum íslending. Samkvæmt lögum var þegar árið 1967 stofnuð svokölluð flúomefnd, sem skipuð er jafnmörgum fulltrú- um íslenzku ríkisstjómarinnar og ÍSAL. Með árlegum vísindalegum mælingum á mörg þúsund sýnum af margskonar plöntum, vatni, lofti, jarðvegi og dýrabeinum, hefur hún fylgst með áhrifum af útblæstri frá álverinu á umhverfí þess og skilað- árlegum skýrslum til ríkisstjómar- innar og ÍSAL. Vitneskja um ástand lífríkis umhverfís verksmiðjunnar er því bæði mikil og ýtarleg. Öllum má því vera ljóst, að ummæli þing- konunnar um að „því miður höfum við verið alltof andvaralaus gagn- vart mengun hér á landi“ eru beinlínis rangar, að því er ÍSAL varðar. Að lokum nokkur orð um kerbrot og blásýrusölt (cýaníð). Þegar eitur- efnanefnd mælti á sínum tíma með því við viðkomandi yfirvöld, að ker- brotum skyldi komið fyrir í svoköll- uðum flæðigryfjum, gerði hún það ekki sízt með tilliti til blásýrusalta. Cýaníð oxast auðveldlega í létt- alkalískri lausn, eins og sjórinn er, í cýanöt, sem eru lítt eitruð. Auk þess hafa cýaníðin mjög sterka til- hneigingu til að mynda samsett efnasambönd með mörgum jónum eins og t.d. jámjónum. Þessi cý- aníðsambönd eru óskaðleg í sjónum. Á árinu 1976, þegar þó nokkuð mörg kerbrot vora fyrst látin í gryQu, vora af hálfu flúornefndar gerðar þær efnagreiningar, sem þingkonan nefnir, án þess að cý- aníðjónar mældust, sem er skiljan- legt vegna áðurnefndra eiginleika þeirra. Því hefur ekki þótt ástæða til að gera sérstakar mengunarmæl- ingar síðan. AUK/SlA K95-47 Fryst grænmeti MJÖG HAGSTÆTT VERÐ!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.