Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
29
Reuter
Afmæli
Múgur og margmenni fagnar níu ára afmæli islömsku byltingar-
innar í Iran á Azadi-torginu í Teheran í fyrradag.
:
‘ I ? ' 'UfttMrir
Afganístan:
Kínverjar gagnrýna frið-
arskilyrði Sovétmanna
Peking. Reuter.
Hin opinbera kínverska frétta-
stofa Nýja Kína gagnrýndi Sov-
étmenn i gær fyrir þau skil-
yrði, sem þeir hefðu sett fyrir
heimkvaðningu innrásarherja
sinna frá Afganistan. Eru það
fyrstu viðbrögð kínverskra
yfirvalda við nýjustu tillögum
Mikhaíls Gorbatsjovs um frið í
Afganistan.
Fréttastofan sagði að hugmynd-
ir Rússa um framtíð Afganistans
væru óbreyttar. Þeir ætluðu sér
eftir sem áður að ráða skipan nýrr-
ar ríkisstjómar landsins. Spáði
fréttastofan að skæruliðar myndu
spoma einarðlega gegn áformum
aJf því tagi og að þeir yrðu reiðu-
búnir að fóma lífi sínu til þess að
koma í veg fyrir að land þeirra
yrði í höndum sovézkra lepp-
stjóma.
Nýja Kína hrósaði Pakistönum
fyrir að neita í viðræðum við Sovét-
menn í vikunni að undirrita friðar-
samninga við stjómina í Kabúl þar
til bráðabirgðastjóm hefði verið
mynduð í Afganistan. „Sovétmenn
voru í raun að krefjast þess af
Pakistönum að þeir viðurkenni
leppstjómina í Kabúl. Takmark
þeirra með innrásinni og hernaðin-
um í Afganistan var að fá lepp-
stjómina viðurkennda. Nú virðist
kannski sem Sovétmenn séu á för-
um en gleymið ekki öllum stóru
ef-unum,“ sagði fréttastofan.
Kínveijar líta innrás Sovét-
manna og stríðið í Afganistan sem
eina helztu hindrunina fyrir bætt-
um samskiptum Sovétríkjanna og
Kína. Gorbatsjov bauðst til þess
að innrásarherinn færi burt frá
Afganistan á 10 mánuðumfrá 15.
maí að telja, ef stjómvöld í Afgan-
istan og Pakistan útkljáðu deilu-
mál sín um stjómarfar þar i landi
fyrir 15. marz.
Panama:
Noriega vígreifur
á fimmtugsafmæli
Panamaborg, Reuter.
MANUEL Noriega, hershöfðingi og eiginlegur leiðtogi Panama,
hélt, í fyrrakvöld upp á fimmtugsafmæli sitt og var vígreifur í
garð Bandaríkjanna í ræðu, sem hann hélt af tilefninu. I Banda-
ríkjunum hefur Noriega verið sóttur til saka fyrir aðild að eitur-
lyfjasmygli frá Kólumbíu til Bandarikjanna. „Ég hef svör á reiðum
höndum fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið," sagði hann. „Hæt-
tið að hóta mér. Ég óttast dauðann ekki.“
„Baráttunni er ekki lokið," lýsti uðu benzínsprengjum að þeim, en
hershöfðinginn yfir og sagði hann
ásakanir í sinn garð vera lið í til-
raunum Bandarfkjastjómar til þess
að rifta samningi ríkjanna um
Panamaskurðinn, sem gerður var
árið 1977, en í honum var Panama-
stjóm fengin full yfirráð yfir skurð-
inum.
Fyrr um daginn höfðu hersveitir
brotið á bak aftur mótmæli há-
skólastúdenta, en þeir kröfðust
afsagnar Noriega. Nokkrir stúd-
enta grýttu hermennina og vörp-
enginn mun hafa særst alvarlega
eða verið handtekinn í átökunum.
Breiðfylking stjórnarandstæð-
inga hyggst boða til allsheijarverk-
falls gegn Noriega og ætlar að
hvetja fólk til þess að sitja heima
og Iama landið. Þessar aðgerðir
eru þó alls ekki hinar alvarlegustu,
sem Noriega hefur þurft að kljást
við, því í fyrra voru gífurleg mót-
mæli gegn hershöfðingjanum, en
hann sat þó áfram sem fastast.
sjWNar-- $
Noregur
Finnland
Múrmansk
Sovétríkin
Gremika
Sovéskir eldflauga-
kafbátar í 50 km
fjarlægð frá Noregi
SOVÉTMENN hafa reist nýtt kaf-
bátalaægi á Kóla-skaga, sem er aðeins
40 til 50 kílómetra frá norsku landa-
mærunum. Það er ætlað gríðarstórum
kafbátum af Typhoon-gerð en þeir
bera langdrægar kjarnorkueldflaug-
ar.
Yfírmaður norsku leyniþjónustunnar
skýrði frá þessu í ræðu sem hann flutti
fyrir skömmu í herskóla norska ríkisins.
í fyrstu var talið að kafbátalægið væri
í Gremika en gervihnattamyndir sýna
að það er mun nær norsku landamærun-
um en talið hafði verið, í Zapadnaya
Litsa, skammt suður af Rubacicky-
skaga. Framkvæmdir hafa lengi staðið
yfir en kafbátalægið mun vera rúmir 10
ferkílómetrar að stærð.
Flotastöðin í Zapadnaya Litsa heyrir
undir norðurflota Sovétmanna. Fram að
þessu hafði verið talið að höfnin væri
ætluð árásarkafbátum Sovétmanna en
ekki eldflaugabátum. Fjórar hafnir eru
á svæðinu með tilheyrandi útbúnaði og
gríðarmiklum brimgörðum.
Kóla-skagi er að sögn sérfræðinga
mesta víghreiður veraldar. Þar er að
finna flotahöfn í hveijum firði, 22 flug-
velli, 18 varaflugvelli og 70 eldflauga-
skotpalla til að veijast loftárásum.
Heimild: Janeá Defence Weekly
Hugniynd listamanns um kafbátalægið í Zapadnaya Litsa. Teikn-
ingin sýnir kafbáta af gerðinni Delta IV (neðarlega til vinstri)
og Typhoon-báta sem sigla út úr göngum sem hafa verið sprengd
inn i bergið. Teikningin birtist fyrst í ársskýrslu bandaríska varn-
armálaráðuneytisins.
Rubacicky-skagi
lY Zapadnaya Litsa
Gervihnattarmynd þessi sýnir 54 ferkílómetra land-
svæði. Fyrir miðri myndinni er kafbátalægið í
Zapadnaya Litsa. Hvítu Hnurnar eru vegir og járn-
brautarteinar en stærri hvítu blettirnir eru mann-
virki. Kafbátalægið er í aðeins 50 kílómetra fjar-
lægð frá norsku landamærunum.