Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Upplýs-
ingamiðlun
Sú var tíðin, að ekki voru
gerðar miklar kröfur til
seljenda vöru og þjónustu um
miðlun upplýsinga til almenn-
ings um hvaðeina, sem snerti
viðskipti. Þetta hefur breytzt
mjög til bóta og er þáttur í
þeirri auknu virðingu gagn-
vart neytandanum, sem gætir
í viðskiptalífinu. Til marks um
þetta eru t.d. auglýsingar frá
verzlunum, þar sem verð er
tilgreint, en slíkar auglýsingar
hafa aukizt mjög eins og sjá
má á síðum Morgunblaðsins.
Enn skortir þó nokkuð á,
að upplýsingar um alla þætti
viðskipta Iiggi á lausu í að-
gengilegu formi fyrir neytand-
ann. Eins og kunnugt er
tíðkast afborgunarviðskipti í
ýmis konar formi mjög í við-
skiptalífínu. Seinni árin hefur
verið hægt að kaupa bíla með
afborgunum, sem ekki var
hægt fyrir nokkrum árum og
er það út af fyrir sig mikil
framför. Nú er algengt, að
bílaumboð auglýsi nýja bíla til
sölu og bjóði viðskiptavinum
að greiða íjórðung út en eftir-
stöðvar á 2-3 árum. í auglýs-
ingum fí"á bílaumboðum er
gjarnan getið um verð bif-
reiða. Hins vegar er þess ekki
getið hvað það kostar við-
skiptavininn að kaupa bíl með
þessum kjörum.
Það eru ekki aðeins bílar,
sem nú eru boðnir til sölu með
þessum hætti. Fólk getur
keypt ýmiss konar heimilis- •
tæki með svipuðum kjörum.
Hér á við hið sama, að upplýs-
ingar um raunverulegan
kostnað við slík viðskipti liggja
ekki á lausu í aðgengilegu
formi fyrir viðskiptavininn.
Með þessu er ekki sagt, að
seljendur haldi þessum upplýs-
ingum leyndum. Það er ekkert
tilefni til að halda því fram. Á
hinn bóginn er ekki lögð
áherzla á, að upplýsa kaup-
andann um það, hvað sú þjón-
usta kostar hann að fá slík lán
til kaupa á t.d. bílum eða heim-
ilistælcjum.
I Bandaríkjunum t.d. eru
vextir af bifreiðalánum mjög
til umræðu við og við. Þeir
hafa stundum nálgast 20% þar
í landi. Hér skal ekkert full-
yrt, hvað vextir af afborgunar-
lánum eru háir hér og þá er
átt við vexti umfram verð-
tryggingu. En er ekki kominn
tími til að upplýsa viðskipta-
vininn um, hvað sú þjónusta
kostar, alveg með sama hætti
og hann á nú greiðan aðgang
að upplýsingum um hvað
bíllinn eða sjónvarpstækið
kostar?
Eftir að greiðslukortavið-
skiptin ruddu sér til rúms
tíðkast það í auknum mæli,
að afborgunarviðskipti fari
fram með milligöngu greiðslu-
kortafyrirtækja. Enginn þarf
að láta sér detta í hug, að sú
þjónusta kosti ekkert, en það
er engin áherzla Iögð á að
upplýsa viðskiptavininn um
hvað þessi þjónusta kostar,
sem haldið er stíft að honum.
Öll umgengni viðskiptalífs-
ins við neytandann hefur batn-
að til muna á undanfömum
árum. Þetta er einn þáttur í
þeirri umgengni, sem ástæða
er til að bæta frá því sem nú
er. Neytandinn skipar allt ann-
an og hærri sess en áður í
okkar samfélagi. í þessu eins
og svo mörgu öðru hefur orðið
mikil breyting á tíðaranda.
Engin spuming er um það,
að viðskiptalífið hefur haft
foiystu um bætta þjónustu við
neytendur. Opinberir aðilar
hafa ekki lagað sig að auknum
kröfum fólks í sama mæli. Það
má t.d. spyija, hvort viðskipta-
vinir Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hafi í raun og
vem haft hugmynd um, hvað
námslánin hækka mikið ár frá
ári, vegna þess að þau em að
fullu verðtryggð. Nú er hins
vegar augljóst, að lánasjóður-
inn leggur aukna áherzlu á
að miðla upplýsingum um
þessar tölur til lántakenda, og
er það vel.
Á næstu ámm má búast við
að neytendur geri stórauknar
kröfur til þess að fá upplýsing-
ar um marga þætti varðandi
matvæli, sem fólk hefur ekki
sinnt um hingað til. Almenn-
ingur mun gera kröfu til þess
að fá nákvæmar upplýsingar
um hvaða efni em notuð í
matvæli, hvenær framieiðsla
þeirra fór fram o.s.frv. Upp-
lýsingum af þessu tagi hefur
ekki verið flíkað en það er eins
gott fyrir matvælaframleið-
endur að búa sig undir að
mæta nýjum kröfum á þessu
sviði. Þessi aukna krafa um
upplýsingar er eðlilegur þáttur
í þróun þess upplýsingaþjóð-
félags sem við nú búum í. Og
hún mun eiga þátt í að bæta
það þjóðfélag.
Útrýming
allra kjamorkuv
er óhugsandi
- en fækkun þeirra er skynsamleg og a
CARRINGTON iávarður lætur
af starfi framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandaiagsins í sumar
eftir að hafagegnt því embætti
í fjögnr ár. Mjög var lagt að
honum að halda áfram störfum
enda hefur íiann notið virðingar
og vinsælda í aðildarríkjum
bandalagsins ctg þótt lipur
málsvari þeirra sjónarmiða sem
ráða stefnumótun þess.
Carrington, sem er 68 ára að
aldri, hyggst iiins vegar láta til
sín taka á sviði lista og
menningar og tekur við starfi
stjórnarformanns 5 Christie’s,
alþjóðlegu íistaverkasölunni.
Aður en Carrington Eávarður
lætur af störfum mun hann sækja
öll 16 aðildarriki NATO heim og
kveðja stjórnvöld i
höfuðborgunum. Lávarðurinn
kom hingað til lands ásamt
eiginkonu sinni, lonu
Carrington, á þriðjudag í þessu
skyni og ræddi við Þorstein
Pálsson forsætisráðherra og
Steingrím Hermannsson
utanríkisráðherra auk þess sem
hann hitti utanríkismálanefnd
Alþingis að máli. Þá sóttu þau
hjónin frú Vigdísi
Finnbogadóttur forseta íslands
heim á Bessastöðum.
Carrington lávarður á langan
feril að baki. Hann hóf afskipti
af stjórnmálum fyrir fjörutíu
árum og sérhæfði sig snemma i
utanrikis- og vamarmálum.
Hann var formaður
íhaldsflokksins 1972-1974 og
varð utanríkisráðherra árið 1979
er Margaret Thatcher myndaði
ríkisstjórn. Þremur ámm síðar
sagði hann af sér og árið 1984
tók hann við embætti
framkvæmdastj óra
Atlantshafsbandalagsins.
Reynsla hans og þekking á sviði
öryggis- og alþjóðamála er því
einstök.
Carrington lávarður var í
upphafi einkasamtals við
Morgunblaðið spurður
hvort hann væri ánægð-
ur með fundi sína með
þeim Þorsteini Pálssyni og
Steingrími Hermannssyni og hvað
þeim hefði farið á milli.
„Við ræddum einkum leiðtoga-
fund ríkja Atlantshafsbandalagsins,
sem fer fram í Brussel 2. og 3.
mars. Við fjölluðum um undirbún-
ing fundarins og einnig hvaða at-
riði bæri að leggja áherslu á í loka-
ályktun hans. Einnig ræddum við
nokkuð ítarlega öryggismál norður-
slóða,“ sagði hann og bætti við að
fundimir hefðu verið gagnlégir.
Hann kvaðst búast við að stefnan
í afvopnunarmálum yrði tekin til
umræðu á fundinum í Brussel en
megináherslan yrði lögð á framtíð-
ina og hvað hún kynni að bera í
skauti sér á sviði öiyggismála.
Vígvæðing Sovétmanna
á norðurslóðum
Johan Jörgen Holst vamarmála-
ráðherra Noregs skýrði frá því ný-
lega að Sovétmenn hefðu gert
breytingar á hluta kafbátaflotans,
sem aðallega heldur til á Noregs-
hafi. Sagði Holst að kafbátar af
Yankee-gerð hefðu verið búnir
stýriflaugum, sem unnt er að búa
kjamahleðslum, í stað langdrægra
kjamorkuflauga. Lýsti ráðherrann.
þessu sem nýrri ógnun við öryggi
Evrópu, en samkvæmt afvopnunar-
sáttmálanum sem þeir Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti og
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi
undirrituðu í Washington í desem-
ber á síðasta ári ber risaveldunum
að uppræta meðaldrægar eldflaug-
ar og stýriflaugar á landi en sam-
komulagið tekur ekki til kjarnorku-
vopna um borð í skipum og kaf-
bátum. Carrington var spurður
hvort hann teldi að Sovétmenn
væru að auka vígbúnað sinn í þess-
um heimshluta og hvort hann
merkti raunverulegar breytingar á
vígstöðunni í þessu samhengi.
„Þeir hafa stöðugt unnið að því
að auka vígbúnað sinn á þessum
slóðum. Viðbúnaðurinn hefur
greinilega verið aukinn og ekki
verður séð að þeir hyggist slaka á
klónni,“ sagði hann. Vék hann því
næst að tillögum sem Míkhaíl Gorb-
atsjov kynnti í ræðu er hann flutti
í Múrmansk á síðasta ári um tak-
mörkun hemaðarumsvifa á norður-
slóðum. Nikolaj Ryzhkov forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna útfærði til-
lögur þessar nánar er hann sótti
Norðmenn og Svía heim fyrir
skömmu. „Ef tillögur þessar eru
skoðaðar kemur í ljós að margar
þeirra miða að því að skapa aukið
traust milli austurs óg vesturs, Þær
sem ekki lúta að auknu trausti virð-
;ist ekki hafa verið settar fram í
fullri alvöru frá sjónarhóli Vestur-
landa. Þær virðast miða að því að
veikja vamir NATO en heimila
ríkjum Varsjárbandalagsins að fara
sínu fram,“ sagði Carrington lá-
varður. Sagðist hann telja að næðu
þessir þættir tillagnanna fram yrði
öryggishagsmunum íslands, Nor-
egs og Danmerkur ógnað þar eð í
þeim fælist bann við gagnkafbáta-
aðgerðum á Noregshafí og í GIUK-
hliðinu. Siglingaleiðir þessar væru
hins vegar mjög mikilvægar fyrir
Atlantshafsbaridalagið þar sem gert
væri ráð fyrir birgða- og liðsflutn-
ingum yfír Atlantshafíð til Evrópu
á óvissu- og átakatímum. „Ég efast
því um að í hemaðarlegum þætti
tillagnanna felist nokkuð nýtt eða
hann sé settur fram í alvöm,“ bætti
Carrington við.
Hann kvaðst hins vegar telja
biýnt að 'hugað yrði að takmörkun
vígbúnaðar á norðurslóðum. „Hing-
að til hafa viðræður um stöðugleika
á sviði hins hefðbundna herafla
ekki tekið til flotaumsvifa. Viðræð-
ur um hefðbundinn herafla eru
gríðarlega flóknar og mér virðist
sem menn hafí ályktað sem svo að
vandinn sé nógur og því enn ekki
ráðlegt að flækja málið enn frekar
með þessum hætti.“
Hefðbundinn herafli
og kjarnorkuvopn
Þegar Ijóst þótti að samningurinn
um upprætingu meðal- og skamm-
drægra kjamorkueldflauga á landi
yrði undirritaður urðu margir til að
benda á að yfírburðir Sovétmanna
á sviði hins hefðbundna herafla
yrðu ógnvænlegri en ella yrðu með-
aldrægu flaugamar fjarlægðar frá
Vestur-Evrópu. Hafa ýmsir ráða-
menn í ríkjum Vestur-Evrópu og
virtir vígbúnaðarsérfræðingar sagt
að leggja beri áherslu á að ná jöfn-
uði á þessu sviði til þess að vígbún-
aðaijafnvægið í Evrópu raskist ekki
eftir að bandarísku kjamorkuvopn-
in hafa verið fjarlægð. Carrington
lávarður var spurður hvort hann
teldi viðræður um samdrátt hins
hefðbundna herafla rökrétta afleið-
ingu af fækkun kjamorkuvopna í
Evrópu.
„Já, að vissu leyti. Vitaskuld
blasir við að ójöfnuðurinn milli ríkja
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins á þessu sviði verð-
ur mikilvægari en áður þegar kjam-
orkuvopnunum hefur verið fækkað,
en ég tel rangt að álykta sem svo
að jafnvægi á sviði hefðbundinna
vopna í eigu NATO og Varsjár-
bandalagsins, sem verður mjög erf-
itt að ná fram, nægi til að halda
uppi sannfærandi fælingu og af-
stýra átökum. Hefðbundinn vopna-
búnaður hefur í raun aldrei haft
fælingarmátt og ég tel að gjör-
eyðing og hryllingur sem fylgir
beitingu kjamorkuvopna fæli menn
frá því að hefja stríð. Læðist sá
grunur að mönnum að kjamorku-
vopnum yrði beitt, ef til átaka
kæmi, þarfyvitstola mann til að
hefja stríð. Ég tel mjög mikilvægt
að Evrópa verði ekki gerð kjam-
orkuvopnalaus.
Samningurinn um meðal- og
skammdrægu eldflaugamar hefur
verið undirritaður og ég tel að hann
verði staðfestur. Kjamorkuvopn og
hefðbundinn herafli eru til staðar
til að koma í veg fyrir átök og þetta
er hlutverk Atlantshafsbandalags-
ins. Spumingar eins og þessi snú-
ast því um hvað muni gerast ef
fælingarstefnan bregst, en tilgang-
ur kjamorkuvopna er sá að koma
í veg fyrir stríð í krafti viðurstyggi-
legs eyðingarmáttar þeirra. Sam-
dráttur í hefðbundnum vígbúnaði
og jöfnuður á því sviði hefur aldrei
megnað að afstýra átökum. Ég tel
að kjamorkuvopn séu nauðsynleg
til að halda upp fælingunni því sá
sem hefur stríð og veit ekki með
vissu hvort kjamorkuvopnum verð-
ur beitt væri hugsanlega að kalla
gjöreyðingu yfir þjóð sína og heims-
byggðina alla og það væri bijálæð-
islegt athæfí. Með því að fjarlægja
öll kjamorkuvopn er ekki verið að
treysta öryggi heimsbyggðarinnar
heldur skapast með því óstöðug-
leiki. Hins vegar er ekki þörf á öll-
um þeim vopnum • sem við ráðum
yfír núna. Ef við getum losnað við