Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
33
Morgunblaðið/ól.K.M.
Carrington lávarðurframkvœmdastjóri
NATO í viðtali við Morgunblaðið
opna
if hinu góða
meðaldrægu flaugamar og hugsan-
lega fækkað langdrægum kjam-
orkuvopnum emm við á réttri leið
að því marki að koma á betra og
skynsamlegra ástandi í heiminum
öllum.
„Þríðja uulllausnin"
í Vestur-Þýskalandi hafa menn
áhyggjur af þeim kjamorkuvopnum
sem eftir munu standa eftir að
ákvæði Washington-samningsins
hafa verið uppfyllt. Nýverið hafa
Sovétmenn kynnt tillögur um út-
rýmingu vopna, sem beitt yrði á
vígvellinum eða í návígi og skjóta
má skemmri vegalengd en 500 kíló-
metra og hafa slíkar vangaveltur
verið nefndar „þriðja núlllausnin".
Sáttmálinn sem risaveldin gerðu
með sér í Washington hefur verið
nefndur „tvöfalda núlllausnin" í
Ijósi þess að hann kveður á um al-
gera upprætingu meðal- og skamm-
drægra eldflauga sem draga 500
til 5.000 kílómetra. Carrington lá-
varður var spurður um útrýmingu
allra ícjamorkuvopna í Vestur-
Þýskalandi, en þar em vígvallar-
vopn NATO og um 300.000 manna
bandarískt herlið. Ýmsir áhrifa-
miklir Vestur-Þjóðverjar vilja losna
við lqamorkuvopnin af Iandi sínu.
Heimut Kohl kanslari leggst gegn
slíkum hugmyndum og nýlega gaf
Frank Carlucci vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna til kynna, að banda-
ríska herliðið yrði kallað heim frá
V-Þýskalandi ,ef það yrði svipt
kjamorkuverndinni.
„Vestur-þýska ríkisstjórnin hefur
lýst sig andvíga þessari hugmynd
og það er Ijóst að hún myndi mæta
mikilli andstöðu innan bandalags-
ins. Aðildarríkin telja óveijandi með
öllu að kjamorkuvopn verði íjar-
lægð úr Vestur-Evrópu þar sem
slíkt hefði okki í för með sér aukinn
stöðugleika lieldur hið gagnstæða.
Eftir því sem fleiri kjarnorkuvopn
em fjárlægð úr Vestur-Evrópu
verða rnenn háðari kjarnorkuherafl-
anum í Bandaríkjunum og að vissu
marki myndi uppræting allra kjam-
orkuvopna í Evrópu grafa undan
fælingarstefnunni," sagði Carring-
ton. Hann kvaðst telja að Vestur-
Þjóðveijar hefðu einkum áhyggjur
af yfirburðum Sovétmanna á sviði
skammdrægra kjamorkuflug-
skeyta, en þeir em taldir ráða yfir
að minnsta kosti tíu sinnum fleiri
slíkum vopnum en NATO-ríkin.
„Vestur-Þjóðveijar em þeirrar
skoðunar að ráðlegt sé að reyna
að ná jöfnuði á sviði skammdræg-
ustu kjamorkuvopnanna eftir að
meðaldrægu flaugamar hafa verið
fjarlægðar," sagði hann og bætti
við að ákveðin aðildarríki óttuðust
að slíkar viðræður leiddu að lokum
til „þriðju núlllausnarinnar". Af
þessum sökum sagðist hann telja
að ekki væri ráðlegt að hefja við-
ræður um fækkun þessara1 vopna
fyrr en einhver árangur hefði náðst
í umræðum um samdrátt hefð-
bundins herafla og fækkun efna-
vopna. „Hins vegar hefur NATO
ekki þvertekið fyrir viðræður um
skammdræg kjamorkuvopn, spum-
ingin er miklu frekar sú hvemig
standa ber að slíkum viðræðum og
hvemig má tengja þær viðræðum
um afvopnun á öðrum sviðum í stað
þess að fjalla um þennan hluta
1 jamorkuheraflans einan og sér,“
bætti hann við. Samkvæmt ákvörð-
un varnarmálaráðherra NATO-ríkj-
anna 1983 á að endumýja þessi
kjamorkuvopn á næstu árum.
Áukið varnarsamstarf
í V-Evrópu
Á undanfömum mánuðum hafa
ákveðin ríki í Vestur-Evrópu afráð-
ið að auka samstarf sitt á sviði
utanríkis- og vamarmála. Frakkar
og Vestur-Þjóðveijar hafa ákveðið
að setja á stofn sameiginlegt varn-
armálaráð, samæfingar herafla
ríkjanna hafa færst í vöxt, auk
þess sem ákveðið hefur verið að
koma á fót sameiginlegri herdeild.
Hugsanlegt er talið að Spánveijar
komi til með að taka þátt í þessu
samstarfi í framtíðinni. Frakkar og
Bretar hafa einnig rætt um að sam-
hæfa viðbúnað sinn. Hefur verið
rætt um að samræma ferðir kaf-
báta ríkjanna og þau hafa þegar
hafið samstarf á sviði vopnasmíði.
Því hefur verið haldið fram að hér
sé um að ræða viðbrögð stjómvalda
i ríkjum þessum við samningnum
um Evrópuflaugarnar, en á það ber
að benda' að langt er um liðið frá
því hugmyndir þessar voru fyrst
kynntar og lengi hefur verið rætt
um nauðsyn þess að Evrópuríkin
auki eigin viðbúnað. Þá hefur og
heyrst að Frakkar vilji með þessu
treysta stöðu sína sem stórveldi í
Vestur-Evrópu, en þeir taka ekki
þátt í sameiginlegum viðbúnaði
herafla NATO-ríkja þó svo þeir eigi
aðild að bandalaginu. Carrington
lávarður var spurður hvort hann
væri hlynntur aukinni samvinnu
ríkja þessara á sviði öryggis- og
vamarmála.
„Ég tel að fagna beri þessari
þróun, vitaskuld að því tilskyldu að
þetta starf fari fram innan ramma
Atlantshafsbandalagsins. Menn
hafa lengi rætt um mikilvægi þess
að ríki Vestur-Evrópu taki á sig
auknar skuldbindingar í þágu eigin
vama,“ sagði Carrington og kvaðst
telja það af hinu góða ef Evrópurík-
in hygðust í auknum mæli móta
eigin vamir og stefnu í öryggismál-
tim og minntist á starfsemi Vestur-
Evrópusambandsins, sem hefur ver-
ið endurlífgað eftir að hafa legið
niðri um langa hríð. „Ég er hlynnt-
ur hugmyndinni um samvinnu
Frakka og Vestur-Þjóðveija svo
framarlega sem hún er í samræmi
við sameiginlegan viðbúnað
NATO-ríkjanna. Þegar litið er til
sögunnar hefur fjandskapur Frakka
og Þjóðveija oft leitt til styijalda
og margra þeirra vandamála sem
Evrópa hefur þurft að glíma við.
Er því ekki rétt að við gemm hvað
við getum til að treysta vináttu
þessara ríkja?“
Samband Evrópu og
Bandaríkjanna
Framkvæmdastjórirtn var spurð-
ur hvort einhver breyting hefði orð-
ið á samskiptum aðildarríkjanna í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna á
vettvangi Atlantshafsbandalagsins
á þeim fjórum árum sem hann hefði
gegnt þessu embætti. Þær raddir
heyrðust í Bandaríkjunum að Evr-
ópa gerði ekki nóg í eigin málum
og var í þvf samhengi vitnað til
deilna ákveðinna ríkja og Banda-
ríkjamanna um skiptingu kostnaðar
vegna hefðbundinna vama í Evr-
ópu. A stundum virtist svo sem
Evrópuríkin væru orðin þreytt á
samstarflnu við Bandaríkjamenn og
öfugt. Þá hefðu menn einnig af því
áhyggjur að Bandaríkjamenn
myndu kalla vamarlið sitt í Evrópu
heim færi svo að öll kjamorkuvopn
í Evrópu yrðu upprætt.
„Ég hóf fyrst afskipti af NATO
árið 1953 eða var það 1954 og ég
minnist þess að þá heyrðust ná-
kvæmlega þessar sömu raddir.
Sífellt var verið að ræða vandann;
að Bandaríkjamenn hygðust fyrr
eða síðar kalla heim vamarliðið frá
Evrópu, framlag Evrópuríkjanna
væri ekki nægjanlegt og þar fram
eftir götunum. Vissulega á það
sjónarmið fylgi að fagna í Banda-
ríkjunum að framlag i-íkja Vestur-
Evrópu sé ekki nægjanlegt og þeg-
ar litið er til fjárlagahallans í
Bandaríkjunum þykir mér sýnt að
einhver spamaður sé óhjákvæmi-
legur. Þess vegna tel ég að Evrópu-
ríkin verði að taka þetta mál til
rækilegrar skoðunar en ég fæ ekki
séð nein merki þess að Bandaríkja-
menn hyggist kalla heim herlið sitt
í Evrópu. Þetta kemur ekki til vegna
ástúðar þeirra í garð Evrópubúa
heldur vegna þess að þeir telja að
viðbúnaðurinn í Evrópu þjóni ör-
yggishagsmunum Bandaríkjanna
og myndi nauðsynlega framvam-
arlínu."
Carrington kvaðst telja mikil-
vægt að NATO-ríkin í Evrópu gerðu
sér ljóst að ekki væri unnt að starf-
rækja bandalag 16 þjóða án þess
að ríkin tækju öll á sig þá ábyrgð*
og áhættu sem því væri samfara.
„Ef eitthvert tiltekið ríki telur það
þjóna öryggishagsmunum þess að
tilheyra bandalagi 16 þjóða, sem
allar hafa skuldbundið sig til að
koma hver annarri til hjálpar verði
á þær ráðist, þá leiðir af þessu að
viðkomandi ríki þarf að vera reiðu-
búið til að taka á sig ákveðinn hluta
þeirrar áhættu sem fylgir slíku
varnarbandalagi." Bætti hann við
að þetta sjónarmið réði afstöðu
Bandaríkjamanna til frekari fækk-
unar kjamorkuvopna í Vestur-
Þýskalandi. Vestur-Þjóðvetjar
gætu ekki ætlast til þess að Banda-
ríkjamenn héldu úti herafla í Evr-
ópu sem ekki nyti verndar kjam-
orkufælingar. „Mér virðist þetta
vera bæði sanngjamt og rökrétt
sjónarmið af hálfu Bandaríkja-
manna.“
Breytingar i Sov-
étríkjunum
Vikið var að þeim breytingum
sem átt hafa sér stað í Sovétríkjun-
um á undanfömum ámm. Fyrsti
afvopnunarsáttmálinn var undirrit-
aður, Gorbatsjov hratt hluta um-
bótaáætlana sinna í framkvæmd og
hefur meðal annars boðað brott-
flutning sovéska innrásarliðsins frá
Afganistan. Carrington lávarður
var spurður hvaða augum hann liti
þessar breytingar og hvort hann
hefði átt von á þeim er hann tók
við embætti framkvæmdastjóra fyr-
ir fjórum áram.
„Nei, ég bjóst svo sannarlega
ekki við þessu því á þessum tíma
áttu engar viðræður sér stað á milli
austurs og vesturs. Ég tel að Gorb-
atsjov hafí sjálfur komið þessu í
kring en einnig stefnufesta Atlants-
hafsbandalagsins. Staðreyndin er
sú að uppsetning bandarísku kjam-
orkuflauganna í Evrópu dugði til
að fá Sovétmenn aftur að samn-
ingaborðinu. Mér finnst það ákaf-
lega einkennilegt að þeir sem beij-
ast fyrir afvopnun undir merkjum
svonefndra friðarhreyfínga telja að
þeim beri að þakka að samningur-
inn um meðaldrægu flaugamar
hefur verið undirritaður. Því eitt
er algjörlega öraggt; hefðum við
fylgt stefnu þeirra og ekki sett upp
Pershing- og stýriflaugamar væri
SS-20-flaugunum í Sovétríkjunum
enn beint gegn okkur. Styrkur Atl-
antshafsbandalagsins gerði það að
verkum að samningurinn varð að
veraleika," sagði Carrington. Kvað
hann stöðuna hafa breyst og hugs-
anlegt væri að frekari afvopnunar-
sáttmálar yrðu undirritaðir. Hins
vegar kvaðst hann telja nauðsyn-
legt að raunsæisleg viðhorf réðu
ferðinni þar sem afvopnunarsátt-
málinn væri aðeins blábyrjunin og
mikilvægt væri að aukið traust ríkti
í samskiptum austurs og vesturs.
„Menn verða að hafa í huga að
samningurinn um meðal- og
skammdrægu flaugamai- tekur að-
eins til lítils hluta kjamorkuherafl-
ans. Því er ekki ráðlegt að geta sér
til um stefnu ráðamanna í Sov-
étríkjunum þar sem ástandið getur
breyst á augabragði. Þess vegna
er nauðsynlegt að huga sérstaklega
vel að mætti heraflans sem eftir
stendur og reyna stig af stigi að
ná fram samdrætti á öllum sviðum
vígbúnaðar með marghliða viðræð-
um. Ef .við högum okkur skynsam-
lega, afvopnumst ekki einhliða og
tökum ekki að gæla við rang-
hugmyndir um hið yndislega ástand
heimsmála vegna þess að okkur
hefur tekist að ná fram einum af-
vopnunarsámningi, tel ég hugsan-
Iegt að frekari viðræður skili
árangri." Kvaðst hann ekki vilja
segja til um hvort leiðtogar risaveld-
anna næðu samkomulagi um helm-
ingsfækkun langdrægra kjarnorku-
vopna á fundi þeirra S Moskvu síðar
á þessu ári, en sagði ljóst að eftir-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
UiXKeesmMfi