Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Bollu- og öskudags- bakstur fyrir börn Amiðvikudaginn er öskudagur, og þá er frí í skólanum,“ sagði Jonni. Hann var 11 ára. „Já, svo er líka bolludagurinn eða flengingar- dagurinn á mánudaginn?" sagði Gunna. „Er þá frí í skólanum?" spurði Stína. „Nei,“ sagði Jonni, „en þá skulum við fara eldsnemma á fætur og flengja alla Qölskylduna á nr. 12, bæði uppi og niðri." „Já, og líka hjá henni Steinu á nr. 20,“ sagði Gunna. Stínu brá í brún, hana langaði ekkert til að fara inn í einhver hús, þar sem hún þekkti fólkið lítið, og flengja það, þar sem það lá í rúminu. Stína var 8 ára, og hún var hálf hrædd við að láta uppi við systkini sín, að hún vildi ekki fara með að flengja. Svo kom sunnudagurinn. Mamma bakaði bollur til að eiga til næsta dags, og þau fengu líka bollur með sunnudag- skaffinu, en Stína gat ekki borðað marg- ar bollur. Hún var alltaf að hugsa um, að nú yrði hún að fara á fætur með systkinum sínum og flengja, og hún kveið reglulega mikið fyrir. Krakkamir höfðu sagt, að fólkið væri alls ekki allt ánægt yfir að láta flengja sig. Svo hafði Jonni sagt, að hann hefði séð einn mann í skónum og öllum fötunum undir sæng- inni. „Hann hefur liklega gleymt að hátta sig kvöldið áður,“ hugsaði Stína. Hvað átti hún að gera. Hún vildi bara að hún yrði veik, en hvernig átti hún að fara að því, það var ekkert að henni. „Æ, þetta voru aumu vandræðin." En þá datt henni snjallræði í hug. Hún gæti látið annað vaðstígvélið hverfa, þá gæti hún ekki farið út í rigninguna. Þegar systkinin voru sofnuð, læddist Stína inn í forstofu, tók annað Nokia- stígvélið sitt, fór með það inn í svefn- herbergi og lét það undir koddann. Svo lagðist hún til svefns, en það var undar- legt, hversu erfítt var að sofna. Mamma kom inn til þeirra eldsnemma næsta morgun. „Krakkar mínir, klukkan er að verða 7, þið skuluð drífa ykkur á fætur, ef þið ætlið í flengingarleiðang- ur.“ Stína þóttist sofa, en mamma klappaði ofan á sængina og sagði henni að fara á fætur. Þá mundi hún allt. „Stígvélið, skyldi mamma sjá það undir koddanum?" En mamma sá ekkert. Stína klæddi sig, og var lengí að því, því næst fór hún fram í eldhús og borð- aði súrmjólk og morgunkom með hinum krökkunum, sem töluðu upp í munninn' hvert á öðru, en Stína var þögul. Mamma sagði: „Stína mín, ertu nokkuð lasin? en Stína kvað nei við. Svo hlupu krakkamir fram í forstofu og náðu í regnkápumar og vaðstígvélin, og Stína gerði hið sama, en „mamma það er bara eitt stígvél," sagði Stína og kaf- roðnaði. Mamma fór að leita, en hvem- ig sem hún leitaði, fannst stígvélið ekki. Mamma sagði: „Getur þú ekki farið í mínum stígvélum?" Nei, í stígvélin henn- ar mömmu færi hún ekki. „Jæja, góða, þú um það,“ sagði mamma og Stína fór skömmustuleg inn í herbergið sitt og fór að lesa í bók, en hún átti erfitt með að festa hugann við lesturinn. Þegar mamma og pabbi fóm að borða morgunverð ásamt Stínu og bömunum, sem nú vom komin heim aftur, sagði mamma allt í einu: „Stína mín, ég fann stígvélið þitt, það var undir koddanum þínum.“ Stína þagði, en mamma hélt áfram: „Það er margt undarlegt sem gerist á flenging- Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON ardaginn, fólkið sefur í öllum fötunum, jafnvel með skó á fótunum, en héma labbar stígvélið hennar Stínu sig upp í rúmið hennar og leggst undir kodd- ann.“ Svo blikkaði mamma Stínu, en Stína leit ofan í bollann sinn, og henni fannst kakóið og bollurnar aldrei hafa bragðast betur. Eins og nafn þáttarins ber með sér, em þessar uppskriftir ætlaðar bömum — bömum á ýmsum aldri. Þau yngri þurfa væntanlega hjálp fullorðinna, en ættu þó að gera sem mest sjálf. Það er tvennt sem hafa ber í huga, þegar bakað er úr þurrgeri. Deigið þarf að vera frekar lint, og vökvinn má alls ekki vera heitari en svo, að þið fínnið ekki hita þegar þið stingið fíngrinum ofan í vökvann. Gott ráð er að blanda til helminga vatni úr heita krananum og kaldri mjólk. En umfram allt, krakk- ar, gætið ykkar á heitum bakaraofnin- um, notið alltaf pottaleppa, og kveik- ið ekki á ofninum nema einhver full- orðinn sé heima. Þegar við bökum úr deigi með þurrgeri, er mjög auðvelt að móta deigið alveg eins og leir. Þið getið því búið til það sem ykkur sýnist úr deiginu. Hér eru nokkrar fyrirmyndir af köttum, en á öskudaginn er kötturinn sleginn úr tunnunni. Þessa „ketti“ eða það sem þið búið til, getið þið svo skorið j sundur, sett ijóma, krem, sultu eða ávexti inn í þá eða jafnvel smjör og eitthvert salat. Það eru ekki allir sem vilja ijóma. Síðan er hægt að setja súkkulaðiglassúr ofan á „kettina" og þá er þetta næstum því eins og svartir kettir, sem við þekkjum öll. í veiðihárin er best að nota.lakkrís- reimar, en i augun litlar sælgætiskúlur, t.d. smarties. Kettina er best að teikna á stíft blað, klippa síðan út og leggja ofan á deigið og skera út með kleinu- hjóli eða hníf. Þið getið haft kettina stærri en í blaðinu. Ef kötturinn aflag- ast, þegar þið skerið hann út, getið þið lagað hann til með höndunum. Það er allt í lagi, þótt kettimir séu ekki allir eins, við vitum að kettir eru mjög mis- munandi. Notið bara hugmyndaflugið. Verið óhrædd, mótið það sem ykkur sýnist, það.verður gaman að sjá það, þegar það kemur út úr ofninum. Gangi ykkur vel. Auðvelt deig í bollur, „ketti“ eða annað 7 dl hveiti */2 dl sykur 1 tsk. salt 1 msk. þurrger 1 egg 1 tsk. kardimommudropar 1 msk. matarolía 1 dl mjólk 1 dl heitt vatn úr krananum 2 msk. mjólk 1. Setjið hveiti, sykur, salt og þurrger í skál. 2. Setjið egg, kardimommudropa og matarolíu í mjölið í skálinni. 3. Blandið saman í aðra skál heitu vatni úr kranan- um og kaldrí mjólk. Setjið út í það sem er í hinni skál- inni og hrærið saman með sleif eða setjið í hrærivél. 4. Setjið volgt vatn í eldhúsvaskinn ,jafn volgt og þið þvoið ykkur úr), setjið skálina ofan í vatnið. Bijótið hreina diskaþurrku saman og leggið ofan á deig-ið. Látið þetta standa í vatninu í 20 mínútur. 5. Setjið örlítið hveiti á borð, takið deigið úr skálinni og mótið bollur, ketti eða eitthvað annað úr deiginu. 6. Setjið bökunarpappír á 2 bökunarplötur. Raðið boll- unum, eða því sem þið hafið mótað, á pappírinn á plötun- um. Látið vera bil á milli. 7. Penslið bollumar með mjólkinni. Notið kökupensil. 8. Setjið heitara vatn í eldhúsvaskinn, leggið plötuna milli barmanna á vaskinum. Leggið diskaþurrkuna einf- alt yfír. 9. Hitið bakaraofninn í 220°C, blástursofn í 200 °C, setjið plötuna/plötumar í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur. Deig með maltöli, kanil og hunangi 11 dl hveiti IV2 msk. þurrger 1 tsk. kanill 1 tsk. salt 1 msk. hunang 1 msk. matarolía 1 flaska maltöl 1 egg 1 eggjahvíta 1 eggjarauða og 1 tsk. vatn til að pensla með. 1. Setjið hveiti, þurrger, kanil, salt, hunang, mata- rolíu, heiit egg og eggjahvítu í skál. 2. Setjið maltölið í pott, hitið í 1 rnínútu. Gætið þess að maltölið sé ekki heitara en fingurinn á ykkur þegar þið stingið honum ofan í maltölið. Ef það er heitara þarf að hella því í aðra skál og hræra í þar til það kólnar örlítið. 3. Hellið maltölinu út í það sem er í skálinni og hræ- rið saman með sleif eða í hrærivél. Setjið ekki hrærivél í samband nema einhver fullorðinn sé hjá ykkur. 4. Setjið volgt vatn í eldhúsvaskinn (jafn volgt og þið þvoið ykkur úr). Setjið skálina ofan í vatnið. Bijótið hreina diskaþurrku saman og leggið ofan á deigið. Látið skálina standa í vatninu í 20 mínútur. 5. Setjið örlítið hveiti á borð, takið deigið úr skálinni og mótið bollur, ketti eða eitthvað annað úr deiginu. 6. Setjið bökunarpappír á 2 bökunarplötur. Raðið boll- unum eða því sem þið hafið mótað á pappírinn á plötun- um. Látið vera bil á milli. 7. Setjið eggjarauðuna í skál, setjið 1 tsk. af vatni út í og hrærið saman. 8. Penslið bollurnar eða það sem þið bjugguð til með eggjarauðunni. 9. Setjið heitara vatn í eldhúsvaskinn, leggið plötuna milli barmánna á vaskinum. Leggið diskaþurrkuna ein- falda yfír. 10. Hitið bakaraofninn í 220°C, blástursofn í 200°C. Setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.