Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 48

Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Framleiðslustjórnun í alifuglarækt: STIGIÐ FRAMFARASPOR EÐA AFTUR TIL FORTÍÐAR? ALIFUGLABÆNDUR hafa staðið í átökum Hér á eftir fara ummæli fulltrúa ólíkra að undanförnu við fulltrúa verslunar og sjónarmiða í þessu máli, í framhaldi af neytenda vegna framleiðslustjórnunar sem greininni „ Af innlendum vettvangi“ sem tekin hefur verið upp í alifuglaræktinni. birtist annars staðar í blaðinu: Morgunblaðið/Einar Falur Jóhannes Gunnarsson form aður Neytendasamtakanna: Undirbúum hertar aðgerðir „ÞAÐ er mín skoðun að þessu máli sé engan veginn lokið og Neytendasamtökin eru að und- irbúa hertar aðgerðir," sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. „Ég er sannfærður um að ef þessar aðgerðir sem landbúnaðar- ráðherra og framleiðendur stefna að verða að veruleika muni það leiða til óhagkvæmari framleiðslu og hærra verðs til neytenda, en verðið til neytenda er þegar með eindæm- um og ekki á það bætandi. Við brugðumst svona harkalega við nú vegna þess hvað við höfum lengi barist gegn þessu og vil ég minna á baráttuna gegn einokun íseggs á sínum tíma. Við emm búin að horfa upp á það allt of lengi að byggðastefnu og björgunarað- gerðum fyrir gjaldþrota fyrirtæki hefúr verið haldið úti á kostnað matarbuddu almennings. Þegar þama átti að fara að bjarga hags- munum einhverra framleiðenda á sama hátt sögðum við: Nei takk, ekki meir. Við höfum þá reynslu af núverandi landbúnaðarráðherra að mótmælin ein duga skammt og framleiðendasjónarmið eru alltaf tekin fram yfir neytendasjónarmið, og því getum við ekki látið staðar numið." Einar Eiríksson, Miklaholtshelli: Höfum ekki getað komið ájafnvægi „UPPHAF þessa máls má rekja aftur til ársins 1984 þegar únnið var að stofnun dreifingarmið- stöðvarinnar íseggs, sem átti að skylda alla að leggja inn í. Þetta var okkur ekki að skapi þar sem við töldum að dreifingarstöðin myndi auka kostnaðinn. En þeir höfðu meirihluta í Sambandi eggjaframleiðenda og stofnuðu fsegg en við sögðum okkur úr sambandinu og stofnuðum Félag alifuglabænda," segir Einar Eiríksson eggjabóndi í Mikla- holtshelli. Eggjabóndi með afUrðir hænsna „í kjölfar þessa var Samband eggjaframleiðenda styrkt verulega af opinberu fé sem skapaði mismun- andi stöðu framleiðenda. Þeir juku framleiðsluna og ætluðu að ná und- ir sig stærri hluta markaðarins, en þá var næg framleiðsla í landinu. Þetta varð til að auka spennuna því aðrir framleiðendur vildu halda sínum hlut. Það fór reyndar svo að dreifíngarstöðin hætti starfsemi sinni. En við erum að súpa seyðið af þessu núna og höfum ekki getað komið aftur á jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar. Síðan er það alltaf svo þegar vel gengur og verð- ið er eðlilegt að þá er mikil ásókn hjá nýjum mönnum að hefja fram- leiðslu og er því oft erfitt að halda jafnvægi. Það er erfitt að vera í forsvari fyrir hóp manna sem geta ekki framleitt með sæmilegum árangri og þegar komið var fram á síðasta ár var séð að grípa yrði til ein- hverra aðgerða. Ekki var um nema tvær leiðir að velja. Að stofna dreif- ingarstöð sem hefði einokun á eggjasölu og öllum væri skylt að leggja inn í eða að hafa dreifinguna fijálsa en framleiðsluréttinn tak- markaðan. Seinni leiðin var vaJin." Einar sagði að afstaða fóðursal- anna, þar sem mikil samkeppni ríkti, hefði ráðið töluverðu um að markaðurinn hefði ekki jafnað sig. Þeir hefðu ekki verið tilbúnir til að stöðva þá verst stöddu og því hefði framleiðslan ekki dregist saman á eðlilegan hátt þegar harðnaði veru- lega á dalnum. Geir Gunnar Geirsson, Vallá: Gefumst upp fyrir kerfinu „ÉG HEF ekki breytt um skoðun. Hins vegar er ljóst að ekki þýðir endalaust að berja hausnum við steininn. Það má til sanns vegar færa að við séum að gefast upp á því að berjast við þetta mið- stýrða kerfi sem hefur haldið stöðugt áfram að misþyrma okk- ur. Fyrst við gátum ekki sigrað þá verðum við að ganga í lið með þeim,“ sagði Geir Gunnar Geirs- son, eggjabóndi á Vallá á Kjalar- nesi. „Ég væri óhræddur að keppa áfram ef aðstæður væru eðlilegar, en ekki er hægt að keppa við fjár- magn sem streymir úr opinberum sjóðum sem maður hefur sjálfur borgað í. 0g enn er verið að borga úr þessum sjóðum. Úr því sem komið er mætti mér vera sama um hvort eggjasamlag verður sett á stofn eða ekki. Ég sel mikið til stórra kaupenda, sem þurfa mikinn afslátt, og er því að selja ódýrari egg en margir aðrir. Ef þetta yrði sett í eitt kerfí þyrfti ég ekki að selja ódýrara en aðrir. En vissulega er þetta sárt því ég var búinn að fjárfesta í nýjum vélum og ætlaði að auglýsa mitt eigið merki upp af myndarskap. Ég vona svo sannarlega að hægt verði að sjá eitthvað meira frjáls- ræði í þessu í framtíðinni. Vandræð- in minnka vonandi eftir því sem offramleiðsla lambakjöts minnkar og minni þrýstingur verður á okk- ur.“ Bjarni Ásgeir Jónsson, Mosfellssveit: Lægra kjúklingaverð fæst aldrei leyft „ÞESSAR árásir Neytendasam- takanna á okkur eru ákaflega ósanngjarnar. Við höfum gert vel miðað við þær aðstæður sem við búum við,“ sagði Bjarni Ás- geir Jónsson framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf. sem rekur ali- fuglabú í Mosfellssveit og á Ás- mundarstöðum. „Við höfum frá því fóðurbætis- skatturinn var fyrst settur á okkur ítrekað óskað eftir hjálp og sam- starfi við Neytendasamtökin við að ná honum af okkur og öðrum álög- um sem við teljum ósanngjarnar. Við erum búnir að gefast upp á því að berjast einir fyrir fijálshyggjunni í landinu. Við erum kannski bara að þroskast eins og Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra og Jón Bald- vin Hannibalsson fjármálaráðherra, sem báðir höfðu lýst því yfir að þeir ætluðu að afnema fóðurbætis- skattinn en hækkuðu hann í staðinn þegar þeir urðu fjármálaráðherrar. Þegar þeir tóku við embættum sínum sáu þeir vandamál land- búnaðarins, sem vissulega eru ekki auðleyst og lausn þeirra varðar okkar hagsmuni. Okkur þykir ótækt að Neytenda- samtökin geri framleiðendur þess- ara afurða að glæpamönnum og okrurum. Það er ekki réttlátt því að þrátt fyrir allt eru kjúklingar með ódýrasta kjötinu á markaðnum og egg eru líklega ódýrasta áleggið og maturinn hér í búðum. Það er staðreynd að svo til allar vörur og þjónusta eru verulega dýrari hér en erlendis og er út í hött að vera að taka þessar afurðir sérstaklega út úr. Hitt er svo annað mál að með ákveðnum aðgerðum teljum við hægt að hafa egg og kjúklinga ódýrari hér, en gerum okkur grein fyrir því að okkur verður aldrei leyft að hafa kjúklingana ódýrari vegna samkeppninnar við lambakjötið sem stjórnvöld bera ábyrgð á að selja, og þó leyft verði að flytja inn kjúkl- inga munu stjórnvöld sjá til þess að þeir verði ekki of ódýrir fyrir lambakjötið.“ Ingibjörn Hafsteinsson formaður matvörukaup manna: Reglugerðin spor aftur ábak „VIÐ TÖKUM ekki afstöðu til óska Neytendasamtakanna og viljum ekki stjórna verðlagningu framleiðenda. En við erum á móti reglugerðinni, erum hrædd- ir við afleiðingar hennar,“ sagði Ingibjörn Hafsteinsson kaup- maður í Hamrakjöri og formaður Félags matvörukaupmanna. „Reglugerðin er að okkar mati spor aftur á bak, við viljum hafa samkeppni á milli framleiðenda. Þessi samkeppni hefur verið til staðar og hefur því ekki þurft inn- flutning til aðhalds. Ef samkeppni verður áfram sjáum við ekki þörf fyrir hann. Ingibjörn sagði aðspurður að kaupmenn hefðu ekki aukið álagn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.