Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 49
ingu sína á egg og kjúklinga með
auknum afslætti frá framleiðend-
um. „Við höfum pressað verðið nið-
ur en álagningin hefur ekki hækk-
að, frekar lækkað vegna samkeppn-
innar. Afslátturinn hefur skilað sér
í verðinu til neytenda, enda hefur
verið lágt verð á eggjum og kjukl-
ingum. Mér finnst líklegra að álagn-
ingin muni hækka núna þegar verð-
ið er bundið þannig að afsláttur sem
stærri verslanirnar geta fengið í
krafti magninnkaupa komi sem
aukaálagnjng hjá þeirn."
Ingibjörn sagðist óttast afleiðing-
ar kvóta á egg og kjúklinga. Nú
gæti verið opin leið fyrir margt
fleira, til dæmis svínakjöt, kartöflur
og aðra garðávexti, og franskar
kartöflur. Slíkt leiddi hugsanlega
til hærra verðs.
Gunnar Jóhannsson:
Ábyrgðin hjá
stjórnmála-
mönnunum
„ÁBYRGÐIN liggur hjá stjórn-
málamönnunum sem settu bú-
vörulögin 1985 en ekki okkur
sem reyndum að fá þingmenn til
að taka þessi ákvæði út úr lögun-
um. Afleiðingin varð sú að opin-
berir og hálfopinberir aðilar
fóru að skipta sér af samkeppn-
inni sem leiddi til þess að þeir
framleiðendur sem stóðu að ís-
eggi juku framleiðslu sína,“ seg-
ir Gunnar Jóhannsson, einn af
eigendum eggjabúsins á Ás-
mundarstöðum.
„Iseggsmenn náðu ekki árangri
og voru hvattir til að auka fram-
leiðsluna. Það leiddi til offram-
leiðslu sem verið hefur undanfarin
2—3 ár. Menn hættu ekki fram-
leiðslu eins og áður þegar offrám-
leiðsla hefur verið vegna þess að
menn höfðu trú á því að þeir fengju
kerfið eða ísegg myndi ná meiri-
hluta markaðarins. Skýringamar á
því að einstakir framleiðendur
hættu ekki em ýmsar. Til dæmis
má nefna að stór hluti framleiðsl-
unnar er í höndum manna sem
hafa þetta að aðalstarfi, hafa fórn-
að öllu sínu og geta ekki hætt.
íseggsmennimir vom komnir á
hausinn en reyndu að berjast eins
°g þeir gátu. Fóðursalamir hafa
líka haldið þessu gangandi.
Allir em orðnir langþreyttir eftir
2—3 ára baráttu án þess að fá tekj-
ur. Staðan var orðin slæm hjá öllum
og hátt í þriðjungur eggjabænda í
raun orðinn gjaldþrota. A dögunum
stóðu menn frammi fyrir því að
bíða í eitt ár og sjá hvort einhveij-
ir framleiðendur yrðu ekki stöðvað-
ir. Menn sáu ekki fram á breyting-
ar því mönnum tókst alltaf að
bjarga sér fyrir hom. Hin leiðin var
að taka sameiginlega á málinu inn-
an greinarinnar þannig að afskipt-
um Framleiðsluráðs af samkeppn-
inni innbyrðis á milli manna myndi
linna.
Staðan er ekki eins alvarleg í
kjúklingaræktinni, stríðið þar hefur
ekki staðið eins lengi. Stjórnvöld
em stöðugt að skipta sér af kjúkl-
ingaframleiðslunni með álagningu
kjamfóðurgjalda og öðmm álögum
til þess að borga niður lambakjötið
vegna þess að stjómvöld eiga
lambakjötið og verða að selja það.
Dæmi um þetta er söluskatturinn
sem allur var greiddur niður á
lambakjöti. Á þessu sést að sam-
keppnin er ekki frjáls nema í orði,
nema innan greinarinnar sjálfrar.
Að öðm leyti er samkeppnin við
ríkið."
Jón Gíslason, Hálsi:
Neytendur
hættir að njóta
niðurboðanna
„MÆLIRINN varð loksins fullur
í vetur þegar eggjaverðið fór i
þriðja skipti niður í algera vit-
leysu. Menn fengu sig fullsadda
af því að kasta frá sér eigum
sínum á þennan hátt. Þetta er
víst skólinn sem við þurfum að
ganga í gegnum en hann hefur
verið dýr,“ sagði Jón Gíslason
eggjabóndi á Hálsi í Kjós.
„Kaupmenn vom búnir að læra
á okkar vitleysu og neytendur vom
hættir að njóta niðurboðanna.
Álagning kaupmanna var í sumum
tilvikum komin í 100% áður en verð-
fallið varð í nóvember, þegar litið
er á okkar afslátt og álagningu
þeirra. Við vomm að beijast en
kaupmennimir vom búnir að gefast
upp á þessu hringli með verðið og
hirtu niðurboðin sem neytendur
áttu auðvitað að njóta.
Jón sagði að framleiðslan væri
að komast í jafnvægi og vonaðist
til að ekki þyrfti að draga mikið
saman. Hins vegar hefðu eggin að
hluta til verið framleidd á röngum
árstíma vegna þess að menn hefðu
ekki tálað saman. Vonaðist hann
til að þetta yrði skipulagt þannig
að aldrei yrðu gömul egg á mark-
aðnum. Jón sagði að ef íslenskir
bændur byggju við sömu aðstæður
og eggjabændur erlendis gætu þeir
framleitt eggin á nákvæmlega sama
verði og þeir. Hann sagði að það
væri þumalputtaregla sem styðjast
mætti við að kíló af eggjum kostaði
níu til tíu sinnum meira en eitt kíló
af fóðri. Það væri svo hér og í flest-
um öðmm löndum. Þá sagði Jón
að fijáls innflutningur á eggjum og
kjúklingum jafngilti því að menn
væm búnir að gefast upp á því að
reka landbúnað á íslandi.
Jón Asbergfsson
forstjóri Hagkaups:
Ef framleiðslan
borgar sig ekki
á að hætta
HAGKAUP hefur tekið undir
mótmælti Neytendasamtakanna
gegn stjórnun eggja- og kjúkl-
ingaframleiðslunnar. Hafa þeir
m.a. óskað eftir heimild til að
flytja til landsins 20 tonn af
kjúklingum og 17,5 tonn af eggj-
um frá Hollandi á verði sem er
langt undir heildsöluverði hér
innanlands.
Jón Ásbergsson forstjóri Hág-
kaups segir fyrirtækið hafi leitað
tilboða erlendis og geti það fengið
keypt egg á 32 kr. kílóið og kjúkl-
inga á 50 krónur. Ef leyfi fæst mun
verslunin selja kjúklingana á 100
krónur kílóið, sem er V4 af útsölu- '
verðinu nú, og eggin á 67—70 krón-
ur, sem er */3 af útsöluverði
íslenskra eggja. Sagði Jón að ef
innflutningur eggja og kjúklinga
yrði gefinn fijáls myndi það spara
yfir einn milljarð á ári.
„Hvað kemur mér það við,“ sagði
Jón þegar leitað var álits hans á
skýringum framleiðenda á verðmis-
muninum hér og erlendis, til dæmis
vegna minni eininga og minni mark-
aðar. „Ef ekki borgar sig að fram-
leiða Jiessar vörur hér á að hætta
því. Eg skil þau rök ein sem þeir,
hafa komið fram með að afkasta-
geta hænsnastofnanna sé minni hér
en erlendis vegna takmarkaðs inn-
flutnings og afföll meiri vegna tak-
markana í lyfjagjöf í fugla og fóður.
Ég lít svo á að þessi framleiðsla
flokkist ekki lengur undir hefð-
bundinn landbúnað. Þetta eru verk-
smiðjur sem ekki þurfa að vera upp
til sveita og geta alveg eins verið
hér í þéttbýlinu. Það verður að gera
þær kröfur að þessi iðnaður geti
framleitt í samkeppni við innflutn-
ing á sama hátt og önnur fram-
leiðslufyrirtæki."
OfTlROn
AFGREIÐSLUKASSAR
Bókamarkaður
Máls og Mcnningar
Opnar í dag
Bókaveisla á
öllum hæðum
Bókaveisla fjölskyldunnar
(—#—1
Bókabnð
Lmáls & menningarJ
LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242
íslenskar og
erlendar bækur
• á gömlu veröi
• á tilboðsverði
• í tilboðspökkum
• með afborgunum
• með staðgreiðsluafslætti