Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Hvað ertu búinn að sökkva mörgum olíuskipum? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI „pETTA EK UMSJÓNAR^VvAe>UR.IMM." Nagladekkin eru nauðsynleg í hálku Gísli Jónsson hringdi: „Öll umú'öllun um nagladekk heftir einkennst af fullyrðingum án þess að haft sé fyrir því að kanna staðreyndir. Þó keyrir um þverbak í skrifum R.S. sem birt- ust í Velvakanda hinn 10. febrúar en greinin bar fyrirsögnina „Nagladekkin eru sjaldnast nauð- synleg“. Þar segir m.a.: „Gera nagladekkjabílstjórar sér ljóst . . . að hægt er að hafa sandpoka í skottinu til öryggis". Slík sjónar- mið virðist ríkjandi í umræðum um nagladekkin, það er eins og bréfritari hugsi um það eitt að komast áfram á bíl sínum. Ég hugsa hins vegar mest um að geta stöðvað bílinn t.d. ef barn hleypur óvænt ýt á götuna. Og ég vil spytja R.S. - hvemig ætlar R.S. að tryggja að hann eða hún geti stöðvað bílinn í tíma í hálku ef bam hleypur skyndilega fyrir hann með því að hafa sandpoka í skottinu? Að lokum. Ég álít að bílar sem ekið er á naglalausum- dekkjum í hálku séu ólöglegir?" Kápa Ljósgrá rúskinskápa var tekin í misgripum á skemmtun á vegum Félags eldir borgara í Goðheim- um, Sigtúni 3, hinn 17. janúar. í vösum kápunar var ný silkislæða, bfllyklar og húslyklar. Eftir var skilin nákvæmlega eins kápa nema tveimur til þremur númer- um minni. Sá sem kápuna hefur undir höndum er beðinn að hringja í Félageldri borgara í síma 28812. Ríkisútvarpið er til fyrirmyndar Til Velvakanda Mig langar til að þakka Ríkisút- varpinu, gömlu góðu gufunni, fyrir marga alveg prýðilega þætti sem þar eru á dagskrá. Fyrst vil ég nefna þátt Hermanns Ragnars, „Ég man þá tíð“. Það þykir mér mjög skemmtilegur þáttur. Einnig er oft bæði gagn og gaman að,„í dagsins önn“. Þar kemur ýmislegt fram sem vert er að hlusta á. Þá vil ég nefna marga þætti að norðan, mér þykja þeir að mörgu leyti bera af hvað gæði snertir og vil ég fyrst nefna „Andvöku" Pálma Matthíassonar. Þeir þættir eru að mínu áliti alveg sérlega skemmtilegir og fróðlegir á að hlýða. Ekki má gleyma Hildu Torfadóttur eða Ingu Eydal. Hafi það norðanfólk þakkir fyrir. Og þá er það sjónvarpið, ég vil líka þakka því marga skemmtilega dagskrárliði og ber þá fyrst að nefna spumingaþættina hans Óm- ars. Þeir eru mjög góðir og skemmtilegir eins og flest sem sá ágæti sjónvarpsmaður kemur ná- lægt. Mig langar að þakka mörgum ágætum skemmtikröftum sem hafa komið fram í þættinum hjá Ómari. Ég þykist hafa fengið sönnun fyrir því að við eigum mikið af aldeilis ágætum söngvumm út um allt land ekki síður en í þéttbýlinu á suðvest- urhominu. Fyrir skömmu var ég að horfa á þáttinn með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Grænlandsferð. Það var skemmtilegt að hlusta á græn- lenska kórinn syngja Finnlandíu með hljómsveitinni. G.B. Víkverji skrifar Háskóli íslands er í hugum flestra ein mikilvægasta og virtasta stofnun landsins. Þess vegna er ekki að undra þótt mörg- um finnist það undarlegt réttlæti í þessari æðstu menntastofnun að örlög nemenda hans skuli geta ráð- ist af hlutkesti, líkt og bent er á í forystugrein Morgunblaðsins í gær. Éins og komið hefur fram hefur þetta nú gerst í tannlæknadeild- inni. Þar em takmarkanir á því hversu margir nemar fá að útskrif- ast og að þessu sinni vildi svo óheppilega til að þrír nemendur reyndust hnífjafnir og samkvæmt reglum deildarinnar óhjákvæmilegt að einn þeirra yrði að víkja, ef kvót- inn átti að standast. Þess vegna var varpað hlutkesti á milli þremenn- inganna og þar með féll einn út. Samkvæmt reglunum sem tann- læknadeildin hefur sett var þetta vafalaust eina færa leiðin. Hins vegar er jafnljóst að fáir njóta líklegra meiri samúðar heldur en þessi nemandi sem féll fyrir hlut- kestinu. En samúðin er sennilega lítil sárabót þegar menn hafa lagt á sig ómælt erfiði og mikla vinnu í mörg ár, hafa staðist prófið sem að var stefnt og verða síðan að sætta sig við að allt er unnið fyrir gíg með þessum hætti. Þess vegna hljóta menn að spyrja hvort ekki þurfi í öllum reglum að vera ákveð- inn sveigjanleiki og varla getur það talist goðgá að hléypa einum nem- andanum til viðbótar í gegn eitt árið. Varla er það árlegur viðburður að kringumstæður sem þessar komi upp í tannlæknadeild Háskólans. Víkverji vill því taka undir með for- ystugrein Morgunblaðsins um að yfírvöld Háskólans láti málið til sín taka og sýni að þar ráði ekki eintóm steinhjörtu ríkjum. XXX Iðulega er fjargviðrast yfir þjón- ustunni í íslenska bankakerfinu, þótt talsvert hafi þó úr því dregið í seinnr tíð, því að óneitanlega hefur aukin samkeppni í starfsemi banka hér á landi komið fram í batnandi þjónustu. Og greinilegt er að þjónusta * íslenskra banka er engan veginn alvond, ef hún er borin saman við það sem sum stærri þjóðfélög en okkar mega búa við. Kunningi Víkverja hélt til að mynda nýlega til náms í þekktri háskólaborg á austurströnd Bandaríkjanna. í Bandaríkjunum háttar hins vegar svo til í bankakerfinu, að þar starfa bankar ekki á landsvísu, líkt og hér, heldur er starfsemi þeirra bundin við fylkin. Þar eru því víða margir og oft fremur litlir bankar að beijast um hituna, og þjónustan sem þeir veita af fremur skornum skámmti. Alltént þótti kunningja Víkverja með ólíkindum að hann væri kom- inn í höfuðvígi samkeppninnar og markaðslögmálanna þegar hann fór að kljást við bankakerfið í nágrenn- inu og sagðist ekki hafa átt að venj- ast annarri eins sveitamennsku héð- an að heiman. Þessi maður hafði leigt sér íbúð og þurfti nú að fara m.a. að standa skil á orku- og símareikningum. Hann fékk sér líka greiðslukort og bankareikning eins og vera ber, og nú vildi hann fara að nota bankann sinn til að þurfa ekki að gera sér sérstakt erindi til olíufélagsins þar sem hann fékk eldsneytið til upphit- unar eða símafélagsins þar sem hann var í viðskiptum. Þá upp- götvaði hann sér til undrunar að bandarískir bankamenn þekktu ekki til gírógreiðslna til þessara nota. Hann lét hins vegar gott heita og óskaði þá eftir því að olíufélagið og símafélagið fengju að senda reikningana á hann til bankans og þar væru greiðslumar teknar út af reikningnum hans eða greiðslukort- inu. Þá fékk hann að vita að þetta væri heldur ekki þekkt á þessum slóðum og lætur maðurinn sér nú fátt finnast um bandaríska banka- þjónustu. XXX essi sami kunningi Víkveija lét hins vegar betur af þjónust símafélagsins sem hann skiptir við. Þegar hann pantaði símann hjá fé- laginu, fékk hann að vita að tiltek- inn öag á tilteknum tíma yrði síminn hans tengdur. Þetta stóðst upp á mínútu. Það sem kom honum hins vegar mest á óvart að fáeinum klukkustundum síðar var hringt frá símafélaginu. Erindið var það eitt að kanna hvort allt væri ekki með þeim hætti sem um var samið og að bjóða hann velkominn í við- skiptamannahóp þessa símafélags. Vinur Víkveija minntist þess ekki að hafa fengið svona trakter- .ingar hjá Pósti og síma..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.