Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 60

Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA /KNATTSPYRNA INNANHÚSS Grindavík íslands- meistari í 2. flokki karia LIÐ Grindavíkur kom mjög á óvart í íslandsmótinu 2. flokki karla innanhúss. Liðið komst alla leiðina í úrslitin með sigr- um á Sindra, Víði, Keflavík og Víkingum, Úrslitaleikurinn var gegn Reykjavíkurmeisturum Vals og sigraði Grindavík mjög óvœnt 8:7 (sjá umsögn um leik- inn annars staðar á síðunni). I mótinu tóku þátt 22 lið og var þeim skipt í 6 riðla og komst efsta liðið úr hverjum riðli áfram. Þau lið sem komust áfram voru lið HHHHI KR, ÍA, Vals, ÍBK, Andrés Grindavíkur og Pétursson Víkings. skníar j undanúrslitum spáðu flestir liðum Vals, KR og ÍA mestum frama. Valsmenn unnu Skagamenn í hörkuspennandi leik og KR-ingar unnu einnig ÍA þannig að í þeim riðli var hreinn úrslitaleikukr milli KR og Vals. Sá leikur var nokkuð sögulegur, KR-ingar voru með mjög sterkt lið en Valsmenn hreinlega yfirspiluðu þá í fyrri hálfleik. Stað- an í hálfleik var 6:2 fyrir Val. Þetta fór í taugamar á KR-ingum og fóru þeir að rífast innbyrðist og út í dómarann. Seinni hálfleikur var spennandi en Valsmenn náðu að hanga á forskotinu og unnu 9:8. Framkoma KR-inga eftir leikinn var ekki til fyrirmyndar, boltanum var hent í dómarann og orðbragð notað sem ekki á að heyrast á knatt- Morgunblaöiö/Andrés Pétursson , íslandsmelstarar Qrindavfkur í 2. flokki innanhúss 1988 ásamt Guðjóni Ólafssyni þjálfara. spymuvelli. KR-ingar geta ekki nema sjálfum sér um kennt hvernig fór, því þeir fóru illa með góð færi í leiknum og Valsmenn léku hrein- lega betur í leiknum. í hinum riðlinum komu Grindvík- ingar á óvart og sigruðu bæði lið Keflavíkur og lið Víkinga. Það voru því lið Vals og UMFG sem léku til úrslita á þessu móti. Rsykjavfkurmelstarar Vals ásamt Eyjólfi þjálfara sínum urðu að láta sér annað sætið lynda annað áríð í röð. Llð Skagamanna ásamt þjálfara sínum Sigurði Lárussyni. Þeir verða með sterkt lið í 2. flokki næsta sumar. Grindavik skoraöi sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok að leit ekki vel út fyrir Grindvíkinga þegar rúmur helmingur fyrri hálfleiksins var búinn. Valsmenn réðu lögum og •■■■■■ lofum á vellinum og Andrés komust í 4:1. En þá Pétursson var eins og hinn erf- sknfar iði leikur gegn KR- ingum léti á sér kræla og einnig sigurvissa þannig að Grindvíkingar náðu að jafna 4:4 fyrir lok hálfleiksins. Mikil spenna var í seinni hálfleikn- um, Valsmenn voru ætíð á unda að skora en Grindvíkingar náðu alltaf að jafna. Síðustu mínútur leiksins líða seint úr minni áhorf- enda, Suðumesjastrákamir náðu að jafna leikinn 8:8 rúmri mínútu fyrir leikslok. Valsmenn léku var- lega upp völlinn og greinilegt að þeir ætluðu að nýta tímann til hins ýtrasta og reyna ekki skot fyrr en rétt fyrir leikslok. Það gerðu þeir en vömin varði og boltinn barst inn á vallarhelming Valsmanna. Þar háðu vamarmáður Vals og Ólafur Ingólfsson harða baráttu og Ólafur hafði betur. Hann náði að teygja sig í boltann og hann lak inn rétt fyrir leikslok. Þetta var nóg til þess að Grindvík- ingar urðu Islandsmeistarar í 2. flokki en Valsmenn sátu eftir með sárt ennið, annað árið í röð. í samtali við unglingasíðuna sagði Rúnar Sigutjónsson, fyrirliði Grindavíkurliðsins, að þeir hefðu stefnt að titlinum síðan í fyrra. Þá hefði vantað sjálfsöryggi en núna hefði það verið til staðar og þeir hefðu uppskorið ávexti erfiðis síns. Hann vildi þakka Guðjóni Ólafssyni þjálfara mikinn hluta af þessum sigri og er þetta gott veganesti fyr- ir Grindavíkurliði bæði í 2.flokki og meistaraflokki fyrir tímabilið úti. Úrslit Leiknir — ÍK 3:3 Fylkir-KR 6:9 ÍA — Frani 5:4 UBK — Stjaman 5:7 ÍK-KR 2:9 LeiknirR. — Fylkir 3:7 Fram — Stjaman 6:4 ÍA-UBK 11:6 Fylkir - ÍK 13:6 KR — LeiknirR. 11:5 UBK - Fram 6:12 Stjaman - ÍA 4:10 Ægir — Sclfosa 6:9 Valur — Haukar 20:4 ReynirS. — ÍR 6:9 Þróttur R. — ÍBK 5:7 Sclfoss - Haukar 10:4 Ægir— Valur 1:18 ÍR-ÍBK 6:7 Reynir S. — Þróttur R. 10:7 Sindri — Grindavík 3:6 Ármann — FH 1:5 Víðir — Sindri 5:10 Vfkingur — Ármann 14:1 Grindavík — Vfðir 6:4 FH —Vfkingur 5:7 Grindavík — Sindri 6:5 FH — Ármann 8:7 Sindri — Víðir 4:6 Ármann - Víkingur 2:12 Víðir — Grindavík 1:6 Víkingur —FH 8:4 Valur — Seifoss 8:8 Haukar — Ægir 7:9 Þróttur — ÍR 1:8 ÍBK — Reynir S. 6:5 Sigurv. B ÍA - Sigurv. C Valur . 7:8 Sigurv. E Grindavfk — Sigurv FVík. . 7:6 Sigurv. A KR — Sigurv. B ÍA 8:4 Sigurv. D ÍBR — Sigurv. EUMFG '6:7 Sigurv. C Valur — Sigurv. A KR (6:2) 9:8 Sigurv. F Vfk. - Sigurv.DÍBK 5:2 Sigurv. I Valur — Sigurv. II Grindavfk 7:8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.