Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 41.tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sameínuðu arabísku furstadæmin: Mesta vatnsveður í manna minnum Dubai, Reuter. Eyðimerkur Sameinuðu arabísku furstadæmanna breyttu um ásýnd þegar mesta ofankoma í manna minn- um steyptist yfir. Fyrir tveim vikum var tilkynnt að hefja ætti vatnsleit með aðstoð gervitungla í furstadæm- unum vegna vatnsskorts. Að sögn veðurfræðinga gekk vatns- veður yfir öll sjö furstadæmin á miðviku- dag, úrkoma mældist 129 millimetrar i Dubai, þar sem meðalársúrkoma er 50 millimetrar. Fyrr í mánuðinum undirrituðu Sam- einuðu arabísku furstadæmin samning til flögurra ára við Bandaríkjamenn um að hinir síðamefndu nýttu gervitungl sfn til að taka myndir sem nota má til að fínna heppilega staði til að bora eftir vatni. íbúar í Dubai urðu að „stytta sig“ áður en þeir fóru yfir götur borgar- innar eftir rigninguna á miðvikudag. Sovétmenn um Afganistan-samninga: Æskja stuðnings Bandaríkjainanna Vilja þrýsta á Pakistana um samningsgerð Moskvu og Waflhington, Reuter. GEFIÐ var í skyn f viðtali, sem Pravda, málgagn Sovéska kommún- istaflokksins, tók við Júlfj Vorontsov, aðstoðarutanríkisráðherra eystra, að Sovétstjórnin myndi hvetja Bandaríkjamenn til að styðja samkomulag til þess að binda enda á striðið f Afganistan. Yrði það væntanlega gert á meðan Moskvuheimsókn Georges Shultz stendur f næstu viku. Sagði Vorontsov, sem verið hefur aðalsamningamaður Kremlveija í þessum efnum, að samkomulagið kynni að vera í höfn snemma f næsta mánuði ef Pakistanar drægju til baka „málamynda- fyrirstöður", sem þeir hefðu sett fyrir sig á sfðustu stundu. Pakistanar segja af og frá að Najibullah, leiðtogi leppstjómar Sovétmanna f Kabúl, verði áfram á valdastóli og setja það nú á oddinn í viðræðum sínum. Pakistanar þykja fylgja Bandaríkjastjóm nokkuð að málum og vonast Sovétmenn greini- lega til þess að stjóm Reagans geti fengið þá til þess að hvika frá þessu skilyrði sínu. Vorontsov, sem nýlega var á ferð í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sagði að kröfur Pakistana um að ný samsteypustjóm yrði að taka við völdum í Afganistan áður en hægt væri að gera samkomulag um brott- för sovéska innrásarliðsins væm til þess eins fallnar að draga strfðið á langinn og sagði þær „málamynda- fyrirstöður". „Pakistanar ættu að endurskoða hina neikvæðu afstöðu sína. Það veltur nú á þeim einum hvort sam- komulag verður undirritað í Genf á næstunni,“ sagði Vorontsov meðal annars. Vorontsov tengdi ummæli sín ekki beint við heimsókn Shultz, sem koma á til Moskvu næsta sunnudag til viðræðna við Míkhafl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, og Edúard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra, en stjómmálaskýrendum bar saman um að ljóst væri að Kremlarbændur hygðust þrýsta á bandarísk stjóm- völd um að fara fram á það við Pakistana, að þeir drægju kröfur sfnar til baka. Bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa sagt, að málefni Afgan- istans verði ofarlega á baugi í við- ræðum þeirra nú á sunnudag, sér- staklega eftir að Gorbatsjov lýsti því yfír að brottflutningur sovéska innrásarliðsins myndi heflast hinn 15. maí ef samkomulag næðist í Genf fyrr miðjan mars. Á dagskrá fundar Shultz og sov- éskra ráðamanna verður meðal annars skipulag leiðtogafundar risaveldanna í Moskvu í lok maí, sem og samkomulag risaveldanna um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna, en enn er langt f land með að þau séu ásátt um samn- ing í þá vem. Tillaga framkvæmdastjómar EB: 42.000 tonn af salt- fiski með 5% tolli BrUflflel, frá Kristófer Má Krifltínssyni fréttaritara Morgunblaðsinfl. SAMKVÆMT heimildum innan framkvæmdastjómar Evrópubanda- lagsins eru taldar góðar líkur á, að í mars verði samþykkt heimild til að flytja inn 42.000 tonn af saltfiski tO EB með 5% tolli. Sjávarútvegs- ráðherrar EB-landa munu fjalla um tillögur framkvæmdastjómarinn- ar á fundi sfnum 29. febrúar nk. Jafnframt leggur framkvæmdastjóm- in til heimild til að flytja inn 500 tonn af skreið með 10% tolli. Framkvæmdastjóm EB gerir ár- lega tillögur til sjávarútvegsráðherra bandalagsins um innflutning á nokkrum fisktegundum á hagstæðari tollum en almennt gilda eða samið hefur verið um sérstaklega. Þessar heimildir geta allir nýtt sér, sem selja þær afurðir, sem þær hljóða upp á. Samkvæmt GATT-samkomulaginu hafa aðildarrfki þess, þar með talið ísland, heimild til að selja 30.000 tonn tollfrjáls af saltfíski á þessu ári í EB-löndum. Árið 1985 voru engir tollar almennt á saltfiski innan EB, á árinu 1986 var 3,7% tollur á 65.000 tonnum umfram heimildir GATT- samkomulagsins og 5% tollur á 40.000 tonnum 1987. Nú er sem sé lagt til að 5% tollur verði á 42.000 tonnum, annars er 13% tollur á salt- fiski f EB,- ‘ Á sfðasta ári tóku sjávarútvegs- ráðherrar EB-Iandanna ekki ákvörð- un um 40.000 lesta innflutningskvót- ann fyrr en í júni. Kom það sér illa fyrir íslendinga, hve seint þessi ákvörðun var tekin. Nú stefna ráð- herramir að því að ljúka meðferð málsins f mars. Norðmenn hafa vegna samninga sinna við EB sérstakar söluheimildir fyrir saltfisk og skreið fyrir utan almennar heimildir. Leggur fram- kvæmdastjómin til að í ár hafi Norð- menn sérstaka heimild til að flytja inn tollfrjálst 3.000 tonn af saltfiski og 500 tonn af skreið. Samkvæmt þessu geta Norðmenn í ár selt 4.400 tonn af skreið, 13.250 tonn af þurrk- uðum saltfiski og 13.000 tonn af blautfíski til EB-landa án innflutn- ingsgjalda. Jeltsín vik- ið úr sljóm- málaráðinu Moflkvu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi lauk fundi í Kommúnista- flokki Sovétríkjanna f gær með þvf að tilkynna breytingar á stjóramálaráði og framkvæmda- nefnd miðstjóraar flokksins. Borís Jeltsfn, sem vikið var úr embætti leiðtoga Kommúnistaflokks- ins f Moskvu sfðasta haust, var vikið úr stjómmálráði flokksins í gær. Tók hann sæti sem áheymarfulltrúi í ráð- inu eftir brottreksturinn á sfðasta ári. Aðrar breytingar innan flokksins sem Gorbatsjov tilkynnti í gær em þær að Georgí Razúmovskíj, sem fer með mannahald og skipulagsmál inn- an flokksins, og Júrf Masljúkov, ný- skipaður yfirmaður efnahagsáætl- ana, tóku sæti f stjómmálaráðinu sem áheymarfulltrúar. Ráðherra hergagnaiðnaðarins, Oleg Baklanov, vék úr stjómmálaráði Kommúnista- flokksins og tók þess f stað sæti f framkvæmdaráði miðstjómar. Japanir munu halda hvalveiðum áfram Tókýó, Reuter. JAPANIR munu halda áfram hvalveiðum f vísindaskyni þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkja- manna að sögn talsmanns jap- anska utanrfkisráðuneytisins f gær. Hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir muni minnka fiskveiði- Glasa- fimmburar Hjónin Raymond og Michele L’Esperance, sem búa í bænum Royal Oak f Michigan-fylki f Bandaríkjunum, eignuðust fimmbura fyrir réttri viku. Bömin, tveir drengir og þijár stúlkur, eru fyrstu glasafimmb- urar sem fæðast f heiminum. Þeir eru fæddir tveim mánuð- um fyrir tímann en virðast vera hinir hressustu. L’Esperance- fajónin áttu fyrir fimm ára son, sem stendur á milli foreldra sinna á myndinni. Reuter kvóta Japana f bandarískri lög- sögu ef þeir hætti ekki hvalveið- um. Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins sagðist harma yfirlýs- ingu viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, Williams Veritys, í sfðustu viku þess efnis að veiðiheimild Jap- ana í bandarískri fiskveiðilögsögu yrði minnkuð um helming ef þeir halda áfram hvalveiðum undir því yfirskjmi að það sé í þágu vísinda. „Við munum halda áfram hvalveið- um í vísindaskyni, því við sættum okkur ekki við tilfinningaleg rök án vísindalegrar þekkingar á hvölum sem forsendu þess að hætta veið- um,“ sagði talsmaðurinn. Bætti hann við að Alþjóðahvalveiðiráðið hefði samþykkt veiðar í vísindaskyni. Alþjóðahvalveiðiráðið f Lundúnum tilkynnti á mánudag að við atkvæða- greiðslu um vfsindaveiðar Japana hefðu atkvæði fallið 19:6 þeim í vil. Japanir ljúka veiðum á 300 hrefnum eins og þeir höfðu fyrirhugað að veiða í Suður-íshafí í lok þessa mán- aðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.