Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 31 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Löng kosningabarátta Baráttan um að taka við forsetaembætti Banda- ríkjanna af Ronald Reagan er að komast á fullan skrið. Þetta er langur og erfíður slagur. Fyrst verða keppinautamir að beijast innbyrðis í eigirt flokk- um í einstökum ríkjum Banda- ríkjanna, síðan að hljóta sam- þykki flokksþinga og loks heyja frambjóðendur stóru flokkanna tveggja, repúblík- ana og demókrata, úrslitaorr- ustuna fyrir kjördag í nóvem- ber. í janúar 1989 lætur síðan Reagan formlega af embætti. Hann hefur þá setið á forseta- stóli í átta ár og er fyrsti for- setinn sem það hefur gert síðan á sjötta áratugnum, þeg- ar Dwight Eisenhower sat í átta ár (1953 til 1961). Á þriðrjudaginn fóru fram forkosningar í New Hamp- shire-ríki, en þær hafa verið taldar hafa sögulegt gildi síðan 1952. Þá gerðist það þar í slíkum kosningum, að Dwight Eisenhower, sem ekki var orð- inn formlegur frambjóðandi, sigraði óvænt í prófkjöri repúblíkana og lagði Robert Taft að velli með eftirminnileg- um hætti. í sömu lotu hjá demókrötum sigraði Estes Kefauver þáverandi forseta Haríy Truman og varð það til þess, að Truman ákvað að draga sig í hlé. Síðan hefur verið litið á New Hampshire sem kjördæmi, þar sem tiltölu- lega óþekktur frambjóðandi gæti komist í sviðsljósið. Það er söguleg staðreynd, að frá 1952 hefur enginn náð kjöri sem forseti Bandaríkjanna án þess að hafa farið með sigur af hólmi í forkosningunum í New Hampshire. Tvö lykilprófkjör hafa nú farið fram í Bandaríkjunum, í Iowa og New Hampshire. Þrír frambjóðendur hafa ákveðið að draga sig í hlé, tveir repúblíkanar: Alexander Haig, fyrrum utanríkisráðherra, og Pete du Pont, fyrrum ríkis- stjóri í Delaware; og einn demókrati: Bruce Babbitt, fyrrum ríkisstjóri í Arizona. Helstu keppinautamir hjá repúklíkönum eru nú George Bush, varaforseti, og Robert Dole, öldungadeildarþingmað- ur frá Kansas. Dole sigraði óvænt í Iowa en Bush vann óvæntan stórsigur í New Hampshire. Hjá demókrötum sigraði Michael Dukakis, ríkis- stjóri í Massachusetts, í New Hampshire en Richard Gep- hardt, fulltrúadeildarþingmað- ur frá Missouri, sigraði í Iowa og eru þessir tveir í broddi fylkingar hjá demókrötum. Enn er löng leið fyrir hönd- um hjá frambjóðendunum og ljóst, að hinir ólíklegustu hlut- ir geta komið í veg fyrir að þeir nái takmarki sínu. Hitt er ljóst, að hefði George Bush fengið slæma útreið í New Hampshire væri hann líklega að flestra dómi nú þegar úr sögunni sem trúverðugur frambjóðandi. Varaforsetinn hefur sætt ámæli fyrir að vera frekar litlaus og ólíklegur til stórræða. Til að losa sig undan því hefur hann tekið upp bein- skeyttari og hörkulegri bar- áttuaðferðir en áður. Vakti það til að mynda sérstaka athygli, þegar hann svaraði frægum bandarískum sjónvarpsfrétta- manni, Dan Rather, með gagn- árásum. Og eftir að hafa lent í öðru sæti í New Hampshire hefur Robert Dole sakað Bush og áróðursmenn hans um að halda uppi persónulegri ófræg- ingarherferð gegn sér og konu sinni. Bendir flest til þess, að þeir Bush og Dole eigi eftir að beijast af heift í návígi næstu daga og vikur; hinn 8. mars verður stórlota í prófkjör- inu, þegar kosið verður í 20 ríkjum samtímis. Um tíma var hart sótt að George Bush í því skyni að fá úr því skorið með afdráttar- lausum hætti, hver hlutur hans hafí verið í hinni leynilegu vopnasölu til írans og tilfærslu á fjármunum til kontra-skæru- liðanna í Nicaragua. Töldu margir að Bush hefði ekki komist nægilega vel frá þeirri orrahríð. Nú segja hins vegar margir, að í New Hampshire hafí varaforsetinn notið góðs af vinsældum Reagans meðal íhaldssamra lgósenda í ríkinu og hið sama eigi eftir að ger- ast í suðurríkjum Banda- ríkjanna. Vangaveltur af þessu tagi, sem sýnast í fljótu bragði byggjast á þverstæðum, eru til marks um umræður næstu vikna og mánaða, þegar hin langvinna kosningabarátta í Bandaríkjunum ber á góma. Hver sem úrslitin verða er ljóst, að þau snerta fleiri en Bandaríkjamenn eina. Hand- hafí bandaríska forsetavalds- ins hefur svo mikil áhrif á gang allra heimsmála, að með baráttunni um þetta vald er fylgst af athygli um öll lönd. Framtíð smáríkjanna eftirÁke Sparring KEYPT er nokkurra þúsunda tonna flutningaskip, safnað er saman hópi afrískra eða suður- ameriskra ævintýramanna með reynslu af hernaði í einhverri höfninni á leiðinni og honum fengin vopn í hendur, sjálfvirkir rifflar og handsprengjur. Fleira þarf ekki til að leggja undir sig litið konungsríki í Kyrrahafi eða Indlandshafi. Erfiðara verður að halda ríkinu en það er ekki ógemingur, eins og sagan kennir okkur. Hér eru nokkur dæmi. Sextiu vopnaðir menn stigu í land í Mahe, höfðueyju Seychelleseyja, snemma morguns fímmta júní árið 1977. Mennimir höfðu verið þjálf- aðir í Tansaníu. Mancham, forseti, sem var svo óheppinn - eða ef til vill svo heppinn - að vera erlendis, var sviptur völdum. Albert René, sem steypti honum af stóli, er enn- þá forseti og hefur leigt sér fímmtíu manna norður-kóreska lífvarða- sveit. Fimmtíu hvítir málaliðar stigu í land í Komoreyjum fyrsta maí 1978. Ahmed Abdallah Abderamane leigði þessa menn, en hann hafði áður verið forseti eyjunnar en verið steypt af stóli eftir vopnaðan bar- daga við lið Aili Solieh. Solieh varð þekktur þegar hann lét segja upp öllum rikisstarfsmönnumog brenna öllum opinberum slgölum eftir valdatöku sína. Hann var síðan skotinn 14 dögum eftir innrás Abd- eramanes, og auðvitað á flótta. Eftir að nýlendan Nýja-Suðureyj- ar varð lýðveldið Vanuato lýstu fímmtíu franskir plantekrueigendur og átta hundruð landbúnaðarverka- menn yfír sjálfstæði eyjunnar Espiritu Santo. Á bak við þessa yfírlýsingu stóð bandarískur styrkt- arsjóður, Phoenix, sem hafði áform um að breyta Espiritu Santo í skattaparadís fyrir milljónamær-. inga. Nýju valdhafamir í Vanuatu höfðu ekki yfir her að ráða. .Eftir langa bið gripu Frakkar, sem áður réðu yfír eyjunum, í taumana. Sumar valdaránstilraunimar geta verið farsakenndar. Til að mynda árið 1982 þegar hópur mála- liða, klæddur sem rúgby-lið, kom í flugvél til Seychelleseyja frá Svasí- landi en var svo kyrrsettur. Það gerðist í tollinum. Hluta „liðsins" tókst að flýja með því að ræna annarri flugvél og fljúga henni til Suður-Afríku, sem að sjálfsögðu aftók að hafa átt hlut að máli og neitaði að framselja rúgbí-iiðið. Staða smáríkjanna Ör fjölgun smáríkja í heiminum gefur ævintýramönnunum byr und- ir báða vængi. Hin fjölmörgu eyriki eru verst sett, því mörg þeirra era við fjölfamar sigiingaleiðir og hafa yfirleitt ekki eiginn her. Til smáríkja teljast ríki með minna en milljón íbúa. Þau era fímmtíu alls. Þar við bætast ríki, sem era í þann mund að breytast úr nýlendum í sjálfstæð ríki eða era að losa sig frá ríkjum sem þegar hafa hlotið sjálfstæði, en fíölda þeirra er erfítt að áætla. í Evrópu era átta smáríki, flest velstæðar leifar frá lénstímunum, þegar Evrópa var samsett af fíölda meira eða minna sjálfstæðra lands- svæða. Evrópsku smárikin, fyrir utan Möltu, era í sérstöku sam- bandi við öflugri ríki. Þau þurfa ekki að óttast sjóræningja og mála- liða. í Afríku og Indlandshafi era tutt- ugu smáríki. Flest þeirra eiga í erfiðleikum vegna landgráðugra nágrannaríkja og tortiygginna stórvelda. Smá en auðug fursta- dæmi í Persaflóa era beinlínis í hættu. í Eyjahafí og Karibahafi eru einnig tuttugu smáríki, og þau verða fleiri ef að líkum lætur. Þar verðum við vitni að síðasta þættin- um í þeim harmleik sögunnar sem upþlausn vestrænu nýlenduveld- anna er. Heitu eyjamar í Eyjaálfu, sælustaðir ferðabæklinganna, hefja hver eftir annarri innreið sína á vettvang alþjóðastjómmálanna; Enn er óvíst hversu lengi sjálfstæði þeirra verður virt. Smáríkin eiga ekkert annað sam- eiginlegt en smæðina og það sem því fylgir. Nokkur þeirra era auð- ug, sum þeirra mjög svo. Önnur eru fátæk, nokkur teljast til allra fátæk- ustu landa heims. Þá era sum í meðallagi stöndug. Sumum stjóma hefðbundnir ein- valdar. í öðram er þingræðisleg hefð sem á sér langa sögu, til að mjmda í Bahamaeyjum. Nokkur era mjög hægri sinnuð, önnur gera til- raunir eftir marxískum uppskrift- um, og nokkram má líkja við vestrænu velferðarsamfélögin. Flest smáríkjanna era einnig smá að flatarmáli og það skapar líka vandamál. Árið 1979 geisti fellibyl- urinn Davíð yfír Karibahaf og Dóminíska lýðveldið, 750 ferkíló- metrar að stærð og með 75.000 íbúa, varð á vegi hans. Þegar felli- bylurinn hafði geist framhjá vora þrir af hveijum fjóram landsmanna heimilislausir og sjötti hver meira eða minna alvarlega slasaður. Mið- að við fíölda íslendinga hefði þetta þýtt að 180.000 þeirra hefðu misst heimili sín og 40.000 slasast. Þá má benda á að Grenada, sem er sjálfstætt ríki innan Breska sam- veldisins, er eiginlega aðeins eitt eldfíall. Ef öll smárikin væru aðilar að Sameinuðu þjóðunum myndu þau vega þungt við atkvæðagreiðslur á allsheijarþinginu. Nokkur þeirra eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum, en önnur hafa kosið að standa fyr- ir utan þær. Ástæðan getur verið efnahagsleg: Það er dýrt að reka sendiráð í New York. Og það er reyndar fátt sem Sameinuðu þjóð- imar geta veitt þeim, síst af öllu vemd. Mörg þeirra hafa komist að samkomulagi við gömlu nýlendurík- in, sem felur yfirleitt í sér að landvamir og utanríkismál smáríkj- anna koma í hlut fyrrverandi nýlenduríkja. Vandamálið er að nýlenduríkin vilja helst vera laus við þessar landvamir. Þau skortir oft herafla á þeim svæðum sem þeim er ætlað að veija og þau eiga þar ekki beinlínis öryggishagsmuna að gæta. Einstök lönd Flest ríkin era smá að flatar- máii, eins og áður sagði, en það er fleira sem hafa ber í huga. Eyríkin geta verið dreifð yfír mjög stór svæði. Önnur era aðeins ein eyju og í kringum þau er ekkert annað en sjór. Naura varð sjálfstætt ríki árið 1968. Hér er aðeins um eina og mjög afskekta eyju í Kyrrahafí að ræða, 4,5 kílómetra að stærð á hveija hlið. íbúamir era um 8.000. Til samanburðar má nefna að Sid- ney í Ástralíu, sem er næsta stórborg, er 3.500 kflómetrar. Naura hefur ekki eigin her. Naura er kóraleyja. Miðbik eyjar- innar er 60 metra há slétta, þar sem í kóralnum myndast fosfat. Byggð eyjarinnar er á 150-300 metra breiðri strandlengju. Meira en helm- ingur íbúanna starfar við fosfatiðn- aðinn. Þeir búa við álíka lífskjör og Vesturlandabúar og það byggist eingöngu á fosfatiðnaðinum. Ánnað framleiðir Naura ekki. Meira að segja vatnið er flutt inn. Um miðjan næsta áratug má búast við að fos- fatið verði uppurið. Tuvalu er hér um bil jafn stór að flatarmáli og Naura og íbúar þessara rflq'a era nokkum veginn jafn margir. í Tuvalo era hins veg- ar níu kóraleyjar sem mynda 500 kflómetra langan klasa í Kyrrahafí. Landsmenn lifa að miklum hluta á þeim peningum sem Tuvalubúar erlendis senda heim. Margir þeirra vinna í Naura. Jarðvegurinn er ófrjór. í sjónum kringum eyjamar er mikið af físki, en í Tuvalu er aðeins eitt fiskiskip. í Vanuatu era áttatíu eyjar. Fjar- lægðin frá nyrstu og syðstu eyjun- um er 800 kflómetrar. Eyjamar era samanlagt helmingi stærri að flat- armáli en Sjáland. Þær era fíöllóttar og fíöllin era þakin hitabeltisregn- skógum. íbúmar, 125 þúsund að tölu, era Melanesar en tala mörg ólík tungumál. í fjöllunum era ætt- bálkar sem frá örófí alda hafa lifað einangraðir frá umheiminum og gera enn. í Kiribati era 33 ófrjóar, vinda- samar kóraleyjar og 60.000 íbúar. 3.870 kílómetrar era á milli aust- ustu og vestustu eyjanna (eins og milli Nordkap, nyrsta odda Noregs, og Krítar) og 2.000 kflómetrar era á milli nyrstu og syðstu eyjanna. í Karibati er her: hundrað manna fótgöngulið, 50 manna hallarvarð- sveit og fímmtíu manna sjóher. Eyjabúar era einnig í vináttusam- bandi við Bandaríkjamenn. Karibatibúar lifðu einkum á fos- fatvinnslu fram til ársins 1980, en þá var náttúraauðlindin uppurin og vergar þjóðartekjur minnkuðu um helming. í Maldíveyjum í Indlandshafí era 1.200 kóraleyjar sem era alls 298 ferkflómetrar að stærð (17 kfló- metrar á hveija hlið) og dreifðar yfír 300.000 ferkflómetra af Ind- landshafi (550 kílómetrar á hveija hlið). Hæstar era eyjamar sex metrar yfír sjávarmáli. íbúamir era 150.000. Jarðvegur- inn er ófrjór og loftslagið óþægilegt. Þar er enga olíu að fínna, engar steintegundir era þar, og ekki einu sinni lækjarspræna sem gæti svo mikið sem knúið eitt mylluhjól. Eiga smáríkin sér framtíð? Smáríkjunum fíölgar ört, eins og áður sagði, en spumingin er: Hvem- ig á þeim eftir að reiða af? Mörg smáríkjanna vora áður breskar nýlendur. Meirihluti þeirra er ennþá í breska samveldinu í von um efnahagslega aðstoð og hemað- arlega vemd. Þess vegna er engin tilviljun að það era fyrst og fremst breskir háskólaborgarar og stjóm- málamenn sem hafa rannsakað stöðu smáríkjanna. Hemaður í tveimur smáríkjum hefur bitnað illa á Bretum. Hér er átt við innrás Argentínumanna á Falklandseyjar árið 1982 og innrás Bandaríkjamanna í Grenada árið 1983. Falklandseyjar vora og era bresk nýlenda. Grenada heyrði til Breska samveldinu, hefur og hafði breskan yfírlandsijóra. Þeir Bretar sem fíalla um smárík- in era svartsýnir. Fá þeirra koma til með að geta séð um sig sjálf. Mörg þeirra treysta meira að segja á fíárhagsaðstoð fyrir nauðsjmjum. Þau era of smá til að geta byggt upp skólakerfi og sett á stofn há- skóla, sem gætu gert þau gjaldgeng í heimi nútímans, og þau era of lítil til að geta séð um landvamir í vera- legum mæli. Slæmur efnahagur leiðir til togstreitu innanlands og hvort tveggja eykur hættuna á valdaráni, þar sem svo iítinn her- afla þarf til þess. Máttleysi og innanríkisdeilur ásamt góðri hem- aðarlegri staðsetningu gætu einnig kallað á íhlutun stórveldanna. Eyríkin era sérstaklega illa sett. Nýju hafréttarlögin hafa fært mörgum þeirra gríðarstóra land- helgi, sem þau geta aðeins nýtt sér og haft eftirlit með að hluta til og aðeins í einstökum tilvikum. Önnur ríki hafa til þess bolmagn. Flest eyríkjanna vilja þar að auki að litið sé á svæðin milli eyjanna sem þeirra eigin hafsvæði, sem er ekki óskyn- samleg túlkun á hafréttarsáttmál- anum. Stórveldin virða einnig kröfur þeirra að vettugi og það er ekki margt sem smáríkin geta gert. Á því svæði sem Maldíveyjar líta á sem sitt eigið hafsvæði hefur floti rauða hersins komið fyrir akkeris- Bandariskir hermenn bera jarðneskar leifar fyrrum forsætisráðherra Grenada, Maurice Bishops, sem valdaræningjar drápu árið 1983. lægi með föstum baujum. Stórveldin hafa í mörg ár togast á um eyríkin, og að því er virðist hafa vinsamlegar viðræður leiðtoga þeirra ekki breytt því. Það er mjög mikilvægt fyrir stórveldin að hafa aðgang að herstöðvum á sem flest- um eyjum. Rauði herinn reyndi á áttunda áratugnum að ná undir sig þeim hluta Kyrrahafsins sem Bandaríkjamenn hafa ráðið yfír, en án árangurs að því er virðist. Staða Sovétmanna í Indlandshafí er hins vegar miklu betri. Óvissa ríkir um ástandið í Seychelleseyjum. Það lýs- ir nokkuð vel boðskiptunum í þessum heimshluta að bandaríska leyniþjónustan CIA og utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna deila inn hvort sovéskir hermenn séu í Seych- elleseyjum eða ekki. Lejmiþjónustan heldur því fram að þeir séu fímmtíu. Fimmtíu sovéskir hermenn... Rene, forseti, rændi landinu með liðsinni sextíu hermanna. Bretar hafa reynt að reikna út hversu marga þurfí til að hertaka og stjóma smáríki án eigin hers. Þá hafa þeir haft fíölda lögreglu- manna í ýmsum löndum til hliðsjón- ar. Bandaríska lögreglan telur sig þurfa 30 menn til að halda uppi lögum og reglu i 30.000 manna borg, það er að segja einn lögreglu- mann á hveija þúsund íbúa. Sovétríkin komast af með helmingi færri lögreglumenn - að minnsta kosti samkvæmt opinberam skýrsl- um. Ef við heimfærum þetta til bæja af þeirri stærðargráðu sem tíðkast í Grenada þýðir þetta að valdaræningjar þurfí ekki fleiri en 50-100 menn. Valdaræningjamir í október árið 1983 munu einmitt hafa haft sveit 50 vopnaðra manna sér til liðsinnis. Innan viku gátu þeir komið á virku útgöngubanni áður en bandaríski herinn réðist inn í landið. Þetta kenna atburðimir á Falk- landseyjum okkun Þrátt fyrir að Falklandseyjamar væra bresk nýlenda var argentínska stjómin þess fullviss að litlu máli skipti fyrir Breta þótt Argentínu- menn réðust á eyjamar. Argentín- sku hershöfðingjamir vora svo sannarlega ekki einir um þessa skoðun. Almennt var álitið, ekki síst í Evrópu, að stríðið væri ein vitleysan enn. En... ef Bretar hefðu ekki varið sfn eigin lándamæri, hvemig gætu þá fullvalda smáríki Breska samveldisins lagt trúnað va loforð þeirra um vemd? Við minnumst einnig að London ólgaði af reiði þegar Bandaríkin réðust inn í Grenada. Ástandið innan ríkjanna Því stöðugra sem ástandið er innan smáríkjanna því erfíðara verður fyrir valdaræningja og önnur ríki að notfæra sér veikleika þeirra. í flestum þeirra er ástandið fremur óstöðugt. I kjölfar pólitísks óstöðug- leika koma alltaf sömu vandamálin: léleg menntun, almenn fátækt, mik- ið atvinnuleysi, spilling og ófull- komið lýðræðislegt réttarfar, hvort sem vinstri- eða hægrisinnar era við völd. Lausnin felst því í efnahágsleg- um framföram. En hvemig má bæta efnahag ríkjanna? Auðugu smáríkin eiga yfírleitt aðeins einni náttúraauðlind ríki- dæmi sitt að þakka. Vandamálið er að fyrr eða seinna verða auðlind- imar uppumar. Best era veðursælu eyjamar staddar og þær sem ekki era of langt frá ferðamönnunum. í flestum smáríkjanna era engar náttúraauðlindir, og mörg þeirra liggja svo langt í burtu að þau geta ekki gert sér vonir um að taka þátt í alþjóðlegum atvinnuskiptum. Eftir stendur vonin um linnulausan straum fíárhagsaðstoðar og að minnsta kosti um lítinn hluta ferða- mannastraumsins. Meira að segja heitu eyjamar í Eyjahafi era ekki neinir sælustaðir í heimi nútímans. Höfundur er fyrrverandi for- stöðumaður sænsku utanríkis- málastofnunarinnar. Hann ritar nú dálka í norræn blöð. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir HUGH O’SHAUGHNESSY Þjóðfélag’sbylting Pinochets „Þú getur sent telexskeyti úr kjörbúðinni. Simaþjónustan er frá- bær. Götumar eru hreinar og snyrtilegar. OIl þjónusta er í lagi hér í borg,“ sagði evrópskur sendifulltrúi í Santiago, höfuðborg Chile. „Sum þjónusta er betri hér en í Þýzkalandi.“ Undir heitri áramótasól Suð- ur- Ameríku hóf Augusto Rnochet hershöfðingi, forseti her- foringjastjómarinnar í Chile, lokaáfangann í kosningaundir- búningi sínum, þótt hann hafí ekki enn opinberlega gefíð kost á sér. En Pinochet, sem verið hefur við völd frá byltingu hersins í september 1973, hefur fullan hug á að halda völdum fram á miðjan næsta áratug. Hreint og fágað Pinochet hefur - líkt og Mussol- ini hér á áram áður - tekizt að láta jámbrautarlestir landsins halda áætlun. Ólíkt því sem er í niðumíðslunni í Buenos Aires eða í óþefnum í Lima er allt hreint og fágað í Santiago, höfuðborg Chile. Opinberar byggingar era tandurhreinar, opin svæði vand- lega hirt, neðanjarðarlestimar, sem lagðar era samkvæmt franskri fyrirmynd, era háþróaðar og unun að ferðast með þeim, verzlanir era yfírfullar af neyt- endavamingi, vel búin veitinga- húsin þéttsetin farsælum og fram- sæknum fulltrúum miðstéttanna - það er þeirra sem ekki era að njóta hitabylgju sumarsins við strönd Kyrrahafsins í Vina del Mar eða Zapallar. Herinn lítt áberandi Santiago hefur aldrei veri snyrtilegri frá því skyndileg og mikil aukning varð á nítratút- flutningi Chile fyrir um 100 árum, er gerði ráðamönnum borgarinnar fært að reisa tugi opinberra bygg- inga í viktoríönskum stfl á víð og dreif um borgina. Börgin ber þess fá merki að hún er undir stjóm hersins. Fátt er um lögreglumenn á götunum, og enn minna um hermenn, ef frá er talin viðhöfnin þegar skipt er um varðmenn við Moneda-for- setabústaðinn á morgnana. Þeir fátæku era heldur ekki alveg látnir sitja á hakanum. „Pinochet ætlar að byggja 80.000 hús á árinu 1988, sem leigð verða út á vegum borgarinn- ar. Það era meiri byggingarfram- kvæmdir en fyrirrennarar hans úr röðum sósíalistá eða kristilegra demókrata réðust nokkumtíma í á einu ári,“ segir Carmen Saens leiðtogi Þjóðlega íhaldsflokksins, sem er í andstöðu við Pinochet og berst fyrir því að aftur verði komið á þingraeði í landinu. Pinochet, sem hefur átt meiri velgengni að fagna en nokkur annar stjómmálamaður í Chile á þessari öld, hyggst kúga hers- höfðingja og aðmírála landsins til að útnefna sig opinberan fram- bjóðanda til komandi forsetakjörs, og síðan fara með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslu næsta haust, sennilega í september. Keppinautar innan hersins Þótt Pinochet eigi sér keppina- uta innan hersins - þar era oftast tilnefndir Humberto Gordon hers- höfðingi og Roberto Soto hers- höfðingi - er talið líklegast að komi Pinochet vel út úr skoðana- könnunum muni herinn styðja hann til áframhaldandi setu í for- setastóli. Fallist kjósendur á fram- bjóðanda hersins í þjóðaratkvæða- greiðslunni, tekur sá frambjóð- andi við forsetaembættinu 11. marz á næsta ári, og er kjörtíma- bil hans sex ár. Felli kjósendur frambjóðandann fer Pinochet áfram með embættið í það minnsta fram á árið 1990 þegar efnt verður til kosninga undir ströngu eftirliti. En Pinochet heldur ótrauður áfram þjóðfélagsbyltingu sinni, sem sögð er í anda Margaretar Thatcher. Og það kom ljóslega fram hve góð tengsl era milli leið- toga Chile og Bretlands þegar landbúnaðarráðherra Breta, John Selwyn Gummer, kom í opinbera heimsókn til Chile 11. janúar s.l. og flutti Pinochet, sem var banda- maður Breta á bak við tjöldin í Falklandseyjastríðinu, vinar- kveðju frá Thatcher. Þeir fátæku þjást Fátækustu Chilebúamir lifa í örbirgð undir stjóm Pinochets. Auðurinn hefur ört verið að safn- ast á æ færri hendur. Samfara ströngu eftiriiti með starfsemi stjómmálaflokka og verkalýðs- félaga og takmörkunum á prent- frelsi hafa kjör þeirra lægst settu farið versnandi. Hundrað þúsunda stunda atvinnubótavinnu á vegum ríkisins þar sem lægstu laun nema aðeins andvirði 800 íslenzkra króna á mánuði. Þau 20% þjóðar- innar sem við bágust Iq'örin búa fá sffellt minni sneiðar af þjóðar- kökunni. „Yfírvöld era áhyggjufull," segir skólasálfræðingurinn Adr- iana. „Á mánudögum þegar við eram að syngja þjóðsönginn og hylla fánann líður yfír sum fátæk- ari bömin. Þau fá nefnilega mat í skólunum á virkum dögum. En um helgar lifa þau á brauði og tei og fá aldrei kjamgóða máltíð í heimahúsum." í nýlegri könnun á vegum þess opinbera kemur fram að af þeim 12 milljónum manna sem búa í Chile era 1.510.337 skólaböm sem bera einhver merki vannær- ingar. „Mörg böm era smávaxin mið- að við aldur. Mörg hafa engan varaforða fítu og vöðva í líkaman- um sem gæti auðveldað þeim missi máltíða," sagði bamalækn- irinn Luciano. „Úti í sveitunum búa 40% þjóð- arinnar við matarskort," segir Carlos Bravo, sem er þekktur jarðræktarfræðingur. Og Carmen Saens bætir við: „Chile fljftur út matvæli sem þjóð- in hefur ekki ráð á að leggja sér til munns." Allt hefur þetta leitt til þess að í fátækrahverfum Santiago flykkjast ungiingamir í samtök vinstrisinnaðra skæraliða, Þjóð- fylkingu Manuels Rodriguez, en litlu munaði að samtökum þessum tækist að ráða Pinochet af dögum árið 1966. „Okkur mistókst þá. Við reyn- um áfram þar til okkur tekst það,“ segir talsmaður samtakanna. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver. Augusto Pinochet hefur verið við vðld í Chile frá þvi að herinn gerði byltingu i september 1973. Hann hefur nú hafíð lokaundir- búning kosningabaráttu sinnar fyrir forsetakosningarnar í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.