Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 t Eiginmaður rhinn, FRIÐBERT FRIÐBERTSSON, fisksali, Kleppsvegi 124, rést i Landspítalanum 17. febrúar. Ragnhildur Guðmundsdóttir. t INGÓLFUR NIKULÁS BJARNASON frá Teigagerði í Reyðarfirði lést 14. febrúar í Gimli Manitoba Kanada. Aðstandendur. t Faðir minn, ÁGÚST NÚPDAL BENJAMÍNSSON, • lést í Landspítalanum þann 17. febrúar. Greta Ágústsdóttir. t Maðurinn minn, ÓLAFUR A. ÞORSTEINSSON, lést á heimili okkarTúngötu 19, Keflavík, aðfaranótt 18. febrúar. Hallbera Pálsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR JÓNSSON frá Dynjanda, er lést í Sjúkrahúsl Isafjaröar 12. febrúar, verður jarösunginn frá ísafjaröarkapellu laugardaginn 2Ck febrúar kl. 15.00. Bentey Hallgrfmsdóttir, Sigurjón Hallgrfmsson, Margrét Hallgrfmsdóttir, Gunnar Hallgrfmsson, Rósa Hallgrfmsdóttir, Halldóra Hallgrfmsdóttir, María Hallgrfmsdóttir, Sigrfður Hallgrfmsdóttir, og Einar Alexandersson, Sigrfður Guðjónsdóttir, Marinó Magnússon, Jónfna Sfsf Bender, Erllng Paulsrud, Kjartan Sigmundsson, Sigurður Kristinsson t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNU SAMÚELSDÓTTUR frá Súðavfk, til heimilis á Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, verður í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður frá Súðavíkurkirkju. Daðfna R. Friðriksdóttir, Magnús Aspelund, Guðrún Friðriksdóttir, Guöjón Samúelsson, Selma A. Friðriksdóttir, Guðbjörn Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR G. EINARSDÓTTUR, fer fram frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 20. febrúar kl. 10.30. Guðmundur Halldórsson, Sesselja Halldórsdóttir, Hermannia Haildórsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Dómhildur Gottliebsdóttir, Tómas Enok Thomsen, Theodór Tehodórsson, Ásgeir Ásgeirsson og barnabörn. t Jarðarför bróður okkar, STEFÁNS STEFÁNSSONAR frá Vík í Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Málfrfður Helgadóttir, Eyrún Helgadóttir, Einar Helgason. t STEFÁN JÓN KARLSSON, Brekastfg 31, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Petra Júlíusdóttir, Þórunn Karlsdóttir. Hólmgeir Árnason frá Flatey - Minning Hinn 10. febrúar sl. lést í Sjúkra- húsi Húsavíkur Hólmgeir Ámason, Laugarbrekku 20, Húsavfk. Hann hafði komið á sjúkrahúsið um morg- uninn til stuttrar rannsóknar, en varð bráðkvaddur er hann hvíldist að rann- 8Ókn lokinni. Þegar mér var tilkynnt um svo óvænt og að mér fannst ótímabært fráfail föðurbróður míns hvarflaði að mér sú hugsun, að þetta væri ekki svo ólíkt honum frænda mínum, þó að hann fengi ekki neitt um slíkt ráðið. Hann var maður sem ekki þoldi neitt slór um dagana og þegar eitt- hvað var afráðið varð það að ganga hratt og óhikað fyrir sig. Krafturinn í Hólmgeiri minnti mig stundum á svar Áma afa míns þegar hann veiktist í Flatey 1958 þá 89 ára gamall. Hólmgeir spurði þá gamla manninn hvort hann vildi ekki að hann yrði fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík. Hann vissi að hann myndi fá svarið fljótt, en það var óvíst hvað það yrði. Hólmgeir til mikils léttis var svarið Já“, en hann bætti við — „við skulum þá fara strax". í þessum anda fannst mér Hólm- geir ljúka jarðvist sinni og ég er nokk- uð viss um að það hefði orðið þung- bært fyrir hann að liggja lengi rúm- fastur, en hann bjó við nokkuð góða heilsu þar til yfír lauk. Hólmgeir var fæddur á Knarrar- eyri á Flateyjardal 27. mars 1910. Hann var 8. bam hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Ama Tómassonar, sem þar bjuggu^ frá 1904 til 1941. Jó- hanna og Ami hófu búskap sinn á Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði og voru síðustu ábúendur á þeirri jörð. Þeim hjónum fæddust 16 böm og komust 14 þeirra til fullorðins ára. Systkinin vom Jón, fæddur 27. júlí 1899, Guðrún Sigfríður, fædd 10. september 1900, Jónatan Sigurbjöm, faeddur 7. júní 1902 (dó í frum- bemsku), Gísli, f. 24. júlí 1903, Guð- mundur, fæddur 27. febrúar 1906, Kristbjörg Líney, fædd 29. maí 1907, Þórveig Kristín, fædd 5. september 1908, Hólmgeir, fæddur 27. mars 1910, Sigurbjöm, fæddur 4. október 1911, Guðný Anna, fædd 8. desemb- er 1912, Jónatan, fæddur 4. júlí 1914, Tómas, fæddur 23. september 1915, 13. Stefán, fæddur 30. desember 1917, Hólmfríður Rósa, fædd 1. aprfl 1919, Sigurveig Björg, fædd 24. júní 1920, andvana fædd stúlka 24. júnf 1920. Af þessum stóra systkinahóp em np aðeins flögur á lífí. Þau em Líney, fyrmrn húsfreyja f Garði í Fnjóskadal, Stefán, fyrmrn bóndi Höfðabrekku, Grenivík, Rósa, fyrrum húsfreyja Þengilbakka, Grenivík, og Björg, húsfreyja í Reykjavfk. Hólmgeir ólst upp á þessu stóra heimili á Knarrareyri við mikla fá- tækt eins og þá var víða. Hann vand- ist ungúr vinnu bæði á sjó og landi. Dugnaður hans og harðfylgi komu fljótt við sögu, enda var hann öflugur og í alla staði vel gerður. Hann byij- aði að stunda sjóinn með föður sínum og eldri bræðmm, en tók síðar við stjóminni og réri með yngri bræðmn- um. Skólagangan var stutt en góð hjá hinum rómaða bamakennara í Flat- ey, Jóhannesi Bjamasyni. Knarrareyri var eini bærinn austan Dalsár og varð því hver fjölskyldu- meðlimur að leggja sitt af mörkum í lffsbaráttunni um leið og hann hafði til þess þrek og húsmóðirin taldi það ekki eftir sér að koma niður á kamb- inn til þess að setja bátinn með bónda sfnum, þó að hún væri stundum þung á sér. Hólmgeir mat alla tíð foreldra sína mjög mikils og var æskuheimilið hans honum afar kært umræðuefni. Árið 1934 kemur í Knarrareyri Sigríður Sigurbjömsdóttir frá Vargs- nesi sem ráðskona. Með henni voru einnig foreldrar hennar Petrína Ingi- björg Jóhannesdóttir og Sigurbjöm Sigurjónsson. Sigríður var einkadótt- ir þeirra hjóna, en Petrína hafði áður eignast son. Hann var Aðalbjöm Sigmarsson bóndi að Ketilsstöðum á Tjömesi. Með komu Sigríðar urðu þáttaskil í lífi Hólmgeirs. Þau felldu hugi sam- an og giftu sig heima á Knarrareyri 2. júní 1935 eftir að hafa sótt messu á Brettingsstöðum. Þau hefja búskap í Flatey í fyrstu, en flytja að Látrnrn við Eyjafjörð 13. maí 1936 ásamt foreldrum Sigríðar, en þau vom með þeim alla tíð. Þau bjuggu að Látmm í tvö ár og þar fæddust tvö elstu bömin. Árið 1938 flytja þau aftur til Flat- eyjar og reisa nýbýlið Gmnd. Þau flytja f nýja húsið sitt 26. október 1939 og þar stóð heimili þeirra sam- fellt til 1961. í Flatey stundaði Hólmgeir sjóinn á eigin bátum og verkaði jafnframt aflann. Snyrtimennska hans á öllum sviðum var einstök og handbragð hans á hlutunum til fyrirmyndar. Fjölskyldan hjálpaðist að við verkun aflans og útgerðina og þegar synim- ir stækkuðu byrjuðu þeir að stunda sjóinn með föður sfnum. Sigríður og Hólmgeir eignuðust 7 mannvænleg böm. Þau vom Sigur- bjöm Ingvar, skipstjóri á Húsavík, kvæntur Björgu Gunnarsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Jóhönnu Ámýju og Sigríði; Jóhanna Ámý. Hún lést 23 ára gömul árið 1960. Séra Friðrik A. Friðriksson segir um Jóhönnu í Árbók Þingeyinga 1960: „Stórvel gefín stúlka að gjörvuleik og mann- kostum. Lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri með hárri einkunn. Vann árið 1957 á sjúkrahúsum í Sviþjóð og kom þaðan með glæsileg meðmæli. Innrit- aðist næsta ár f Hjúkmnarskóla ís- lands. Afburða músfkölsk, vakti eftir- tekt sem bam með harmonikuleik sínum, lærði síðar orgel- og píanóleik og var hvött til framhaldsnáms. List- feng á hannyrðir, skrifaði fagra og styrka rithönd. Kappsöm og trú f starfí. Harmdauði öllum sem hana þekktu.“; Guðmundur Aðalbjöm, skipstjóri á Húsavík, kvæntur Helgu Stefánsdóttur. Þau eiga þrjú böm, Stefán, Sædísi og Áma; Sigurjón Ævar. Hann lést af slysfömm er hann var á sfldveiðum á vélbátnum Sigurborgu, tæplega 26 ára gamall árið 1967. Ævar stundaði sjó- mennsku frá því hann var unglingur og hafði lokið prófí frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavfk. Hann var músfkalskur og lék fyrir dansi á harmoniku sína. Hann var duglegur sjómaður og drengur hinn besti; Sig- rún Björk. Hún kvæntist Vilhjálmi Bessa Kristinssyni frá Reykjavík. Þau eignuðust þrjú böm, Sigurhönnu, Kristinn og Elvu. Björg lést 1984 aðeins 41 árs að aldri. Hún var mynd- arleg húsmóðir og sérstaklega ljúf og góð stúlka; Ása Dagný. Hún er kvænt Pétri Olgeirssyni, fram- kvæmdasfjóra Tanga hf. á Vopna- fírði. Þau eiga þijú böm, Sigurgeir, Lindu og Sævar, Elsa Heiðdfs. Hún er kvænt Óla Austflörð, rafvirkja- meistara á Húsavík. Þau eiga þijú böm, Ævar, Hólmgeir og Heiðdísi. Eins og að framan getur var hug- ur Hólmgeirs mest bundinn við sjóinn og um tíma gerði hann út tvo báta frá Flatey, Sævar og Svan. Hann réri sjálfur á öðmm með Ingvari, en yngri bræðumir Guðmundur og Æv- ar á hinum. En þó að sjómennskan hafí jafnan verið hans aðalstarf hafði hann einnig landbúskap, kýr og fáein- ar kindur. Þá hafði Hólmgeir póst- ferðimar til Húsavíkur með höndum og var farsæll í þeim ferðum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Flateyjar- hrepps um skeið. Gmndarheimilið var alla tíð ein- stakt myndarheimili, þar sem glað- værð og gestrisni sátu í fyrirrúmi. Hjónin vom mjög samhent að gera hlýlegt og vistlegt í kringum sig, og húsmóðirin einstaklega myndvirk við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Það er ekki hægt að minnast svo á flölskylduna á Gmnd, að ekki sé tal- að um tónlistina, því hún var mikið iðkuð og í hávegum höfð. Sigríður og Sigurbjöm faðir hennar léku á orgel og bömin vom mörg ágætir hljóðfæraleikarar. Hólmgeir hafði sjálfur yndi af tónlist og var ágætur söngmaður. Arið 1961 flyfja Sigríður og Hólm- geir til Húsavíkur og kaupa íbúðar- húsið að Laugarbrekku 20 með Ingv- ari og Björgu og þar hefur heimili þeirra staðið sfðan. Þau vom þó fram til 1967 á hveiju sumri í Flatey þar sem Hólmgeir stundaði áfram útgerð, og grásleppuútgerð stundaði hann í nokkur ár með Guðmundi syni sfnum frá Flatey eftir að hann hætti að halda heimili þar. Sfðustu árin starf- aði hann mest við útgerð Ingvars á Húsavfk meðan kraftar leyfðu. Þrátt fyrir þung áföll héldu Sigríð- ur og Hólmgeir reisn sinni og glað- værð svo aðdáun hefur vakið og heimilið þeirra að Laugarbrekku 20 og garðurinn bera þeim góða sögu. Eg og fjölskylda mín nutum í ríkum mæli vináttu Hólmgeirs og Sigríðar sem við þökkum af alhug. Ferðimar með þeim til Flateyjar em okkur ógleymanlegar. Ég veit að skilnaðarstundin er blandin trega, en sjóðir minninganna verma um hjartarætur. Við Sigrún og bömin vottum t Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við fráfall og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hofsstöðum. Þórdis Eggertsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Kjartan Eggertsson, Soffía Guðjónsdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gísli Gfslason, Áslaug Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar systur okkar, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sólvangi, Hafnarfirði. Guðlaug Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.