Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Guðlaug Helga- dóttir - Minning Fœdd 9. nóvember 1913 Dáin 8. febrúar 1988 Hún Lauga tengdamóðir mín er horfín. Fráfall hennar bar að á mjög sviplegan hátt, svo erfitt er að átta sig á því. Hún andaðist á Landspítalanum 8. febrúar sl. eftir stutta legu. Guðlaug fæddist 9. nóvember 1913 á Laugavegi 72, Reykjavík, dóttir hjónanna Helga Guðmundssonar og Eyrúnar Helga- dóttur. Guðlaug ólst upp f Reykjavík til sex ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum til Vest- mannaeyjat Hún og fjölskylda hennar flytjast búferlum til Reykjavíkur árið 1930. Skömmu síðar giftist hún eftirlifandi eigin- manni sfnum, Ragnari Eifassyni, sem var lengi afgreiðslumaður hjá Steindóri og eignuðust þau tvær dætur, Hönnu sem er gift undirrit- uðum og Guðlaugu. Fundum okkar Laugu bar fyrst saman fyrir tæpum flörutíu árum, var ég þá í sjötta bekk Menntaskól- ans í Reykjavík og við Hanna ung og ástfangin. Aldrei gleymi ég stundunum sem við áttum saman í ^eidhúsinu á Rauðarárstfgnum, var mikið spjallað og rætt um aila heima og geima. Lauga var sérstök kona á mörgum sviðum og margt til Iista lagt, mjög söngelsk og góð söngkona, söng hún í kirkjukór Fríkirkjusafnaðarins undir stjóm Sigurðar ísólfssonar í tíu ár. Handavinna hennar var með ein- dæmum eins og margir hér í bæ þekkja, enda sýnir allt hennar heim- ili, bæði í Hátúni 8 og sumarbústað- urinn í Sléttuhlíð, hve listfeng hún var á þessum sviðum. Lauga var sérstök húsmóðir og eiginkona, var. hún stoð og stytta Ragnars tengda- föður míns í gegnum árin og ein- kenndist samband þeirra af ást og kærleika alla tíð. Samstarf þeirra var einstakt og ber Sléttuhlfðin því vitni, áttu þau þar margar góðar stundir, mikið um heimsóknir og nutu margir góðs af gestrisni Laugu. Er fráfall hennar mikill missir fyrir Ragnar og bið ég Guð að gefa honum styrk í þessari sorg. Lauga var sérstök móðir, það geta dætur hennar best um vitnað, þær lærðu svo margt af mömmu sinni, alltaf gátu þær komið til hennar með sín vandamál, fengið styrk og góð ráð. Þó að við Hanna höfum verið búsett erlendis árum saman, var samband hennar við móður sína sérstakt, nú er ekki mamma í Há- túni lengur og getur enginn fyllt það skarð og söknuðurinn er mik- iil. Ég veit og treysti að Guð muni gefa systrunum styrk á þessum erfíðu tímum. Lauga var sérstök amma og langamma. Barnabömin eru sex og missa þau mikils að hafa ekki lengur ömmu f Hátúni að fara til, alltaf var amma tilbúin að hjálpa með alla hluti og ráð- leggja, ávallt svo létt og hughrey- standi, full af ást og kærleika. Ekkert var það til sem þau gátu ekki sagt ömmu, bænir hennar fylgdu þeim alltaf, enda Lauga bænakona og trú hennar á frelsara vom Jesúm Krist sönn. Bama- bamabömin eru enn aðeins tvö og búsett erlendis, en hún lifði að sjá þau og var gott samband og kær- leikur þeirra á milli. Að lokum vil ég nefna að Lauga var sérstök tengdamóðir, var hún mér sérstaklega góð alla tfð og aldr- ei varð okkur sundurorða og mun ég ævinlega minnast þeirra stunda er við áttum saman. Lauga er horf- in, þó aðeins úr þessu lífí, eins og við sem frelsuð emm vitum, og inn í annað líf sem mun betra er, sam- anber Filippíbréfíð 1:23: „Mig lang- ar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra." Svo huggun mín er sú að ég veit að ég á eftir að hitta Laugu aftur hressa og káta, hvert tár af augum þerrað, enginn dauði, hvorki harm- ur né kvöl er framar til. Blessuð sé minning hennar ætfð. Árni S. Jónsson í dag verður lögð til hinstu hvílu ástkær móðursystir mín, Guðlaug Helgadóttir eða Lauga eins og hún var kölluð. Mig langar að minnast hennar með nokkmm orðum. Margs er að minnast, margra ánægjustunda fyrir litla stúlku, síðar ungrar konu, síðar móður. Lauga var gift Ragnari Elíassyni, hinum mesta sómamanni og átti með honum tvær dætur, þær Hönnu og Guðlaugu (Lullu). Það er ekki hægt að minnast Laugu án þess að þau séu nefnd í sama orðinu Lauga og Raggi, svo samhent vom þau, og Raggi minn á nú erfiðar stundir að sjá á bak Laugu. Hanna, dóttir Laugu, fluttist til Kanada ^ árið 1964 með manni sínum, Áma Jónssyni, og þremur bömum, Lindu, Jóni Bimi og Ragn- ari. Eftir að þau fóm vestur varð samband okkar Laugu nánara, því að Linda, elsta bamabamið, var tveimur ámm yngri en ég. Lauga sá trúlega margt sameiginlegt með okkur Lindu, svo sem bömin okk- ar, og þá er ég komin að því, sem ég vil sérstaklega þakka henni fyr- ir. Mínum bömum hefur hún reynst alveg sérstaklega vel. Oft er talað um ferðimar í Sléttuhlfðina, þar sem Lauga og Raggi hafa byggt sér yndislegan sælureit. Þá er ekki hægt að minnast Laugu án þess að tala um handa- vinnuna hennar, en heimili þeirra ber henni fagurt vitni. Að annarri handavinnu ólastaðri verð ég að minnast hér á „kóngateppin“, en það em teppi, sem hún saumaði og gaf öllum karlmönnum í fjölskyld- unni, og fékk elsti sonur minn að njóta þess í fermingargjöf. Þar sem ég er einkabam foreldra minna (Fjóla móðir mín og Hulda em tvíburasystur Laugu), þá er ekki mikið talað um systur ájnínu heimili, en Lauga gekk aldrei undir öðm nafni en Lauga systir. Og mér er minnisstætt, þegar ég og maður- inn minn fómm á aðfangadag til þeirra Laugu og Ragga með yngstu bömin okkar tvö, þá settu þau upp sérstakan englasvip um leið og dyrabjöllunni var hringt. Lauga hafði svo góð áhrif á þau, þau vom svo miklar persónur í hennar augum og hjá þeim fann ég það, sem Lauga hafði alltaf verið mér. Elsku Raggi minn, Hanna, Ámi og böm, Lulla og dætur. Söknuður ykkar er sár en minningin um góða konu og móður lifír. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Sigga og bömunum. Erna Björasdóttir Þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum verðum við áþreifanlega vör við hversu lítið áform og ráð okkar mannanna mega sín. í slíkum aðstæðum sjáum við glöggt hve smá við emm. Við verðum ráðþrota og megnum ekkert. Almætti Guðs verður okkur þá hugleiknara, því Guð er sá, sem öllu ræður. Hann hefur bæði líf okkar og dauða í hendi sér. Þessa miklu smæð mannsins vomm vð systumar minntar á nú fyrir skömmu. Elskuleg amma okkar, Guðlaug Helgadóttir, veiktist skyndilega, og á örfáum dögum hafði hún kvatt þennan heim. Áform okkar höfðu verið önnur. Við höfðum gert ráð fyrir að fá að hafa ömmu hjá okkur töluvert leng- ur. Hún bar aldurinn vel — var mjög em þrátt fyrir sín 74 ár. Höfð- um við oft á orði, að amma gæti svo sannarlega verið 10 ámm jmgri en hún var. En dauðinn kom þegar síst skyldi, þar sem við alls ekki áttum von á honum. Amma var afskaplega glaðleg kona, létt í lund með glampa í aug- unum, geislandi af lífskrafti. Per- sónuleiki hennar var mjög sterkur, og hafði hún mikil og mótandi áhrif á okkur allar. Það sem einkenndi ömmu þó fyrst og fremst var hin ómælda hjartahlýja, sem hún átti gnótt af. Kærleikurinn var alla tíð hennar leiðarljós. Láf hennar var PVRAMID heildverslun, Auðbrekku 21, sími 641300. Af því að hámarksárangur næst með samvinnu fagmanns og viðskiptavinar. Við erum kannski ekki stærstir en við erum bestir. Af hverju er Nexxus aðeins notað á ársny rti stofum? msmmw. Kynning fyrir hársnyrtifólk verðurí Holidaylnn í Sigtúni 21. febrúarkl. 15. 00 og mánudaginn 22. febrúarkl. 10.00 og 14.00. Á Akureyri íHótel KEA þriðjudaginn 23. febrúarkl. 20.00. Verið velkomin. gjöf Guðs til okkar, sem áttum hana að. Og sú gjöf er okkur dýr- mæt. Amma lét sig varða allt, er okkur viðkom, og skipti engu hvort það var í stóru eða smáu. Hún sinnti bæði andlegum sem líkamlegum þörfum okkar. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu og afa. Þar stóð ætíð vel á. Úti við dyr kom amma á móti okkur fagnandi með bros á vör. Og við fundum vel, að hjá henni vorum við sannarlega velkomnar. í öllum veislunum, sem hún hélt fyrir okkur, svignuðu borð- in undan kræsingunum. En svo vel var tekið til matar síns, að nánast ekkert var eftir á borðinu, þegar upp var staðið. Og þá var amma ánægð. Síðan voru máiin rædd. Við veltum öllum hlutum fyrir okkur. Amma sjálf var hrókur alls fagnað- ar í þeim umræðum. Oft sagði hún okkur frá bernsku sinni og hinni hörðu lífsbaráttu, sem menn þurftu þá að heyja. Frásögur hennar voru mjög lifandi og skemmtilegar og biðum við ætíð spenntar eftir framhaldinu líkast því sem um framhaldssögu væri að ræða. Einnig hafði amma þann hæfí- leika að geta setið og bara hlustað. Hlustað á það, sem okkur lá á hjarta hverju sinni. Því hún var afskaplega næm fyrir þörfum okk- ar. Það var sama hvort við lögðum fram fyrir hana flókin málefni, gleðiefni eða önnur mál. Hún hafði þá ávallt styrk til að gefa, ráð und- ir hveiju rifí og ósjaldan sýndi hún okkur fram á nýjar og betri leiðir. Hún var hreinskiptin, ráðlagði okk- ur af hreinum hug og tók þátt í allri gleði okkar og sorg. Hún gaf okkur af sjálfri sér. — Var gef- andi, en ekki þiggjandi. Þess vegna var svo gott að tala við ömmu. Oft kallaði hún okkur til sín, rétti okkur gjafír við hin ýmsu tæki- færi. Þessar gjafír hafði hún yfír- leitt alltaf sjálf unnið. En handa- vinna hennar var með eindæmum falleg, og piýða margar útsaumað- ar myndir veggina heima hjá ömmu og afa. Að geta gefíð veitti ömmu mikla lifsfyllingu. í þessu sambandi var ekki spurt um hve hátt peninga- legt gildi gjöfin hafði heldur skipti kærleikurinn sem bjó að baki mestu máli. Það voru ekki eingöngu við fjölskyldumeðlimimir, sem nutum þessara fallegu gjafa hennar, held- ur fjölmargir aðrir ættingjar og vin- ir. Bemskuminningamar leita á hugann. Við minnumst allra sunnu- daganna, er við vorum puntaðar í sparifötin og haldið var í síðdegis- kaffí til ömmu og afa. Og ekki má gleyma þeim stundum, er við feng- um að dvelja næturlangt. Þá leyfði amma okkur að velja bæði kjóla, sloppa og skartgripi — þannig að við gætum lagað okkur til og „leik- ið fínar frúr“. Amma geymdi á ákveðnum stað tvö box er við litum hýru auga. Þar hafði hún rauðan kóngabijóstsykur, er hún stakk upp í litlu munnana sína. Síðan hefíir kóngabijóstsykurinn verið hafður í hávegum. Amma og afi áttu sér sælureit. Þau reistu sér sumarbústað, sem er staðsettur í Sléttuhlíð ofan við Hafnaifyörð. Þar undu þau sér löng- um stundum. Gróðursettu tré, rækt- uðu jörðina og nutu þess að vera saman í náttúrunni. Sumarbústaða- landið tók stakkaskiptum í höndum þeirra. Og þótti okkur orðið kofí, er amma nefndi sumarbústaðinn í upphafi, nánast óviðeigandi. Kofínn var eftir mikla vinnu orðinn að höll. Margar góðar stundir áttum við í Sléttuhlíðinni og geymum við þær minningar ásamt öllum öðrum í hjörtum okkar. „En nú varir trú, von og kærleik- ur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn mestur." Þessi orð koma ósjálfrátt upp í huga okkar, er við hugsum um ömmu og íhugum lífshlaup hennar. Hún átti bjargfasta trú á Jesúm Krist, sem er kærleikurinn og benti okkur á hann. Amma var bænheit, og dag hvem lagði hún okkur og alla fjölskyldu sfna nær og fjær fram fyrir Drottin sinn og frelsara. Hann var hennar stoð og styrkur í lífínu og til hans leitaði hún með allt. Dauðinn var fyrir ömmu hvorki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.