Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 60
| 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
1 GuÓjónÓ.hf.
1 / 91-27233
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Landsbanki
lækkar vexti
um allt að 2%
. - — LANDSBANKINN mun lækka
vexti um allt að 2% á mánudag.
Mest verður vaxtalækkunin á
óverðtryggðum skuldabréfum
og sérlgaramnlánsreikningum,
eða 2%, en minni á öðrum inn-
og útlánum, til dæmis 1% á al-
mennum sparisjóðsbókum. Auk
þess verður frekari vaxtalækkun
un næstu mánaðamót verði horf-
ur á að verðbólgan haldist í skefj-
um. Hugsanlegt er að aðrir bank-
ar lækki vexti meira eftir helgina
en ekki tókst að fá það staðfest
í gær.
Jónas H. Haralz bankastjóri
Landsbankans sagði við Morgun-
^^^blaðið í gær að hækkun lánskjara-
*®^®lísitölu 1. mars verði mun minni
en undanfama mánuði. Lands-
bankinn hefði því ákveðið að lækka
vexti um allt að 2% frá og með 21.
þessa mánaðar og frekari lækkun
muni verða um næstu mánaðamót
verði horfur á að verðbólgan haldist
í skefjum.
Valur Valsson bankastjóri Iðnað-
arbankans sagði við Morgunblaðið
í gær að engin ákvörðun hefði ver-
ið tekin um vaxtalækkun þar enda
lægi lánskjaravísitalan fyrir kom-
'MAandi mánuð ekki fyrir. Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri bjóst
við að ákvörðun um vaxtalækkun
sparisjóðanna lægi fyrir í dag.
Karl gegn
Kasparov
ÞRÍR íslendingar taka þátt í úr-
slitum heimsmeistaramótsins í
hraðskák í Saint John í Kanada
í dag, þeir Karl Þorsteins, Helgi
Ólafsson og Margeir Pétursson.
<«32 skákmenn keppa i úrslitunum
í og eru þeir Gary Kasparov og
Anatoly Karpov báðir mættir til
leiks. í gærkvðldi var talið lfklegt
að Karl tefldi gegn heimsmeist-
aranum Kasparov í fyrstu um-
ferð.
í fyrstu umferð er keppendum
raðað saman samkvæmt ELO-stig-
um og þar sem Karl er stigalægst-
ur, en heimsmeistarinn efstu á list-
anum, tefla þeir trúlega saman í
fyrstu umferð, flórar 5 mínútna
skákir. Tvær umferðir verða í dag
og síðan verður teflt á morgun og
sunnudag. Um útsláttarkeppni er
að ræða. Helgi og Karl tryggðu sér
sæti í úrslitunum fyrir nokkru, en
•■■Þ'Margeir í gær. Varð hann í 3.-4.
sæti á úrtökumóti ásamt Torres, á
eftir Gipslis og Gurevic.
Logandi kín-
verja hent
í barnavagn
LOGANDI kínveija var hent of-
an í barnavagn um hálf fjögur í
gærdag. Kornabarn lá sofandi í
vagninum.
Kínveijinn sprakk ofan í vagnin-
um, sem stóð við Nesveg, og í sama
mund sást til unglinga á harða-
hlaupum í nágrenninu. Bamið mun
ekki hafa orðið fyrir áverkum við
'•prenginguna en var flutt á slysa-
deild til rannsóknar í öryggisskyni.
80tonnaf
ufsa í hali
30 tonn náðust - 50 fóru í súgínn
GLÍMA sjómanna við Ægi og íbúa hans er margvfsleg.
Oftast stendur baráttan um að ná sem mestum afla, en
mikill afli getur einnig valdið mönnum erfiðleikum.
Skipveijar á Breka VE 61 voru á veiðum á Papagrunni
fyrir skömmu og fengu þá um 80 tonna hal af ufsa.
Svo stór höl nást ekki inn án sérstakra aðgerða. Þvf
brugðu menn á það ráð, að skeyta belg frá öðru trolli
við það, sem fullt var og hleypa fiskinum á milli. Ætlun-
in var svo að ná aflanum inn í tvennu lagi. Því miður
sprakk pokinn f trollinu þegar um 30 tonn voru komin
yfir f aukabelginn. 50 tonn fóru þvf f súginn, 30 náðust
og þykir það reyndar vægast sagt gott að fá 30 tonn í
hali.
Kristján Ragnarsson;
Skipulag Kvosar-
innar og ráðhúsið:
Niðurstaða
ráðherra
birt í dag
JÓHANNA Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, mun að öllum
líkindum skila niðurstöðu sinni um
skipulag Kvosarinnar og bygg-
ingu ráðhúss borgarinnar innan
þess dl borgaryfirvalda f dag.
Jóhanna sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að bíða yrði þessa
dags til að fá upplýsingar um það
hvort skipulagið yrði staðfest eða
ekki af hálfu ráðuneytis hennar.
Grunnskólakennarar;
Telja hæfi-
leg laun vera
60-90 þús-
und á mánuði
KÖNNUN á högum og viðhorfum
kennara, sem menntamálaráðu-
neytið kynnti i gær, gefur meðal
annars til kynna að langflestir
kennarar tefja að ekki eigi að
vera fleiri en 20 nemendur i bekk.
Telja þeir það m.a. stuðla að því
að færri þurfi á stuðningskennslu
að halda. Meirihluti kennaranna
vill ekki að nemendur flytjist á
milli bekkja án þess að taka próf
og flestum þykir hæfilegt að mán-
aðarlaun þeirra séu á milli 60.000
og 90.000 krónur á mánuði.
Könnunina gerði Þórólfur Þór-
lindsson að beiðni Ragnhildar Helga-
dóttur fyrrverandi menntamálaráð-
herra. Hófst undirbúningur árið
1985, en fyrstu niðurstöður lágu fyr-
ir í nóvember 1986. Alls voru 827
kennarar í úrtakinu eða 27% allra
grunnskólakennara.
Sjá nAnar um könnunina á
bls. 16.
Gasolía fyrir flotann 80%
dýrari hér en í Bretlandi
Lækkun á innkaupsverði látin renna óskipt til olíufélaga hér
„MÉR er óskiljanlegt hvers vegna verð á gasolíu hefur ekki verið
lækkað um leið og verð á bensíni og svartolfu um siðustu mánaða-
mót. Tvfvegis, 1. október í fyrra og um nýliðin mánaðamót, var
lækkun á innkaupsverði á gasolíu látin renna óskipt til olíufélag-
anna. Opinberlega var sagt að engin breyting yrði á gasolíuverðinu,
en ósagt látið að hækkun á álagningu olfufélaganna yrði 45 aurar
eða 26,3% á lítra á þriggja mánaða tímabili. Álagning olfufélaganna
með verðjöfnunargjaldi, sem notað er til að selja olíuna á sama
verði um allt land, er nú 54,5% af innkaupsverði gasolíu," sagði
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Á sama tíma og við kaupum
þessa olíu á 4,80 krónur lítrann í
Bretlandi og Þýzkalandi og 5,20 í
Noregi, kostar hann 8,60 hér heima
eða 80% meira,“ sagði Kristján.
„Þegar ákveðið var um síðustu
mánaðamót að útsöluverð á gasolíu
hækkaði ekki, var tillag til inn-
kaupajöfnunarreiknings fyrir þessa
olíu hækkað úr 6 aurum í 21 á
lítra, þrátt fyrir að innstæðan á
reikningnum hafí verið um 38 millj-
ónir króna. Lögum samkvæmt á
að stefna að því við verðlagningu
að þessi reikningur sé á hveijum
tíma sem næst núllinu og hart hef-
ur verið gengið eftir því þegar hann
hefur verið neikvæður. Þessi
ákvörðun verðiagsráðs nú stríðir
því gegn ákvæði laganna í þessu
efni. Er þessi ákvörðun var tekin,
var verð á gasolíu í birgðum hér
heima 158 dollarar á tonnið, en
skráð verð í Rotterdam 148,5 og
augljóst að verð færi lækkandi eins
og komið hefur á daginn því 15.
þessa mánaðar var verðið komið
niður í 135,5 dollara. Þrátt fyrir
þetta og talsverða inneign á inn-
kaupajöfnunarreikningi er ákveðið.
að lækka verðið ekki.
Ef litið er á þetta mál í víðara
samhengi, má benda á það að um
leið og verð á gasolíu í birgðum hér
fer niður fyrir 158 dollara, hækkar
skiptahlutfall til sjómanna um 1%
í kjölfar lækkandi útgerðarkostnað-
ar. Hefði verð á olíunni verið lækk-
að, hefði það ekki aðeins bætt kjör
útgerðar og sjómanna, heldur einn-
ig dregið úr þörf þeirra á hækkuðu
fískverði. Við það hefði staða fisk-
vinnslunnar orðið skömminni skárri
en nú, þar sem hún hefði ekki þurft
að reikna með jafnmiklum kostnað-
arhækkunum og hún þarf með
óbreyttu verði á gasolíu," sagði
Kristján Ragnarsson.