Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
Fastráðið fiskvinnslu-
fólk víða verkefnalaust
HVERGI hefur enn komið til
uppsagna fastráðins fiskverka-
fólks en að sögn Óskars Hallgr-
imssonar deildarstjóraa vinnu-
málaskrífstofu félagsmálaráðu-
neytis hafa frystihús um allt
land nýtt sér bætur Trygginga-
stofnunar rikisins sem veittar
VÍSITALA byggingarkostnaðar,
sem gildir fyrir mars og er reikn-
uð eftir verðlagi f febrúar, er 107,3
stig, eða 0,09% lægri en £ janúar.
Samsvarandi vísitala miðuð við
eldri grunn er 343 stig.
Samkvæmt frétt frá Hagstofu ís-
lands hefur vísitala byggingarkostn-
aðar hækkað um 15,3% síðastliðna
12 mánuði. Breytingar á tollalögum
og lögum um vörugjald, sem tóku
gildi um áramótin, ieiddu samtals til
um 0,4% lækkunar byggingarvísi-
eru ef fastráðið starfsfólk er
verkefnalaust. Þá segir Óskar
að forráðamenn margra frysti-
húsa hafi undanfaríð kynnt sér
hveraig eigi að standa að upp-
sögnum verði frystihúsum iok-
að.
Verði fastráðið starfsfólk hrað-
tölunnar frá janúar til febrúar. Þar
má t.d. nefna, að verðlækkun á raf-
lagnaefni olli tæplega 0,2% iækkun.
Á móti þessu kemur, að ýmsir vöru-
og þjónustuliðir höfðu í för með sér
0,3% hækkun vísitölunnar, þar af um
0,1% vegna hækkunar leigu fyrir
byggingarmót.
Verðlækkunaráhrif vegna breyt-
inga á tollalögum og lögum um vöru-
gjald munu að mestu leyti komin fram
í byggingarvísitölunni í febrúar.
frystihúsa verkefnalaust geta hús-
in fengið bætur frá Trygginga-
stofnun í allt að 4 vikur í einu og
alls í 6 vikur á almanaksári. Óskar
Hallgrímsson sagði það hafa verið
nokkuð algengt undanfarið að
hraðfrystihús fengu þessar bætur
en endanleg mynd væri ekki kom-
in vegna þess að skil umboðs-
manna Tryggingastofnunar á
hveijum stað koma seint inn.
Óskar sagði að enginn lands-
hluti væri meira áberandi en annar
hvað þetta varðar og tónninn væri
víðasthvar svipaður á landinu. Þar
væru allir að glíma við sömu
vandamálinn þótt einhver munur
væri á milli frystihúsa á lausafjár-
stöðu.
Uppsagnarfrestur fastráðins
fískvinnslufólks er allt að 4 vikur.
Óskar sagði að forráðamenn húsa
hefðu undanfarið verið að kynna
sér hvemig þurfí að standa að
uppsögnum en til þeirra hefði ekki
komið enn svo vitað væri.
Byggmgarkostnaður:
Vísitalan lækkar
VEÐUR
iDAG kl. 12.00:, '9°#
? / / / /
__'
/ / Heimild: Veóurstofa Islands
/ / / / (Byggt á veðurspá hl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 19.2.88
YFIRLIT I gwr: Um 500 km Suður af Hvarfi á Grænlandi er 975
mb lægð á hreyfingu norð-austur, og 992 mb lægöarmiðja >/ið ian
Mayen þokast norð-austur. í nótt hlýnar í veðri, fyrst suðvestan-
lands.
SPÁ: Suðlæg átt allhvöss vestanlands en hægari austan til. Víða
rigning eða súld, sízt norðaustanlands. Hlýtt í veðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan átt með slydduóljum á Suðvest-
ur og Vesturlandi en þurru veðri norðaustan til á landinu. rliti i -5
stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suövestanátt og víðast vægt
frost. Él vestanlands og á annesjum fyrir norðan, en bjart veður á
Suðaustur- og Austurlandi.
VE0UR VÍOA JMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma ílltl /«Sur Akureyri 4 tkýjefi Reyklavlk 1 injóél
Bergen 4 skúr
Helsinkl s .njókoma
Jan Maysn +2 skafrennlngur
Kaupmannah. ignlng
Narasarssuaq •iz ■lakýjaó
Nuuk -9 rkafrennlngur
Oaló •njókoma
Stokkhólmur k tnjókoma
j Þórahöfn 4 akúr
Algarve 16 s látfskýjað
Amaterdam 7 mkumóða
i Aþena <4 éttakýjaó
Barcelona í4 nlatur
BerKn & •fgnlng
Chicago AS leiðskfrt
Feneyjar 9 mkumóða
Frankfurt & túld
Glaagow 6 ignlng
Hamborg 8 ignlng
Laa Palmas 19 ióttakýjað
London 9 ikýjað
Los Angeles 8 lelðsklrt
Lúxemborg ‘J Ignlng
Madrld 9 lelðakfrt
Malaga 16 léttakýjað
Mallorca 1S iéttakýjað
Montreal +3 skýjað
NewYork 4 alskýjað
Parla 6 akýjað
Róm 16 léttskýjað
Vln 5 akýjað
Waahlngton +1 þokumóða
Winnlpeg +6 alakýjað
Valenda 16 helðakfrt
Morgunbladið/Ragnar Axelsson
Á skrifstofu Atlantik þegar Bankok-miðar Ferðaþristsins voru
afhentir. Frá vinstrí: Sturla Þórðarson hjá Ferðaþristinum,
Anna Hjörleifsdóttir ásamt manni sinum, Sigmundi P. Lárus-
syni, og lengst til hægrí er Anna Ólafsdóttir hjá Atlantik.
Hjón unnu sitt hvora
ferðina til Bankok
REYKVÍSK hjón, Anna Iflör-
leifsdóttir og Sigmundur P.
Lárusson, unnu sitt hvora Ban-
kokferðina i Ferðaþristinum
sem Ungmennafélag Hvera-
gerðis og ölfuss stendur fyrir
og byggist á ferðavinningum
vitt um lönd. Auk Bankok-
ferðanna vann Anna fyrir
skömmu Evrópuferð i Ferða-
þristinum.
Hjónin leggja upp til Bankok
23. febrúar nk., en þau munu
gista í Bankok í flóra sólarhringa
og í 10 sólarhringa á ströndinni
Pattaya. Þau tóku við farseðlun-
um á miðvikudaginn og sögðu af
þvi tilefni að þau hlakkaði mjög
mikið til fararinnar, því þau hefðu
aldrei farið til Austurlanda Qær.
Sigmundur á merkisafmæli með-
an á ferðinni stendur og brosandi
sagðist hann reikna með því að
taka á móti gestum á afmælis-
daginn á Pattaya.
Sturla Þórðarson hjá Ferða-
þristinum sagði f samtali við
Morgunblaðið að sala á Ferðaþri-
stinum gengi ágætlega, enda
væri nú aðeins eftir lokasprettur-
inn í fyrstu lotu, sem var með 250
þúsund miða og von er á nýju
upplagi um miðjan mars.
Ungnr maður kærir
meðferð lögreglu:
Handleggsbrotnaði
þegar lögreglan
færði hann úr jakka
UNGUR maður, sem handleggs-
brotnaði í fangageymslum lög-
reglunnar I Reykjavfk, hefur
kært atburðinn til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. Böðvar Braga-
son, lögreglustjóri i Reykjavík,
segir að nú sé veríð að huga að
þvi hvernig taka eigi á málum
lögreglumannanna, sem við mál-
ið eru ríðnir.
Foreaga málsins er sú, að að-
faranótt íaugardagsins 13. febrúar
var ungur maður, sem er afleys-
ingamaður hjá iögreglunni í
Reykjavík, á ferð um miðbæinn f
bifreið sinni. Annar ungur maður,
sem var fótgangandi, fór í veg fyr-
ir bifreið hans og mun hafa lagst
upp á vélarhlffína. Ökumaðurinn fór
út og ræddi við hann, en hélt að
því búnu á lögreglustöðina við
Hverfisgötu þar sem faðir hans,
sem er einnig iögreglumaður, var á
vakt. Það varð úr að iögreglumenn
fóru og ræddu við manninn, sem
var í íbúð við Njálsgötu. Eftir nokk-
ur orðaskipti var hann handtekinn
og fluttur f fangageymslur lögregl-
unnar við Hverfisgötu.
Þegar komið var með manninn í
fangageymslur færðu lögreglu-
mennimir hann úr jakka. Svo
óhönduglega íókst til við það að
maðurinn tvfbrotnaði á vinstri upp-
handlegg. Hann var fluttur á slysa-
deild, þar sem gert var að meiðslum
hans. Um hádegi á laugardag sneri
hann sér til Rannsóknarlögreglu
rfkisins og kærði meðferðina. Rann-
sókn málsins er nú að mestu lokið.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglunnar munu engar
skemmdir vera sjáanlegar á bifreið-
inni, sem maðurinn lagðist upp á.
Böðvar Bragason, lögreglustjóri
í Reylgavík, var spurður hvemig
tekið yrði á máli lögreglumann-
anna. „Það er verið að yfírvega
núna hvemig bregðast eigi við og
við höfum meðal annare kannað
gögn frá Rannsóknarlögreglunni,"
svaraði hann. ,,Ég mun síðan taka
ákvörðun um hvemig tekið verður
á þessu gagnvart starfi mannanna.
Að öllum líkindum liggur sú ákvörð-
un fyrir í dag, föstudag, eða á
mánudaginn. Þetta er alvarlegt mál
og ég tel að það beri að íhuga það
mjög vandlega."
Ökumaðurinn hefur verið í af-
leysingum hjá iögreglunni og á ekki
langa starfsreynslu að baki. Faðir
hans hefur verið íögreglumaður í
nokkur ár.
Kontinum
sleppt
úr haldi
UNGU konunum tveimur, sem
handteknar voru vegna innflutn-
ings á fíkniefnum, hefur veríð
sleppt úr haldi.
Onnur konan, sem er 21 árs, var
handtekin á Keflavfkurflugvelli við
komuna til landsins og fundust í
fómm hennar um 200 grömm af
hassi og um 210 grömm af am-
fetamíni. Grunur lék á að hin, sem
er 24 ára, hefði einnig átt hlut að
máli. Konumar voru úrekurðaðar í
gæsluvarðhald til 18. og 26. febrú-
ar, en hefur báðum verið sleppt úr
haldi, þar sem málið er talið upp-
lýst að fullu.