Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
aiwinr t\/innn - ah/i'n/" \a — a fwinr \a — q tx/innn — — ntwinnn
d l VIIII 'cL — d t VIIIIICZ CI1 VIIII IVIIII l VIIII Id divn ii id
Mosfellsbær
Blaðburðarfólk óskast í Holtahverfi.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
666293.
1. vélstjóri
« •
1. vélstjóra vantar á ms. Akurnesing, sem
fer til rækjuveiða og frystir aflann um borð.
Upplýsingar í símum 93-11675 og 93-11066.
Frá Öskjuhlíðarskóla
Þroskaþjálfi, fóstra eða starfsmaður með
reynslu í starfi með fötluð börn, óskast til
starfa nú þegar og fram til 1. júní nk.
Um er að ræða hálft starf, vinnutími eftir
hádegi.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og yfir-
kennari á staðnum og í síma 689740.
Skólastjóri.
eða starfsmaður
óskast til starfa á leikskólann Fögrubrekku,
Seltjarnarnesi, hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
611375.
Hefur þú áhuga?
Ert þú samviskusamur, duglegur og sam-
vinnuþýður? Við leitum að starfsfélaga sem
tekið gæti að sér lagerstjórn og sölu-
mennsku hjá traustu fyrirtæki. Við bjóðum
góðan anda, góða og snyrtilega vinnuað-
stöðu. Laun samningsatriði.
Hafir þú áhuga þá vinsamlega leggðu inn
nafn og símanúmer og aðrar gagnlegar upp-
lýsingar að þínu mati á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Áhugasamur - 4939“ fyrir kl. 16.00
mánudaginn 22. febrúar.
Við heitum fullum trúnaði og höfum samband
við alla aðila.
Bílaverkstæði
- mótttaka fólksbíla
Viljum ráða áhugasaman mann til afgreiðslu
í móttöku fólksbílaverkstæðis.
Framtíðarstarf.
Viðkomandi þarf að vera lipur og hafa góða
framkomu í hvívetna.
Almenn þekking á bílum nauðsynleg.
Samviskusemi, reglusemi og stundvísi áskilin.
Vinnutími frá kl. 07.45-17.30, hálf klst. mat-
artími. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur Ásgeir Þorsteinsson, þjón-
ustustjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi
hjá símaverði.
Starfsfólk
Viljum ráða karl eða konu á aldrinum 25-45
ára til starfa í verslun okkar.
Þarf að vera áreiðanleg, snyrtileg og lipur í
umgengni.
Upplýsingar í versluninni (ekki í síma).
Ljós og orka hf.,
Suðurlandsbraut 12.
Keflavík - Keflavík
Starfsfólk óskast til loðnufrystingar.
Upplýsingar í símum 92-12516 og 92-11196.
Verkstjórar.
Stýrimann
- beitningamann
Stýrimann vantar á mb Unu í Garði, sem
gerð er út frá Sandgerði á línu og síðan á
troll. Einnig vantar beitningamann.
Upplýsingar í síma 92-27214 og 92-27227.
Sendill
Óskum eftir að ráða sem fyrst röskan sendil
til léttra sendistarfa.
Upplýsingar á skrifstofunni eftir kl. 14.00.
BÓKAVERZUJN
SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Austurstrajti 18 - P.O. Box 868 - 101 Reykjavik -
Hress eldri
starfskraftur
óskast til að vera hjá aldraðri konu f.h.
Upplýsingar í síma 15735 eftir kl. 18.00.
Matsveinn og háseti
Matsvein og háseta vantar á 70 tonna bát
frá Sandgerði.
Upplýsingar í símum 985-22925, 92-37748,
53853 og 50571.
Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu.
Hásetar
óskast á 100 tonna bát sem gerður er út frá
Þorlákshöfn.
Upplýsingar í símum 99-3965, 985-23031 á
daginn og 99-3933 á kvöldin.
Veikstraumstækni-
fræðingur
Ungur veikstraumstæknifræðingur óskar eft-
ir faglega krefjandi og fjölbreyttu starfi.
Upplýsingar í síma 20762 eftir kl. 19.00.
sMff
/
Forvinnumaður
Laust er til umsóknar starf forvinnumanns í
þjónustudeild rekstrarsviðs Skýrr.
Þjónustudeild annast m.a. undirbúning og
hefur umsjón með öllum runuvinnslum fyrir
viðkiptamenn Skýrr. Vinnslur sem fram fara
eru fjölmargar, smáar og stórar, og leiða
m.a. til mikils magns útprentaðs efnis um
40 milljón línur á mánuði.
Starfið felst í:
★ Daglegum samskiptum við viðskiptamenn.
★ Undirbúningi og umsón með runuvinnslum.
★ Eftirliti með gæðum úttaksgagna.
Skýrr leita að starfsmanni sem:
★ Hefur stúdentspróf eða aðra staðgóða
almenna menntun.
★ Á gott með mannleg samskipti.
★ Sýnir frumkvæði og leggur áherslu á ná-
kvæmni í vinnubrögðum.
★ Er eldri en 25 ára.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Ágústsson,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Umsóknareyðublöð eru afhent í afgreiðslu
og hjá starfsmannastjóra.
Umsóknir ásamt afriti prófskírteina skulu
hafa borist Skýrr fyrir 24. febrúar 1988.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar,
Háaleitisbraut 9,
sími695 100.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Götuhæð á Laugavegi
Til leigu er ca 60 fm mjög sérstæð götuhæð
í bakhúsi á besta stað við neðanverðan
Laugaveg. Góð aðkoma. Hugsanlegt að
stærra rými geti fengist í viðbót. Húsnæðið
þarfnast standsetningar að innan.
Upplýsingar í síma 621600.
Nauðungaruppboð
fer fram á Ólafsvegi 8, n.h., talin eign Steins Jónssonar að kröfu
innheimtu rfkissjóðs, Björns Ól. Hallgrímssonar, hdl. og Jóns Egils-
sonar, hdl. föstudaginn 26. febróar nk. kl. 16.00 í skrifstofu embætt-
•isins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði.
Bæjarfógetinn, Ólafsfirði.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðuvöll-
um 1, Selfossi, og hefjast þau kl, 10.00.
Miðvikudaginn 24. febrúar 1988
Sambyggð 12, 3b, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Grimur Þórarinsson.
Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofnun sveitarfólaga.
Gagnheiði 15, Selfossi, þingl. eigandi Hensel hf.
Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki Islands og Jón Ólafsson hrl.
Önnur sala.
Sýslumaður Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.