Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Fjöruferð í Garðatjöm! Vettvangsferð Náttúruvemdarfé- iags Suðvesturlands laugardaginn 20. febrúar kl. 13.00 til 14.00 verð- ur fjöruferð á stórstraumsfjöru. Far- ið verður í fjöruna suður af Görðum á Álftanesi, en á stórstraumsQöru ættu að koma upp bakkar gömlu Garðatjamarinnar, merkilegt dæmi um hve mikið landsig og landbrot hefur verið á Álftanesi síðustu ald- imar (sjá meðfylgjandi heimildir). Erlingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur aðstoðar fólk við að leita uppi og þekkja lífverar í ijörunni og svar- ar spumingum. Jón Jónsson jarð- fræðingur mun §alla um landsig og landbrot á þessum slóðum. Fólk mæti við Garðakirkju kl. 13.00 eða það getur einnig slegist í hópinn seinna. Allir era velkomnir. Engin gjaldtaka. Um Garðatjöm fyrr á öldum Grynningar _og sker era mikil kringum allt Álftanes og inn um Amold Schwarzenegger í hlutverki sinu í kvikmyndinni Þmmugný. Kvikmyndin Þrumugnýr í Bíóhöllinni Bíóhöllin Evrópufrumsýnir spennumyndina Þramugný (The Running Man) með Amold Schwarzenegger í aðalhlutverki en hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum í haust. Með önnur aðalhlutverk fara Yaphet Cotto, Jim Brown og Maria Alonso. (Úr fréttatilkynnmgu) Hafnarfjörð norðaustanmegin. Fyrst era skerin, sem áður era nefnd í Skeijafirði; svo liggja sker fyrir vest- an allt Álftanes eins og hálfsirkill og rif frá þeim í land, sem þurrt verður um fjöra. Yfir öll þessi sker flýtur um flóð, og þarf þá ei að sneiða fyrir skerin. Fyrir utan Garðahverfi era og mörg sker, sem eins á stendur. Þau mynda nokkurs konar hring um ljöru eða réttara sagt kví, og eru þröng sund á milli þeirra, sem öll nema eitt verða svo grann þá, að skipum flýtur ekki inn um þau. Þessi kví er kölluð Garða- tjöm; á því samnefnt við það Garða- engi, hvers áður er getið. Hún mynd- ast þannip Út frá Bakka, innarlega í Garðahverfi, liggur sker til útsuð- urs, sem heitir Bakkabryggja; þar skammt frá er annað sker, meir til vesturs, sem kallast Nýjabæjarsker. Þar fyrir utan liggja sker út eftir firðinum, frá landsuðri og heitir ann- að Æðarsker, en hitt Sundsker. Frá þessum skeijum liggur upp undir Hausastaði, yzt í Garðahverfi, langt sker eða rif, sem heitir Hausastaða- grandi, samhliðar við Bakkabryggju. Milli þessara skerja era flögur svo kölluð sund. Það, sem næst er Hausastaðagranda, milli hans og Sundskers, verður þurrt um stór- straumsfjöru. Sömuleiðis sundið milli Bakkabryggju og Nýjabæjar- skers, samt það sund, sem er milli Æðarskers og Sundskers, er kallast Bessastaðasund; en um Æðarsund, sem er milli Æðarskers og Sund- skers, verður ætíð komizt. Þetta Æðarsund og sundið milli Nýjabæj- arskers og Bakkabryggju liggur frá suðri til norðurs inn í Garðatjöm, en hin sundin frá útsuðri til land- norðurs. Enn era nálægt miðjum fírði Helgasker, útundan Bakka, og Torfasker nokkuð innar, nær norð- urlandinu, sem aðeins koma í augsýn um stórstraumsfjöra. Mörg önnur sker era lengra frá landi, sem aldrei verða þurr, en boðar falla á, þegar mikil ólga er í sjónum. Útgrynni er mikið alls staðar um §öra, en hvergi um flóð. Sundin grynnast og dýpka til skiptis. (Úr lýsingu Garðaprestakalls frá 1842.) Nokkram sinnum kom fyrir, að beinhákarl væri drepinn á Qögurra manna föram í Garðatjöm. Hann gekk helzt upp á grannmið frá miðj- um júní til júlíloka, eða á þeim tíma, þegar sjór er værastur. Ef veður var stillt létu menn beinagrána draga bátinn á eftir sér til hafs, svo að hann mæddist. Að lokum sneri hann til granns og leitaði þá oft til þess staðar, þar sem hann hafði verið skutlaður. Jafnvel er frá því sagt, að bóndi einn af Álftanesi hafi við annan mann á tveggja manna fari ráðizt að barða og unnið hann. Hvergi var eins mikið gert að því að yeiða beinhákarl sem í Garðatjöm á Álftanesi, en um skeið kom hann þangað árlega. Deila kom upp út af þessum veiðum. Presturinn í Görðum taldi öðram en sínum mönn- um óheimilt að skutla beinhákarl innan ijöratakmarka Garða. (Úr bókinni „íslenskir sjávarhættir“ eftir Lúðvík Kristjánsson.) Lífverur sem gætu sést í ferðinni Mosar: fjörakragi. Fléttur: Fjöra- sverta, klettakræða. Þörungar: Kalkskorpa, dvergþang, kóralþang, slavak, brimskúfur, bóluþang, skúf- þang, klapparþang, sagþang, kló- þang, þangskegg, Qöragrös, söl, purpurahimna, beltisþari, marin- • kjami, hrossaþari. Fjörudýr: Svampar, hveldýr, mosadýr, nökkv- ar, olnbogaskel, klettadoppa, þang- doppa, nákuðungur, beitukóngur, kræklingur, aða, ijöraskeri, þang- fluga, flörujötunuxar, hrúðurkarlar, þanglýs, marflær, þanggeit, bog- krabbi, tijónukrabbi, kuðunga- krabbi, brimbútur, ígulker, kross- fiskur, sprettfiskur. Fuglan Sendl- ingur, tjaldur, stelkur, stokkönd, æðarfugl, toppönd, gulönd, rauð- höfðaönd, svartbakur, hvítmáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, hettumáf- ur, stormmáfur, hrafn, snjótittling- ur, skógarþröstur, starri, álft. Tsland teknr þátt í stofnun nor- ræns þróunarsamvinnusjóðs MATTHÍAS Á. Mathiesen, samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, Lagði fram á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku tillögu þess efnis, að ísland tæki þátt í stofnun norræns þróunarsamvinnu- sjóðs, sem starfi í tengslum við Norræna fjárfestingabankann í Helsingfors, og var tillaga hans samþykkt af ríkisstjórninni. Ríkisstjómir Norðurlandanna allra standa að þessum sjóði og verður ráðherranefndartillagan þaraðlútandi borin upp á næsta Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður í Osló’í byijun næsta mánað- ar. Mál þetta á sér nokkurra ára aðdraganda og hefur Norðurlanda- ráð ályktað um stofnun slíks sjóðs bæði árið 1984 og 1987 og í sam- ræmi við það hefur ráðherranefndin unnið að málinu í nefndum sérfræð- inga og í vinnuhópum. Stofnfé sjóðsins nemur 100 millj- ónum SDR eða um 5 milljörðum íslenskra króna og verður fyrsta greiðsla íslands innt af hendi á íjár- lögum næsta árs og lög um aðild íslands og samþykktir sjóðsins lögð fyrir næsta Alþingi. Fyrsta framlag íslands, þ.e. Vs heildarframlagsins, nemur rúmlega 9 milljónum króna, en í hlut íslend- inga kemur að greiða nú 0,9% stofn- fjárins, samkvæmt sérstökum greiðslulykli. Markmið sjóðsins er fyrst og fremst að veita hagstæð lán til verk- efna í þróunarlöndum á svipuðum kjöram og þau lán sem Álþjóða þróunarstofnunin (IDA), sem er systurstofnun Alþjóðabankans í Washington, veitir og ísland á einn- ig aðild að. Verkefni sem sjóðurinn §ár- magnar skulu auk þarfa lántöku- landsins einnig taka mið af hags- munum Norðurlanda og við val verkefna skal þegar til lengri tíma er litið tekið sanngjarnt tillit til hagsmuna allra Norðurlandanna. „Stofnun hins öfluga norræna þróunarsamvinnusjóðs markar enn ný tímamót í norrænu samstarfi og á hvort tveggja í senn að skila þró- unarríkjunum vönduðum verkefn- um á hagstæðu verði og lánveitend- um tækifæri til sölu og útflutnings á m.a. tækjum og sérfræðiþjónustu, samfara Qármögnunarmöguleikum, en einmitt þeir hafa oft staðið í vegi fyrir því að úr viðskiptum gæti orðið, þótt öllum almennum skilyrðum væri unnt að fullnægja," segir i frétt frá samstarfsráðherranum. R E S T A U R A N T S M 1 1 7 75 9 FORRÉTTUR: Blandaður skelfískur á grænu beði AÐALRÉTTUR: Koníakseldsteikt nautalund með rósarpiparsósu og gljáðum sykurbaunum EFTIRRÉTTUR: Appelsínuterta „Grand Marnier“ -¥• Hreindýrametalíur með rifsberjasósu og Waldorfsalati. Morgunblaðið/Amór Sveit Braga Haukssonar varð í þriðja sæti á Opna Flugleiðamótinu sem lauk sl. mánudagskvöld. Á meðfylgjandi mynd er sveitin ásamt Bimi Theodórssyni sem afhenti verðlaunin fyrir hönd Flugleiða. Talið frá vinstri: Hrólfur Hjaltason, Júlíus Sigurjónsson, Guðmundur Pétursson, ísak Sigurðsson, Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðs- son. Björn Theodórsson lengst til hægri. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Sveit Ragnars Þorsteinssonar sigraði í sveitakeppni félagsins, hlaut samtals 261 stig. Með Ragn- ari spiluðu: Helgi Einarsson, Þórar- inn Arnason og Sigurbjörn Ár- mannsson. Röð næstu sveita: Pétur Sigurðsson 245 Valdimar S veinsson 219' Anton Sigurðsson 218 Sigurður Isaksson 217 Á mánudaginn kemur hefst baro- meterkeppni og hafa þegar skráð sig um 30 pör í keppnina en skrán- ingu lýkur á fímmtudag. Spilað er í Armúla 40 á mánudögum kl. 19.30. Keppnisstjóri er ísak Sig- urðsson. Munið skemmtikvöldið nk. laug- ardag í Sigtúni 3. Bridsdeild Skagfirðinga Þegar tveggja kvölda spila- mennska er eftir af yfirstandandi „Butler" eru þessi pör efst: Jón Þorvarðarson — Guðni Guðbjamarson Ragnar Hjálmarsson — 139 Haraldur Ragnarsson Anton R. Gunnarsson — 120 Hjördís Eyþórsdóttir Sigmar Jónsson — 119 Vilhjálmur Einarsson Elísabet Jónsdóttir — 111 Leifur Jóhannesson 111 Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Bridsdeild Rangæingafélagsins Tólf umferðum er lokið í sveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: Þorsteinn Kristjánsson 247 Lilja Halldórsdóttir 234 Gunnar Helgason 225 Sigurleifur Guðjónsson 223 Amór Ólafsson 217 Næst verður spilað 24. febrúar. Evrópumót yngri spilara í Búlgaríu Bridssamband íslands hefur hug á að senda sveit á Evrópumót yngri spilara í brids sem haldið verður dagana 5. til 13. ágúst 1988 í Búlg- aríu. Aldursmörk era þau að spilar- ar séu fæddir eftir 1. janúar 1963. Auglýst er eftir umsóknum til þátttöku í forkeppni eða forvali um skipan landsliðs. I umsókn komi fram: 1. Nöfn spilara , 2. Heimilisfang 3. Sími 4. Fæðingard. og ár. Umsóknum sé komið á skrifstofu Bridssambands íslands, sendar i pósti eða hringdar inn (91-689360). Umsóknir skulu hafa borist fyrir 20. febrúar 1988. (Frá Bridsnambandi íslands.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.