Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 42
j-. 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUM TALSVERÐAR breytingar verða á umferðarlögum 1. mars næstkomandi. Vegna þessara breytinga starfrækir Iögreglan sérstakan upplýsingasima fram að mánaðamótum, 623635, alla virka daga milli kl. 14 og 16. Morgunblaðið mtm á næstunni, í samvinnu við lögregluna, birta svör við spurningum vegna þessara breytinga. Er fólki bent á að snúa sér með fyrir- spurair til lögreglunnar í Reykjavik, sími 623635. Hér fara á eftir spurningar sem borist hafa lögreglunni siðustu daga og svör við þeim. — Hver er umferðarrétturinn í hringtorgum samkvæmt nýjum umferðarlögum? Svan Sömu reglur og áður gilda um akstur í hringtorgum. Regl- umar hafa verið tiltölulega óljósar hvað varðar hringtorgin sérstaklega, þó svo að tiltekin venja hafi skapast um akstur í þeim. Hringtorg eru akreinar og á þeim eru yfirborðsmerk- ingar og gilda því sömu ákvæði og sömu reglur umferðarlag- anna og gilda um akstur á ak- reinum og á gatnamótum. Ekki er að sjá að í nýjum umferðar- lögum séu sérákvæði um akstur í hringtorgum. — Ég var að lesa nýju um- ferðarlögin. Getur verið að prent- villa sé í annarri línu 108 gr.? Svar. Jú það er rétt. í annarri línu greinarinnar á að standa: „a. ákvæðum 4. mgr._ 7. gr. og 3. mgr. 27. gr.,“ I lögunum stendur 6. gr. í stað 7. gr. Þá vantar og inn í þriðju línu, þ.e. b) liðinn, sömu greinar orðin 1. mgr. Línan á að vera þannig: „b. ákvæðum a-, b-, h-, og i-liða 1. mgr. 28. gr.“ Greinin Qallar um gjald vegna stöðvunarbrota. Prentvillur þessar hafa verið í þeim útgáfum umferðarlag- anna, sem komið hafa úr prent- un hingað til. Einnig er prentvilla í yfír- skrift 23. greinarinnar. í stað orðsins „þéttbýli" á að standa „þéttri umferð“. Yfírskriftin hljóðar því þannig: „Fra- múrakstur og akreinaskipti í þéttri umferð". — Ætlar lögreglan að fylgja því stíft eftir að ökumaður og farþegi í framsæti fólksbifreiðar noti bflbelti samkvæmt skilgrein- ingu.nýrra umferðarlaga? Svan Það er eitt að hlutverkum lögreglunnar að framfylgja lög- unum, sjá um að þau séu virt, og að eftir þeim sé farið. Lög- reglan mun ekki breyta út af starfsreglum sinum hvað þetta ákvæði varðar. Sama gildir um önnur ákvæði laganna. Ein af vinnureglum lögregl- unnar hefur verið sú að eiga jafnan sem best samstarf við fólk á sem flestum sviðum. Reglumar eru settar fyrir fólk- ið, en ekki því til höfuðs. — Getur verið að leigubifreiða- stjórar séu undanþegnir notkun öryggisbelta samkvæmt nýju um- ferðarlögunum? Svan í 4. mgr. 71. gr. nýju lag- anna segir „Ökumanni leigu- bifreiðar til mannflutninga er eigi skylt að nota öryggisbelti í leiguakstri". Lögreglan lítur svo á að þessi undanþága gildi á meðan leigubflsstjóri ekur farþega gegn gjaldi, þ.e. á með- an á leiguakstri varir. Að öðru leyti eru þeir ekki undanþegnir öryggisbeltanotkun og það er reyndar ekkert sem bannar leigubflsstjórum að nota beltin að öllu jöfnu. Hér er um tvenns konar sjónarmið að ræða; ann- ars vegar öryggissjónarmið leigubflstjórans gagnvart far- þeganum og hins vegar umferð- aröryggissjónarmiðið gagnvart leigubflstjóranum. Samt sem áður er farþega í framsæti leigubifreiðar skylt að nota ör- yggisbelti í akstri. — Nú vantar flölmargar nýjar reglugerðir, sem gert er ráð fyrir að verði settar samfara nýjum umferðarlögum. Hvað skeður ef þær verða ekki komnar l.mars nk.? Svan Lögreglunni er kunnugt um að einhveijar reglugerðir, sem setja þarf með nýju lögunum, verði komnar fyrir 1. mars nk. Aðrar koma til með að gilda samkvæmt auglýsingu dóms- málaráðuneytisins þar að lút- andi, en hún verður birt mjög fljótlega. Ákvæði eldri reglu- gerða koma með að gilda svo framarlega sem þær ganga ekki í berhögg við gildandi lög. í þeim tiifellum gilda ákvæði nýju laganna. — Er það rétt að lögð er sér- stök skylda á þjóna og bensínaf- greiðslumenn að hindra mann í að aka, sem telja megi að sé und- ir áhrifum áfengis? Svar: í 46. gr. nýrra umferðariaga er hliðstætt ákvæði og ákvæði 25. gr. gömlu laganna varðandi þetta atriði. 46. greinin hljóðar svo: „Þeg- ar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og veitingamaður eða þjónar hans vita eða hafa ástaeðu til að ætla, að hann sé stjómandi ökutækis og að hann sé vegna áfengisneysiu ekki fær um að stjóma ökutækinu ör- ugglega, ber þeim að reyna að hindra hiutaðeigandi í þvi að aka ökutækinu, með því meðal annars að gera lögreglunni við- vart.“ Þá segir um bensínaf- greiðslumenn: „Eigi má selja eða afhenda ökurnanni vélknú- ins ökutækis eldsneyti eða ann- að, sem þarf til aksturs, ef hann er augljóslega undir áhrifum áfengis. Skylt er bensínaf- greiðsiumönnum, ef þeir vita eða hafa ástæðu til að ætia, að ökumaður ætli að aka ökutæk- inu, að reyna að koma í veg fyrir brotið, með því meðal ann- ars að gera lögreglunni við- vart.“ Hér er um að ræða ákvæði sem lúta sérstaklega að þessum stéttum, en em í rauninni þau sömu og lúta að fólki almennt hvað þennan þátt varðar. Lög- reglan hefur m.a. vakið sérstak- lega athygli fólks á því að til- kynna til hennar öll þau atvik þar sem gmnur vaknar um ölv- un ökumanns eftir umferðaró- happ og gildir það jafnt þó að óhapp hafí ekki orðið. — Ökuskírteinið mitt rennur út í ágúst nk. Á ég að endumýja ökuréttindin þegar gildistími þess er útmnninn eða gildir það áfram til sjötugs? Svar Nú höfum við ekki nýja reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. og á meðan svo er ekki Iítum við á að ákvæði gömlu reglugerðarinnar séu í gildi. Samkvæmt henni átt þú að endumýja ökuréttindin í ágústmánuði nk. og fengir þá væntanlega ökuskírteini með gildistíma til sjötugs, svo fram- arlega sem þú hafír ekki önnur réttindi en segir í reitum A og B á ökuskírteininu, eða að gild- istíminn verði takmarkaður að öðm lejrti vegna einhverra sérá- kvæða. Þetta atriði ætti að skýrast fljótlega. Útvarp FS, FM 91,0 á Suðumesjum: Fjölbrautaskólinn með útvarpsstöð Morgunbladið/BAR Sigurður Þórir við tvö verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Kjarvalsstaðir; Signrður Þórir opn- ar málverkasýningu Keflavi k. HÓPUR nemenda f Fjölbrauta- skóla Suðuraesja hóf útvarps- sendingar á miðvikudaginn, sent út á FM 91,0 og átti að senda út f 3 daga. Magnús Hlynur Hreið- arsson útvarpsstjóri sagði i ávarpi sínu til hlustenda að þetta væri fyrsta íslenska útvarpsstöð- in sem sett væri upp og sendi beint frá Suðuraesjum. Það væri því mikil ánægja fyrir nemendur Fjölbrautaskólans að verða fyrstir til að senda út á öldum fjósvakans efni til Suðurnesjabúa frá eigin útvarpsstöð. Magnús Hiynur sagði í samtali við Morgunblaðið að nú stæðu yfír tyllidagar hjá nemendum Fjöl- brautaskóla Suðumesja og hefðu nemendur á flölmiðlabraut ákveðið að taka sig saman og koma upp útvarpi þessa daga. „Við emm um 10 sem emm á fjöimiðlabraut, en fleiri hafa bæst í hópinn og það em um 30 nemendur sem standa að baki stöðvarinnar. Það tók okkur 3 vikur að undirbúa þessar útsending- ar og höfum við notið góðrar að- stoðar kennara." Magnús Hlynur sagði að nem- endur Fjölbrautaskólans hefðu áður reynt að koma upp útvarpsstöð, en þeim hefði ekki tekist að fá sendi hjá Pósti og síma fyrr en nú. Hann sagði að nemendur hefðu sjálfír. lagt fram annan búnað. Magnús Hlynur sagði ennfremur að útvarps- stöðin sendi að mestu út tónlist, en auk þess yrðu fréttasendingar ásamt ýmsum fróðleik sem tengdist Suðumesjum. Útvarp FS, FM 91,0 sendir út í dag frá kl. 10:00-22:00 og á morgun frá kl. 10:00-24:00. -BB SIGURÐUR Þórir Sigurðsson opnar málverkasýningu í Vestur- sal Kjarvalsstaða laugardaginn 20. febrúar kl. 14. > Sigurður fæddist í Reykjavík árið 1948, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1968—70, hóf síðan nám við Konunglegu dönsku listaakademíuna og var þar til ársloka 1978 hjá prófessor Dan Stemp-Hansen. Sigurður hefur haldið margar einkasýningar í Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Þórshöfn í Færeyjum og víðsvegar um landið. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi og erlendis. Þessi sýning hefur hlotið heitið „Úr hugarheimi". Myndimar em fíestar unnar á sfðasta ári og fjalla þær um manninn og hvemig ytri vemleikinn mótar vitund okkar ásamt þeim innri vemleika sem við búum við. Þær fjalla einnig um tog- streitu kynjanna og innri togstreitu einstaklingsins. Maðurinn á til feg- urð sem hann þarf'að virkja og koma til skila út í umhverfið. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—22. Henni Iýkur sunnudag- inn 6. mars. Norræna húsið: Sýningar á „grænu gnlli“ og gallabuxum SÝNING um skóga og skógnytjar á Norðurlöndum verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laug- ardaginn 20. febrúar. Þetta er farandsýning sem skógmipjasöfn á Norðurlöndum standa að og nefnist hún „Hið græna gull Norðurlanda“. Að auki verður opnuð sýning sem nefnist „Galla- buxur - og gott betur“ í forsal Norræna hússins. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, opnar sýninguna „Hið græna gull Norðurlanda" kl. 16 á morgun, en á henni em sýndir ýmsir munir úr tré, en einnig er sýnt í máli og myndum hvemig bmgðist hefur verið við eyðingu skóganna með skógrækt. Af íslands hálfu em það Skógrækt ríkisins, Skógræktarfé- lag Islands og Þjóðminjasafnið sem standa að þessarri sýningu. Sýning- in er opin daglega kl. 14-19 til 13. mars. Sýningin „Gallabuxur - og gott betur“ er farandsýning um uppmna og þróun gailabuxna sem er gerð af Nordiska museet í Stokkhólmi og er hún opin til 20. mars. Höfund- ur sýningarinnar, Inga Wintzell, mun flytja erindi, „Gallabuxur og gallabuxnaefni", á opnunardaginn, 20. febrúar, kl. 17:15. Inga Wintzell mun einnig flytja erindi með litskyggnum í fundarsal Norræna hússins á sunnudag kl. 17 sem hún nefíiir „Pijónað í blíðu og stríðu. Sitthvað um sögu pijóns í Svíþjóð". Selfoss: Líflegir krakkar á öskudag SelfoML KRAKKARNIR i leikskólum og á dag- heimilum á Selfossi glöddu vegfar- endur og verslunarfólk á öskudag með söng og litskrúðugum klæðnaði. Þeir krakkar sem komnir eru af leik- skólaaldri klæddu sig í furðuföt og settu líflegan svip á bæinn með ösku- dagssprangi sínu. Meðal þeirra hafði kvisast að köttur- inn yrði sleginn úr tunnunni eins og í fyrra en hvergi var slíkan fagnað að sjá. Samt sem áður gengu þau brosandi og traliandi um götumar og laumuðu pok- um aftan í virðulega vegfarendur. MorgunblaÆið/Sigurður Jónsaon — Sig. Jóhs. LeikskóLaböm og fóstrur við verslunina Ingólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.